Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 33
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
„ÉG sit hér og er að smíða Gull-
og silfurfluguna í tuttugasta og
fjórða skipti. Næsta vetur smíða
ég þá tuttugustu og fimmtu og þá
er vel hugsanlegt að ég láti staðar
numið. Talan 25 er mín eftirlæt-
istala og þetta er nú orðið gott,“
sagði Sigurður G. Steinþórsson,
gullsmiður í Gulli og silfri, í sam-
tali við Morgunblaðið í vikunni.
„Upphaflega var af stað farið til
að hvetja veiðimenn til fluguveiða
og þetta áttu að vera fimm flugur,
síðan dó pabbi og þá bætti ég við
öðrum fimm í minningu hans, en
svo var orðið erfitt að hætta og nú
eru þær sem sagt orðnar tuttugu
og fjórar,“ bætti Sigurður við, en
Gull og silfur flugan hefur verið
veitt á árshátíð Stangaveiðifélags
Reykjavíkur fyrir stærsta flugu-
veidda laxinn. Þetta er hinn glæsi-
legasti gripur og að verðmæti á
þriðja hundrað þúsund hverju
sinni.
Árshátíð SVFR verður næst-
komandi laugardag og verður þá
gripurinn afhentur nýjum verð-
launahafa. Gull og silfur flugan er
aldrei eins, að þessu sinni verður
hún flugan sjálf, ásamt laxi úr
silfri, sprettandi upp úr gullnum
árstraumi á innfluttum skraut-
steini, fleira vildi Sigurður ekki
segja um það.
Bók um Hrútuna
Gísli á Hofi gerir það ekki enda-
sleppt. Hann hefur síðustu árin
upp á eigin spýtur gefið út bækur
um hverja norðlensku laxveiðiána
af annarri og eftir viku verður sú
nýjasta kynnt. Hún fjallar um
Hrútafjarðará og hliðará hennar,
Síká. Bókin er unnin af fyrirtæki
Gísla, Bókaútgáfunni Hofi, í sam-
vinnu við Veiðifélag Hrútafjarðar-
ár og leigutaka árinnar, Þröst El-
liðason. Höfundar efnis í bókinni
eru Matthías Johannessen, fyrr-
um ritstjóri Morgunblaðsins,
Sverrir Hermannsson, fyrrver-
andi alþingismaður, Sigurður Már
Einarsson fiskifræðingur, Þröst-
ur Elliðason, leigutaki árinnar,
Kristinn Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Staðarskála, og
Gunnar Sæmundsson, bóndi í
Hrútatungu.
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurður G. Steinþórsson að bauka við nýju fluguna.
Næstsíðasta Gull-
og silfurflugan?
Morgunblaðið/Golli
Þetta er flugan frá í fyrra...
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
SVEITARSTJÓRN Mýrdalshrepps
hefur ákveðið að ganga til samn-
inga við eMax ehf. um háhraðanet-
tengingar í Mýrdalnum. Að sögn
Sveins Pálssonar, sveitarstjóra
Mýrdalshrepps, má gera ráð fyrir
að íbúar og fyrirtæki í Vík geti
tengst netinu í mars og að velflest
heimili í sveitinni umhverfis Vík
geti einnig nýtt sér þennan mögu-
leika fyrir árslok 2005. Sveinn segir
að um sé að ræða 512 kbit tengingu.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Heimili í Mýrdalnum fá
háhraðatengingar
Fagridalur. Morgunblaðið.