Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 49
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 49 ljóst að alger útilokun þeirra frá sýnatöku myndi skekkja mjög rann- sóknaniðurstöður. Svæðin þar sem bátarnir fara um reglulega eru hins vegar vegar mun minni og ólíklegt að útilokun þeirra hefði alvarleg áhrif á rannsóknirnar. Því var ákveðið að ef veiðibátar væru nærri svæðum þar sem vænta mátti ferðamanna í hvala- skoðun yrði haft samráð við skoð- unarbáta til að hindra að báðir aðilar væru við vinnu samtímis á sömu slóð- um. Í þessum tilgangi fékk Hafrann- sóknastofnunin lista með símanúm- erum allra hvalaskoðunarfyrirtækja frá formanni samtaka þeirra. For- manni Hvalaskoðunarsamtaka Ís- lands átti því að vera fullljóst að aldr- ei var fallist á að hálfu Hafrannsóknastofnunarinnar að hvalaskoðunarsvæðum í víðasta skilningi yrði alfarið lokað fyrir veið- um. Undanfarnar vikur og mánuði hafa ítrekað birst staðhæfingar í fjöl- miðlum að um 1/3 af veiddum hrefn- um síðastliðins sumars hafi veiðst innan auglýstra hvalskoðunarsvæða og þar með hafi verið brotið sam- komulag um að veiðar skyldu ekki fara fram á hvalaskoðunarsvæðum. Þrátt fyrir að þessum ásökunum hafi margsinnis verið vísað á bug með rökstuddum hætti af hálfu Hafrann- sóknastofnunarinnar halda þær áfram að birtast athugasemdalaust í fjölmiðlum og er því nauðsynlegt að gera nánari grein fyrir einstökum at- vikum sem ágreiningur er um. Fullyrt er að úti fyrir Snæfellsnesi hafi 6 hrefnur verið veiddar á aug- lýstu hvalaskoðunarsvæði. Því skal svarað að sú fyrsta var veidd eftir að samband hafði verið haft við hvala- skoðunarfyrirtæki í Ólafsvík til full- vissu um að enginn bátur á þeirra vegum væri á svæðinu. Seinni hrefn- urnar 5 voru veiddar um haustið eftir að starfsemi hvalaskoðunar á svæð- inu var lokið það árið. Það er því vill- andi að tala um veiðar á auglýstum hvalaskoðunarsvæðum þegar þær fóru fram eftir að hvalskoðun lauk og því síður að þær hafi haft neikvæð áhrif á starfsemi hvalskoðunar. Annað ágreiningsefni er hrefna sem veidd var innan auglýsts skoð- unarsvæðis vestur af Hafnarbergi á Reykjanesi. Það var einnig gert eftir samráð við hvalskoðunarfyrirtæki á svæðinu. Deilt hefur verið um 2 hrefnur veiddar í Faxaflóa um 19 og 25 sjó- mílur frá Reykjavík. Sú sem veiddist fjær var utan marka sem hvalaskoð- unaraðilar vildu sjálfir skilgreina sem skoðunarsvæði áður en veiðar hófust. Samkvæmt upplýsingum sjó- manna sem stunda veiðar daglega á því svæði sem hin hrefnan veiddist var engin vitneskja um að þar færi fram hvalaskoðun. Leiðangursstjóri taldi sig því ekki vera á hefðbundnu hvalaskoðunarsvæði þegar þessar hrefnur voru veiddar. Þessu hefur rekstraraðili hvalaskoðunarfyr- irtækis í Reykjavík mótmælt og talið að hann hefði auðveldlega getað ver- ið með hóp ferðamanna á umræddu svæði. Nú er erfitt að dæma hvort fullyrðingar um hraðskreitt skip sem auðveldlega kemst 20 mílur frá höfn þýði í raun og veru að það stundi skoðun á umræddu svæði eða hvort taka eigi trúanlegar upplýsingar frá sjómönnum sem sækja miðin þar daglega á sumrin og telja svo ekki vera. Að þessu eina umdeilanlega dæmi undanskildu fóru því allar veið- ar fram utan hvalaskoðunar-svæða eða -tíma og í góðu samkomulagi við hvalaskoðunaraðila á nálægum