Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 51 Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns og föður, ÞORSTEINS SVEINSSONAR, Jakaseli 26, Reykjavík. Helga Björg Helgadóttir, Kolbrún Björg Þorsteinsdóttir, Hildur Inga Þorsteinsdóttir, Helgi Már Þorsteinsson. Innilegt þakklæti við andlát og jarðarför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ÓSKARS NIKULÁSSONAR, elliheimilinu Grund, áður Grettisgötu 12. Sérstakar þakkir til Unnar og starfsfólks hennar á V4 á dvalarheimilinu Grund. Þakklæti til Odd- fellow bræðra í stúku nr. 11 Þorgeiri. Íris Ingibergsdóttir, Ingibergur Óskarsson, Anette Mogensen, Oddfríður Ósk Óskarsdóttir, María Óskarsdóttir, Andrés Magnússon og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, SVEINN G. SVEINSSON, Suðurgötu 17-21, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju- daginn 10. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jensa Petersen Pálsdóttir, Mikkalína Magnusen, Elísabeth og Meinhard Johansen, Anthony og Charles Johansen, Lindy og Petur Hansen, Finn Magnusen, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir til ykkar allra, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, VIÐARS ÓSKARSSONAR, Glæsibæ 14, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Friðþjófsdóttir, Þórir Dan Viðarsson, Jóhanna Stella Baldvinsdóttir, Bryndís Dan Viðarsdóttir, og barnabörn. Bróðir minn og frændi okkar, SIGHVATUR H. KRISTBJÖRNSSON frá Birnustöðum, Skeiðum, síðast til heimilis á Norðurbrún 1, sem lést sunnudaginn 15. febrúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 24. febrú- ar kl. 13.30. Bjarni Kristbjörnsson, Guðrún Inga Bjarnadóttir, Gísli Bjarnason, Kristbjörn Bjarnason og Valgerður Bjarnadóttir. aði til að framkvæma seinna, t.d. að fara í veiði, eða róa út frá söndunum í Mýrdalnum. Og varla get ég farið að skrifa langa minningargrein um þig minn kæri, því kynni okkar voru stutt, alltof stutt. En þær minningar sem ég og fjölskylda mín eigum um þig eru fallegar, og eru okkur mjög kærar. Veikindi þín voru stutt og óvænt, en þó náðum við að kveðja þig áður en þú fórst. Þú varst eitthvað svo friðsæll, nýrakaður og fínn. En líf deyr og líf kviknar, þú ætlaðir að koma í heimsókn í síðustu viku og sjá litlu dóttur mína vikugamla, en það átti ekki að verða. Mig hlakkaði ein- mitt til að fá ykkur Ástu og Andra í heimsókn, þið voruð alltaf svo ynd- isleg saman. Þegar þú og Ásta mág- kona tókuð saman vonaði ég fyrir þína hönd, að eitthvað væri í þig spunnið, og að þú færir vel með hana Ástu okkar. Í fyrstu leist mér ekki á blikuna, þú komst mér einkennilega fyrir sjónir. Kjagandi rumur sem virt- ist hafa marga fjöruna sopið, en samt eitthvað svo vinalegur því maður vissi að hægt væri að stinga þig af á hlaup- um ef í harðbakkann slægi. Sennilega var feimnin að fara með þig í fyrstu, því það var handagangur og læti í sveitinni þegar þú komst þangað fyrst. Þú varst vægast sagt einkenni- legur í háttum, gast ekki setið kyrr eða haldið uppi vitsmunalegum sam- ræðum. Kannski ekki skrýtið þegar svona rólyndismaður lenti inni í miðju úlfabælinu (eldhúsinu) í sveitinni okk- ar. Þar var fjölmennt, systur Ástu, við svilarnir, tengdaforeldrarnir og allur krakkaskarinn. En þetta jafnaðist allt, og þegar þú varst búinn að átta þig á að þetta var bara fólk eins og þú, þá slappaðir þú af og hægt var að halda uppi allgóðum samræðum við þig. Augun þín sögðu manni líka að þú værir ágætur, þessi vinalegu augu sem fylgdu brosinu og góða skapinu sem þú virtist nú oftast vera í. Og þegar tímar liðu kom líka í ljós að þú hafðir góðan mann að geyma. Það sést best á því hve Ásta okkar er hrygg eftir að þú kvaddir. En þetta líf er víst svona óskaplega hverfult. Einn daginn erum við hér, kannski farin þann næsta. Ein sterk minning kem- ur alltaf upp þegar ég hugsa um þig, gamli. Þessi minning er austan úr Litla-Hvammi sl. sumar þegar ég, þú og Óli svili