Morgunblaðið - 09.01.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 09.01.2004, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 31 ÚTSALAN HEFST Í DAG KL.10:00 30-50% afsláttur laugavegi 91 s.562 0625 nýtt kortatímabil DKNY DKNY JEANS IKKS GERARD DAREL CUSTO BZR VENT COUVERT PAUL & JOE NICOLE FARHI JULIE DEE LISTAMAÐURINN Odd Nerdrum verður með málverkasýningu í Nor- egi í maí en hann hefur ekki sýnt þar í allmörg ár og ekki síðan hann settist að hér á landi. Tone Lyngstad Nyaas, sem vinnur að sýningarskránni, sagði í viðtali við VG eða Verdens Gang, að heiti sýn- ingarinnar yrði „Kitsch 2004“ en hún verður sett upp í Telemark Museum í Skien. Um væri að ræða myndir, sem Nerdrum hefði málað á Íslandi, og ekki verið sýndar áður í ættlandi hans. Fyrir nokkrum árum var Ner- drum með sýningu í Túnsbergi, sem hann kallaði „Love Love Love“, og 1998 hneykslaði hann landa sína með mynd af sjálfum sér með manndóms- merkið í fullri reisn. Nerdrum vinnur enn að kitsch- seríunni sinni en sumir segja, að óvægin gagnrýni á hana hafi átt sinn þátt í, að hann settist að á Íslandi. Odd Nerdrum sýnir í Noregi Listmálarinn Odd Nerdrum. Morgunblaðið/Ásdís ÆFINGAR eru hafnar hjá Söng- sveitinni Fílharmóníu á aðalverkefn- um yfirstandandi starfsárs. Tekin verða til flutnings tvö stór kórverk, Dixit Dominus eftir G.F. Händel og hin svonefnda Pákumessa eftir J. Haydn. Pákumessan, sem einnig er þekkt undir heitinu Messa á stríðs- tímum (á frummálinu Missa in tem- pore belli), er samin árið 1796 í hita Napóleonsstyrjaldanna. Händel samdi Dixit Dominus 1707, aðeins 22 ára að aldri, við texta úr Gamla testamentinu. Hann dvaldi þá í Róm og fékk það verkefni að semja tón- verk fyrir Karmelítaregluna þar í borg. Dixit Dominus er fimmradda og gerir miklar kröfur til flytjenda. Tónleikarnir verða í Lang- holtskirkju í lok marsmánaðar og mun valið lið ein- söngvara taka þátt í tónleikun- um auk hljóm- sveitar. Leiðarljós við val á viðfangsefni þessa vormisseris var m.a. að verkin eru eftir tónskáld sem bæði eru í miklu uppáhaldi hjá kórnum. Skemmst er að minnast þess að á sl. vori flutti Söngsveitin Messías eftir Händel og vorið 2002 Messu heilagr- ar Sesselju eftir Haydn. Dixit Dom- inus hefur ekki verið flutt hér á landi áður að því er best er vitað. Páku- messan er betur þekkt hérlendis þótt Söngsveitin hafi ekki flutt hana áður. Meginmarkmið Söngsveitarinnar Fílharmóníu er og hefur alla tíð verið á ríflega fjörutíu ára starfsferli að halda tónleika þar sem flutt eru stór kórverk með einsöngvurum og hljómsveit. Æfingar Söngsveitarinnar eru að venju í Melaskóla. Stjórnandi kórs- ins í vetur er Óliver Kentish. Enn eru laus pláss í tenór og sópran. Þeir sem áhuga hafa á því að takast á við þessi verkefni geta haft samband við formann kórsins, Lilju Árnadóttur. Dixit dominus og Pákumessa Óliver Kentish

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.