Morgunblaðið - 21.02.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.02.2004, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Hjálm-ar Tryggvason fæddist í Vestmanna- eyjum 20. janúar 1956. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala í Foss- vogi 10. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Tryggvi Ágúst Sig- urðsson, f. 16.2. 1931, og Sigríður Ólafs- dóttir frá Gíslholti í Vestmannaeyjum, f. 22.7. 1931. Systkini Sigurðar eru: 1) Ólaf- ur Kristinn, f. 30.3. 1951, maki Björg Pétursdóttir, f. 11.9. 1951. Sonur þeirra er Tryggvi Ágúst. 2) Hallgrímur, f. 9.11. 1952, maki Ás- dís Sævaldsdóttir, f. 5.8. 1962. Börn þeirra eru Anna Rós, Halla Björk, Sævald Páll og Einar Ottó. Anna Rós er í sambúð með Páli Hjarðar, barn þeirra er Almar Benedikt. 3) Klara, f. 14.9. 1961, maki Vil- helm Ágúst Steins- son, f. 1.10. 1962. Börn þeirra eru Sig- ríður Árdís, Jón Kristinn og Tryggvi Stein. 4) Kristný Sig- urbjörg, f. 20.3. 1966, maki Grétar Þór Sævaldsson, f. 24.7. 1960. Börn þeirra eru Svava Kristín, Kristgeir Orri og Ágúst Emil. Sigurður Hjálmar bjó lengst af í for- eldrahúsum en bjó síðustu árin að Áshamri 69. Hann vann ýmis störf til sjós og lands og þá oftast lausa- störf við höfnina í Eyjum. Hann varð að hætta vinnu fyrir nokkr- um árum vegna veikinda. Útför Sigurðar verður gerð frá Landakirkju Vestmannaeyja í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sigurður okkar. Við viljum þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Kveðja. Mamma og pabbi. Sigurður Hjálmar bróðir minn er látinn aðeins 48 ára að aldri. Á þess- um tímamótum rifjast upp minning- ar allt frá barnæsku til síðasta dags. Sigurður var dálítið sérstakur kar- akter alla sína ævi, var reyndar einn af þessum kynlegu kvistum sem skreytt hafa þennan bæ. Sigurður gekk aldrei heill til skóg- ar og var því oft verndaður á heim- ilinu þegar hann var ungur, t.d. þeg- ar hann hafði stútað einhverju dóti frá okkur eldri bræðrum sínum mátti aldrei taka hann almennilega í gegn eins og gerist og gengur um bræður á svipuðum aldri því hann var svo veikur. Þótti okkur eldri bræðrunum eins og hann gerði í því að ergja okkur því hann vissi vel hvað klukkan sló hann Sigurður. Hann vissi að það mátti ekki berja hann. En stundum brast þó þolin- mæðin og friðhelgin var brotin. Varð þá allt vitlaust, fljúgandi rafhlöður og annað dót í allar áttir. Sigurður var alla tíð einfari, hann gat dundað sér á gólfinu eða í rúm- inu sínu róandi sér fram og aftur, oftast undir músík. Voru Bítlarnir þá nýkomnir til sögunnar og kunni hann vel að meta þá, þó seinna hafi tónlistarsmekkur hans breyst tölu- vert í þungarokk eða álíka músík. Þegar ég var 15 ára gamall eign- aðist ég skellinöðru og held ég að þá hafi áhugi Sigurðar á slíkum farar- tækjum vaknað. Þó hann væri að- eins 11 ára fékk hann stundum að keyra hjólið og gekk það áfallalaust, en hann átti það reyndar til að taka hjólið án leyfis. Seinna keyptum við okkur saman Triumph 500 cc mótorhjól 1947 mód- el. Það var reyndar ósamsett þá og vantaði töluvert í það, en við pönt- uðum okkur varahluti frá Englandi settum það saman og gerðum það gangfært í kjallaranum á Grænuhlíð 3. Við seldum það ári síðar og keypti Sigurður sér þá mótorhjól Masless 500 cc , hann átti eitt eða tvö hjól til viðbótar fram undir 1980. Sigurður talaði mikið