Morgunblaðið - 21.02.2004, Page 41

Morgunblaðið - 21.02.2004, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 41 ÖGMUNDUR Jónasson skrifar grein í Morgunblaðinu 18. febrúar og slær því upp að Verslunarráð Ís- lands vilji beita sér fyrir því að krabbameinssjúklingar greiði fyrir þjónustu. Verða þetta að teljast ábyrgðarlaus ummæli af Ögmundi. Það verður að vera hægt að ræða heil- brigðismálin án þess að beitt sé hrópum og köll- um og fullyrt að þeir sem leggi sig fram um að skoða nýjar leiðir til úrbóta séu sérstakir andstæðingar íslenska velferðarkerfisins og þeirra sem minnst mega sín. Ný tækifæri Verslunarráð gerir sér grein fyrir því að traust heilbrigðiskerfi er mik- ilvægur þáttur í samkeppnisstöðu Íslands. Á Viðskiptaþingi sem haldið var í síðustu viku kynnti Versl- unarráð ný tækifæri í heilbrigð- isþjónustu. Fjölmargir einstaklingar hafa fagnað því framtaki atvinnulífs- ins að vinna ítarlegar tillögur um úr- bætur í heilbrigðisþjónustu. Á Ís- landi starfar afar hæft starfsfólk á sviði heilbrigðismála. Það er því sorgleg staðreynd að öll umræða og aðgerðir í heilbrigðismálum ein- kennast af úrræðaleysi og tilvilj- anakenndum aðgerðum sem koma illa niður á sjúklingum og starfsfólki. Við því þarf að bregðast. Grein Ög- mundar er ekki tilraun til þess að bregðast við þeim vanda sem við blasir, heldur ber hún þess frekar merki að vera hræðsluáróður. Verslunarráð vill sýna ábyrgð með því að koma fram með tillögur í þeirri erfiðu stöðu sem heilbrigð- ismálin eru í. Markmið Versl- unarráðs er að bæta þjónustu og að- gengi sjúklinga að heilbrigðiskerfinu, auka samkeppni og samanburð og nýta betur það fé sem varið er til heilbrigðismála. Útboð á þjónustu Með því að bjóða út heilsugæslu, hjúkrunarheimili og alla aðra þjón- ustu en bráðaþjónustu á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, getur mikill ár- angur náðst fyrir þá sjúklinga sem á þjón- ustunni þurfa að halda. Þjónusta sem ekki telst til bráðaþjónustu er, svo dæmi séu nefnd; öldrunarsvið, fæðingarþjónusta, tæknifrjóvgunardeild, þjónusta við geðfatlaða og langtímameðferð krabbameinssjúkra. Með því að bjóða þjón- ustu út ákveða íslensk stjórnvöld hvaða þjón- ustu þau kaupa, sjúk- lingar fá aukin tækifæri til raun- verulegs vals um þjónustuna, aðhald á sjúkrastofnanir eykst og peningum skattgreiðanda er betur varið. Það að hagræða í rekstri þýðir ekki að þjónustan skerðist, þvert á móti er hægt að bjóða upp á betri þjónustu og nýta það fé sem sparast til að sinna öðrum sjúklingum. Mörg dæmi eru um að úrlausna sé leitað á dýrasta stigi heilbrigðisþjónust- unnar, þ.e. á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, þegar hægt er að sinna sjúklingi á fullnægjandi hátt með einfaldari og ódýrari hætti. Notendagjöld fyrir valkvæða þjónustu Innan Verslunarráðs er áhersla lögð á að veigamiklir þættir heilbrigð- isþjónustunnar séu greiddir úr sam- eiginlegum sjóðum til að gefa öllum færi á að njóta góðrar heilbrigð- isþjónustu óháð aðstæðum og efna- hag. Jafnframt eru þættir í heil- brigðisþjónustunni þar sem eðlilegt þykir að notendur greiði stóran eða fullan hlut sjálfir. VÍ telur nauðsyn- legt að mörkuð verði stefna um not- endagjöld í heilbrigðisþjónustu. Notendagjöld hér eru með því lægsta sem þekkist í OECD-ríkjum. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir sem nota þjónustuna greiða minna fyrir hana en í öðrum ríkjum. Grundvallaratriði í stefnumörkun um notendagjöld í heilbrigðisþjón- ustu er að bráðaþjónusta og fólk með alvarlega og langvinna sjúkdóma verði ekki látið greiða fyrir þjónustu en að valkvæð þjónusta verði í meira mæli greidd af notendum. Versl- unarráð leggur á það áherslu að marka þurfi stefnu í þessu eins og öðru í sambandi við heilbrigðismálin þannig að notendagjöld verði ekki tilviljanakennd og að þau verði ekki ný skattlagning á fólk. Ummæli Ög- mundar eru því gjörsamlega úr sam- hengi við hugmyndir Verslunarráðs. Með ummælum sínum tekur Ög- mundur rjómann úr ísnum og býður fólki eingöngu upp á egg og sykur. Egg og sykur í boði Ögmundar Sigþrúður Ármann svarar Ögmundi Jónassyni ’Ummæli Ögmundareru því gjörsamlega úr samhengi við hug- myndir Verslunarráðs.