Morgunblaðið - 21.02.2004, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 21.02.2004, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 59 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert ástríðufull/ur og heimspekileg/ur og leitar sí- fellt svara við nýjum spurn- ingum. Þú leggur mikið upp úr því að vera í góðum tengslum við aðra. Nánasta samband þitt verður í brennidepli á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er eitthvert eirðarleysi í þér. Reyndu að gera sem minnst úr því. Einbeittu þér að einhverju áhugaverðu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það kemur þér eitthvað á óvart í dag. Vinur þinn kemur þér hugsanlega í opna skjöldu með óvæntri uppákomu eða yfirlýsingu. Reyndu að láta þig fljóta með straumnum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður þínar við foreldra þína eða yfirmenn geta komið þér á óvart í dag. Einhverra hluta vegna getur það gert þig uppreisnargjarna/n. Reyndu að halda ró þinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Eitthvað mjög hversdagslegt fer í taugarnar á þér í dag. Þú vilt gera allt annað en það sem þú „átt“ að vera að gera. Þig langar í einhvers konar tilbreytingu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér hættir til fljótfærni í dag.Þú ert ekki sátt/ur við það hvernig einhverju er skipt. Reyndu að telja upp að tíu áður en þú segir nokkuð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samræður munu koma þér á óvart í dag. Sama hvað þú gerir þá fara hlutirnir á annan veg en þú ætlar. Það er upp- reisnarandi í loftinu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt erfitt með að fara að settum reglum í dag. Reyndu að sýna samstarfsfólki þínu þolinmæði og gættu þess að segja ekkert í fljótfærni sem þú munt sjá eftir síðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er mikil orka í loftinu þannig að það getur eiginlega allt gerst. Þér ætti að minnsta kosti ekki að leiðast í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sýndu fjölskyldu þinni þol- inmæði í dag. Það er mikil spenna í loftinu og því getur ýmislegt farið úrskeiðis. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að fara varlega í dag. Það er spenna í þér sem trufl- ar þig og gerir það að verkum að þér er hættara við slysum en venjulega. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vertu á verði gagnvart skyndiákvörðunum í dag. Það er hætt við að þú sjáir eftir þeim síðar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig langar mest til að gera uppreisn og brjóta allar brýr að baki þér. Hugsaðu áður en þú talar svo þú farir ekki úr öskunni í eldinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SEGIÐ ÞAÐ MÓÐUR MINNI – Segið það móður minni, að mig kveðji til ljóða andi frá ókunnu landi og ættjörðin góða, máttur, sem storm stillir, stjörnublik á tjörnum og löngun til þess að lýsa leitandi börnum. Segið það móður minni, að mér sé hennar tunga söngur, er létti löngum lífsharm, snjóþunga. Sá eg í orðum og anda Ísland úr sæ rísa og hlut í völvunnar veðrum vernd góðra dísa. – – – Davíð Stefánsson frá Fagraskógi LJÓÐABROT HLUTAVELTA AUGLJÓS þreytumerki voru á Ísraelsmönnum í síð- ustu lotu úrslitaleiksins um NEC-bikarinn, enda voru liðsmenn aðeins fjórir og mikil spilamennska var farin að taka sinn toll. Kínverska kvennasveitin var skipuð þremur pörum og það skil- aði sér í meiri hressleika á lokasprettinum. Spil 50. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ÁKG9 ♥85 ♦ÁDG ♣ÁDG3 Vestur Austur ♠83 ♠D2 ♥K10962 ♥ÁD43 ♦K107654 ♦32 ♣-- ♣K6542 Suður ♠107654 ♥G7 ♦98 ♣10987 Vestur Norður Austur Suður Yan Israel Wang Doron 2 hjörtu PASS 4 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Yan vekur á Tartan- tveimur (veik spil með hjarta og láglit) og Israel Yadlin PASSAR með 22 punkta! Ástæðan er hvorki snilld né ný sagnvenja frá botni Miðjarðarhafs, heldur einfaldlega þreyta. Israel dró óvart græna miðann úr sagnboxinu í stað þess rauða. Hann fékk annað tækifæri og notaði það, en eftir upphaflegt pass leit Doron svo á að doblið á fjór- um hjörtum væri hrein og klár sekt. Vörnin fékk fjóra slagi, en 100 var lítið upp í hugsanlegt geim á hættunni. Reyndar er hægt að bana fjórum spöðum í NS með hjarta út og laufi um hæl. En það er erfið vörn og fannst ekki á hinu