Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kolka, aðalsöguhetja myndarinnar Hestasaga, horfir óræðu auga til óvissrar framtíðar. Með Lalla Johns áplakati í baksýn oglífsreynsluna í aug-unum leggur Þor-finnur Guðnason upp í viðtal við mig. Jón Proppé hef- ur hitað fyrir okkur kaffi, vínarbrauð með súkkulaði er á borðinu við hlið- ina á upptökutækinu og Guðmundur Lýðsson hefur komið í gættina og heilsað upp á mig. Þessir þrír menn hafa borið hitann og þungann af gerð og framleiðslu myndarinnar Hesta- sögu. Þorfinnur er leikstjóri myndar- innar og á mestan heiðurinn af hand- ritinu, hann er landsmönnum og ótal- mörgum öðrum að góðu kunnur fyrir sínar fyrri myndir, – um selveiðar í Húsey, líf hagamúsanna Helgu og Óskars og heimildamyndina um Lalla Johns sem vakti mikla athygli. Fyrir fyrstu mynd sína fékk Þorfinn- ur menningarverðlaun DV og síðan hefur hróður hans aukist með hverri mynd. Hestasaga er mjög forvitnilegt verk sem ég mun sjá frumsýnt þetta sama kvöld og viðtalið fer fram. En sú stund er enn ókomin þegar ég spyr Þorfinn hvaðan áhuginn á hestum hafi sprottið? „Ég var pabbastrákur sem lítill drengur, faðir minn, Guðni Þorfinns- son, rak sútunarverkstæði í Hvera- gerði og ég fór oft með honum þang- að. Hann var mikill hestamaður og var með hesta fyrir austan. Ég fór að ríða út með honum þegar ég var fjög- urra ára. Líklega hefur hann ætlað að gera úr mér mikinn hestamann. En hann dó þegar ég var sex ára og eftir það var hestamennska mín í æsku mest að sumarlagi, en ég var í sveit á sumrin hjá móðurforeldrum mínum, Þorsteini Sigurðssyni og Ágústu Jónsdóttur á Vatnsleysu í Biskupstungum. Þar á bæ var hest- urinn Skjóni sem ég stillti bara upp á túninu, tók tilhlaup að og hoppaði upp á. Dvöl mín á Vatnsleysu mótaði mig og gaf mér annað sjónarhorn á lífið en margir hafa í dag. Það var t.d. kaupamaður á Vatns- leysu fyrir nokkrum árum, mjög góð- ur strákur. Honum þótti sveitalífið afspyrnuleiðinlegt. Einn laugardag- inn fór hann að girða aðeins frá með bóndanum. Þetta var í rigningarsúld og það kom vorkunnarsvipur á kaupamanninn þegar hann horfði á bóndann stússa í girðingarvinnunni. „Æ, hvað þið eigið nú bágt bænd- urnir að þurfa að vera að vinna á laugardögum,“ sagði hann. – Þá var enski boltinn í sjónvarpinu á þeim tíma.“ Fjörugt og fjölbreytilegt mannlíf í Vogunum Þorfinnur fæddist í Hafnarfirði ár- ið 1959, yngstur þriggja systkina en hann ólst upp í Vogahverfi í Reykja- vík. „Ég hef ekki sagt frá því hingað til að ég hafi fæðst í Hafnarfirði, það fór svo að ég kom í heiminn þar af því að allt var fullt á fæðingardeildinni í Reykjavík. Fjölskyldan var lengst af búsett í Vogahverfinu og ég gekk í Langholtsskóla. Mikið var af barna- fjölskyldum í Vogunum um þetta leyti, hverfið var að byggjast upp og mannlífið þar fjörugt og fjölbreyti- legt. Faðir minn féll frá um fertugt, hann dó úr lungnakrabbameini eins og fleiri ættmenni hans – sem minnir mig á að ég þarf að fara að hætta að reykja,“ segir Þorfinnur og klappar eins og ósjálfrátt á jakkavasa sinn. „O boy,“ segir hann og brosir þeg- ar ég spyr hvenær hann hafi byrjað. „Bak við skúr með strákunum í Vogunum?