Morgunblaðið - 09.01.2004, Side 68

Morgunblaðið - 09.01.2004, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing MJÖG mikil hálka hefur verið undanfarna daga og kemur hún helst niður á eldra fólki sem heldur margt kyrru fyrir heima hjá sér. Fjölmargir hafa leitað á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi undanfarna daga, aðallega gamalt fólk sem hefur dottið og hlotið beinbrot í hálkunni. Áverkarnir eru misalvarlegir; allt frá marblettum upp í hryggbrot, þó ekki al- án þess að eiga á hættu að detta sökum hálku. Starfsmenn Gatnamálastofu borg- arinnar hafa ekki undan að sandbera gangstéttir og hafa frá því að mikill snjór féll milli jóla og nýárs unnið nær sleitu- laust við að ryðja snjó og bera sand á hálkuna. varleg. Forstöðumenn dvalar- og hjúkrunarheimila í Reykjavík sem Morg- unblaðið ræddi við segjast hvetja heim- ilismenn til að halda sig innandyra í hálk- unni og í sama streng tekur formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. Víða eru þó göngustígar við hjúkrunar- og dvalarheimili upphitaðir svo fólk getur verið á ferðinni utandyra Eldri borgarar eiga erfitt með að komast leiðar sinnar sökum hálku Starfsmenn borgarinnar hafa ekki undan að sandbera gangstéttir Morgunblaðið/RAX Það getur verið þrautin þyngri að komast leiðar sinnar í borginni sökum hálku og best að fara að öllu með gát eins og þessi unga stúlka.  Fólk á hálum ís/6 NÝ kvikmynd á skáldverkinu fræga The Hitch- hiker’s Guide To The Galaxy verður tekin upp að hluta á Íslandi. Um er að ræða stórmynd sem framleidd er af breskum og bandarískum aðilum og kemur Disn- ey-risinn meðal annars að framleiðslunni. Það er Pétur Bjarnason og fyrirtækið Labrad- or sem er íslenski tengiliður verkefnisins og seg- ir Pétur að tökur muni fara fram annaðhvort í apríl eða ágúst á þessu ári og standa yfir í a.m.k. viku. Gerir hann ráð fyrir að um 100 manns muni starfa við Íslandstökurnar, þar af um helmingur Íslendingar. Stórmynd kvik- mynduð á Íslandi  Íslenskur jökull/65 TÍU metra skíðishval rak á land í Landeyjafjöru í landi Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum fyrir skemmstu og uppgötvaðist hvalrekinn í gær. Haf- rannsóknastofnun var tilkynnt um atburðinn og eru starfsmenn hennar væntanlegir til að rann- saka hræið. Hvalurinn er mjög heillegur og sér varla á hræinu að sögn Guðmundar Óskars Stef- ánssonar, bónda á Skipagerði. Hvalreki á þessum slóðum er sjaldgæfur en ekki óþekktur því fyrir nokkrum árum rak mun stærri hval á land. Hræið af honum var þó mjög illa farið og mikill fnykur af því. Stærsta tegund skíðishvala, steypireyður, getur orðið 30 metrar að lengd en ekki er ljóst hvaða teg- und er hér um að ræða. Hvalreki á Landeyjafjöru BÍLAR sem framleiddir eru í Bandaríkjunum og keyptir inn í dollurum hafa lækkað mikið samfara lækkun dollars og segir Egill Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar, að jeppar og pallbílar frá Ford hafi lækkað í verði um allt að einni milljón króna á rúmu ári. Egill segir að hagstætt gengi á dollarnum hafi mikil áhrif á söluna. Árið 2002 hafi Brimborg til dæmis selt níu bíla framleidda í Bandaríkj- unum og 54 í fyrra. „Við reiknum með að selja meira en 300 bíla frá Bandaríkjun- um í ár,“ segir hann. Fyrir rúmlega ári var doll- arinn í um 110 krónum, í mars kostaði hann um 79 kr., gengið í maí var um 74,70 kr., en nú er hann kominn niður fyrir 70 krónur. Egill nefnir sem dæmi um verðbreytingar að í maí sl. hafi Ford Escape XLS með 153 hestafla 2,3 lítra vél, sjálfskiptingu, ABS hemlakerfi og öllum öðrum venjulegum búnaði kostað um 3,3 milljónir króna en