borðinu þar sem Dong og Zhu voru full-brattar og fóru upp á fimmta þrep: Vestur Norður Austur Suður Campanile Dong Barel Zhu 2 hjörtu Dobl 4 hjörtu 4 spaðar Pass 5 hjörtu * Pass 5 spaðar Allir pass Fjögurra spaða sögn Zhu er ótímabær. Hún má vita að makker á góð spil og muni væntanlega dobla aft- ur. Og þá hefði verið óhætt að taka út í fjóra spaða án þess að eiga það á hættu að espa makker upp í slemmu- leit. En þegar til kom reyndist það vel að fara í fimm. Barel doblaði ekki fimm hjörtu og Campanile túlkaði það sem veikleika í litnum og ákvað að byrja á smáum tígli. Zhu nýtti tækifærið vel: Hún svínaði, tók ÁK í trompi, fór heim á spaðatíu og svínaði aftur í tígli. Henti svo hjarta niður í tígulás og gaf aðeins tvo slagi: einn á hjarta og annan á laufkóng: 650 og 11 IMPar til Kínverja. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessir duglegu Kópavogskrakkar héldu tombólu um daginn og söfnuðu 6.785 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Myndin hér að ofan var tekin þegar þeir afhentu Fanneyju Karlsdóttur hjá Kópavogsdeild Rauða krossins peningana. Frá vinstri: Hjalti Freyr Óskarsson, 9 ára, Sindri Birgisson, 9 ára, Fanney hjá Kópavogsdeild Rauða krossins, Anna Margrét Benediktsdóttir, 10 ára, Andrea Birgisdóttir, 9 ára og Sigurrós Halldórsdóttir, 9 ára. Krakkar í Kópavogi, sem halda tombólu til styrktar Rauða krossinum, geta snúið sér með afraksturinn til sjálfboðamiðstöðvarinnar í Hamraborg 11, sem sér svo um að koma peningunum rétta leið, en oft fara þeir til að styrkja þá sem minna mega sín í mjög fjar- lægum heimshlutum. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rc6 4. d4 cxd4 5. Dxd4 Bd7 6. Bxc6 Bxc6 7. Rc3 e5 8. Dd3 h6 9. 0–0 Rf6 10. Hd1 b5 11. Rd2 Dd7 12. a4 b4 13. Rd5 Rxd5 14. exd5 Bxa4 15. Rc4 Bb5 16. Db3 Bxc4 17. Dxc4 a5 18. Be3 Be7 19. c3 bxc3 20. Dxc3 Bd8 21. f4 Hc8 22. De1 0–0 23. fxe5 dxe5 24. d6 He8 25. Hd5 He6 26. Dd2 Hg6 27. Kh1 Df5 28. Bc5 Bg5 29. De2 Bf6 30. Hxa5 Hg4 31. Ha1 He4 32. Dd3 Staðan kom upp í þýska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Gamla kempan Lev Gutman (2.497) hafði svart gegn Frank Ott (2.313). 32. … Hxc5! 33. d7 hvítur hefði tapað drottningunni eftir 33. Hxc5 He1+. 33. … Hxd5 34. Dxd5 Hd4 og hvítur gafst upp. Aðalfundur Taflfélagsins Hellis hefst kl. 11.00 í húsa- kynnum félagsins, Álfa- bakka 14a. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um starfsemi félagsins. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Með leyfi? Hvern á ég að tilkynna? MEÐ MORGUNKAFFINU ATVINNA Í BOÐI Aðstoð vantar á tannlæknastofu í Hafnarfirði. Um er að ræða 80-100% starf og kemur viðkomandi til með að starfa í móttöku og aðstoða tannlækna. Reynsla æskileg en ekki nauðsynleg. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „A - 14990“ eða í box@mbl.is Magnús Friðjón Ragnarsson tannlæknir Hef hafið störf á tannlæknastofunni Flatahrauni 5a, Hafnarfirði. Allar almennar tannlækningar Tímapantanir í síma 555 2050 Tannlæknar Flatahrauni Gunnlaugur Jón Rósarsson tannlæknir, MS Hef hafið störf á tannlæknastofunni Flatahrauni 5a, Hafnarfirði. Sérmenntun: tannvegs- og tannplantafræðum. Tímapantanir í síma 555 2050 Tannlæknar Flatahrauni Sigurður Örn Eiríksson tannlæknir, M.S. Sérmenntun: Tannfylling og tannsjúkdómafræði Hef flutt stofu mína á Flatahraun 5a, Hafnarfirði Allar almennar tannlækningar Tímapantanir í síma 555 2050 Tannlæknar Flatahrauni www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Beinharðir peningar fyrir punkta Fram til 29. febrúar geta Vörðufélagar innleyst Landsbanka - punktana sína fyrir beinharða peninga og lækkað þannig bankakostnað sinn milliliðalaust. Þannig gefa til dæmis 10 þúsund punktar 5 þúsund krónur. Þú getur óskað eftir innlausn bankapunkta á www.landsbanki.is Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 Skólavörðustígur 28 - 101 Reykjavík Opið hús í dag milli kl. 15 og 16. Virkilega góð eign í virðulegu húsi við Skólavörðustíg. Eldhús með nýlegri innréttingu. Flísar á gólf- um. Arinn. Um er að ræða at- vinnuhúsnæði sem hægt er að nýta sem íbúð. Sérinngangur frá horni Skólavörðustígs og Bald- ursgötu. Eign með mikla möguleika. Borghildur sölufulltrúi Foldar verður á staðnum, s. 892 0363. Opið hús Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.