um það nú síðustu ár að kaupa sér aftur mótorhjól en sá draumur hans varð aldrei að veru- leika. Sigurður hafði ekki langa skóla- göngu vegna veikinda sinna. Hann lærði t.d. aldrei ensku, dönsku eða þýsku í skóla en það aftraði honum samt ekki frá því að lesa blöð um sín hugðarefni á þeim tungumálum. Hann tók lyftarapróf og meiraprófið á vörubíla og rútur. Það var eitthvað sem hugur hans leitaði í, einhver tæki og tól. Einnig tók hann punga- prófið sem kallað er, þ.e. réttindi til stjórna trillum og/eða skútum. Honum datt ýmislegt í hug. Ein- hverju sinni datt honum í hug að smíða sér skútu. Hann pantaði sér smíðateikningar frá Þýskalandi og fékk þær heim. Hann var stoltur þegar hann sýndi mömmu og pabba teikningarnar. Pabbi spurði hann hvar hann ætlaði að smíða hana. „Ja, ég er að athuga það,“ sagði þá Sig- urður. Eitt sinn þegar pabbi kom heim var Sigurður með teikningarn- ar af skútunni á stofugólfinu og var að stika stofuna út. „Hvað ert þú að gera, Sigurður minn?“ „Athuga hvort hún kemst fyrir hérna,“ sagði Sigurður þá, en sem betur fer var hún of stór í stofuna heima. Sigurður flutti til Reykjavíkur í kringum 1986, leigði sér herbergi í einhverja mánuði og vann á lyftara hjá Eimskip. Á þeim tíma skruppum við Ásdís suður eina helgina og gist- um í íbúð tengdaforeldra minna. Eitt kvöldið var hringt dyrabjöllunni og úti stóð Sigurður, mættur í heim- sókn. Þetta kvöld er mér minnis- stætt að því leyti að við gátum setið á spjalli um heima og geima allt kvöldið yfir kaffibolla án þess að þurfa að þrasa eða röfla sem svo oft var. Honum leið greinilega vel hjá okkur þetta kvöld, við þekktum hann varla fyrir sama mann. Sigurður keypti sér eitt sinn jeppa með blæju. Hann var þá í vinnu á Hornafirði. Eitt sinn er hann brunaði á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar velti hann jeppanum. Fór hann reyndar heilan hring og lenti aftur á hjólunum. Hann slas- aðist eitthvað lítillega en hélt för sinni áfram, kom við í næsta kaup- félagi og keypti sér skíðagleraugu til að hlífa sér í nepjunni því framrúðan hafði brotnað og blæjan skemmst. Hann lét síðan gera við jeppann, lét sprauta bílinn og kom honum heim til Eyja. Hann bað mig um að fá að geyma hann í bílskúrnum hjá mér í smá tíma. Þessi smá tími varð reyndar tvö ár. Það var ekki svo nauið hjá honum Sigurði. Sigurður kom eitt sinn til mín á verkstæðið og spurði hvort ég gæti ekki smíðað með honum fjórhjól, hann væri búinn að redda vél í hjólið þannig að þetta væri ekki stórt mál. Ég reyndi að humma þetta fram af mér með því að segja þetta vanda- samt verk og ekki fyrir hvern sem er og kostaði líka eitthvað. Hann hellti úr eyrunum, tuðaði eitthvað og fór svo. Seinna frétti ég að hann hefði talað við kunningja sína og sagt þeim að þetta væri furðulegt með hann Hallgrím bróður, hann væri að reka vélaverkstæði en væri svo verkkvíðinn að hann treysti sér ekki einu sinni til að smíða með sér fjór- hjól. Jæja, Sigurður minn, þú hefur nú lagt af stað í þína síðustu ferð, reyndar ekki á þöndum hvítum segl- um og ekki er það mótorfákurinn sem geysist með þig, heldur eru það vængir guðs sem bera þig yfir móð- una miklu. Ég fæ víst ekki í nefið hjá þér fyrr en við hittumst þarna hin- um megin og ekki þurfum við að velta okkur upp úr því hve hár hann er víxillinn sem ég á að kvitta undir. Þú ert sem betur