Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 46
SKOÐUN
46 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
!
#
$ !%
! &'(
)
( !! !
) & !!( ) ) ' &
!
' '
** ' !% +
!
$ & ' ! ! ,!)!
- ' ! .
/%)!
" "#" # $
0' % $
& ' ! !
HÁSKÓLI Íslands er lítill há-
skóli í hinu alþjóðlega háskóla-
samfélagi. Í Háskólanum eru 9.000
nemendur, þar af 1.200 í meist-
aranámi og 120 í doktorsnámi. Við
Háskóla Íslands starfa um 430
kennarar og 430 aðrir starfsmenn í
fullu starfi auk um 2.000 stunda-
kennara. Á árunum 1995–1998
voru skráðir nemendur í Háskóla
Íslands um 5.900 en á fimm árum
hefur þeim fjölgað um meira en
50%. Á árinu 1999 voru kennarar
387 og aðrir starfsmenn 383. Það
voru því 17 nemendur bæði á
hvern kennara og á hvern starfs-
mann á árinu 1999. Á árinu 2003
voru nemendur á kennara og á
starfsmann rúmlega 21 því bæði
kennurum og öðrum starfs-
mönnum fjölgaði aðeins um tæp-
lega 12% á meðan nemendum
fjölgaði um meira en 50%.
Til samanburðar má geta þess
að í Stanfordháskóla í Kaliforníu
eru 14.339 nemendur, 1.714 kenn-
arar og 8.741 aðrir starfsmenn. Við
Stanfordháskóla eru aðeins rúm-
lega 8 nemendur á hvern kennara
á meðan þeir eru 21 við Háskóla
Íslands. Kennarar
eru álíka margir og
aðrir starfsmenn í
Háskóla Íslands en í
Stanfordháskóla eru 5
starfsmenn fyrir
hvern kennara. Heild-
artekjur Háskóla Ís-
lands á árinu 2003
voru um 6 milljarðar
króna en heildar-
tekjur Stanfordhá-
skóla um 160 millj-
arðar króna.
Kostnaður á nemanda
í Háskóla Íslands er um 700.000
krónur en kostnaður á nemanda í
Stanfordháskóla er rúmlega 11
milljónir króna.
Hvers vegna virðist framleiðni
vera meiri í Háskóla Íslands? Er
ekki hagkvæmni stærðar til staðar
í Stanfordháskóla? Hvers vegna er
kostnaður í Stanfordháskóla ekki
hlutfallslega minni en í Háskóla Ís-
lands sem er ekki eins fjölmennur
og Stanfordháskóli?
Samanburður sem þessi er út í
hött. Stanfordháskóli rekur há-
tæknisjúkrahús og línuhraðal
vegna rannsókna í kjarneðlisfræði.
Tekjur og gjöld þessara tveggja
eininga eru um 31 milljarður
króna. Í Stanfordháskóla er um
helmingur nemenda í framhalds-
námi. Það skýrir hluta af þessari
heildarmynd enda er kostnaður við
framhaldsnám til muna meiri en
við grunnnám. Stanfordháskóli er
einn fremsti rannsóknaháskóli í
heimi og eru sértekjur vegna rann-
sókna um 46 milljarðar króna þeg-
ar tekjum vegna rannsókna sem
tengjast línuhraðlinum er sleppt. Í
Stanfordháskóla er það í stefnu
skólans að nemendur í grunnnámi
fái tækifæri til að sækja námskeið
hjá reyndum kennurum í litlum
hópum sem er dýrara en ef
stundakennarar kenna stórum
hópum nemenda.
Bandarískir skólar
á háskólastigi
Margir telja að fá lönd í heimi
bjóði upp á jafn gott nám á há-
skólastigi og Bandaríkin. Auðvitað
eru skólar misgóðir. Margir skólar
á háskólastigi eru ekki mjög góðir
í Bandaríkjunum og margir skólar
á háskólastigi utan Bandaríkjanna
eru mjög góðir. Er-
lendir nemendur
sækja í bandaríska
skóla á háskólastigi og
margir þeirra hafa
opnað útibú utan
Bandaríkjanna.
Áhugavert er að
skoða bandaríska há-
skólakerfið nánar. Á
mynd 1 er sýnt hvern-
ig Carnegie-stofnunin
flokkar bandaríska há-
skóla í skýrslu sem
stofnunin gaf út á
árinu 2001. Carnegie-stofnunin er
rannsóknastofnun á sviði mennta-
mála sem var stofnuð af Andrew
Carnegie á árinu 1905 og var
stofnskráin staðfest af Bandaríkja-
þingi ári síðar.
