Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 6

Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Po rtúg al 38.270kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.855 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug gisting í 7 nætur á Sol Dorio, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. STEFÁN Jasonarson, bóndi í Vorsabæ lést 19. febrúar síðastliðinn á nítugasta aldursári. Stefán var fæddur í Vorsabæ í Gaulverja- bæjarhreppi í Árnes- sýslu 19. september 1914 og voru foreldrar hans Jason Steinþórs- son bóndi þar og kona hans Helga Ívarsdóttir. Stefán var fjóra vet- ur í farskóla og nam síðan í íþróttaskóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal, Héraðsskól- anum á Laugarvatni 1938-39 og í Námsflokkum Reykja- víkur 1940-41. Hann tók við búskap í Vorsabæ árið 1943. Stefán var þjóðþekktur fyrir margvísleg störf sín að félagsmálum. Hann var formaður Ungmenna- félagsins Samhygðar í tæplega þrjá áratugi frá 1936-64 að undanskildu einu ári. Hann gegndi mörgum trún- aðarstörfum á vegum Gaulverjabæj- arhrepps, sat í hreppsnefnd og varð hreppsstjóri 1963. Hann gerðist fréttarit- ari hljóðvarpsins 1958 og sjónvarpsins frá stofnun þess 1966 og gegndi þeim störfum um árabil. Þá gegndi Stefán trúnaðarstörfum á vegum klúbbanna Öruggur akstur og landssamtaka þeirra og flutti erindi um um- ferðarmál og umferð- armenningu víða um landið. Hann gegndi einnig margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir bændur og var formaður Búnaðar- sambands Suðurlands um árabil. Hann gegndi einnig trúnaðarstörf- um á vegum Framsóknarfélagsins í Gaulverjabæjarhreppi og í Árnes- sýslu. Hann var sæmdur fálkaorð- unni árið 1984. Kona Stefáns var Guðfinna Guð- mundsdóttir en hún lést árið 2000. Þau eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi. Andlát Stefán Jasonarson STEFÁN JASONARSON TÁKNMÁLSTÚLKUN verður ekki kennd við heimspekideild Háskóla Íslands næsta vetur. Þá verður kennurum við deildina ekki greitt fyrir yfirvinnu og stundakennarar ráðnir í staðinn. Þetta er meðal þeirra aðhaldsaðgerða sem gripið verður til innan deildarinnar svo reksturinn verði réttum megin við núllið. Anna Agnarsdóttir, deildarforseti heimspekideildar, segir að nýlega hafi fjárhagsáætlun fyrir þetta ár verið skilað inn og í fyrsta skipti í mjög langan tíma sé áætlunin nán- ast hallalaus. „En hún var okkur dýrkeypt,“ segir Anna. „Við borgum ekki út yfirvinnu kennara. Ég veit ekki um marga ríkisstarfsmenn sem myndu sætta sig við það. Ef við skil- um ekki á núlli, þá er hættan sú að við fáum ekki að ráða nýtt fólk til starfa,“ segir Anna. Í stað þess að fá greidda yfirvinnu muni kennarar t.d. fá kennsluafslátt á næstu árum. Stundakennarar muni koma í stað þeirra, en laun þeirra séu lægri en yfirvinna fastra kennara. Launastika menntamála- ráðuneytis of lág Heimspekideild er ein stærsta deild háskólans, með sjö skorir, 24 fræðigreinar, 85 fastráðna kennara og 1.700 nemendur. Anna segir að alls sé 410 milljónum króna úthlutað fyrir rekstur deildarinnar á þessu ári. Stærsti hluti útgjaldanna, eða 96%, sé launakostnaður. Ástæða þess hversu illa stödd deildin er, sé að ríkið greiði samkvæmt launastiku þar sem gert er ráð fyrir