Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Eiginmaður minn og faðir okkar, HARALDUR ÖRN TÓMASSON, Rauðagerði 20, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 14. febrúar, verður jarðsunginn frá Kirkju óháða safnaðarins mánudaginn 23. febrúar kl. 15.00 Elín Erlendsdóttir og synir. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, ADOLFS F. WENDEL, Kirkjubraut 12, Seltjarnarnesi. Sólveig Wendel Sharrett, Michael Sharrett, Friðrik Wendel, Ásta Richter, María Björk Wendel Helgi S. Þorsteinsson, Jón Sverris Wendel, Jóhanna Eiríksdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARSIBILAR GUÐBJARGAR GUÐBJARTSDÓTTUR, Sóltúni 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3D á Sóltúni fyrir alúðlega umönnun. Sigmundur Arthursson, Ásthildur Sigurðardóttir, Halldóra Arthursdóttir, Símon Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, KARLS FRIÐRIKS SCHIÖTH, Mávanesi 15, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 14E á hjarta- deild Landspítala, Hringbraut, fyrir kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Unnur Hjaltadóttir Schiöth, Svava Schiöth, Óskar Bjartmarz, Hjalti Schiöth, Halla Bryndís Jónsdóttir, Karl Ottó Schiöth, Helga Halldórsdóttir, Linda Hrönn, Jökull, Karl Friðrik, Ottó Axel og Óðinn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, VILBERGS DANÍELSSONAR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Kirkjuvegi 11. Steinunn Magnúsdóttir, Kolbrún Vilbergsdóttir, Fanney Eva Vilbergsdóttir, Gísli Haraldsson, Þóra Vilbergsdóttir, Júlíus Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiður Sigurðs-son fæddist í Köldukinn á Fells- strönd 8. september 1925. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Breiðfjörð Sigurðsson og Sess- elja Bæringsdóttir. Eftirlifandi systir Eiðs er Margrét, en fjögur systkina hans eru látin: Fjóla, Jó- hanna, Stefnir og drengur óskírður. Eiður kvæntist 31. júlí 1954 Ásu Árnadóttur frá Vogum á Vatnsleysu- strönd. Þau slitu samvistir 1985. Eið- ur og Ása eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Árni Klemenz Eiðsson, maki Anna Hulda Friðriksdóttir. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Vala Eiðsdóttir, sam- býlismaður Jón Ósk- ar Valdimarsson. Hún á einn son. 3) Hanna Eiðsdóttir. Hún á þrjá syni. Útför Eiðs fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku afi okkar er dáinn. Það er sárt að þurfa að kveðja en huggum okkur við það að hitta hann síðar og við vitum að afi mun líta til með okk- ur. Hann er farinn á betri stað og nú líður honum vel. Baráttunni við veikindi, sem hefur hrjáð hann síð- asta árið, er nú lokið. Á stund sem þessari er gott að líta til baka og hugsa um það góða, allar minning- arnar sem við barnabörnin eigum og geymum í hjörtum okkar um ókomna framtíð. Við munum segja börnum okkar frá langafa þeirra og hvað hann var sniðugur að segja sögur. Það var svo gaman að hlusta á frásagnir afa þegar hann sagði okkur frá lífinu í Dölunum í gamla daga og hvað gott var að vera þar. Afi hafði einnig mikið yndi af tónlist og þar kom harmonikan gjarnan við sögu. Oftar en ekki spilaði hann fyr- ir okkur þegar við litum við á Grundinni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós og lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við biðjum Guð um að vernda afa og kveðjum hann með virðingu og söknuði. Ása, Friðrik Valdimar og Einar Valur. EIÐUR SIGURÐSSON ✝ Ingibjörg Vern-harðsdóttir fædd- ist á Hvítanesi við Skötuförð í Ísafjarð- ardjúpi 3. maí 1918. Hún lést á Landspít- alanum í Reykjavík 10. febrúar síðastlið- inn. Ingibjörg var næstyngst tólf systk- ina. Á lífi eru systurn- ar Svana V. Linnet og Þórhildur V. Brem- berg, en látin eru: Guðrún, Kristín, Eva, Sigríður, Guðmund- ur, Ólöf, Einar, Svava og Gunnar. Foreldrar þeirra voru Vernharður Einarsson, bóndi og hreppstjóri á Hvítanesi, og Jóna Runólfsdóttir kona hans. Ingi- björg veiktist ung af fótameini og hélt til Danmerkur unglingur þar sem annar fótur hennar var tekinn af. Þrátt fyrir erfið veikindi lauk hún verslunarprófi í Danmörku og eftir að hún kom heim vann hún á skrifstofu Shell, í sendiráði Dana á Íslandi, en lengst starfaði hún fyrir Flugmála- stjórn. Ingibjörg var ógift og barnlaus, en hélt heimili með systrum