Tafla 1 Flokkun skóla á há-
skólastigi í Bandaríkjunum og
dreifing nemenda.
Samkvæmt skilgreiningu Carn-
egie-stofnunarinnar er rannsókna-
háskóli (university) háskóli sem út-
skrifar 10 doktora á að minnsta
kosti þremur fræðasviðum á ári.
Skóli á háskólastigi með meist-
arapróf býður upp á fjölbreytt
grunnnám og útskrifar a.m.k. 20
meistara á ári. Skóli á háskólastigi
með grunnnám útskrifar fyrst og
fremst nemendur með BA- og BS-
próf. Sérskólar útskrifa nemendur
með mismunandi próf á fáum
fræðasviðum. Skólar á háskólastigi
með tveggja ára nám útskrifa
nemendur með diploma-próf.
Samkvæmt skilgreiningu Carn-
egie-stofnunarinnar eru aðeins
6,7% skóla á háskólastigi í Banda-
ríkjunum rannsóknaháskólar.
Flestir þeirra eru opinberir og eru
reknir á ábyrgð fylkja og aðeins
tveir þeirra eru reknir með hagnað
í huga. 15,5% skóla á háskólastigi í
Bandaríkjunum útskrifa nemendur
með meistarapróf. Rúmlega helm-
ingur þeirra er rekinn af einkaað-
ilum án hagnaðarvonar og 8 eru
reknir með hagnað í huga. Rann-
sóknaháskólarnir eru langstærstir
með að meðaltali 16.258 skráða
nemendur. Háskóli Íslands með
rúmlega 9.000 skráða nemendur er
því mjög lítill rannsóknaháskóli og
hann er fyrst á árinu 2003 að ná
því marki að útskrifa u.þ.b. 10
doktora á ári.
Háskóli Íslands fullnægir
kröfum um rannsóknaháskóla
Bandaríkjamenn eru 1000 sinnum
fleiri en Íslendingar og það er því í
raun frábær árangur að Íslend-
ingar eigi einn rannsóknaháskóla
sem fullnægir þeim kröfum sem
viðurkenndar stofnanir í Banda-
ríkjunum gera til slíkra háskóla.
Það er einnig staðreynd að kenn-
ingin um aukna hagkvæmni með
stærð á illa við um þjálfun nem-
enda í rannsóknartengdu fram-
haldsnámi og í grunnrannsóknum
almennt þótt hún geti átt við í öðr-
um tegundum skóla á háskólastigi.
Í töflu 2 er sýnt hvaðan banda-
rískir nemendur útskrifast.
Meirihluti þeirra sem útskrifast
með meistarapróf og embættispróf
og rúmlega 90% þeirra sem út-
skrifast með doktorspróf útskrif-
ast frá 261 bandarískum háskóla.
Aðeins rúmlega 4.000 doktorar út-
skrifast frá sérskólum á há-
skólastigi og skólum sem leggja
áherslu á fjölbreytt grunnnám og
meistaranám. Rannsóknatengt
framhaldsnám og grunnrannsóknir
fara því fyrst og fremst fram í
mjög fáum tiltölulega stórum há-
skólum sem bjóða upp á fjölbreytt
námsframboð.
Fjölbreytni en fámenni
í Háskóla Íslands
Á árinu 2003 útskrifaði Háskóli Ís-
lands 1.088 kandidata sem lokið
höfðu grunnnámi, 144 meistara og
8 doktora. Í 11 fræðigreinum voru
kandidatar í grunnnámi fleiri en
30. Þeir voru flestir í 137 í við-
skiptafræði og næstflestir 75 í
hjúkrunarfræði. Kandidatar voru
44 í iðnaðar- og vélaverkfræði, 43 í
lögfræði og tölvunarfræði og 31 í
læknisfræði. Í 26 fræðigreinum
voru kandidatar 15 eða færri.
Meðalfjöldi kandidata í fræðigrein
í grunnnámi var 21.
Í meistaranámi nær engin
fræðigrein að útskrifa fleiri en 30
kandidata á ári og var meðalfjöldi
kandidata í fræðigrein 5. Kandi-
datar voru flestir 24 í við-
skiptafræði og næstflestir 13 í sál-
fræði. Í 29 fræðigreinum
útskrifuðust færri en 10 kandidat-
ar með meistarapróf.
