Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 37
HINN 12. febrúar 1944 var Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar stofnaður, en fékk síðar heitið Kór Glerárkirkju á Akureyri og á því kór- inn nú 60 ára farsælt og árangursríkt starf að baki. Kórinn hefur ekki ein- asta glatt kirkjugesti í nokkrum þús- unda guðsþjónusta, en einnig komið inn í veraldlegri þátt tónlistarlífsins með fjölda opinberra tónleika, sungið inn á plötu og í upptökum fyrir út- varp og sjónvarp, tekið þátt í kóra- mótum og farið í tónleikaferðir bæði innanlands og utan. Kórinn hefur í senn gegnt mikilvægu hlutverki fyrir þá sem vilja helga söngnum krafta sína í gefandi félagsskap og einnig orðið metnaðarfullur sjónarhóll í lista- og menningarlífi á Akureyri. Aðstæður kórsins hafa mikið breyst frá því að gamli barnaskólinn í þorp- inu og Lögmannshlíðarkirkja voru starfsvettvangur hans, því Glerár- kirkjan skapar kórnum nú glæsilega starfsumgjörð við hæfi, enda þótt enn skorti pípuorgelið langþráða. Það er mikið þakkar- og gleðiefni að kórinn skuli fagna þessum tímamót- um með metnaðarfullum tónleikum og að eiga í röðum kórfólks jafngott söngfólk, sem nær að mynda þéttan, fallegan og hlýjan kórhljóm. Auðvitað eru margar leiðir til að fagna slíkum tímamótum og hefði mér t.d. fundist mun áhrifameira að kórinn hefði ráðist í flutning á nýju tónverki í stað þess að flytja efni sem bæði þessi kór og fleiri kórar lands- ins hafa verið að flytja mikið á und- anförnum árum. Eins hefði mátt hugsa sér að Kór Glerárkirkju efndi til kóramóts, eða kóranámskeiðs af þessu stóra tilefni, en afmælisár þeirra er ekki búið! Tónleikarnir í Akureyrarkirkju voru liður í tónleikaferð sem kórinn er að halda í til Reykjavíkur og verð- ur hann í Langholtskirkju 28. febr- úar og þ. 29. í Hallgrímskirkju. Í Langholtskirkju verður aðalvið- fangsefni kórsins Misa Criolla eftir Ramerez, en í Hallgrímskirkju verð- ur sama efnisskrá flutt og í Akureyr- arkirkju, en þar bætist kórnum 20 söngvina liðstyrkur, en tæplega 40 manns eru í kórnum fyrir. Sá söngstjóri sem átti lengstan starfsferil með kórnum var Áskell Jónsson, söngstjóri og organisti, en hann var stjórnandi og leiðbeinandi kórsins árin 1945 til 1987. Snemma á ferli sínum hélt hann kór sínum til tónleikahalds og taldi, sem síðar hef- ur komið í ljós, að uppskeran af kór- og félagsstarfi tengdist ekki síst fjöl- breyttu söngvavali og að verkefnin væru söngfólkinu bæði skemmtileg og þroskavænleg. Árangur af þeirri viðleitni varð m.a. sá að flytja Messu í G-dúr eftir Schubert á sjötugsafmæli sínu 1981 og Þýsku messuna eftir sama höfund tveimur árum síðar og þá við nýja þýðingu Sverris Pálsson- ar. Mun þetta hafa verið í fyrsta skipti sem hin síðartalda messa var flutt í fullri lengd hérlendis. En rétt er að leiðrétta upplýsingar í efnis- skrá hvað flutning Þýsku messunnar áhrærir, þ.e. hún var flutt í fyrsta skipti af kórnum 1983, en ekki 1992, eins og þar kemur fram. Síðan hefur kórinn ráðist í flutning ýmissra stórra kórverka, m.a. með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, og hrifið marga með vönduðum söng. Efnis- skráin í Akureyrarkirkju var tileink- uð franskri kirkjutónlist og fór vel á því að hefja tónleikana