“ segi ég. „Akkúrat – reyndar uppi á ein- hverjum stillansi,“ segir hann og hlær. Við sjáum bæði fyrir okkur ungan strák með allt lífið framundan – óendanlegt, þarna uppi á stillans- inum. Föðurmissirinn olli nokkru rótleysi „Hvernig fór mamma þín að þegar pabbi þinn féll frá?“ spyr ég. „Hún hafði verið heimavinnandi eins og þá gerðist en fékk vinnu sem gjaldkeri hjá Mjólkursamsölunni og starfaði þar lengi. Hún var mjög dug- leg, kom öllum börnum sínum til mennta. En ég varð hálfgert „lykla- barn“ vegna þessara aðstæðna. Föð- urmissirinn gerði mig nokkuð rót- lausan, það sé ég nú þegar ég horfi til baka. Mig skorti þó ekki karlmann- legar fyrirmyndir, ég á sjö árum eldri bróður og svo var afi minn Þor- steinn á Vatnsleysu mér mikilvægur og hafði mikil áhrif á mig, ég var öll sumur undir hans handleiðslu. Hann kom mér t.d. í kaupavinnu í Húsey í Minni-Héraðsflóa þegar ég var 12 ára. Þar voru þá stundaðar selveiðar á nóttunni í beljandi jökulfljótum á flatbytnum. Menn köstuðu netum og létu reka fyrir. Þetta var töfratími sem brenndi sig inn í huga minn. Ég heillaðist af þessu umhverfi og lífs- háttum. Þarna var ekki einu sinni rafmagn og vegurinn endaði á hlaðinu í Húsey. Heima í Reykjavík voru tímarnir gjörólíkir. Ég upplifði Bítlana gegn- um systkini mín og eftir grunnskóla- nám fór ég í Fjölbrautaskólann í Breiðholti, þar sem Medúsuhópurinn setti hvað leið sitt mark á skólalífið. Það var mikill frumbýlingaandi í skólanum í fyrstu og þess vegna var starf þessa hóps mikilvægt, og er það ekki síður í seinni tíð, frá honum hafa legið menningarstraumar í miðbæ- inn, úr þeim hópi spratt t.d. Smekk- leysa. Þetta voru áberandi og greind- ir krakkar sem stóðu að þessum hópi og hafa markað sín spor í íslenskri menningarsögu. Utangarðsmaður í heimi söngsins Ég ætlaði mér í upphafi að verða viðskiptafræðingur eins og bróðir minn en snerist hugur á öðru ári í FB og fór á listabraut þar. Ég ólst upp við mikinn listáhuga, einkum hvað viðvék sönglist. Systkini mín hafa bæði lært söng, Þorsteinn bróðir er í Fóstbræðrum og hefur gjarnan sungið einsöng þar og systir mín Sig- ríður fór í Söngskólann og lauk þar námi en hún er kennari að auki. Söngáhuginn kom frá Vatnsleysu, sem var töluvert menningarheimili. Þorsteinn afi minn var menningar- lega sinnaður, hann var félagsmála- maður, var m.a. formaður Búnaðar- félags Íslands um tíma. Allir bræður mömmu nema einn fóru í karlakórinn Fóstbræður og Steini bróðir – ég er sá eini í fjölskyldunni sem er laglaus. Mér þótti þetta mjög miður, ég hef mikla rödd og vildi mjög gjarnan syngja. Mér leið oft illa þegar fjöl- skyldan kom saman, þá var ég eins og hornreka þegar söngurinn hófst, en í seinni tíð er ég farinn njóta þess að hlusta. Mér þótti þetta samt mjög leiðinlegt þegar ég var strákur, ekki aðeins hafði Steini bróðir mig að háði og spotti fyrir lagleysi mitt, heldur lét söngkennarinn minn í barnaskóla mig passa barn sitt meðan hann kenndi hinum krökkunum að syngja. En við þessu var ekkert að gera, ég var svo laglaus að ég setti allan bekk- inn út af laginu ef ég var með. Í heimi Saga um frelsi og þrá Ný kvikmynd eftir Þorfinn Guðnason – Hestasaga – var frumsýnd fyrir helgi. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Þorfinn um Hestasögu og aðrar myndir hans og þann jarðveg sem kvikmyndagerðarmaðurinn er sprottinn úr. Morgunblaðið/Jim Smart Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.