Í forsendum samræmdra reikn-
ireglna menntamálaráðuneytis
sem notaðar eru til þess að reikna
út nemendaframlög á háskólastigi
er gert ráð fyrir því að í hverjum
hópi séu 30 nemendur að með-
altali. Þótt Háskóli Íslands sé með
fleiri nemendur en aðrir skólar á
háskólastigi á Íslandi er hann lítill
í samanburði við aðra rannsókna-
háskóla í Evrópu og Bandaríkj-
unum og í raun er hagkvæmni
stærðar meiri í mörgum af fá-
mennari skólunum á Íslandi þar
sem þeir bjóða einungis upp á nám
í fáum fræðigreinum þar sem eft-
irspurn er mikil.
Rými fyrir valkosti
á háskólastigi
Ef Bandaríkin eru tekin til fyr-
irmyndar er skynsamlegt að bjóða
upp á mismunandi valkosti fyrir
þá sem vilja stunda nám á há-
skólastigi. Það er óraunhæft að
gera ráð fyrir því að á Íslandi
verði einhvern tíma fleiri en einn
rannsóknaháskóli. Til þess eru
einfaldlega forsendur ekki til stað-
ar. Það er á hinn bóginn rými í ís-
lensku menntakerfi fyrir sérskóla
á háskólastigi og það er einnig
rými fyrir skóla sem bjóða fyrst
og fremst upp á grunnnám á vin-
sælum fræðasviðum.
Háskóli Íslands gegnir því hlut-
verki að bjóða upp á nám á flest-
um fræðasviðum, bæði grunnnám
og framhaldsnám. Háskólanum
ber að gegna fjölbreyttum skyld-
um sem varða bæði menningu og
atvinnulíf. Háskólanum ber skylda
til að mennta nemendur og stunda
rannsóknir í íslenskum fræðum,
sagnfræði, jarðfræði og þeim öðr-
um undirstöðugreinum hugvísinda,
félagsvísinda, heilbrigðisvísinda,
raunvísinda og verkfræði sem
skapa munu grundvöll fyrir áfram-
haldandi þróun íslensks samfélags.
Samfélagið byggir í mun meiri
mæli en áður á þekkingu. Grunn-
nám ungs fólks áður en það verður
25 ára dugar ekki lengur þeim
sem vilja vera virkir þátttakendur
í þekkingarsamfélaginu. Lærdóm-
ur alla ævi hefur tekið við af lær-
dómi í æsku.
Þrengri fjárhagsrammi
Háskóla Íslands
Þegar Háskóli Íslands og mennta-
málaráðuneyti gerðu samning um
fjármögnun kennslu í október
1999 var gert ráð fyrir að framlag
á nemanda í hug- og félagsvís-
indum væri 319.345 kr. á verðlagi
ársins 1999. Í fjárlögum fyrir árið
2004 hefur framlag á nemanda í
hug- og félagsvísindum hækkað í
384.000 kr. eða um 20%.
Í vefriti fjármálaráðuneytis sem
kom út 20. nóvember 2003 kom
fram að laun opinberra starfs-
manna hjá ríki og Reykjavík-
urborg hækkuðu að meðaltali um
43% frá fyrsta ársfjórðungi 1999
til annars ársfjórðungs 2003. Í
vefritinu kom einnig fram að með-
allaun kennara og heilbrigð-
isstétta hækkuðu um 50% á þessu
tímabili. Laun í Háskóla Íslands
eru um 67% af veltu og hefði
nemendaframlag þurft að hækka
um rúmlega 40% í stað 20% á
tímabilinu 1999–2004 ef
fjárhagsleg staða Háskóla Íslands
hefði átt að haldast óbreytt.
Í upphafi þessarar greinar kom
fram að meðalfjöldi nemenda á
fastan kennara hefur hækkað úr
17 í 21 á milli áranna 1999 og 2003
á meðan 8 nemendur eru á hvern
kennara í Stanfordháskóla. Það
kom einnig fram að í Háskóla Ís-
lands eru kennarar og aðrir
starfsmenn jafnmargir á meðan í
Stanfordháskóla eru aðrir starfs-
menn fimm sinnum fleiri en fastir
kennarar.
