Morgunblaðið - 22.02.2004, Side 6

Morgunblaðið - 22.02.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vorfagna›ur Úrvalsfólks föstudaginn 27. febrúar í Sunnusal Hótel Sögu Matse›ill: • Rjómalögu› villisveppasúpa • Grísalundir me› Parísarkartöflum, rótargrænmeti og sinnepsósu • Kaffi og konfekt Dagskrá: • Húsi› opnar kl. 19.00 • Matur, söngur, glens og gaman og au›vita› happdrætti • Dansinn dunar fram eftir nóttu Mi›aver›: 3.500 kr. Mi›ar seldir í Lágmúla 4 e›a í síma 585 4000 Rauðar laugar í glösunum á spænskri sýningaropnun áKjarvalsstöðum. Blárra yfirborð í Grafarvogslauginni. Ábakkanum eru síðhærðir piltar að stilla hljóðfærin. Eitt-hvað karlmannlegt við það; surgið í hátölurunum, ískrið í gítarnum. Þeir eru líka í bolum með myndum af Iron Maiden og Pink Floyd. Síðan upphefst rokkið. Fyrst er það sveitin Royal Fluzh. Þetta er ekki eins og ég hafði ímyndað mér. Víst er leikin tónlist á bakkanum. En það eru merkilega fáir ofan í, enda svolítið kalt í barnalauginni. Flestir standa bakvið glerið aftan við hljómsveitina. Skólakrakkarnir í einum hnapp, tvenn fullorðin pör þar hjá og blaðamaður einn á borði; ljósbrún laug í kaffibollanum. Stöku sund- laugargestir ráfa inn og út, en eru hálftýndir í groddarokkinu. Vissu greinilega ekki að Grafarvogslaugin yrði svona myrk þetta kvöld. Í sturtunni eru karlmennirnir ýmist að fara úr eða í. Svo skrýtið sem það er, þá snúa sumir karlmenn sér upp að veggnum í sturt- unni þegar þeir klæða sig í sundskýluna. Samt fá þeir vatnið í aug- un, hlýtur að vera. Royal Fluzh er enn að spila. Allt í einu virðist sem fjarlægur söngur á háu nótunum blandist tónlist- inni. Það reynist vera maður með hárþurrku að blása á sér tærnar. Hann leggur heilmikla vinnu í þetta með fæturna uppi á borðinu við spegilinn; togar í hverja tá fyrir sig svo blásturinn nái á milli þeirra. Nú rokka piltarnir í Zether á bakkanum. Nokkrir áhangenda létu sig hafa það að fara ofan í laugina. Fremst halla svalir strákar sér fram á sundlaugarbakkann. Einn með leðuról um hálsinn og annar með svo stórt tölvuúr að það færi betur á háls- inum en úlnliðnum. Eftir kraftmikinn flutning segir söngvarinn í Zether: – Þetta verður síðasta lagið. Við erum nefnilega að flýta okkur. Eftir lagið gengur hann rogginn til vina sinna og einn spyr: – Eigum við að fara í bíó? – Jaaaá, svarar hann. Það marrar í bitunum og tjaldið lemst, sem búið er að strengja yfir portið í Hafnarhúsinu. Voices for Peace að leika fyrir gesti. Af hverju ekki að hafa alla íslenska tónleikasali eins og þennan? Þar sem veðrið yfirgnæfir tónlistina eins og mannlífið á stundum. Þann- ig fengi öll tónlist íslensk sérkenni. Píanóleikarinn eltir vindhvið- urnar upp hljómborðið og fipast ekki; hann heldur æðruleysi tog- araskipstjóra í ofsaveðri í Smugunni og siglir í gegnum verstu hryðjurnar. Það fer vel á því að rauðar rósir eru flæktar í netum upp um alla veggi. – Æ, segir kona sem flækist neti, en nær að losa sig og lítur vandræðalega í kringum sig. Söngkonan er með nefið hennar Kleópötru. Söngurinn er jafnvel enn fegurri en nefið og lögin spanna stærra svæði en rómverska heimsveldið. Fjölþjóðlegt lagavalið endurspeglast ekki aðeins í fjöl- skrúðugum klæðaburði hljómsveitarmeðlima, heldur líka tónleika- gesta, þar sem pelsinn er í næsta stól við lopapeysuna, – hlébarð- inn og íslenska sauðkindin. Rokið minnir á gönguferð um Eiðsgrandann og það rignir jafnvel á blaðamann í lokalaginu, brúð- kaupslagi frá Úsbekistan. – Hefurðu nokkurn tíma fyrr spilað við undirspil stormsins? spyr blaðamaður trymbilinn eftir tónleikana. – Jú, jú, við höfum spilað á svo brjálæðislegum stöðum, eins og í hellum, svarar hann, en bætir við hlæjandi: Þetta var magnað. Mér leið eins og við værum á víkingaskipi. Við gluggann á Frost Activity hallar ölvaður maður sér að veggnum og berst við að halda sér vakandi í frostinu. Hann heldur á farsíma og er að reyna að slá inn tölurnar. Hann er að hringja til Úsbekistan. Tónlist í sundi og roki SKISSA Pétur Blöndal sótti Vetrarhátíð Ljósmynd/Hrafn Óskarsson VIÐ eyrar Þverár