svæð- um. Valda hrefnuveiðar fælni? Eitt meginatriðið í málflutningi for- svarsmanna Hvalskoðunarsamtak- anna gegn hrefnuveiðum er að atferli hrefnu muni breytast mjög með til- komu veiða og rýra gildi hrefnunnar sem söluvöru fyrir ferðamannaþjón- ustuna. Í því sambandi er m.a. rætt um að hrefna á Íslandsmiðum verði almennt styggari ef stofninn er undir veiðiálagi. Enginn rökstuðningur fylgir þessum staðhæfingum nema þá helst að vísað sé til þess að í Nor- egi séu stundaðar hrefnuveiðar, og þar sé ekki stunduð hvalaskoðun á hrefnu. Reyndar er hrefnan ein þriggja tegunda sem auglýstar eru sem meginviðfangstegundir helsta hvalaskoðunarfyrirtækis Noregs ásamt búrhval og háhyrningum http://www.whalesafari.no/. Hrefnan er annars óvíða meginviðfangsefni hvalaskoðunarfyrirtækja þótt algeng sé á grunnsævi og er það alveg óháð því hvort hvalveiði er stunduð á við- komandi hafsvæðum. Þótt þessar kenningar um fæling- armátt hrefnuveiða kunni að hljóma rökréttar út frá þekkingu manna um fugla og landspendýr liggja engar tölulegar upplýsingar fyrir um að hvalaskoðun og hvalveiðar á sömu tegund „gangi ekki upp“. Mikill vöxt- ur hefur verið í hvalaskoðun víða um heim og er ekki að sjá mun þar á milli hvalveiðiþjóða og annarra. Mikilvægt er í þessu sambandi að gera sér grein fyrir að hrefna er ekki hjarðdýr í sömu merkingu og t.d. hreindýr eða höfrungar sem ferðast sem ein heild og sýna samræmd viðbrögð og dráp á einu dýri hefur augljós fæling- aráhrif á önnur dýr hjarðarinnar. Al- þekkt er hins vegar, að miserfitt er að nálgast hrefnu frá einum stað eða tíma til annars. Einn greinilegur or- sakavaldur í þessu efni eru fæðuskil- yrði á svæðinu, en hrefna, eins og aðrir skíðishvalir, er yfirleitt róleg og ónæm fyrir utanaðkomandi áreiti við fæðunám. Engar rannsóknir benda til að hrefnur séu almennt styggari á svæðum þar sem hvalveiðar eru stundaðar en á öðrum svæðum. Í veiðigögnum hér við land sem er- lendis má finna mörg dæmi þess að hrefnur hafi verið veiddar á til- tölulega afmörkuðum blettum allt sumarið og ár eftir ár, og bendir það ekki til að veiðarnar hafi mikinn fæl- ingarmátt. (Jóhann Sigurjónsson 1982. Icelandic minke whaling 1914– 1980. Rep.int.Whal.Commn. 32: 287– 295.) Þeirri skoðun hefur og verið haldið mjög á lofti að tilteknir einstaklingar hænist að hvalaskoðunarbátunum, og að þetta séu jafnframt þau dýr sem, vegna þessa atferlis, muni fyrst verða veidd. Helst er á talsmönnum þessarar skoðunar að skilja að hér sé um að ræða sérstaka arfbundna (og arðbæra) hegðun sem veiðar muni með kerfisbundnum hætti afmá úr stofninum. Í þessu atriði er einnig vísað til Noregs og því haldið fram að þetta atferli finnist ekki hjá hrefnum við Noreg. Þetta er alrangt, því hegð- un þessi (að nálgast báta) hefur lengi verið þekkt hjá hrefnu og er engan veginn einskorðað við hvalaskoð- unarbáta. Oft er um að ræða ungdýr þótt ekki sé það einhlítt. Meðal ís- lenskra hrefnuveiðimanna voru slíkir einstaklingar kallaðir „skoðarar“ með tilvísun til þess að dýrin koma að bátum og „skoða“ þá um stund. Hrefnuveiðimenn víða um heim hafa nýtt sér þetta atferli dýranna um áratuga skeið án þess að merkj- anlegar breytingar hafi orðið á hegð- un dýranna. Samkvæmt upplýs- ingum helsta hrefnusérfræðings Noregs, prófessors Tore Haug, er