Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ á að sex af níu aðalritstjórum blaðs- ins voru handteknir, margir starfs- menn sendir í Gulagið eða skotnir. Dehl birtir í bók sinni (sjá aftast) æviágrip 42 starfsmanna DZZ sem máttu sæta ofsóknum á fjórða ára- tugnum; meðal þeirra er Vera Hertzsch. Einn ritstjóranna var til dæmis Richard Grewe, sem hafði stýrt landbúnaðardeild blaðsins um skeið þegar hann var gerður að- alritstjóri haustið 1937. Grewe var þýskur kommúnisti sem fór til Sov- étríkjanna 1924. Hann varð ritari flokksdeildarinnar hjá DZZ, og öfl- ugur á vaktinni fyrir andsovéskum öflum. Þar til hann varð aðalrit- stjóri stýrði hann landbúnaðarum- fjöllun blaðsins, en síðan var hann handtekinn 14. nóvember 37 og dæmdur til dauða 25. desember það ár fyrir aðild að trotskíískum hryðjuverkahóp, þótt hann neitaði sök, og tekinn af lífi sama dag. Dómar voru yfirleitt felldir að sak- borningum fjarstöddum, og tók dómsuppkvaðning kannski fimm mínútur. Um réttarhöld var sjaldn- ast að ræða nema í sýndarskyni, oftast afgreiddi þriggja manna nefnd NKVD málin samkvæmt skýrslum í möppunum fyrrnefndu. Í febrúar og mars 1938 voru tutt- ugu starfsmenn DZZ handteknir, og í júlí 1939 var útgáfu blaðsins hætt. Æviágripin sem Dehl birtir eru hvert öðru lík, og sýna þó áfanga einstæðra örlaga, til dæmis á þessa leið: Günther Auerbach, fæddur 1903, kom 1932 sem ferða- maður til Sovétríkjanna, starfaði sem þýðandi; vann hjá DZZ 1934– 36 og skrifaði einkum um tónlist. Handtekinn 1937, skotinn í Butovo 16. júní 1938. Eða Oskar Deutsch- länder, fæddur 1900 í Vínarborg, kom til Sovétríkjanna 1933; rit- stjórnarfulltrúi við DZZ, handtek- inn 15. febrúar 1938, skotinn í But- ovo 13. ágúst sama ár. Charlotte Mundt var fædd 1910 í Berlín, gekk í kommúnistaflokkinn 1930, og fylgdi manni sínum Leo Friedlän- der til Sovétríkjanna. Hún starfaði við prófarkalestur hjá DZZ, var handtekin 6. október 1937 og dæmd hjá NKVD til átta ára fangabúða- vistar 4. nóvember, sem „fjölskyldu- meðlimur föðurlandssvikara“. Það var sama ástæða og gefin var fyrir handtöku Veru Hertzsch, byggð á ofannefndri tilskipun NKVD frá 15. ágúst 37. Vera hafði verið ráðin til DZZ 1936 hjá „innra eftirlitinu“, það er líklega við ritskoðun, en nokkrum sinnum lent í vanda og verið svipt flokksskírteini; þó er vit- að að hún greiddi stéttarfélagsgjald vegna vinnu við DZZ til febrúarloka 1938. Við handtökuna rétt einsog fyrri erfiðleika var hún látin gjalda fyrrum eiginmanns síns, Abram Ro- senblum – hún taldist „eiginkona föðurlandssvikara“. Carola Neher Abram Rosenblum var pólskur gyðingur, fæddur 1901, og starfaði með byltingarsinnum bæði í Palest- ínu og Frakklandi áður en hann kom til Leipzig, þar sem hann og Vera kynntust. Í Sovétríkjunum starfaði hann lengst af á bókafor- laginu Mesdunarodnaja Kniga, en það fyrirtæki sá m.a. um viðskipti með prentmál við útlönd, og lánaði t.d. Máli og menningu fé á sjötta áratugnum sem síðar var afskrifað (sbr. bók Jóns Ólafssonar: Kæru fé- lagar). 