Þar sem nemendaframlög hafa
ekki hækkað í samræmi við hækk-
un raunkostnaðar hefur hvorki
verið unnt að fjölga kennurum né
öðrum starfsmönnum í samræmi
við fjölgun nemenda. Það er
einnig staðreynd að á árinu 1999
var fjárveiting á fjárlögum til
rannsókna í Háskólanum 67% af
framlögum til kennslu en á árinu
2004 er rannsóknafjárveitingin að-
eins um 50% af fjárveitingu til
kennslu.
Fjárhagsrammi Háskóla Ís-
lands hefur því þrengst verulega á
undanförnum árum. Á sama tíma
hefur Háskólinn verið að breytast
úr skóla á háskólastigi sem bauð
upp á fjölbreytt grunnnám og út-
skrifaði nokkra tugi meistara á ári
í rannsóknaháskóla sem útskrifar
hátt á annað hundrað meistara á
ári og u.þ.b. 10 doktora.
Rekstur góðs rannsóknaháskóla
krefst mikilla fjármuna. Í Háskóla
Íslands hefur verið unnið að því á
undanförnum árum að auka sér-
tekjur skólans. Að nokkru hafa
auknar sértekjur komið í stað
fjárveitinga á fjárlögum en ef Há-
skóli Íslands á að ávinna sér
traustan sess meðal rannsóknahá-
skóla í heiminum verður að bæta
þau fjárhagslegu skilyrði sem
hann býr við.
HÍ í samanburði við bandaríska háskóla
Eftir Ingjald Hannibalsson
’Við Stanfordháskólaeru aðeins rúmlega 8
nemendur á hvern
kennara á meðan þeir
eru 21 við Háskóla
Íslands.‘
Ingjaldur Hannibalsson
Höfundur er prófessor við viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla Íslands og
formaður fjármálanefndar
háskólaráðs. Á vormisseri 2004 er
hann gestur hjá SCANCOR
(Scandinavian Consortium for
Organizational Research) við
Stanfordháskóla í Kaliforníu.
Einka- Einka- Einka- Einka- Fjöldi Fjöldi Meðal-
Samtals skólar skólar skólar skólar nemenda nemenda fjöldi
3941 án með án með samtals samtals nemenda
skólar á háskólastigi Opinberir hagnaðar- hagnaðar- Opinberir hagnaðar- hagnaðar- # % #
skólar vonar von skólar vonar von
Rannsóknaháskólar (universities) 166 93 2 4,2% 2,4% 0,1% 4.243.433 28,1% 16.258
Skólar á háskólastigi með meistarapróf 272 331 8 6,9% 8,4% 0,2% 3.230.842 21,4% 5.288
Skólar á háskólastigi með grunnnám 91 499 16 2,3% 12,7% 0,4% 1.039.020 6,9% 1.715
Sérskólar 89 599 106 2,3% 15,2% 2,7% 523.956 3,5% 660
Skólar á háskólastigi með tveggja ára nám 1025 159 485 26,0% 4,0% 12,3% 6.041.946 40,1% 3.620
Samtals 1643 1681 617 41,7% 42,7% 15,7% 15.079.197 100,0% 3.826
Samtals Diplóma- BA/BS- Meistara Doktors- Embættis- Samtals Diplóma- BA/BS- Meistara Doktors- Embættis- Samtals
2.304.898 próf próf próf próf próf próf próf próf próf próf próf próf
útskrifaðir # # # # # # % % % % % %
Rannsóknaháskólar (universities) 11.328 562.146 250.221 42.024 45.103 910.822 2,0% 47,1% 58,2% 90,9% 57,2% 39,5%
Skólar á háskólastigi með meistarapróf 22.955 434.908 148.634 617 9.079 616.193 4,1% 36,5% 34,6% 1,3% 11,5% 26,7%
Skólar á háskólastigi með grunnnám 23.773 151.551 5.486 199 1.078 182.087 4,3% 12,7% 1,3% 0,4% 1,4% 7,9%
Sérskólar á háskólastigi 18.264 43.715 25.312 3.372 23.660 114.323 3,3% 3,7% 5,9% 7,3% 30,0% 5,0%
Skólar á háskólastigi með tveggja ára nám 481.306 167 0 0 0 481.473 86,3% 0,0% 0,0% 0,0% 0,0% 20,9%
Samtals 557.626 1.192.487 429.653 46.212 78.920 2.304.898 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0%
TAFLA 2 Hvaðan útskrifast nemendurnir?
TAFLA 1 Flokkun skóla á háskólastigi í Bandaríkjunum og dreifing nemenda.