okkar vorum að aðstoða Guðmund og Önnu við að skipta um þakið á húsinu „austurí“. Þá stóð nú tæpt að ég hefði húrrað inn í móðuna miklu, sennilega hefði ég gert það ef þú hefðir ekki náð í mig og dregið úr fallinu fyrir mig. Reyndar hrundi ég fram af þakinu, og þú á eftir, en báðir komum við lítið skemmdir út úr þessu. Á meðan ég barðist við að ná andanum eftir lendinguna, þá hugsaði ég allan tímann að nú væru hnén á þér endanlega ónýt, klaufinn ég búinn að eyðileggja þau alveg, en furðulegt nokk, þá voru það hnén á mér sem löskuðust við atganginn. Mér hefndist fyrir það næstu daga að hafa gert grín að göngulagi þínu, því nú var ég eins og þú, jafnvel verri. Nú finnst mér þessi minning um þig yndisleg, hún er svo sterk og góð. Og bara svo það komi fram, þá þakka ég þér hér með fyrir lífgjöfina, því ég er ekki í vafa núna um að þetta var ekkert annað. Takk, Hilmar. Mig myndi langa til að skrifa meira til þín, rifja upp minningar, deila hlátri og grát með þér og okkar ást- vinum, en ég held að tími sé til að hætta. Ég þekkti þig stutt, kynntist þér of lítið, en til allrar hamingju þó þetta mikið. Þessi kynni eru mér dýr- mæt, minningin um þig mun lifa. Ég hugsa til þín þegar ég tek upp ham- arinn, þegar ég spila á gítarinn sem þú varst að hvetja mig til að gera, þegar ég sé þakið austurí, þegar ég sé hana Ástu okkar, Andra litla, Hilmar Davíð og alla þína ástvini. Þú stopp- aðir stutt hjá okkar fjölskyldu, en minningin um þig mun verða með okkur að eilífu, það er víst. Ég ætla að halda áfram að kitla hana Ástu og hrekkja hana smávegis, þó svo að þú sért ekki til eftirlits í jarðlífinu, þá reikna ég með að þú verðir alltaf með henni í anda og þá gefur þú mér bara vink ef ég geng of langt. Hafðu kæra þökk fyrir kynnin, það er missir af þér, gamli. Megi guð vernda og styrkja eftirlifandi ástvini þína. Friðrik Höskuldsson og fjölskylda. ✝ Hjörtur Brynj-ólfsson fæddist á Króki í Norðurárdal 4. nóvember 1924. Hann lést á Dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði 9. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Brynjólfur Bjarna- son, búfræðingur, bóndi og kennari frá Skarðshömrum og eiginkona hans Arn- dís Klemensdóttir frá Hvassafelli. Hjörtur var yngstur fimm barna þeirra hjóna. Systkini Hjartar eru Lilja, f. 1917, hús- freyja í Reykjavík, gift Lárusi Sig- urgeirssyni; Gísli, f. 1918, lengst af starfsmaður Ísarns í Reykjavík, kvæntur Oddnýju Daníelsdóttur; Haraldur, f. 1921, lengst af bóndi í Króki, kvæntur Sigurbjörgu Sig- urðardóttur; Ragnheiður, f. 1923, d. 1969, lengst af matráðskona hjá Skeljungi í Reykjavík. Hjörtur kvæntist 1949 Herdísi Jónsdóttur frá Tannstaðabakka í Hrútafirði. Foreldrar hennar voru Jón Ein- arsson söðlasmiður og bóndi og Jóhanna Þórdís Jónsdóttir. Her- dís og Hjörtur skildu 1968. Börn Herdísar og Hjartar eru: 1) Jóhanna Svanrún, f. 1948, verkakona á Akranesi. Börn hennar: Ágúst Fjalar (með Jónasi Ágústssyni) og með fyrrverandi sambýlismanni, Guðmundi Ósk- arssyni, eru Eyþór, Óskar og Hjörtur Birgir. 2) Örnólfur Atli, f. 1950, trésmiður í Hafnarfirði, kvæntur Höllu Ólöfu Þórðardótt- ur. Synir þeirra eru Arnar Borg- ar, Elmar Þór og Víðir Már. 3) Einar Skúli, f. 1952, húsasmíða- meistari í Garðabæ, kvæntur El- ísabetu Gunnarsdóttur. Sonur þeirra er Bjarni Oddleifur. Með fyrri eiginkonu sinni, Birnu Guð- jónsdóttur, á Einar; Rúnar Brynj- ar og Líneyju. Sonur Elísabetar er Bene- dikt Ármannsson. 4) Hjördís Heiðrún, f. 1952, félagsráðgjafi í Borgarnesi. Fóst- ursonur hennar að hluta; Ágúst Fjalar (sonur Jóhönnu). 