og ljúka á verkum Fauré, sem af mörgum er tákn þess fallegasta sem samið hefur verið af trúartónlist í Frakklandi. Fyrsta verkið samdi Fauré 1865, þá kornungur við nám í Niedermeyer- skólanum og notaði þar texta leikar- ans og skáldsins fræga frá 17. öld Jean Racine, enda heitir lagið á frummáli einfaldlega Söngur Jean Racine, en var hér fluttur í fallegri þýðingu Böðvars Guðmundssonar undir heitinu Heil þér himneska orð. Á þessu verki er síst að merkja ung- æðishátt, miklu fremur skynjar mað- ur það sem upptaktinn að heildstæðri og árangursríkri ævisamfellu Faur- és, sem nær hápunkti í þeim ægi- fagra þætti sálumessunnar Libera me, sem samin var rúmlega 20 árum síðar. Strax í upphafi kom fram helsti veikleiki Kórs Glerárkirkju, þar sem Fauré gerir miklar kröfur til karla- radda. Þrátt fyrir ágæta kunnáttu skorti bassann og raunar tenórinn líka meiri þéttleika og ákveðnari framgöngu. Ég tel reyndar að þessa vankanta sé unnt að laga, að minnsta kosti er ekki langt síðan að ég hlýddi á kórinn þar sem karlasöngur var til mikillar fyrirmyndar. Í Panis Angelicus eftir Saint- Saëns naut skínandi blær kvenna- radda sín til fullnustu. Óskar Péturs- son beitti sinni góðu tenórrödd með sönnum meistarabrag á þeim troðnu slóðum sem Panis Angelicus eftir César Franck er og kórinn endur- speglaði hans glæsilega flutning á verðugan hátt. Í tveimur messuþáttum eftir Gou- nod söng tríóið: Alda, Óskar og Loft- ur á móti kórnum með miklum ágæt- um og vel samstilltum hljómi, reyndar finnst mér messutexti þessa verks alltaf láta í minnipokann fyrir óperudramatík Gounods. Að loknu hléi var aðalréttur af- mælisveislunnar borinn fram og var það eins og áður kom fram Requiem Fauré op. 48. Verkið er að vissu leyti líkt lífsgöngu þar sem hið ljúfa áhyggjuleysi barnæskunnar birtist í inngangi, en í lokin verður dauðinn höfundi ljúf og þakklát lausn, eins og barni sé vaggað í svefn með öruggri vissu um það að vakna til nýs dags, nýs lífs. Einlægni hljóðrar bænar um hvíld er borin fram í Píe Jesu. Hitinn, tilfinningar og baráttan rís hæst í Libera me, Frelsa mig. Fauré sagði um sálumessu sína: „verk sem átti að slá ljóma á gleðina handan grafarinn- ar“. Enda þótt verkið hafi náð mikl- um vinsældum þótti mörgum kirkj- unnar mönnum, þar með töldum ráðamönnum við Madelein-kirkjuna í París, kirkjuna þar sem Fauré starf- aði sem organisti og tónlistarstjóri, ákvarðanir hans um að taka út Bene- diktus-þáttinn og einnig Dag reiðinn- ar sem sjálfstæðan þátt óhæfa, en í stað þeirra að setja þáttinn Libera me, sem þykir í dag glæsilegasti og áhrifamesti hluti verksins. Verkið er í sjö þáttum og má segja að miðpunkt- ur þess og hápunktur sé sú guðdóm- lega og íðilfagra söngbæn Pie Jesu (líknsami Jesú), sem Alda náði því miður ekki að syngja nógu sannfær- andi. Eflaust hefur „kirkjulangt“ samband eða sambandsleysi við org- elleikarann haft neikvæð áhrif á söng hennar, því þessi þáttur er brothætt- ari en allt sem brothætt er. Hinn ungi baritónsöngvari Loftur Erlingsson hefur mjög fína rödd og túlkun hans í fórnarbæninni og í Libera me var mögnuð einlæg, en laus við tilgerð. Hann á enn eftir að mótast og öðlast persónulegri tjáningarmáta. Kórinn skilaði sínu hlutverki yfirleitt