verðið á nýrri gerð í febrúar nk. verði 2.865.000 kr. Það sé 435 þús. kr. lækkun eða rúmlega 13% lækk- un, en dollarinn hafi lækkað um 6–7% frá því í maí. Hagstæðir samningar gerðir Lækkun dollars vegur þyngst í verðmuninum, en aðrir þættir eins og hagstæðari samningar, betra grunnverð nú en áður og fleira hafi einnig áhrif. Eg- ill áréttar að ekki sé verið að bera saman nákvæm- lega sömu bíla því breytingar séu á milli árgerða auk annarra þátta. Hins vegar sé um sambærilega bíla að ræða. Ford Explorer með V8, 4,6 lítra 239 hest- afla vél og leðuráklæði kostar nú 4.577.000 kr. en Egill segir að verðið á sambærilegum bíl hafi verið um milljón kr. hærra fyrir um ári. Amerískir bílar lækka mjög í verði Lækkun dollarans vegur langþyngst ♦♦♦ ♦♦♦ HANNES Hólmsteinn Gissurar- son prófessor vísar afdráttarlaust á bug ásökunum um ritstuld eða óheiðarleg vinnubrögð í bók hans Halldór, sem er fyrsta bindi ævi- sögu Halldórs Kiljans Laxness. Á blaðamannafundi í gær kynnti Hannes greinargerð sem hann hefur tekið saman vegna gagnrýni sem fram hefur komið undanfarnar vikur. Hann sagði m.a. að hann hefði ekki verið að skrifa skólaritgerð heldur ævi- sögu handa almenningi. Hannes sat í orrahríð spurn- inga á blaðamannafundinum í gær. Flestar spurningarnar beindust að notkun Hannesar á heimildum, og tilvísunum í þær, því sem kunnugt er hefur gagn- rýnin helst beinst að því hvernig hann notar í sumum tilfellum texta annarra í bók sinni án form- legra tilvísana. Hannes kvaðst hafa orðið undrandi á þeirri gagn- rýni, vegna þess að hann hefði getið allra sinna heimilda í eftir- mála bókarinnar. Aðferð sem margverðlaun- aðir rithöfundar hafa notað Hann sagði það ekki alltaf nauðsynlegt að nota tilvísanir þegar vitnað væri í heimildir, og dæmi væru um að margverðlaun- aðir rithöfundar notuðu þá aðferð. Hann var spurður að því hvern mun hann teldi á því að beita formlegum tilvísunum, og því að vitna nánast orðrétt í texta og gera að sínum eigin án þess að vísa til heimildar. Hann sagði það matsatriði hverju sinni. „Stundum er það svo augljóst að ég er að nota textann [texta Halldórs Lax- ness, innsk. blm.], að ég þarf ekki að drita niður fleiri en tveimur og hálfri tilvísun að jafnaði á blað- síðu. Alla vega er alveg ljóst, að það er ekkert óheiðarlegt í því. Ég er ekki að dylja neinn neinu.“ Hann sagði verkefni sitt hafa ver- ið að skrifa læsilega og skemmti- lega bók, og því hefði hann stuðst á þennan hátt við skáldið til að fanga hugblæ og andrúmsloft. „Þegar hann lýsir einhverju at- viki eða persónum eftirminnilega, þá tek ég það upp, og mér finnst ekkert að því. Mér finnst tilvísan- irnar alveg nægilega margar. Það má þó enda- laust staglast á því hvort tilvísanirnar hefðu átt að vera fleiri eða færri. Ég vil alla vega að það liggi ljóst fyrir að ég gerði ekk- ert óheiðarlegt og framdi engan ritstuld.“ Hannes segir í greinar- gerðinni að fjölmörg dæmi séu um að höfundar ævisagna endursegi lýs- ingar annarra á atvikum og einstaklingum, enda sé vandséð hvernig annars megi skrifa ævisögur. „Í tilefni af ýmsum ummælum um bók mína hlýt ég að láta þess getið, að fulltrúi fjölskyldu Hall- dórs Kiljans Laxness las yfir próf- örk að allri bókinni, þar á meðal tilvísunum. Ég fór eftir nær öllum athugasemdum, sem ég fékk frá honum,“ segir einnig í greinar- gerðinni. Ekki skólaritgerð heldur ævisaga handa almenningi  Gerði ekkert/27  Greinargerð/28 Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísar öllum ásökunum um ritstuld afdráttarlaust á bug Halldór Laxness Hannes H. Gissurarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.