Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 36

Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 36
36 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F æstir vita hvar Máritíus er ...“ sagði í dagblaðsdálki á dögunum í kjölfar fréttatilkynningar utanríkisráðuneytisins þess efnis að stofnað hefði verið til stjórnmálasambands Íslands og Mári- tíus. Fæstir vita þá væntanlega að Máritíus er eyríki við Austur-Afríku þar sem búa 1,2 milljónir manna. Þessi gráglettnu ummæli blaðamanns virtust end- urspegla efasemdir um mikilvægi eða gagnsemi tví- hliða samskipta Íslands við fjarlæg smærri ríki og hefur þeirra orðið vart í umræðunni upp á síðkastið eftir því sem Íslendingar hafa tekið upp stjórnmála- samband við fjölmörg ríki, nú síðast Kyrrahafseyjuna Nauru. Almenn skilgreining á „smærra ríki“ á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er að þar búi færri en tíu millj- ónir íbúa og því telst tæpur helmingur aðildarríkja í þeim hópi. Af þessum smærri ríkjum er fjöldi smáey- ríkja. Innan Sameinuðu þjóðanna eiga þessi ríki sam- ráð og samstarf í svonefndum vettvangi smærri ríkja (Forum of Small States – FOSS), bandalagi smáeyja og strandríkja (The Alliance of Small Island States – AOSIS) og á alþjóðlegum fundum um málefni smá- eyþróunarríkja (Small Island Developing States – SIDS). Hvert um sig vega flest þessara ríkja e.t.v. ekki þungt á vogarskálum alþjóðastjórnmála en það væri óráðlegt að vanmeta hugsanlegan samtakamátt þeirra, a.m.k. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Jafnólík og þau eru mörg Smærri ríki og smáeyríki eru jafnólík og þau eru mörg, enda mismunandi hvað varðar stærð og land- fræðilega legu, náttúruauðlindir, fólksfjölda og trúar- brögð. Það breytir því ekki að þau eiga marga sam- eiginlega hagsmuni á tímum hraðra breytinga í alþjóðastjórnmálum, hnattvæðingar og loftslags- breytinga. Í kjölfar loka kalda stríðsins hefur borið á minnkandi meðvitund um jafnræðisregluna í milli- ríkjasamskiptum og meir orðið vart við skiptar skoð- anir á forræði eða túlkun alþjóðalaga. Nauðsynleg aðlögun vegna hnattvæðingar hefur krafist m sveigjanleika af hálfu smærri ríkja. Þegar orð fyrirsjáanlegar afleiðingar loftslagsbreytinga smáeyríki öðrum fremur. Það eru því til hnatt hagsmunir smærri ríkja og smáeyríkja. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefu áherslu á að víkka sjóndeildarhring íslenskrar ríkisstefnu, m.a. með því að stórauka virkni u isþjónustunnar í alþjóðlegu og fjölþjóðlegu sa og efla tvíhliða samskipti við ríki sem íslensk völd hafa áður látið afskiptalaus. Á sama tíma útrás íslenskra fyrirtækja hafist fyrir alvöru. þessari viðleitni hefur verið að stofna til stjórn sambands við fjölda fjarlægra ríkja sem er fo þess að hægt sé að þróa opinber samskipti. Í almennri umræðu um íslensk utanríkismá stundum örlað á stórkarlalegum staðhæfingum að vægi Íslands á alþjóðavettvangi sé metið e hvaða ríkjum það eigi samleið með, m.a. í þeim ingi að forðast beri samneyti við smærri ríki á grundvelli smæðar. Í slíkri afstöðu felst hvort tveggja yfirlæti og sjálfsblekking. Fólksfjöldi landrými á Íslandi eru staðreyndir sem eru ku öllum þeim sem vilja vita. Það segir ekki allt u þjóðlegt vægi landsins því staða Íslands ákvar fleiri þáttum, þ.