15. ágúst 1936 var Abram handtekinn, sakaður um aðild að hinum „andsovéska, trotskíisk-sino- vévíska hryðjuverkahóp Wollen- bergs“, dæmdur til dauða og skot- inn 29. maí 1937. Þann sama dag var Anatol Beck- er tekinn af lífi, fyrir sömu sakir. Anatol Becker var fæddur 1903 í Rúmeníu, en kom til Þýskalands tvítugur, nam tæknifræði og gekk til liðs við kommúnista, flúði svo um Prag til Moskvu 1934. Hann var handtekinn 12. maí 1936, og eftir margra mánaða yfirheyrslur, hót- anir og barsmíðar var hann látinn skrifa undir játningu 20. nóvember 1936, þess efnis að hann hefði verið aðili að hryðjuverkahópi Wollen- bergs, þar sem hann, Rosenblum og fleiri hefðu lagt á ráðin um að myrða ráðherra þungaiðnaðar, Ordsonikidse („játningin“ er birt í bók Müllers). Þess má geta að það varð brátt um Ordsonikidse, því hann svipti sig lífi í febrúar 1937. Kona Beckers var Carola Neher, sem hafði verið ein helsta stjarnan í leikhúsheimi Weimar-lýðveldisins þýska. Vegur hennar varð mestur í leikhúsunum í Berlín 1928–1932, og meðal annars lék hún aðalhlutverk- ið, Pollý, í uppfærslu Túskildingsó- perunnar eftir Brecht og Weill, og var víst öllum ógleymanleg sem sáu hana þar. Brecht mun hafa skrifað verk sitt „Heilög Jóhanna slátur- húsanna“ sérstaklega með hana í huga. Neher var ekki mjög pólitísk, en var á bandi kommúnista eftir að hún kynntist Anatol Becker 1932 og flúði undan valdatöku Hitlers um Vínarborg til Prag. Hún fylgdi manni sínum til Moskvu 1934, en aðstæður í Moskvu voru mjög erf- iðar og hún fór aftur til Prag um sumarið, og átti þá von á barni. Um haustið sneri hún að nýju til Moskvu og þar fæddist sonur þeirra Anatols, Georg, í desember 1934. Í síðara skiptið í Prag hitti hún meðal annarra Erich Wollenberg, og þeir samfundir urðu henni dýr- keyptir. Þegar andrúmsloftið gerð- ist æ þrúgaðra í Moskvu 1936 reyndi annar útlægur þýskur leik- húsmaður að kaupa sér grið hjá NKVD með því að segja frá „sam- bandi“ hennar við Wollenberg, og fljótlega var hún í samsæriskenn- ingum leynilögreglunnar orðin að sérstökum sendiboða Wollenbergs í Moskvu, sem átti að hafa sent hana þangað frá Prag með skilaboð frá Trotskí og syni hans, Leo Sedow. Sem slíkur „sendiboði“ var Carola Neher handtekin 25. júlí 1936 og ári síðar dæmd til tíu ára fangabúða- vistar. Löngu seinna minntist Erich Wollenberg samfunda þeirra í óprentuðum endurminningum sín- um, þar sem þau höfðu setið yfir kaffi og kökum í Prag; talið barst aldrei að stjórnmálum, heldur spurði Carola Wollenberg hvort hann vissi um einhverja góða konu í Moskvu sem gæti tekið sig af syni hennar á daginn, þar sem hún hugðist starfa með þýskum útlaga- leikhópum í Moskvu. Wollenberg vísaði henni á Elsu Taubenberger sem tók Georg litla að sér og hélt áfram að annast hann eftir að móð- irin var handtekin. Maður barn- fóstrunnar, Hermann Taubenber- ger, var hins vegar fangelsaður skömmu síðar fyrir aðild að Wollen- berg-hópnum, og tekinn af