fer laus við það rusl, ásamt þeirri vanheilsu sem hrjáði þig síðustu ár. Ég vona að þér líði betur þarna handan þessara fyrstu landamæra sem þú ferð yfir og vitir að við yljum okkur við góðar minningar um góðan dreng. Kæri Sigurður, farðu í guðs friði. Hallgrímur. Elsku Sigurður bróðir, nú ertu allur, hverjum hefði getað dottið það í hug núna strax. Við vissum um níu líf kattarins sem við vorum alveg viss um að þú tókst þátt í, miðað við þínar hrakfallasögur, en þú komst alltaf hálfheill út úr þeim! En svo brást heilsa þín út af sykursýki og blóðtappa. Það tók ekki marga daga að vinna þína miklu baráttu en þú reyndir. Það var ósköp sárt að sjá á eftir þér í þyrluna og komast ekki með litla/stóra bróður upp á land, en ég tók fyrstu ferð til þín, í brjáluðu veðri til að geta haldið í höndina þína og strokið ennið þitt og fætur. Þessu sé ég ekki eftir, elsku Sigurður minn. Ég gat ekki hugsað mér að þú værir einn á gjörgæslu ef þú vakn- aðir, sem aldrei kom til, þú komst aldrei til meðvitundar sem betur fer þín vegna úr því sem komið var, allt- of miklar skemmdir. Þú hefðir ekki viljað vera á stofnun þar sem þú átt- ir eftir ólifað því spítalar voru ekki þinn staður, alltof margar reglur svo þú réðst ekki ferðinni þar! Við fórum saman í gegnum ým- islegt á þinni annars stuttu ævi, bæði góða tíma og slæma. Þú varst ekki alltaf sáttur við hlutina í kring- um þig, gekk ýmislegt á, logn eða stormur á þínu skapferli. Við vorum svo heppin að ég fékk þolimæði í vöggugjöf og við vorum bæði miklir næturhrafnar en okkar bestu stund- ir voru á nóttinni. Ég sat inni í stofu að sauma út eða prjóna, og þú sast hjá mér og talaðir út í eitt. Ég varð bara að passa mig að segja já og nei á réttum stöðum. Þú fékkst liprara málbein í vöggugjöf heldur en ég. Sigurður minn, það hafa fáir eins marga karaktera og þú, okkur þótti mjög vænt hvoru um annað, en þú skildir aldrei af hverju ég bjargaði þér, þegar þú varst að kafna. „Ég bara skil þetta ekki,“ sagðir þú. Systkinabörnin þín áttu alltaf stóran part af þínu hjarta, þú varst einstaklega hrifinn af þeim, góður og natinn við þau og þau öll mjög hrifin af þér. Og þú vildir þeim alltaf það besta, hefðir gefið þeim gull og græna skóga, en þú áttir það bara ekki til. Sigurður minn, það er svo margt hægt að segja um þig sem ég ætla ekki að tíunda hér, en þú áttir fáa en góða vini sem tóku þér eins og þú varst, alveg einstakir við þig. Mig langar líka að tala um árganginn þinn, „56 módelið“, sem hefur reynst þér og okkur alveg frábærlega og langar mig að þakka þeim hvað þau voru einstaklega góð við þig alla tíð. Þú varst líka mjög heppinn að eiga einstaklega þolinmóða foreldra, þau mömmu og pabba, sem núna syrgja miðjubarnið sitt. Í þessum fátæklegu orðum ætla ég að kveðja þig, elsku Sigurður minn, ég veit að þér hefur verið vel tekið hinum megin af látnum ætt- ingjum og vinum sem farnir eru yfir móðuna miklu. Nú hefur þú verið leystur frá þrautum þínum og engan kvalasvip á þér að sjá. Takk, elsku Sigurður minn. Hvíl þú í friði. Þín systir Klara og fjölskylda. Elsku Sigurður, mig langar að skrifa nokkur orð til þín, því það er nú svolítið táknrænt að þú skyldir fara þína síðustu Reykjavíkurferð með þyrlu, það er eitthvað sem þér hefði þótt mjög merkilegt en sárast er að þú vissir ekkert af því þar sem þú varst ekki í meðvituðu ástandi með stóran blóðtappa í höfði. Þú sem fórst um allt til þess að mynda hina og þessa þyrluna, því þér þótti þetta svo merkilegt tæki. Svo ég noti nú orðin hans Kristgeirs eftir eina bílferðina af mörgum og matarsend- ingarnar: „Mamma, ég vorkenni honum svakalega mikið, en hann getur bara pirrað mig stundum.