þetta atferli („søkere“) síst óalgeng- ara við Noreg en á öðrum haf- svæðum og getur því engan veginn talist skýring á því að hrefnan sé þar ekki eins vinsæl til skoðunar og hinar stærri hvalategundir. Ef framhald verður á rann- sóknaveiðum höfum við fullan skiln- ing á nauðsyn þess að taka tillit til starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækja. Við munum því gera okkar besta til að haga okkar vinnu þannig að báðir aðilar geti sinnt sínu starfi án árekstra og erum þess fullviss að svo geti verið sé einlægur vilji allra aðila fyrir hendi. ’Ef framhald verður árannsóknaveiðum höf- um við fullan skilning á nauðsyn þess að taka til- lit til starfsemi hvala- skoðunarfyrirtækja. ‘ Höfundar eru hvalasérfræðingar á Hafrannsóknastofnuninni. UMRÆÐAN ÞRIÐJA nóvember síðastliðinn boðaði skrifstofa sérkennslumála hjá Evrópusambandinu til, málþings í höf- uðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. Til málþingsins var boðið ungu skóla- fólki, frá 23 löndum, þar á meðal Íslandi ásamt þingmönnum Evrópu- þingsins og embætt- ismönnum. Yfirskrift málþingsins var „Við- horf ungs fólks til sér- kennslu“. Tilefnið var ár fatl- aðra í Evrópu. Mark- miðið með því var að gefa fötluðu skólafólki á framhaldsskólaaldri, tækifæri til að koma skoð- unum sínum á framfæri, segja frá því sem gengur vel og því sem þarf að bæta og bera þjónustuna saman milli landa. Íslensku sendinefndina skipuðu Sig- mundur Valdemarsson, 17 ára þroska- hamlaður nemi við sérnámsbraut Borgarholtsskóla, Hulda Halldórs- dóttir, 21 árs heyrnarlaus nemi á fé- lagsfræðibraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð og ég, Jón Hjalti Sigurðs- son, 17 ára blindur nemi á félagsfræði- og náttúrufræðibraut, einnig í MH. Með okkur voru tveir fylgdarmenn, og táknmálstúlkur. Þingfundurinn Á leiðinni að Evrópuþingshúsinu var ekki laust við smá magafiðring hjá sumum! En þegar þangað var komið tók við ítarleg vopnaleit og síðan fórum við í fylgd öryggisvarða upp í fund- arsalinn, enda engum leyft að flakka um bygginguna eftirlitslaust. Í salnum voru þrjár sætaraðir í hring. Þar fyrir aftan voru túlkabúrin. Allt sem fram fór var túlkað yfir á 13 talmál og 6 táknmál, þar á meðal íslensku og ís- lenskt táknmál. Við sátum í innsta hringnum vegna þess að við vorum með táknmálstúlka sem sátu á móti okkur inni í hringum. Herlegheitin byrjuðu með ræðum þriggja háttsettra embættismanna frá Framkvæmdastjórn ESB, Evr- ópuþinginu og Evrópuskrifstofunni og línurnar lagðar fyrir daginn. Síðan tóku við ræður fulltrúa hvers lands. Í þeim voru kynningar á fulltrúum land- anna, skoðunum þeirra á gildi svona samkomu, stutt lýsing á aðstæðum til náms heima fyrir og hverju fólk stefndi að í framtíðinni. Það var mjög áhugavert að heyra hvað fólk hafði að segja. Hvernig það stundar nám sitt, hvaða stuðning það fær og hvað því finnst að megi bæta. Sérstaklega var æðislegt að heyra að all- ir stefndu á að full- mennta sig og láta drauma sína rætast. Hulda hélt ræðuna okk- ar og gerði það glæsi- lega. Að loknum frábærum hádegisverði hélt málþingið áfram. Nú var komið að fjörugasta hlutanum, opnum umræðum. Þar kom ýmislegt fram. Mörgum var heitt í hamsi og komust færri að en vildu. Mikið var rætt um hvort fólk væri á því að hafa sérskóla eða hvort allir