Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 55

Morgunblaðið - 21.02.2004, Side 55
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 55 lagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800 á konudaginn Dekur fyrir hana Verð 4.600 kr. Minnum á gjafakortin – ávísun á einstaka upplifun. Dekurpakkinn er fáanlegur í verslun heilsulindar, verslun við Aðalstræti 2, Reykjavík og í netverslun. Verslun í Reykjavík er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00–14.00. Dekurpakki sem inniheldur 20 mínútna nudd, sem fram fer ofan í hlýju lóninu, og snyrtitösku með Blue Lagoon sturtugeli, kornageli, rakakremi og kísilmaska. Aðgangur í heilsulindina innifalinn. Kveðjumessa sr. Franks M. Halldórssonar SR. FRANK M. Halldórsson kveð- ur Nessöfnuð sunnudaginn 22. febrúar kl. 14. Sr. Frank hefur þjónað Nessöfnuði í 40 ár, lengur en nokkur annar sóknarprestur í Reykjavíkurprófastsdæmum báð- um. Hann var vígður 22. desember 1963 og tók við embætti sókn- arprests 1. janúar 1964. Í mess- unni á sunnudag mun sr. Frank prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Inga J. Backman syngur einsöng. Kór Neskirkju syngur ásamt stúlkna- kór kirkjunnar undir stjórn Stein- gríms Þórhallssonar organista og Litli kórinn – kór eldri borgara undir stjórn Ingu J. Backman. Kaffiveitingar verða í safn- aðarheimilinu í boði sókn- arnefndar að lokinni messu, flutt verða ávörp og tónlist. Þess er vænst að sem flestir gefi sér tíma til að koma og eiga góða stund í kirkjunni. Barnakór í Hjalla- kirkju á konudaginn FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður á konudaginn, sunnudaginn 22. febrúar, kl. 11 í Hjallakirkju. Barnakór úr Snælandsskóla kemur í heimsókn í kirkjuna og syngur undir stjórn Heiðrúnar Hákonar- dóttur. Þá verða börn færð til skírnar í guðsþjónustunni. Í tilefni dagsins verður efni prédikunar tengt konum og hlutverki þeirra innan kirkjunnar. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Um kvöldið verða svo tónleikar kl. 20 þar sem Sigrún M. Þór- steinsdóttir, organisti, og Þórunn Elín Pétursdóttir, sópran, flytja verk eftir þekkt tónskáld. Ársafmæli fermingarinnar í Garðaprestakalli ÁRSAFMÆLI fermingarinnar, í Garðaprestakalli Kjalarnespró- fastsdæmi, verður laugardaginn 21. febrúar í safnaðarheimili Ví- dalínskirkju kl. 18. Nú þegar um það bil ár er liðið frá fermingunni hefur verið ákveðið að venju, að hópurinn hitt- ist, ásamt foreldrum og rifji upp og endurnýi kynnin. Þetta fyrsta ár eftir ferminguna er án efa búið að vera ár mikilla breytinga og því er skemmtilegt að hittast og ræða málin. Á dagskrá verður stutt helgi- stund í kirkjunni þar sem kemur að Þorsteinn Haukur Þorsteinsson frá fíkniefnadeild Tollstjórans í Reykjavík með fíkniefnaleit- arhundinn Bassa. Síðan færum við okkur yfir í safnaðarheimilið og njótum veitinga í boði kirkjunnar. Einnig verður happdrætti með glæsilegum vinningum. Það er von okkar prestanna að „ársafmælið“ megi verða til að styrkja þau vináttubönd sem bund- ust í fermingarstarfinu svo að þau endist út ævina. Hittumst glöð og hress í kirkj- unni okkar og eigum góða sam- veru. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur Friðrik J. Hjartar, prestur. Hans klaufi í Bústaðakirkju SUNNUDAGINN 22. febrúar fáum við góða gesti í heimsókn í barna- messuna í Bústaðakirkju. Hinn frá- bæri Stoppleikhópur kemur og sýnir okkur leikgerð sína á hinni þekktu sögu H.C. Andersen: Hans klaufi. Allir eru velkomnir. Í Bústaðakirkju eru barnamess- ur á hverjum sunnudegi kl. 11. Þar eigum við notalegar stundir með börnum og fjölskyldum þeirra, þar sem er söngur, bænir, leikur, spjall og sögur. Þeir sem sjá um barnamessurnar eru: Sr. Pálmi, Bára, Brynhildur, Edda, Helena, Sara, Guðmundur og hljómsveitin. Kristindómur og stjórnmál í Hallgrímskirkju Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall- grímskirkju næstkomandi sunnu- dag kl. 10 mun Stefán Karlsson, guðfræðingur og kennari, flytja erindi um kristindóm og stjórnmál. Allt frá upphafi kristninnar hef- ur verið uppi guðfræðilegur ágreiningur um það hver sé hinn eiginlegi vettvangur kristindóms- ins. Sá ágreiningur varð einkum áberandi með tilkomu siðbót- arinnar. Hann snýst aðallega um það hvort og með hvaða hætti kristin trú tengist stjórnmálum og opinberum málum. Hann hefur einnig snúist um það með hvaða hætti samband ríkis og kirkju eigi að vera. Í þessu erindi mun Stefán leitast við að gefa sutt yfirlit um tengsl kristindóms og stjórnmála og þau álitamál sem þeim tengjast. Messa í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar og barnastarf í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna hefst síðan kl. 11. Syngjum í kirkjunni MIÐVIKUDAGINN 25. febrúar, kl. 18 hefst í Grensáskirkju nám- skeiðið „Syngjum í kirkjunni“. Á námskeiðinu verða sálmar frá ýmsum tímum kynntir, kenndir og síðan sungnir. Tilgangurinn með námskeiðinu er að hvetja fólk til söngþátttöku í kirkjunni og þá sér- staklega það sem telur sig ekki söngvant. Kennari á námskeiðinu er Margrét Bóasdóttir söngkenn- ari og söngkona. Henni til að- stoðar verða organistar úr nokkr- um sóknum höfuðborgarsvæðisins. Kennt verður í 4 skipti, tvo tíma í senn. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leik- mannaskólans, www.kirkjan.is/ leikmannskoli Skátamessa og léttmessa í Grafarvogskirkju SKÁTAMESSA verður í Graf- arvogskirkju sunnudaginn 22. febrúar kl. 11. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Ræðu- maður er Margrét Tómasdóttir að- stoðarskátahöfðingi. Skátakórinn syngur. Stjórnandi: Erna Blöndal. Organisti: Hörður Bragason. Léttmessa verður á konudags- kvöldi í Grafarvogskirkju sunnu- daginn 22. febrúar kl. 20. Prestur er séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Gospelsystur syngja. Stjórnandi: Margrét Pálmadóttir. Undirleikari: Ástríður Haraldsdóttir. Góugleði í Háteigskirkju Á MORGUN, sunnudag, er góu- gleði í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Góugleðin, sem er hluti af eldri borgara starfi kirkjunnar og hugsuð fyrir konur, hefst klukkan tvö. Þar mun Þorvaldur Hall- dórsson sjá um tónlistina, dömur úr eldri borgara starfi Háteigs- kirkju koma fram í tískusýningu, Kvenfélag Háteigssóknar býður upp á kaffiveitingar og Unnur Arngrímsdóttir sér um línudans. Í dagskrárlok er þátttakendum boðið til kirkju þar sem sr. Tómas Sveinsson mun leiða Taizé-messu. Allar konur velkomnar. Morgunblaðið/Jim Smart AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.