sínum, saumakonunum Sig- ríði og Evu Vern- harðsdætrum. Síðast í Fellsmúla 13, en þar bjó hún um skeið eftir að þær önduðust. Síð- ustu árin, eftir að heilsunni hrak- aði, bjó hún í Seljahlíð. Útför Ingibjargar var gerð frá Fossvogskapellu, í kyrrþey að hennar ósk. Ingibjörg Vernharðsdóttir vin- kona mín er látin. Kynni okkar Ingi- bjargar hófust er hún kom til starfa hjá Shell, sem þá var til húsa í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Vann hún í bókhaldinu en ég við sím- ann ásamt ritarastarfi. Ingibjörg var þá 24 ára en ég átján og með okkur tókst góð og mikil vinátta sem aldrei bar skugga á. Báðar höfðum við gaman af lestri góðra bóka, fórum í leikhús, lásum enskar kiljubækur, hagsýnar í kaup- um. Venjulega fórum við saman í bókabúðir, völdum okkur sína bók- ina hvor; þannig gátum við lesið báð- ar bækurnar. Ingibjörg var mér sem besta syst- ir, við tókum þátt í áhyggjum hvor hjá annarri, en oftar glöddumst við og hlógum saman. Ég eignaðist eiginmann, börn og bú, var Ingibjörg góður vinur okkar allra, börnum okkar uppáhalds ,,frænka“ , sjálfkjörin um jól og gamlárskvöld. Kom með stjörnuljós í pakka, hjálpaði við að kveikja á stjörnuljósum, sá um að allir hefðu sitt ljós. Ingibjörg var einstaklega barngóð. Hún kom oft í heimsókn eftir vinnudag, þegar hún kom innúr dyrunum, sagði brosandi ,,Ég er komin.“ Þegar við fjölskyldan fórum í sumarhús sem oftast var síðsumars var haft samband við Ingibjörgu, okkur þótti öllum gaman í berjamó. Ingibjörg og Jóhann tíndu bestu berin, sást ekki strá í boxum þeirra, mitt box var ekki jafn snyrtilegt. Á kvöldin var spilað á spil eða lesin ljóð, drukkið heitt kakó við kertaljós. Síðustu árin átti Ingibjörg við mikil veikindi að stríða, en var sterk og hugrökk. Vinur vina sinna og hafði stórt og hlýtt hjarta. Ég kveð Ingibjörgu, elskulega vinkonu mína. Blessuð sé minning hennar. Lára K. Ólafsson. Ingibjörg Vernharðsdóttir, sem ég minnist sem mjög kærrar vin- konu minnar, er fallin frá, félagi og fjölskylduvinur á heimili foreldra minna, Láru Kr. Ólafsson og Jó- hanns heitins Jakobssonar. Ingi- björg kemur í huga mér eins langt aftur til bernskuáranna og ég framast man og nú hefur hún kvatt vini og vandamenn þessa lífs og er lögð af stað á vit nýrra ævintýra. Með árunum þroskaðist vinskapur okkar og áttum við alla tíð góðar stundir saman, en sérstaklega var ánægjulegt og áhugavert að ræða við Ingibjörgu um hin ýmsu mál og var hún inni í flestu og hafði skoðanir á hlutunum. Ingibjörg var „músík- manneskja“ og naut þess að setja góða plötu á fóninn og þar áttum við líka samleið. Hún kenndi mér að njóta þess stigsmunar sem felst í því að hlusta á góða (klassíska) tónlist (sem síast hafði inn fyrir tilstilli pabba) af plötum og að fara á tón- leika og njóta t.d. lifandi tónlistar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þar var hún fastagestur í mörg ár og bauð mér stundum með sér. Ég fest- ist þar líka um tíma – þökk sé þér Ingibjörg mín. Sannarlega naut ég þeirra stunda er við sátum t.d. að spilum í Stekkjarhvammi, Fellsmúlanum eða á stundum uppi í Munaðarnesi, í sumarbústöðum Flugmálastjórnar, en þar vann hún mörg ár og endaði sinn starfsferil. Löngu fyrr hafði hún m.a. bæði unnið á skrifstofu Shell (Skeljungs) og í danska sendiráðinu. Ekki gleymi ég heldur leikhúsferð- unum eða stundunum yfir góðum kvöldverði og ljúfu vínglasi – hlýjar minningar sem vara að eilífu. Blessunarlega fékk sonur minn Saharí tækifæri til þess að kynnast Ingibjörgu og skynjaði hann örugg- lega vinskapinn sem í loftinu lá milli okkar þriggja. Fyrir hans hönd og okkar beggja feðganna auðvitað þakka ég þér innilega auðsýnda sam- úð og skilning með honum og hans baráttu- og réttindamálum, á mjög erfiðum tímum fyrir þennan unga dreng, og alla hjálpina, andlega og veraldlega, sem þú auðfúslega bauðst fram og af einstöku frum- kvæði. Þessi hjálp, Ingibjörg, var ómet- anleg – auk þess bara að vera „til“ og heima fyrir mig persónulega síðar meir. Blessuð sé minning þín kæra vin- kona og gleðst ég að eilífu með þér á nýjum stað. Þér gleymi ég aldrei! Jakob Páll Jóhannsson. INGIBJÖRG VERNHARÐSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur af- mælis- og minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.