í Fljótshlíð er að finna fornan skóg sem varð Kötlu- hlaupi að bráð fyrir um 1.230 árum, eða einhvern tímann á tímabilinu 680–890 eftir Krist, samkvæmt breskri geislakolsgreiningu sem nið- urstöður lágu fyrir úr fyrr í þessari viku. Á um 300 hektara svæði standa birkilurkar um 20–60 senti- metra upp úr sandinum, sem allir halla í suðvestur, þá átt sem hlaupið hefur runnið í. Svæðið hefur verið kallað Drumbabót. „Þetta hefur verið mjög mikill skógur og trén eru jafnsver og sver- ustu birkitré sem vaxa í íslenskum skógum í dag, yfir 30 sm í þvermál,“ segir Ólafur Eggertsson, jarðfræð- ingur á Rannsóknarstöð Skógrækt- arinnar að Mógilsá, sem hefur rann- sakað Drumbabót í félagi við Óskar Knudsen og Hjalta J. Guðmunds- son. Hann segir að skógurinn hafi verið vel þroskaður, þéttleikinn hafi verið 500–600 tré á hektara og árhringjatalning sýni að trén hafi verið 70–100 ára gömul þegar þau urðu flóðinu að bráð. Breidd ár- hringjanna sýnir að veðurfar á þeim tíma sem skógurinn óx var svipaður og á árunum 1930–1940, en sum- arhiti þann áratug er sá hæsti síðan hitamælingar hófust. Skógurinn náði yfir um 2.000 hektara svæði, þó lurkarnir séu ein- ungis sýnilegir á um 300 hektarum. Ólafur segir að ef grafið sé í sandinn komi lurkarnir í ljós. Trén eru öll í lífstöðu, þannig að rótin situr enn þá í jarðvegi undir sandinum. Þetta þýðir að þau hafa öll drepist í þess- um eina atburði. „Það hefur grein- lega verið mikil flóðbylgja sem kom þarna niður, sem hefur brotið þau og kaffært,“ segir Ólafur. Þetta er yngsta hlaupið á þessu svæði sem til eru gögn um, en ekki hefur tekist að tengja það við þekkt eldgos. 11–14 hlaup á síðustu 9.000 árum Ólafur er nú með sýni í aldurs- greiningu, sem mun væntanlega gefa nákvæmari aldur á því hvenær trén drápust. „Það verður þá auð- veldara að tengja hlaupið við þekkt gos, hugsanlega í Mýrdalsjökli,“ segir hann, en Guðrún Larsen jarð- fræðingur hefur tengt gos úr Kötlu við öskulög. Hann segir að rann- sóknir bresks landfræðings, Kate Smith, sem nýlega varði dokt- orsritgerð sem fjallaði um rann- sóknir á svæðinu og sem hafi inni- haldið þá geislakolsgreiningu sem liggur fyrir, bendi til að 11–14 hlaup, að minnsta kosti, hafi farið þarna niður á síðustu 9.000 árum. Ólafur segir að dauð tré hafi fund- ist undir öskulögum nálægt Heklu, þannig að það sé ekki einsdæmi að fornir skógar komi í leitirnar, nema hvað lurkarnir í Drumbabót séu mjög vel varðveittir. „Þetta hefur verið grafið í sandinn, blautan sand svo ekki hefur komist súrefni að þeim og lurkarnir hafa ekki náð að rotna. Ef maður grefur aðeins ofan í sandinn er viðurinn eiginlega fersk- ur niðri við rótina. Þess vegna gát- um við tekið sneiðar af þessu og mælt árhringina,“ segir hann. Elstu heimildir um Drumbabót eru aðeins um fimmtán ára gamlar, en talið er að Þverá hafi rofið efsta lagið ofan af lurkunum, auk veðurs og vinda, svo þeir blasi nú við. Fornskógur í Fljótshlíð varð Kötluhlaupi að bráð Blautur sandurinn varðveitti lurkana svo þeir urðu ekki tímanum að bráð. Niðri við rótina er viðurinn ferskur og þar er hægt að rannsaka árhringina. Ljósmynd/Hrafn Óskarsson Drumbarnir standa um 20–60 cm upp úr sandinum, en fyrstu heimildir um lurkana eru aðeins um 15 ára gamlar. Í ÞRIGGJA ára rekstraráætlun Kópavogsbæjar er gert ráð fyrir 2% fjölgun íbúa á ári og þeir verði rúm 28 þúsund í árslok 2007. Á þessu tímabili er áætlað að hreinar skuldir bæjarins lækki um 900 milljónir króna og tekjur sveitarfélagsins aukist um hálfan milljarð króna. Ráðgert er að verja um fimm milljörðum króna í framkvæmdir á tímabilinu. Þar af fer 1,4 milljarðar í uppbyggingu nýrra íbúðarhverfa í Vatnsenda og um 720 milljónir króna í framkvæmdir við Sala- og Vatns- endaskóla. Tveir leikskólar verða byggðir í Vatnsenda auk viðbygging- ar við leikskólann Marbakka. Í fréttatilkynningu frá Kópa- vogsbæ segir að rekstrarafgangur bæjarsjóðs sé aðallega notaður til uppbyggingar mannvirkja sem snerti fjölskyldufólk. Kópavogsbú- ar 28 þúsund árið 2007

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.