Morgunblaðið - 21.02.2004, Síða 28

Morgunblaðið - 21.02.2004, Síða 28
ÁRBORG 28 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hveragerði | Valdimar Haf- steinsson, framkvæmdastjóri hjá Kjörís í Hveragerði, heimsótti nem- endur og starfsfólk Garðyrkjuskól- ans á Reykjum nýverið. Í heimsókn- inni sagði hann frá starfsemi fyrirtækisins og þróun þess. Kjörís fagnar 35 ára starfsafmæli 31. mars næstkomandi. Hjá fyrirtækinu starfa nú fjöru- tíu og sex starfsmenn. Ísnum er dreift um allt land í átta ísbílum. Þá er einn starfsmaður á Akureyri. Valdimar fékk fjölmargar spurn- ingar að loknu erindi sínu og að sjálfsögðu bauð hann öllum við- stöddum upp á Kjörís. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Góður: Ísinn smakkaðist sérlega vel, hér er Guðrún Þórðardóttir á bókasafni skólans með ísinn sinn. Kjörís í 35 ár Selfoss | Gunnar B. Guðmundsson kaup- maður og Helga Jónsdóttir kona hans hafa selt Samkaupum verslunina Hornið á Selfossi sem þau hafa rekið í fjórtán ár. Nýir eigendur taka við rekstrinum næstkomandi fimmtudag og munu fyrst um sinn reka verslunina undir sama nafni. Kaupverð er trúnaðarmál en allt starfsfólk Hornsins mun halda störfum sínum. Kaupfélag Suðurnesja er stærsti eig- andi Samkaupa en hluthafar eru samtals 260. Samkaup reka 25 matvöruverslanir víðs vegar um landið. Hornið er önnur verslun keðjunnar á Suðurlandi en Sam- kaup rekur verslunina Strax á Flúðum.    Gervigrasvöllur lagfærður | Bæj- arráð Árborgar samþykkti á fundi sínum 19. febrúar tillögu framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs um að fjar- lægja kantstein, um viðbótarlýsingu og ný mörk á gervigrasvöll við Vallaskóla. Ábendingar hafa komið frá íþrótta- félögum um slíkar endurbætur. Bæj- arráð heimilaði fjárveitingu að fjárhæð kr. 900.000 til viðbótarframkvæmda við völlinn. Fjármögnun verður mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.    Starfshópur | Bæjarráð samþykkti 19. febrúar stofnun 12 manna starfshóps um þróun Vallaskóla samfara flutningi nem- enda í Suðurbyggðarskóla.Deildarstjóri grunnskóla- og menningardeildar mun stýra hópnum. Skólanefnd mun eiga 2 fulltrúa í hópnum og bæjarráð/bæj- arstjórn 2 fulltrúa. Bæjarráð tilnefnir eftirtalda af sinni hálfu til setu í hópnum: Gylfa Þorkelsson og Þorvald Guðmunds- son.    Draga gamlan herbíl | Fimleikastúlk- ur á Selfossi munu draga gamlan hert- rukk í gegnum bæinn í dag, laugardag, af því tilefni að starfsemi bensínstöðvar Orkunnar hefst á Selfossi. Bæjarbúar eru hvattir til að leggja stúlkunum lið við að draga trukkinn en fimleikadeildin fær greitt fyrir þá vegalengd sem næst að draga trukkinn.    Vonbrigði með UMFÍ | Mikil vonbrigði eru á Selfossi og í Þorlákshöfn yfir ákvörðun stjórnar Ungmennafélags Ís- lands að Landsmót UMFÍ árið 2007 verði haldið í Kópavogi og 2009 á Ak- ureyri. Sveitarfélagið Ölfus og Árborg höfðu lýst áformum sínum um uppbygg- ingu íþróttamannvirkja en í Árborg voru áætlanir um nær 200 milljóna króna upp- byggingu. Við þá áætlanagerð var gert ráð fyrir a.m.k. 50 milljóna króna fram- lagi frá ríkinu til framkvæmdanna á sama hátt og er við framkvæmdir fyrir landsmót á Sauðárkróki. Í umfjöllun um málið í Sunnlenska fréttablaðinu á Suðurlandi kemur fram að mjög langt sé nú í að Sunnlendingar fái það verkefni að halda landsmót, það verði í fyrsta lagi 2012. Forystumenn sveitarfélagsins Árborgar segja að áætl- anir um uppbyggingu íþróttaleikvangs verði endurmetnar og haft er eftir for- ystumanni bæjarstjórnar Ölfuss að þessi ákvörðun hafi einhver áhrif á forgangs- röðun verkefna næstu árin en íþrótta- aðstaða í Þorlákshöfn væri góð og hefði gert sveitarfélaginu kleift að sækjast eft- ir að halda mótið. Í umræðum kemur fram að margir óttast að ekki náist sama stemmning á landsmóti sem haldið er á höfuðborgarsvæðinu en ekki megi þó af- skrifa það alveg. Hornið selt Samkaupum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Selfoss | Stofnfundur Vinafélags heim- ilisfólks á hjúkrunardeildinni Ljósheimum á Selfossi verður haldinn sunnudaginn 22. febrúar næstkomandi í setustofu Ljósheima kl. 14. Undirbúningshópur aðstandenda og stjórnenda Heilbrigðisstofnunarinnar á Sel- fossi stendur að stofnun félagsins. Megintil- gangur með stofnun félagsins er að standa að bættum aðstæðum heimilisfólks á Ljós- heimum í tómstundum