“ Það er einmitt þannig sem þú ork- aðir á mig, þú þurftir nefnilega svo mikla þolinmæði og ég fræg fyrir allt annað en hana, en þolinmæðina höfðu aðrir fjölskyldumeðlimir eins og foreldrar okkar. Þau voru ekkert að fárast yfir því þótt þú værir búinn að dúkleggja stofuna með skútu- teikningum sem lágu þar einhverja daga, því þér fannst nú lítið mál að smíða eina glæsiskútu og sigla henni um öll heimsins höf. Það vöknuðu reyndar spurningar hjá sumum í fjölskyldunni hvernig skútan ætti að komast út úr húsinu, en það hefur örugglega ekki verið neitt vandamál í þínum huga. Og hvað hún mamma okkar var orðin fróð um alla þessa trukka sem þú sýndir henni. Þegar sú gamla fékk sér lúr eftir erfiða daga sem sjálfsagt hafa verið nokkr- ir, komst þú hlaupandi inn með mikl- um látum: „Mamma, sjáðu þennan, það eru 16 dekk undir honum,“ og sýndir henni mynd úr einhverju bílablaðinu. Ég sé nú reyndar eftir því að hafa ekki tekið meirapróf um leið og þú, og hafði ég orð á því að fjölskyldan gæti öll drifið sig í prófið því þú tókst þetta að sjálfsögðu með stæl og last utanbókar hátt og lágt að- allega þó hátt við mismikinn fögnuð viðstaddra. Svo kom sá tími að nauðsynlegt var að eiga hengirúm og þú hnýttir þér auðvitað eitt slíkt. „Það væri svo gott að geta legið í því úti í garði.“ Og þér fannst alveg upplagt að ég prófaði gripinn því þú varst ekki al- veg tilbúinn í þá áhættu, og komst rúminu fyrir milli tveggja veggja í þvottahúsinu og ég hentist í rúmið sem reyndar gaf sig, og ég í gólfið. Þú varðst mjög hissa. Mér er nú minnisstætt þegar þú komst í fyrstu heimsóknir í nýja húsið mitt, alltaf tímabundinn, eitt- hvað alveg að fara að byrja í sjón- varpinu, en hafðir samt alltaf tíma til SIGURÐUR HJÁLM- AR TRYGGVASON Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ATLA SNÆBJÖRNSSONAR, Aðalstræti 90, Patreksfirði. Maggý H. Kristjánsdóttir, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, amma, systir, mágkona og langamma, SIGRÍÐUR HAUKDAL ANDRÉSDÓTTIR frá Sveinseyri, Dýrafirði, lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum vináttu og hlýhug. Halldóra Björg Pálsdóttir, Sigríður Margrét Snorradóttir, Ragnar Svanur Vilhjálmsson, Andrés Jóhann Snorrason, Ragnhildur Skúladóttir, Guðmundur Haukdal Andrésson, Ingibjörg Júlíusdóttir og langömmubörnin fimm. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, KARITASAR BJARGMUNDSDÓTTUR, Baughúsum 10. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B7 Landspítala Fossvogi. Þorsteinn Þórsteinsson, Una Marsibil Lárusdóttir, Berglind Karitas Þórsteinsdóttir, Stefán Garðar Óskarsson, Karitas Alfa, Ísak Hrafn og Jakob Steinn Stefánsbörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR SIGURÐARDÓTTIR, Sogavegi 182, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtudaginn 19. febrúar. Áslaug Jóhannesdóttir, Þorfinnur Þórarinsson, Thelma Jóhannesdóttir, Ólafur Guðnason, Ásrún Jóhannesdóttir, Böðvar Þorsteinsson, Ingveldur Björk Jóhannesdóttir, Ingi Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.