að með- allaun kennara séu 237 þúsund krónur á mánuði, að undanskildum launatengdum gjöldum. Samkvæmt tölum frá Háskólanum séu meðal- laun kennara hins vegar 305 þúsund krónur. Meðaltalið í heimspekideild er nokkuð hærra, eða 315 þúsund krónur, sem Anna segir að skýrist með því hversu hár meðalaldur kennara er í heimspekideild, eða 50 ár. Erfitt sé fyrir Háskólann að brúa bilið milli raunlauna og þess sem ríkið borgi. „Það er talsverður mun- ur fyrir heimspekideild að fá áætluð 237 þúsund á kennara á mánuði, þegar raunkostnaðurinn er 315 þús- und á mánuði. Það er aðalvandamál- ið, ég myndi segja að ef launastikan væri leiðrétt væri heimspekideild í mjög góðum málum. Við gætum rekið hér mjög öfluga deild,“ segir Anna. Laun háskólakennara hækki eftir því sem þeir hafi lengri starfsaldur. „Við erum með svo mikið af reynd- um kennurum, ofarlega í launastig- anum, í t.d. íslenskri málfræði, heimspeki og sagnfræði. Þessir menn eru mjög þekktir á sínu sviði, hafa unnið frábæra vinnu og því eldri sem menn verða minnkar kennsluskylda þeirra og rannsókna- skylda eykst, eins og vera ber,“ seg- ir Anna. Ungum kennurum fjölgað Oft reynist mjög erfitt að manna stundakennsluna. Enginn sótti t.d. um stöðu stundakennara í dönsku, sem auglýst var ekki alls fyrir löngu. Taxtinn fer eftir menntun viðkomandi, en er að meðaltali 1.200 krónur fyrir klukkustundina. Anna segir einnig mikilvægt að hleypa ungum fræðimönnum að við deildina. „Þess vegna munum við auglýsa eftir lektorum þegar við auglýsum eftir nýjum kennurum í íslenskum bókmenntum,“ segir Anna, en þrír prófessorar hafa hætt störfum við deildina nýlega. Að- spurð segist hún ekki telja að þetta muni koma niður á kennslu í deild- inni. „Nei, yngra fólk er svo áhuga- samt. Aldur og gæði þurfa ekki endilega að fara saman. Það verða sennilega margir umsækjendur, en þeir sem verða ráðnir verða þá komnir í fasta stöðu og ég reikna fastlega með því að þeir verði áhugasamir og dugmiklir kennar- ar.“ Anna segir að heimspekideild sinni mjög mikilvægu hlutverki í ís- lensku samfélagi. „Próf hjá okkur veita ekki starfsréttindi, en við er- um m.a. að rannsaka og miðla ís- lenskri menningu, bókmenntum, ís- lensku máli og íslenskri sögu. Annað mikilvægt hlutverk heimspekideild- ar er að mennta kennara í fram- haldsskólana.“ Til stendur að meist- aranám í miðaldafræðum og íslenskum málvísindum fyrir útlend- inga hefjist á hausti næsta árs. „Þetta er mjög mikilvægt ef við ætl- um að verða miðstöð íslenskra fræða í heiminum. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt ef við ætlum að koma okkar menningu á framfæri í hinum stóra heimi,“ segir Anna og bætir við að deildin kenni nokkrar fámennar en mjög nauðsynlegar greinar. „Það er t.d. dýrt að halda uppi kennslu í latínu og grísku, en ef við ætlum að tilheyra hinum vest- ræna menningarheimi verðum við að kenna þau mál sem tengjast okk- ar menningararfi og sem reyndar er nauðsynlegt að einn rannsóknahá- skóli að minnsta kosti, kenni í hverju sjálfstæðu landi. Sumar ís- lenskar heimildir frá fyrri öldum eru t.d. skrifaðar á latínu.