vel, en hefði mátt kveða sterkar að orðum, sérstaklega að samhljóðum, eins og „dies illa, dies irae“ og syngja þar af meiri krafti. Paradísarþátturinn færði mann í vellíðan vöggudraums- ins og flutningurinn kallaði fram þakklát viðbrögð áheyrenda. Eyþór Ingi skilaði orgelhlutverki sínu með prýði. Megi vegur kórs og stjórnenda hans verða greiður til framtíðar. Innilegar hamingjuóskir með af- mælið. Kór Glerárkirkju sextíu ára TÓNLIST Akureyrarkirkja Kór Glerárkirkju ásamt einsöngvurunum Öldu Ingibergsdóttur sópran, Óskari Pét- urssyni tenór og Lofti Erlingssyni baritón. Orgelleikari: Eyþór Ingi Jónsson. Stjórnandi: Hjörtur Steinbergsson. Á efn- isskrá: Gabriel Fauré: Heil þér himneska orð (Cantique de Jean Racine, Op. 11) og Requiem op. 48. Camille Saent-Saëns: Panis Angelicus. César Franck: Panis Angelicus. Charles Gounod: Kyrie og Agnus Dei úr Messe Solonelle de St. Cecile. Sunnudagur 15. febrúar kl 17. KÓRTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 37 Icelandic ice mountains - on the bas- is of a Journey to the Most Prom- inent of Them in 1792-1794 er komið í enskri þýðingu. Um er að ræða svo- nefnt Jöklarit eftir Svein Pálsson 1762-1840 náttúrufræðing og lækni og talið hans merkasta rit. Í heild var Jöklaritið gefið út á íslensku árið 1945 í þýðingu Jóns Eyþórssonar (Ferðabók Sveins Pálssonar). Jöklarit- ið er hér gefið út á ensku, þýtt og yf- irfarið af Kristjáni Sæmundssyni jarð- fræðingi, Leó Kristjánssyni jarðeðlisfræðingi og vísindasagnfræð- ingi, Tómasi Jóhannessyni jöklafræð- ingi, Trausta Jónssyni veðurfræðingi og Þorsteini Þorsteinssyni jöklafræð- ingi. Ritstjóri er Oddur Sigurðsson jarðfræðingur og meðstjórnandi er einn af virtustu jarðfræðingunum við Bandarísku jarðfræðistofnunina, dr. Richard S. Williams, Jr. Í upphafi bókarinnar er minnst frum- kvöðla jöklarannsókna á Íslandi, auk Sveins, þeirra Þórðar Þorlákssonar Vídalín rektors, Þorvalds Thoroddsen jarðfræðings, Jóns Eyþórssonar veð- urfræðings, Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings og Sigurjóns Rist vatna- mælingamanns. Yfir fjögurhundruð aftanmálsgreinar fylgja þýðingunni til glöggvunar á því sem fram kemur í textanum. Einnig eru birtar ljósmyndir af staðháttum og myndir og kort Sveins borin saman við nútíma efni. Í fréttatilkynningu frá útgefanda segir að bókin sé einkum gefin út með það að markmiði að kynna það erlend- um fræðimönnum. Ennfremur segir: „Ljóst er að ekki er um gróðaútgáfu að ræða heldur kynningu á menningu Íslendinga og minnisvarða um einn af merkustu vísindamönnum þjóð- arinnar sem hefur því miður ekki feng- ið þá alþjóðlegu viðurkenningu sem hann verðskuldar. Einnig er rík ástæða til bera út um heim hróður ís- lenskra vísindamanna sem hafa lagt fram mun meira til þessarar vís- indagreinar en við mætti búast af fá- mennri þjóð. Með þessari útgáfu er vonast til að bæta örlítið úr því.“ Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 183 bls., prentuð í Odda hf. Verð: 4.990 kr. Jöklar Ritstjórarnir Oddur Sigurðsson og dr. Richard S. Williams Jr. afhenda Páli Skúlasyni háskólarektor fyrsta eintak bókarinnar á Húsþingi um Svein Pálsson sem haldið var í Nor- ræna húsinu. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.