ættu að fara í almenna skóla, bæði útfrá þörf fyrir aðstoð og blöndun við ófatlaða. Fólk skiptist í tvo hópa í þeim efnum. Þeir sem tóku til máls voru annað hvort al- farið með eða á móti sérskólum. Þeir sem voru fylgjandi sérskólunum höfðu sjálfir margir hverjir gengið í almenn- an skóla og fengið lélega þjónustu og ekkert verið gert til að þeir blönduðust öðrum nemendum. Hins vegar höfðu þeir sem töluðu máli almennu skól- anna góða reynslu af þeim. Nokkuð var um að skortur á sérmenntuðum sérkennurum væri vandamál og túlka- þjónusta víða ónóg. Undir lokin hélt Evrópuþingmað- urinn Anne Elisabeth Jensen stutta tölu þar sem hún lagði áherslu á að það væri mikilvægt að hlusta á þá sem þurfa á sérkennslu að halda í stað þess að embættismenn ákveði hvað sé mik- ilvægt að laga og hvað ekki. Um sam- antekt sá prófessor Richard Rose. Það er gaman að geta þess að hann vitnaði í þrjár eða fjórar ræður og var okkar þar á meðal. Við höfðum rætt um mik- ilvægi fyrirmynda og tekið sem dæmi að á haustmisseri sætu á alþingi Ís- lendinga einn heyrnarlaus þingmaður og annar blindur. Hann talaði einnig um að þetta væri mikilvægt þing og að skoðanir sem þar kæmu fram myndu ekki falla í gleymsku og að það þyrfti að halda fleiri slík. Á kaffihúsi um kvöldið ræddum við um atburði dagsins og hvað okkur þætti standa upp úr. Við vorum sam- mála um að okkur þættu almennu skólarnir betri en sérskólarnir að því gefnu að góður stuðningur væri fyrir hendi. Góð þjónusta væri frumskilyrði þess að námið gengi upp. Ísland kemur vel út Við skemmtum okkur konunglega og kynntumst fólki sem er í sömu sporum og við. Málþing sem þetta er einstakt tækifæri til að fræðast um hvað er að gerast í sérkennslumálum í öðrum löndum. Þetta er kjörinn vettvangur til að koma okkar sjónarhorni á framfæri, miðla af reynslu okkar og læra af reynslu annarra. Það var líka frábært að finna hve mjög Evrópuþingið lætur sér annt um þessi mál. Við vorum upp- lýst um þau tækifæri sem okkur bjóð- ast til að taka þátt í evrópsku samstarfi og fengum innsýn inn í mörg skemmti- leg og metnaðarfull samevrópsk verk- efni sem eru í gangi. Fyrir mér er aðalniðurstaðan sú að aðstæður fatlaðra í framhaldsskólum á Íslandi eru með því besta sem gerist og einnig endurhæfing og þjónusta vegna hjálpartækja. Alltaf má samt gera betur, en maður getur ekki verið annað en þakklátur fyrir að fá að búa hérna á Íslandi. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á euro- pean-agency.org. Þar er m.a. hægt að hlusta á og sjá allar ræður fulltrúanna fluttar. Þingað í sölum Evrópu- þingsins í Brussel Jón Hjalti Sigurðsson skrifar um málþing í höfuðstöðvum Evrópusambandsins ’Málþing sem þetta ereinstakt tækifæri til að fræðast um hvað er að gerast í sérkennslu- málum í öðrum löndum.‘ Höfundur er nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Jón Hjalti Sigurðsson GAMALL félagi minn Örn Ólafsson skrifar skrýtna grein í Morgunblaðið 16. febrúar um bók mína Sagnalist sem kom út sl. haust, en bókin er yf- irlitsrit um stíl íslenskra skáldsagna 1850–1970. Hann byrjar með lofs- yrðum, það sé „feiknmikill fengur að ritinu“, það sé „ómissandi lesning öllu áhugafólki um íslenskar bókmenntir“, ennfremur sé það „afar vel orðað og mikilvæg hugtök íslenskuð“. En síðan kemur framhaldið, og það er eins og ekki sé verið að tala um sömu bók. Samkvæmt því er uppröðun efnisins afar misráðin, skilgreiningar á bókmenntastefnum ónákvæmar, ef ekki hreint rugl og höfundur víkur sér hjá því að vitna í kenningar Arnar Ólafs- sonar um hin ýmsu álitamál að því er varðar helstu rithöfunda og bókmenntastefn- ur. Fræðimönnum sæmir ekki að snið- ganga ágreiningsefni, segir Örn. „Það er svosem þaulreynd aðferð, og trygg- ir að viðkomandi rit er að verulegu leyti úrelt á útgáfudegi.