“ Anna vonar að bjartari tímar séu fram undan fyrir deildina að loknum þessum niðurskurði. „Við erum búin að skera niður námskeið, samnýta námskeið og gera reyndar allt sem okkur dettur í hug. Árangurinn er að við skilum hallalausum rekstri fyrir árið, en ég vona að í framtíð- inni verði hægt að byggja upp öfl- uga heimspekideild á ný,“ segir hún. Niðurskurður í heimspekiskor Háskóla Íslands dýrkeyptur, að mati deildarforseta Kennslu í táknmálstúlkun hætt og yfirvinna kennara ekki greidd Morgunblaðið/Jim Smart Sigurlín Margrét Sigurðardóttir þurfti á túlkaþjónustu að halda þegar hún settist á þing. Túlkar áttu erfitt með að sinna annarri þjónustu á meðan. RANNVEIG Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, harmar mjög að táknmálstúlkun verði ekki kennd við Háskóla Íslands næsta haust, vegna sparnaðaraðgerða við heim- spekideild. Hún segir mikinn skort á táknmálstúlkum hér á landi. „Það eru 10-12 táknmálstúlkar starfandi og þeir anna engan veginn þeim verkefnum sem heyrnarlausir þurfa á að halda,“ segir Rannveig. Háskólinn hefur kennt táknmál til 90 eininga frá árinu 2001, 60 ein- ingar í táknmálsfræði og 30 ein- ingar í táknmálstúlkun. Deildarráð heimspekideildar hefur samþykkt að hætta kennslu í táknmálstúlkun næsta haust, þar sem deildin hefur einfaldlega ekki lengur efni á því að bjóða upp á þetta nám, að sögn Önnu Agnarsdóttur, deild- arforseta. „Táknmálstúlkun er mjög dýr, við myndum þurfa að ráða stundakennara og taxti þeirra er svo hár að við höfum ekki efni á því,“ segir Anna og bætir við að þær Rannveig vinni nú að því að reyna að leysa þetta mál. Þörf fyrir táknmálstúlka á eftir að aukast Rannveig segir að táknmálsfræði sé fræðileg grein til BA prófs, þar sem nemendum sé kennd færni í málinu, málfræði, menningarsaga heyrnarlausra og einnig sé fjallað um þýðingar milli íslensku og tákn- máls. Að loknum 60 einingum í táknmálsfræði hafi nemendum gef- ist kostur á að taka 30 einingar, eða einn vetur, í táknmálstúlkun, sem geri þeim kleift að starfa sem túlk- ar. Nú eru 15 nemendur skráðir í nám í táknmálsfræðum, þar af sjö í táknmálstúlkun. Þriðja hvert ár hefur ekki verið tekið inn í námið og hafa þannig 60 einingar verið kenndar á hverjum vetri. „Hug- myndin var að næsta haust yrði kennt fyrsta árið í táknmálsfræði til 30 eininga og táknmálstúlkun til 30 eininga, en að öllum líkindum munum við ekki ná nema 30 ein- ingum í táknmálsfræði,“ segir Rannveig. Hún segir að táknmálstúlkar sinni aðallega skólakerfinu og heil- brigðiskerfinu. Táknmáls- túlkar anna ekki þörfinni ÞAÐ hefur brimað hressilega við suðurströndina í sunnanáttinni síð- ustu daga og gamli brimbrjóturinn á Eyrarbakka ekki farið varhluta af hamförum Ægis. Stundum þegar aldan skellur á honum skýst hún í loft upp eins og gjósandi hver. Skarfarnir láta þetta þó ekki á sig fá, en garðurinn er afar vinsæll set- staður hjá þeim. Stundum sitja nærri 200 skarfar á garðinum, en oftast eru þeir kringum 50. Eyrarbakkahöfn eða Einarshöfn var um aldir ein aðalhöfn landsins, var meðal annars aðalhöfn Skál- holtsstaðar. Höfnin má muna fífil sinn fegurri, því þar sést varla skip lengur. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Brimsúlan skýst tugi metra í loft upp við gamla brimbrjótinn á Eyrarbakka. Brimið á Eyrarbakka Eyrarbakka. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.