Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 73
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 73 Lífrænt ræktaðar vörur Kárastíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4082. SÍÐUSTU Múlatónleikar voru í Kaffileikhúsinu vorið 2002. Áður hafði Múlinn verið víða til húsa á Kaffi Reykjavík, Sóloni Íslandusi og Jómfrúnni þar sem hann hóf göngu sína undir forustu manna á borð við Jón Kaldal, Tómas R. Einarsson, Pétur Grétarsson og Ólaf Jónsson, vel studdur af Jakobi smurbrauðs- jómfrú og undir verndarvæng þess er hann dró nafn af: Jóns Múla Árnasonar. Sem betur fer hefur djasslífið ís- lenska ekki fallið í dróma þótt Múl- inn gerði það um stund. Djasshátíð Reykjavíkur hefur verið haldin ár- lega, Jazzvakning staðið fyrir stöku stórtónleikum, sumardjass verið á Jómfrúartorginu og í vetur hafa ýmsir staðir boðið uppá djass óreglulega og Kaffi List reglulega – meira að segja tvisvar í viku, á fimmtudag- og laugardags- kvöldum. Allt er þetta góðra gjalda vert en Múlinn hefur samt mik- ilvægu hlutverki að gegna. Því sama og Ronnie Scott klúbburinn í London og Copenhagen Jazz House í Höfn svo dæmi séu nefnd. Hlut- verk hans er að bjóða uppá alvöru tónleika þar sem fólk kemur til þess að hlusta og tónlistin er vel und- irbúin og metnaðarfull. Á veitinga- húsum er allteins gert ráð fyrir að menn rekist inn af tilviljun, fái sér í glas og tónlist í kaupbæti, sem einn- ig er góðra gjalda vert. Það er vel við hæfi að Múlinn haldi tónleika sína í Gyllta sal Hótel Borgar, en þar léku fyrstu íslensku djassleikararnir í bland við breska á árunum fyrir stríð. Þar er líka flygill Múlans sem hann fékk í arf eftir Heita pottinn í Duushúsi. Einn örfárra nothæfra flygla í reykvísku veitingahúsi. Töfrasólóar og fjölstíla gáski Fyrsta Múlakvöldið var haldið á sunnudaginn þar sem lék Tríó Jóels Pálssonar skipað þeim Jóel á tenór- saxófón, Davíð Þór Jónssyni píanó, Tómasi R. Einarssyni bassa og Helga Svavari Helgasyni tromm- um. Jóel og Tómas eru í hópi þeirr- ar kynslóðar er ber hita og þunga íslensks djasslífs og var við hæfi að þeir höfðu í liði sínu fulltrúa þeirra er erfa munu djasslandið: Davíð Þór og Helga Svavar. Þarna bland- aðist vel reynsla og þroski, æsku- fjör og ævintýraþrá. Efnisskráin var nær öll verk Jóels og Tómasar er oft hafa heyrst áður; allt til Ís- landsblúss þeirra TRE og Grunna- víkur-Jóns. Það skipti engu máli því tónlistin var ný sem aldrei fyrr og töfrasólóar Jóels og fjölstíla gáski Davíðs Þórs nutu sín vel við kraft- mikinn hryn Tómasar og óvenju yf- irvegaðan trommuleik Helga Svav- ars. Það var greinilegt að tónleikagestir nutu þessara tón- leika og jafnvel mátti heyra þá hlusta. Klassískur bandarískur djass Í kvöld, sunnudagskvöldið, býður Múlinn í samvinnu við bandaríska sendiráðið í Reykjavík uppá tón- leika blökkusöngkonunnar Ericku Ovette og gítarleikarans Paul Pieper sem leika og syngja klass- ískan djass, allt frá Bessie Smith til Söru Vaughan. Eru tónleikarnir liður í kynningu á menningu bandarískra blökku- manna er bandarísk sendiráð gang- ast fyrir í febrúarmánuði. Aðgang- ur er ókeypis. Meðal annars sem væntanlegt er á dagskrá Múlans er frumflutn- ingur á svítu eftir Árna Ísleifsson: Portrait of a Woman, Bíbopp hljóm- sveit Óskars Guðjónssonar í anda Paul Motian og ný tónlist eftir Hauk Gröndal og Ólaf Jónsson er þeir leika með Kjartani Valdimars- syni, Morten Lundsby og Eric Qvick. Bandaríska djasssöngkonan Ericka Ovette Bandaríska söngkonan Ericka Ovette syngur í Múlanum í kvöld. Múlinn rís úr djúpinu Djassklúbburinn Múlinn er vaknaður til lífsins eftir langan Þyrnirósarsvefn og er til húsa á Hótel Borg á sunnudagskvöld- um. Vernharður Linnet fylgdist með er kvartett Jóels Pálssonar reið á vaðið. syngur á Hótel Borg í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.