“ Allt ber að sama brunni. Ómissandi lesning er orðin að meingölluðu verki sem hefur takmarkað fræðilegt gildi. Ég veit ekki hvorn dóminn ég á að taka alvarlega en hlýt að fjalla nokkru nánar um að- finnslur Arnar. Enda þótt bók Arnar, Kóralforspil hafsins, fjalli að sumu leyti um sama efnivið og Sagnalist nálgast hún hann á gerólíkan hátt. Sagnalist er stílsaga, ekki samanburðarbókmenntafræði. Hún er fræðirit, ætlað almenningi, þar sem leitast er við að beita aðferðum stílfræðinnar til að opna heim list- rænna skáldsagna og íslenskrar stíl- sögu fyrir hinum almenna, fróðleiks- fúsa lesanda. Slíkum lesanda hentar vel að efninu sé raðað í bókmennta- sögulegt samhengi, og ég sé ekkert athugavert við það. Það er nærtækt að bera saman fyrstu 90 blaðsíður bókarinnar og umfjöllun um sama tímabil í 3. bindi Bók- menntasögu Máls og menningar til að sjá hvað skörunin er í raun lítil milli hefðbundinnar bókmenntasögu og stíl- sögu. Fræðilegar vanga- veltur um erlendar bók- menntastefnur eiga hér ekki heima. Það er óþarft að hafa langan inngang um flók- inn og marggreindan feril expressjón- isma í Evrópu til að lesandinn nemi og njóti expressjónískra stíleinkenna allt í kringum Ólaf Kárason Ljósvíking eða Ofvita Þórbergs, eða í Kóngaliljum Ástu Sigurðardóttur. Það er ekki nokkur einasta hætta á því að þessu verði ruglað saman við „impressjónísk verk frá lokum 19. aldar, eða róm- antísk frá því upp úr 1800“. Ég held líka að jafnt fræðimenn sem almennir lesendur geti numið og notið súrreal- ísks myndmáls Thors Vilhjálmssonar og viti upp á hár hvað við er átt án þess að axla þær fræðilegu klyfjar sem Örn vill leggja þeim á herðar. Erni þarf því ekki að „þykja sér nærri höggvið“(!) þó að ekki sé vitnað í þetta rit hans. Nálg- unin er öll önnur. Þessi bókmenntalega samanburð- araðferð á það til að villa Erni sýn. Þannig segir hann að ég hafi „glæpst á“ að tala um nýmyndanir Þórbergs sem stíleinkenni. Hér er ég alls ekki á sama máli. Orðalag eins og „hjarta- stingandi langanir, fiðrandi órói, bloss- andi samviskukvalir, fumandi flýtir“ eru ekkert „ofurvenjulegt danskt orðalag með íslenskum orðum“ eins og Örn heldur fram. Og jafnvel þótt svo væri væru þetta eftir sem áður ósvikn- ar þórbergskar stílnýjungar. Nefna mætti fjölda annarra hliðstæðra dæma. Niðurstaða mín er sú að kröfur Arn- ar séu óraunhæfar. Ef hann vill ís- lenska úttekt á erlendum liststefnum verður hann að skrifa sérstaka bók um það efni með sínum hætti. Bækur á borð við Sagnalist hafa takmarkað rúm fyrir slíkt. Undarlegur ritdómur Þorleifur Hauksson svarar Erni Ólafssyni ’Niðurstaða mín er súað kröfur Arnar séu óraunhæfar. ‘ Þorleifur Hauksson Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur í ReykjavíkurAkademíunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.