‘ Sigþrúður Ármann Höfundur starfar hjá Verslunarráði Íslands. ÁSTÆÐA er til að óska Árbæ- ingum hjartanlega til hamingju með nýtt bókasafn sem opnað verður að Hraunbæ 119 á sunnu- dag. Þar með eru tillögur sem borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fluttu um málið á árunum 2000–2001 loks orðnar að veruleika. Bóka- safnið er glæsilegt og verður Árbæingum vafalaust til ánægju og menningarauka um ókomin ár. Árbæingar hafa í áraraðir óskað þess að fá útibú Borg- arbókasafns í hverfið. Málið komst þó ekki á hreyfingu fyrr en árið 2000 að frumkvæði Guðrúnar Pétursdóttur og Júlíusar Vífils Ingvarssonar, þáverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, sem fluttu tillögur í nefndum og ráðum borgarinnar um að sett yrði á fót bókasafn í Árbæj- arhverfi. Þrátt fyrir að menningar- málanefnd Reykjavíkur samþykkti tillögurnar einróma gekk ekki átakalaust að koma safninu á legg. Í kjölfar samþykktar menningar- málanefndar var bókasafnið sett á þriggja ára áætlun hennar. Þegar áætlunin var lögð fram í borg- arstjórn í ársbyrjun 2001, var búið að strika út, með einu pennastriki og án umræðu, setninguna í áætlun menningarmálanefndar um bóka- safn í Árbæjarhverfi Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokks tóku málið því upp aftur, bæði í borgarstjórn og nefndum borgarinnar. Smám saman var málinu þokað áfram og hafist handa við undirbúning af fullri al- vöru. Nokkurn tíma tók að finna bókasafninu húsnæði við hæfi. Guðrún Pétursdóttir lagði til að kannað yrði hvort koma mætti bókasafninu upp í tengslum við Ár- bæjarskóla með það í huga að þessar tvær stofnanir styrktu hvor aðra og sköpuðu Árbæjarhverfinu sameiginlegan samkomustað og menningarmiðstöð. Á tímabili var einnig til skoðunar að koma safn- inu fyrir í tengslum við fé- lagsmiðstöðina Ársel. Þrátt fyrir ótvíræða kosti gengu þessar hug- myndir ekki eftir og að lokum var ákveðið að koma safninu fyrir í leiguhúsnæði í eigu Sparisjóðs vél- stjóra. Bókasöfnin og hverfavæðingin Á þessum tímamótum er ekki úr vegi að líta yfir þróun bókasafns- mála í borginni á sl. árum. Á menn- ingarárinu 2000 var bókasafnsú- tibúið í Vesturbænum lagt niður sem starfrækt hafði verið frá árinu 1936; „slátrað í menningarveisl- unni,“ eins og Elín Pálmadóttir komst eftirminnilega að orði í blaðagrein sinni um málið. Þá stendur eftirfarandi setning í starfsáætlun Borgarbókasafns fyr- ir árið 2004: „Rekstri Seljasafns verður (væntanlega) hætt í sum- arbyrjun.“ Seljasafn er einkum ætlað börnum og unglingum og safnkosturinn tekur mið af því. Varla telja íbúar þetta í samræmi við margboðaða hverfavæðingu R- listans? Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins óska Árbæingum til hamingju með nýja bókasafnið og minna á að þar verður opið hús á opnunardaginn milli kl. 14 og 18. Til hamingju, Árbæingar! Kjartan Magnússon og Hanna Birna Kristjánsdóttir fjalla um nýtt bókasafn ’Með bókasafni í Árbæer tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins loks orðin að veruleika.‘ Kjartan Magnússon Höfundar eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir MIKLAR sviptingar áttu sér stað hjá útgerðarfyrirtækinu og fiskvinnslunni Þorbirni Fiskanesi í Grindavík ehf. Óvænt og án fyrirvara urðu margir hluthafar að taka ákvörðun um það undir þrýstingi að selja hlut sinn í fyrirtæki sem hefur verið kjölfestan í lífs- starfi margra hlut- hafanna. Valdatafl átti sér stað, með miklum breytingum sem ekki sér fyrir endann á. Þið annars ágæta Þorbjarnarfólk. Á þessari stundu finnst Fiskanesarminum í Þorbirni Fiskanesi ehf. ákaflega sann- gjarnt að fá nokkur svör við öllum þeim stóru spurningum, sem brenna á okkur og öllum þeim sem málið varðar með tilliti til atvinnu, afkomu og metnaðar fyrir hönd Grindavíkur. Skýring ykkar er að meirihluti væri að tapast. Nú spyrjum við, áður eigendur Fiskaness hf., af hverju var ekki boðaður stór hluthafafundur, þar sem væri einfaldlega spurt hvað væri til ráða, ef sú staða væri komin upp, að við værum að missa frá okkur stóran hluta útgerðar og fiskvinnslu Þorbjarnar Fiskaness úr sjávarplássinu Grindavík. Hefði ekki verið ögn viturlegra að kalla saman stóran hluthafa- fund, fá einfaldlega á hreint hverjir vildu selja og hverjir vildu halda sínum hlutabréf- um í fyrirtækinu Þor- birni Fiskanesi ehf. Fara á stúfana eins og það heitir á góðri ís- lensku, safna liði og standa saman. Mér finnst, sem fyrrum eiganda í Þor- birni Fiskanesi ehf., að við eigum skilið haldgóða skýringu á öllum þessum gjörn- ingi. Í dag er fyrirtækið í eigu fjögurra aðila, nánar tiltekið Þor- bjarnararmsins. Eru það þessar að- gerðir sem eru það allra besta sem hægt var að gera í stöðunni? Hvað verða margir bátar seldir og hversu mikill kvóti? Hvað missa margir vinnuna? Við biðjum um skýr og afdrátt- arlaus svör. Skýr og afdráttar- laus svör óskast Birna Óladóttir skrifar um Þorbjörn Fiskanes ehf. Birna Óladóttir ’… við eigumskilið haldgóða skýringu á öll- um þessum gjörningi. ‘ Höfundur er fyrrverandi eigandi í Fiskanesi hf. Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.