og afþreyingu og auka möguleika þess á meiri tilbreytingu en ella væri. Félagið mun leggja ríka áherslu á bættar aðstæður heimilisfólks Ljósheima, fræðslu um sjúkdóma og áhersluþætti, ásamt því að standa vörð um hagsmuni þess. Stofnun félagsins og starfræksla þess er samfélagsverkefni sem felur það í sér að laða þarf til starfsins fólk sem hefur áhuga á að sinna slíku verkefni. Fyrir liggur að starfsemin verður ekki nema að litlu leyti starfrækt með launuðum starfskröftum. Í drögum að skipulagsskrá félagsins er lögð áhersla á mikilvægi þess að skipulag á starfsemi félagsins sé í föstum skorðum og í góðum takti við starfsemina á Ljósheimum. Tómstundastarfsemi hjúkrunardeild- arinnar á Ljósheimum mun skerðast vegna hagræðingar sökum fjárvöntunar til rekst- urs Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Mikill vilji er innan HSS til að leita leiða svo tómstunda- og afþreyingarstafsemi fyrir heimilisfólk geti haldið áfram innan stofn- unarinnar. Ábending er um það frá stofn- uninni að áhuga- eða félagssamtök haldi ut- an um þetta verkefni og sæju um fjármögnun þess. Stofnunin mun geta lagt starfinu lið með fagþekkingu á aðstæðum heimilisfólks og að einhverju leyti gagnvart aðföngum til starfseminnar. Stofnunin vill eiga gott samstarf við mögulegt áhugafélag um þetta verkefni. Stofnfundurinn er opinn öllu áhugafólki um velferð heimilisfólks á hjúkrunardeild- inni. Þeir sem vilja leggja málefninu lið með sjálfboðinni vinnu eða félagsþátttöku eru hvattir til að mæta á fundinn. Vinafélag heimilisfólks á Ljósheimum stofnað Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Á Ljósheimum: Hjúkrunardeildin á Selfossi er starfrækt í gömlu húsi við Austurveg. Þorlákshöfn | Portland ehf. í Þorlákshöfn hefur fest kaup á 200 brúttólesta dragnótaskipi sem hlaut nafnið Klængur ÁR 20. Klængur hét áður Bervík SH, smíð- aður í Noregi 1964 en endurnýjaður og yfirbyggður hér heima 1987. Eigendur Portlands eru bræðurnir Hjörleifur og Magnús Brynjólfssynir. Hjörleifur Brynjólfsson sagði að þeir hefðu fest kaup á skipinu um áramótin, síðan er búið að skipta um spilkerfi og fara yfir og lagfæra marga hluti, skipið er nú tilbúið til dragnótaveiða. Bergvík hefur ekki sótt sjó í tvö ár. „Við hjá Portlandi erum bjartsýnir á starfsemina en til að tryggja hráefni var ákveðið að kaupa skip og gera út sjálfir. Yfir vetrartímann hefur verið einna erfiðast að ná í flatfisk til vinnslu í fyrirtækinu. Við höfum verið og erum með báta í föstum viðskiptum, einnig hefur verið keypt hráefni á mörkuðum,“ sagði Hjörleifur. Í Portlandi hafa verið unnin um 4500 tonn af flatfiski árlega undanfarið og hafa verið um og yfir 80 manns í fastri vinnu hjá fyrirtækinu. Skipstjóri á Klæng verður Gissur Baldursson, vélstjóri Jón Baldursson og stýri- maður Stefán Pétursson. Klængur heldur til veiða ein- hverja næstu daga. Nýtt drag- nótaskip til Þorlákshafnar Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Til veiða: Klængur ÁR 20, nýtt dragnótaskip í eigu Portlands ehf., kom til Þorlákshafnar um síðustu helgi. Í brúnni: Hjörleifur Brynjólfsson, annar eigandi Portlands, og Gissur Baldursson, skipstjóri á Klæng. Nýr fram- kvæmdastjóri HNLFÍ Hveragerði | Ólafur Sigurðsson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri við Heilsustofn- un Náttúrlækningafélagsins. Ólafur var valinn úr hópi fimmtíu umsækj- enda. Ólafur er fæddur og uppalinn á Þingeyri við Dýrafjörð. Eftir stúd- entspróf frá Verslunarskólanum nam Ólafur við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og hefur þaðan meistaragráðu í stjórnun alþjóðafyr- irtækja. Ólafur hefur í dag yfirum- sjón með starfsmanna- og fjármálum EFTA í Brussel og Genf. Vegna núverandi starfs getur Ólafur ekki hafið störf strax, en hann mun hefja störf sem framkvæmda- stjóri 15. maí næstkomandi. VIÐ Ölfusárbrú við Selfoss fyllir áin vel í farveginn án þess þó að hætta sé á flóði. Ástæðan er sú að farveg- urinn er íslaus og hvergi stífla í ánni. Hvítá rennur kyrrlát og vatnsmikil í far- vegi sínum þessa dagana enda voru leysingar á vatna- svæðinu í vikunni. Hún fyllir vel út í farveginn og er víða sem hafsjór yfir að líta en þar sem þrengir að, svo sem við brúarstæði, er mikið flug og straumur. Morgunblaðið/Sigurður Jóns Ár víða vatns- miklar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.