lífi um leið og félagar hans í þessu ímynd- aða samsæri, Abram Rosenblum og Anatol Becker. Við það var Elsa Taubenberger orðin að „eiginkonu föðurlandssvikara“ og hún var handtekin skv. tilskipun NKVD nr. 00486, en Georg litla Becker komið fyrir á barnaheimili, einsog tilskip- unin gerði ráð fyrir, því slíkar til- skipanir voru nákvæmar og ítarleg- ar. 19. grein hennar fjallaði um „vistun barna hinna dæmdu“ og hófst á orðunum: „Allir munaðar- leysingjar sem eftir sitja þegar dómar hafa verið upp kveðnir skulu vistaðir sem hér segir“ og síðan eru taldar upp mismunandi vöggustofur og barnaheimili eftir aldri barna og sveitarfélagi hinna dæmdu. Sam- kvæmt sömu grein hefur dóttur Veru Hertzsch líkast til verið komið fyrir vorið 1938. Handtaka Carolu Neher olli vin- um hennar einsog Bertolt Brecht áhyggjum, og í maí 1937 skrifaði hann rithöfundinum Lion Feucht- wanger útaf henni. Feuchtwanger var þá í miklum metum í Moskvu, hafði verið boðinn þangað í janúar sama ár til að vera viðstaddur 2. Moskvuréttarhöldin og skrifað ferðasögu þeim til réttlætingar og jafnframt gert harða hríð að franska rithöfundinum Andre Gide, sem eftir heimsókn til Moskvu árið áður hafði snúið baki við Sovét- kommúnismanum (Halldór Laxness fetaði slóð Feuchtwangers með sín- um hætti ári síðar í Gerska æfintýr- inu). Brecht sagði: „Getið þér gert eitthvað fyrir hana Neher, sem sagt er að sitji inni í Moskvu, ég veit að vísu ekki fyrir hvað, en ég held að hún sé tæpast manneskja sem ríkjasambandinu stafi ógn af.“ Brecht fylgdi þessu eftir með öðru bréfi til Feuchtwangers, en fékk ekkert svar og lét kyrrt liggja á op- inberum vettvangi, þótt æ fleiri vin- ir hans sættu nú ofsóknum. Carola Neher var dæmd fyrir að- ild að „Wollenberg-Hoelz“-hópnum. Í desember 1939 stóð til að senda hana tilbaka til Þýskalands, en Þjóðverjar neituðu að veita henni viðtöku, þar sem hún hafði ásamt fleiri þýskum menntamönnum skrif- að undir „and-þýska yfirlýsingu“ sem birtist í DZZ 1934. Hún var hvað eftir annað flutt á milli fang- elsa og fangabúða, en hélt einatt uppi mótmælum, skrifaði bréf til Molotovs og fleiri og spurðist ekki síst fyrir um son sinn. 1941 skrifaði hún stjórnanda barnaheimilisins þar sem Georg var: „Undirrituð er móðir þýska drengsins Becker, Georg Anatolovits, fæddur 1934 í Moskvu, sem dvelst á barnaheimili yðar. Þar sem ég hef ekkert heyrt af syni mínum í hálft annað ár bið ég yður að svara eftirfarandi spurn- ingum mínum: Hvernig þroskast sonur minn líkamlega og andlega? Hvernig er heilsufar hans? Hvað er hann stór og hvað er hann þungur? Við hvað dundar hann sér? Er hann byrjaður að læra lestur og skrift? (…) Veit hann eitthvað um móður sína? Ég bið yður lengstra orða að senda mér síðustu ljósmyndina af honum. Er hann músíkalskur? Teiknar hann líka? Ef svo er, viljið þér vera svo góður að senda mér mynd sem hann hefur teiknað?