á m. efnahag og þátttöku í alþ og fjölþjóðlegu samstarfi. Ríki sem framkvæm irvegaða utanríkisstefnu á grundvelli traustra og vel skilgreindra hagsmuna leita ekki samst einvörðungu stærri eða smærri ríki heldur við ríki sem eru raunhæfir samstarfsaðilar. Val á starfsríkjum ræðst því af fyrrnefndum gildum hagsmunum. Þar sem hnattrænir hagsmunir smærri ríkj smáeyríkja eru í mörgu einnig hagsmunir Ísla spyrja: Hvað hafa íslensk stjórnvöld gert og h hyggjast þau gera til að ná betur til þessara r viðbótar við önnur alþjóðasamskipti? Viðleitni lenskra stjórnvalda til að stofna til stjórnmála sambands við sem flest aðildarríki Sameinuðu anna tengir Ísland betur við smærri ríki og smáeyríki því flest þeirra ríkja sem eftir stan Af hverju stjórn Eftir Björn Inga Hrafnsson Á tökin á Haítí milli uppreisnarmanna og her- manna stjórnarinnar hafa aukið enn á eymd- ina í þessu örsnauða landi. Tugir manna hafa fallið í valinn og nokkrar borgir eru þegar á valdi uppreisnarmanna. Flest bendir því til, að blóðbaðið muni halda áfram. Á sama tíma kemur óöldin í veg fyrir, að hundruð þúsunda manna geti nýtt sér þá mataraðstoð, sem í boði er. Á Haítí eru um 80% íbúanna undir fátæktarmörkum. Útbreiðsla alnæmis er hvergi meiri en þar utan Afríku og eitt af hverjum þremur börnum þjáist af langvarandi næringarskorti. Ástandið hjá fullorðna fólkinu er ekki betra. Hvergi er matarskammturinn jafn kaloríusnauður, ekki einu sinni í Afganistan og Sómalíu. Áætlað er, að inn- an við fjórðungur barna til sveita fái einhverja upp- fræðslu. Skógareyðingin á Haítí hefur leitt til stórkostlegs um- hverfisslyss en íbúarnir hafa fyrst og fremst lifibrauð sitt af landbúnaði. Síðustu sáningu, svo lítil sem hún var, hef- ur nú skolað burt í flóðum. Celia Valbrun hefur aldrei þekkt neitt annað er ör- birgð. Hún er 31 árs, alnæmissjúk og berst fyrir lífi sínu. Lyf hafa ekki staðið henni til boða og hingað til hefur hún aðeins tórt á matarskammti frá Matvælaaðstoð Samein- uðu þjóðanna, WFP. Nú er hann uppurinn. „Ég svelt og get ekki fundið nógan mat til að halda mér á lífi,“ segir hún og undir það geta tekið tugir þúsunda Haítíbúa. Haítí er innan við þúsund km frá Bandaríkjunum, í miðju Karíbahafi, leikvangi hinna ríku og frægu. Örbirgð- in þar er samt meiri en í afskekktustu kimum Afríku. Upplausn, óstjórn og náttúruhamfarir hafa haldið íbúun- um í gíslingu fátæktar og ömurleika. Alþjóðasamfélagið hefur harðlega gagnrýnt kosninga- fyrirkomulagið, sem leiddi núverandi forseta, Jean- Bertrand Aristide, til valda árið 2000. Vegna þess hafa al- þjóðlegar fjármála- og þróunarstofnanir dregið verulega úr starfsemi sinni í landinu og það hefur aftur bitnað mest á þeim hópum samfélagsins, sem höllustum fæti standa. Í átökunum nú eru það óbreyttir borgarar, sem líða mest, eins og jafnan endranær. Hjálparstofnanir, þar á meðal WFP, hafa hætt starfsemi víða í landinu og heita má, að skólahald hafi lagst niður. WFP þarf um 660 millj. ísl. kr. til að standa undir matvælaaðstoðinni á þessu ári en hefur aðeins fengið fyrirheit um rúmar 400 millj. kr. Íbúar Haítí eru hjálpar þurfi. Á þessari stundu erum við samt að bregðast þeim. Óöld og örbirg Eftir Sheila Sisulu Sheila Sisulu er aðstoðarframkvæmdastjóri Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, WFP, og fyrrverandi sendiherra Suður- Afríku í Bandaríkjunum. Konur á Haíti ganga framhjá vopnuðum MÚR SUNDRUNGAR Allt frá því að framkvæmdirhófust við múrinn sem Ísr-aelar eru að reisa á milli Ísraels og Vesturbakkans – sem að stórum hluta til er á palestínsku landi – hefur mikið verið rætt um hann á alþjóðavettvangi. Sú gagn- rýni sem Ísraelar sæta fyrir þess- ar aðgerðir sínar verður sífellt þyngri og nú er svo komið að meira að segja Alþjóðanefnd Rauða krossins ICRC, sem beinlínis hef- ur það að markmiði að gæta fyllsta hlutleysis, hefur fundið sig knúna til að tjá sig um málið. Í yfirlýsingu sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, segir að skoðun ICRC sé sú „að múrinn brjóti gegn alþjóðalögum að svo miklu leyti sem hann víkur frá Grænu línunni [milli svæða Ísr- aela og Palestínumanna] og er á hernumdu svæði.