5) Hörður Birgir, f. 1954, bílstjóri í Reykjavík, kvæntur Jórunni Finnboga- dóttur. Sonur henn- ar Reynir Þór. Langafabörnin eru orðin 11. Stjúpsonur Hjartar er Páll Páls- son, f. 1943, endurskoðandi í Ástr- alíu. Börn Páls eru; með Bergljótu Aðalsteinsdóttur; Páll, með fyrri eiginkonu sinni, Rósu Þórðardótt- ur; Þórður Guðni, Hafþór Ingi, Herdís Pála og Aníka Rós og með núverandi eiginkonu sinni, Ruth Pálsson; Karl Jóhann, Helen Þura og Matthew Simon. Hjörtur ólst upp hjá foreldrum sínum í Króki og gekk þar að al- mennum sveitastörfum. Hann naut barnafræðslu eins og þá tíðk- aðist í farskóla í sveitinni og var síðan einn vetur í Héraðsskólan- um í Reykholti. Hjörtur og Herdís hófu búskap 1948. Fyrsta búskaparárið bjuggu þau á Hafþórsstöðum í Norðurár- dal, en síðan á Hraunsnefi í sömu sveit þar til 1968, er þau skilja. Hjörtur vann eftir það ýmsa verkamannavinnu, vann við Búr- fellsvirkjun, hjá skipasmíðastöð í Gautaborg, en lengst af, eða til 1994 er hann varð sjötugur, hjá Granda (áður Ísbirninum) í Reykjavík. Hjörtur hélt sitt eigið heimili að Einarsnesi 78 í Reykja- vík þar til hann fór til dvalar að Ási fyrir einu og hálfu ári. Útför Hjartar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 13. febrúar. Faðir minn var að deyja, en pabba minn missti ég fyrir löngu síðan. Einu sinni ungur, bjartsýnn, út- sjónarsamur, laginn bóndi, greiðvik- inn og gestrisinn, ágætlega laghent- ur og hárskeri hálfrar sveitarinnar. Kvæntur myndarlegri og duglegri konu, bjó snotru búi og faðir að bráð- efnilegum fimm barna hópi. Lítil átti ég góðan pabba. Hann var stoltur af barnahópnum sínum, var mér blíður og natinn, gaf sér tíma til að syngja mig eða lesa í svefn, viljugur að segja manni til og leyfa manni að spreyta sig á nýjum verkefnum og óspar á hrós og hvatn- ingu í dagsins önn. Síðar um tíma erfiður, á stundum ofstopafullur, en síðustu áratugina fjarlægur, óáreitinn, en hlýlegur er fundum bar saman. Það er ómögulegt að dagsetja hve- nær geðsjúkdómar taka völd í lífi fólks, þeir læðast að fólki og þeirra nánustu á þann hátt að það er ekki fyrr en einhverntímann seinna að fólk gerir sér grein fyrir að um sjúk- dóm er að ræða en ekki sjálfráð við- brögð eða sjálfráða hegðun. Gjarnan afar erfiða og illskiljanlega hegðun sem veldur óbætanlegu tjóni á sam- bandi við þá nánustu. Það er þó hægt að fullyrða að síðari helming ævinn- ar lifðir þú í fjötrum sjúkdómsins og lítið ómjúkari fjötrum geðlyfjanna. Lyfjanna sem gerðu þig bærilegri umhverfinu og bættu vonandi líðan þína, en sviptu þig jafnframt að mestu frumkvæði og raunverulegum lífskrafti. Þú varst sviptur því að vera „foreldri“ barnanna þinna, sviptur því að njóta barnabarnanna. Það er ekki fyrr en núna, er prest- urinn er jarðsöng þig með glöggu gestsauga vakti athygli á því, að maður gerir sér grein fyrir hvað þú varst í raun duglegur. Við þessar óbærilegu aðstæður náðir þú að standa þig ótrúlega vel, lagðir aldrei upp laupana, vannst til sjötugs, sást fyrir þér og náðir að spara vel til elli- áranna, datt aldrei í hug að leggjast upp á samfélagið eða aðra, hélst þér heimili án teljandi aðstoðar, kvart- aðir aldrei undan hlutskipti þínu og lifðir að því er best varð séð í þokka- legri sátt við Guð og menn. Bræður mínir Einar og Hörður og eiginkonur þeirra Lissý og Jórunn og eins Birna fyrri kona Einars, reyndust þér alla tíð vel. Ég hef engu að hrósa mér af í því efni. Hvort ástæðan er sú að þeir hafi í vöggu- gjöf fengið stærri skammt en ég af kærleik og umburðarlyndi eða að átök mín og þín á unglingsárum mín- um hafi gengið svona nærri mínum skammti skulum við láta liggja milli hluta, en ég er þakklát þeim bræðr- um mínum fyrir órjúfanlega tryggð við þig. Eins skal þakka starfsfólki göngudeildar Kleppsspítala sem sinnti þér af kostgæfni í reglulegum heimsóknum þínum í áratugi og að síðustu starfsfólki Áss í Hveragerði sem annaðist þig vel síðustu miss- erin. Ekki veit ég hvað tekur við; eilífur svefn eða annað líf. Sé um einhvers- konar áframhaldandi eða nýtt líf að ræða þá hlýtur þú eftir „afplán- unina“ í þessu lífi að eiga inni fyrir þokkalega farsælli og sársaukalítilli lífisgöngu í því næsta. Hvíldu í friði. Hjördís Heiðrún Hjartardóttir. HJÖRTUR BRYNJÓLFSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.