“ Sama ár var Carola Neher ásamt mörgum samföngum flutt með gripavögnum í fangabúðirnar Sol- Ilezk við Orjol, og þar lést hún úr taugaveiki árið 1942. Það voru því margar hliðstæður með afdrifum Veru Hertzsch, barnsmóður Benja- míns Eiríkssonar, og Carolu Neher prímadonnu Berlínarleikhússins í Moskvu. Eiginmenn þeirra voru skotnir sama dag fyrir aðild að sama ímyndaða samsæri, fórnar- lömb hinnar alltumlykjandi væn- isýki valdsins, börn þeirra ung tekin frá þeim og sjálfar létust þær úr vosbúð í fangabúðum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þannig flétt- ast saman örlög þýsku útlaganna í Sovétríkjum Stalíns: Þetta var fólk sem hafði haldið í trúna á sigurför alþýðunnar á tímum vaxandi alræð- is, og reynt að varðveita heims- mynd sína meðan heimurinn hrundi í kringum það. Margir hinna útlægu kommúnista neituðu í lengstu lög að trúa því sem var þó að koma fyrir þá, héldu að flokkurinn eða Stalín gætu ekki vitað af þessu, ofsóknirnar væru eins konar hliðarspor á sigurbraut sósíalismans, að tilhlutan samsær- ismanna í sovéska stjórnkerfinu. Það sem verra var, margir félagar þessa fólks í vinstrihreyfingu Vest- ur-Evrópu vildu lengi, alltof lengi, ekki heldur trúa því sem gerðist á þessum skelfilegu árum, neituðu að horfast í augu við veruleika stal- ínstímans. Þetta á einnig við á Ís- landi, einsog sjá má til dæmis af viðbrögðum við Skáldatíma, sem kom þó ekki út fyrr en aldarfjórð- ungi eftir þennan örlagaríka mars- mánuð 1938, þegar Halldór Laxness varð vitni að handtöku Veru Hertzsch. Um heimsóknir Halldórs til Sovétríkjanna á fjórða áratugn- um og uppgjör hans við stalínis- mann síðar verður nánar fjallað í væntanlegri bók minni um ævi og verk skáldsins. Helstu heimildir: Í greininni er einkum stuðst við bók Rein- hard Müller: Menschenfalle Moskau, Ham- borg 2001, og fyrirlestra og greinar eftir hann: „NKWD-Folter: Terror–Realität und Fiktionen“, í Stalinscher Terror, Berlin 2002, „Menschenopfer unerhört“, í Jahrhundert- schicksale – Frauen in der Sowjetunion, Berlin 2003, og „Denunziation und Terror: Herbert Wehner im Moskauer Exil“, vænt- anlegt í Stalin – eine Zwischenbilanz aus deutscher Sicht, München 2004. Um DZZ var ennfremur stuðst við Oleg Dehl: Verra- tene Ideale, Berlin 2000, og loks Anne Hart- mann: „Traum und Trauma Sowjetunion. Deutsche Autoren über ihr Leben im sowj- etischen Exil“ í Traum und Trauma – Rus- sen und Deutsche im 20. Jahrhundert, vænt- anl. í München 2004. Þá vil ég ennfremur þakka Gunnari Harðarsyni og Jóni Ólafssyni fyrir efni um Veru Hertzsch sem þeir fluttu á málþinginu „Vera Hertzsch og hreinsanirn- ar miklu“ sem haldið var 15. mars 2003 á vegum Miðstöðvar einsögurannsókna í sam- vinnu við Reykjavíkurakademíuna og Lands- bókasafn. Útlagar í Mið-Asíu. Höfundur er bókmenntafræðingur og vinnur nú að ritun bókar um ævi og verk Halldórs Laxness. Hugo Eberlein og Lenin á stofnþingi Komintern. ’ Í bernskri vonum að leiðtogar Sovétríkjanna vissu ekki um ástandið skrifuðu sumir útlaganna þeim og leituðu ásjár. ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.