“ Yfirlýsingin sætir töluverðum tíðindum þar sem sjaldgæft er að Alþjóðanefnd Rauða krossins tjái sig um málefni sem tengjast stefnu einstakra ríkja, en samkvæmt fréttinni var hún gefin út með til- vísan til ábyrgðar og skyldna Ísr- aels sem hernámsveldis. Segir þar m.a. að múrinn svipti „þúsundir Palestínumanna aðgangi að brýn- ustu nauðsynjum eins og vatni, heilsugæslu og menntun og [komi] einnig í veg fyrir, að þeir geti framfleytt sér með jarðyrkju eða annarri atvinnu“. Bent er á að „Palestínumenn milli ísraelsku landamæranna og múrsins [hafi] í raun verið aðskildir frá sínu eigin samfélagi. Vegna múrsins hafa Ísraelar gert upptækt land og aðr- ar eignir Palestínumanna og eyði- lagt byggingar og akra.“ Sú skoðun sem þarna er lýst endurspeglar gagnrýni allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna sem beðið hefur Alþjóðadómstólinn í Haag að taka fyrir lögmæti þessa aðskilnaðarmúrs og verður málið tekið upp eftir helgina. Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær var vitnað til orða Olivier Ribbelink, hjá TMC Asser-lagastofnuninni í Haag, sem sagði málið ekki ein- ungis snúast um hve langt Ísraelar megi ganga til að verja sig heldur einnig um „skyldur hernámsveldis gagnvart óbreyttum borgunum“, en sú skylda er auðvitað mikil og afar vandmeðfarin. Flestir sérfræðingar – og meira að segja dómsmálaráðherra Ísr- aels – virðast telja að niðurstaða Alþjóðadómstólsins verði Ísr- aelum í óhag. Á undanförnum misserum hafa enda margir bent á þá sögulegu kaldhæðni sem felst í framferði Ísraela gagnvart ná- grönnum sínum í Palestínu; þ.e.a.s. því að þeir sem áður voru ofsóttir skuli nú beita aðra ofsókn- um, að þeir sem áður voru múraðir inni skuli nú reisa múra, að þeir sem áður gátu ekki farið frjálsir ferða sinna skuli nú setja skorður við ferðum annarra. Staðreyndin er þó sú að mönnum hefur löngum reynst erfitt að draga lærdóm af sögunni og þó deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs snúist auðvitað um hagsmuni tveggja andstæðra hópa, má aldrei gleyma því að fórnarlömb hernaðaraðgerða sem og hryðjuverka eru fyrst og fremst einstaklingar – einstaklingar sem samkvæmt alþjóðlegum sáttmál- um eiga að geta notið sjálfsagðra mannréttinda og séð sómasamlega fyrir sér og sínum. Múrinn mun aldrei leysa vanda þessa fólks frekar en aðrir slíkir múrar hafa gert. Hann mun einungis auka sundrunguna beggja vegna og með þeim hætti opinbera þá hyldjúpu gjá sem iðulega er á milli leiðtoga og þess sem þeir telja nauðsyn- legt, og hagsmuna þeirra fjöl- mörgu einstaklinga sem þurfa að búa við misráðnar ákvarðanir þeirra. MERKILEGT STARF Á síðasta ári fjölgaði innlögnumá Vog um 300 frá árinu áður. Á blaðamannafundi nú í vikunni skýrði Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, frá þróun starfsins þar og sagði m.a.: „Meðferðarstarf okkar hefur gjörbreytzt á undanförnum árum. Við höfum færzt yfir í mun meiri bráðalækningar fyrir vímuefna- sjúklinga og afeitrun, sem er í höndum lækna, hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða á Vogi.“ Þórarinn sagði jafnframt: „Góðu fréttirnar eru þær, að endurinn- lögn ungs fólks í aldurshópnum 19 ára og yngri, sérstaklega karl- manna, sem eru 18 til 19 ára, fækk- ar. Þetta bendir til þess að það meðferðar- og forvarnarstarf, sem beint er að þessum einstaklingum, sé að skila árangri þó að nýgeng- istölur standi í stað. Við gerum okkur vonir um að ef við erum að minnka þennan hóp þá smiti hann ekki eins út frá sér, svo við vænt- um þess, að nýgengistölurnar í þessum aldurshópi fari niður á næsta ári. Þetta eru kannski einu góðu tíðindin, sem við erum með.“ Þórarinn Tyrfingsson og sam- starfsfólk hans á Vogi hafa unnið afrek á undanförnum árum í að bjarga fólki frá ofneyzlu bæði áfengis og annarra vímuefna. Á Vogi er unnið stórmerkilegt starf, sem ástæða er til að þakka fyrir og veita allan þann stuðning, sem hægt er. Oft er Vogur eina von fólks, sem hefur leiðzt út í ofneyzlu vímuefna og þar kemur fólk ekki að lokuðum dyrum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.