Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 80
             2 2 3 3   2 2 3 3                   !  "# $    "# $ %&&'   ( ) *     * + ) *  )  )  ) (    )$ ! % $ !  " SAMKVÆMT upplýsingum Fang- elsismálastofnunar afplánuðu 115 út- lendingar dóma í fangelsum hér á landi árin 1996 til síðustu áramóta. Af þessum 115 höfðu 72 fengið dóma vegna fíkniefnamála, eða sex af hverjum tíu. Aðeins lítill hluti þeirra var búsettur hér á landi með erlent ríkisfang, er þeir voru dæmdir, og segir Þorsteinn Jónsson fangelsis- málastjóri að flestir þessara útlend- inga hafi verið dæmdir vegna inn- flutnings á fíkniefnum til landsins og flokkist sem svonefnd burðardýr. Á síðasta ári voru 30 útlendingar í íslenskum fangelsum, eða um 10% allra fanga í afplánun, en í dag eru útlendingarnir tíu sem sitja inni. Næst á eftir fíkniefnabrotum koma auðgunarbrot og/eða skjalafals sem tilefni fangelsisvistar og þar á eftir umferðarlagabrot. Morgunblaðið spurðist fyrir um þessar upplýsingar hjá Fangelsis- málastofnun í tilefni líkfundarins í Neskaupstað þar sem á hinum látna, þrítugum Litháa, fundust innvortis rúm 400 grömm af fíkniefnum, lík- lega amfetamíni. Haft var eftir Ás- geiri Karlssyni, yfirmanni fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík, í blaðinu í gær að á síðustu árum hefði það færst mjög í vöxt að fíkniefni væru flutt inn með svonefndum burðardýrum. Fjöldi útlendinga í fangelsum hér á landi á árunum 1996 til 2000 var nokkuð stöðugur, eða frá 5 til 12 fangar yfir árið, en árið 2001 átti mikil fjölgun sér stað þegar 21 fangi með erlent ríkisfang sat hér inni. Síðan þá hefur þróunin enn verið upp á við, í 25 fanga árið 2002 og 30 í fyrra. Þorsteinn segist ekki eiga neina einhlíta skýringu á þessari miklu fjölgun árið 2001. Um margleitan hóp sé að ræða, af ýmsum þjóðern- um, og einstaklingarnir eigi í mörg- um tilvikum fátt sameiginlegt. Ljóst sé þó að langflestir hafi verið dæmd- ir fyrir innflutning á fíkniefnum en einnig hafi þeim fjölgað sem dæmdir hafi verið vegna auðgunarbrota og skjalafals. Fæstir með búsetu hér Þorsteinn segir Fangelsismála- stofnun skilgreina erlenda fanga með sömu aðferð og fangelsisyfir- völd annars staðar, þ.e. eftir ríkis- fangi og óháð því hvort viðkomandi sé búsettur hér eða ekki. Spurður hvort 10% hlutfall erlendra fanga sé svipað og í nágrannalöndunum segir Þorsteinn að það sé mun minna en t.d. á Norðurlöndum. Víða sé hlut- fallið 25–40% og þá séu fangarnir oftast búsettir í viðkomandi löndum. Ísland skeri sig hins vegar úr hvað varðar fjölda „raunverulegra útlend- inga“, þ.e. þeirra sem hafa engin tengsl við landið og hafa komið gagn- gert hingað til að fremja afbrot eða brotið af sér í stuttri dvöl. Hlutfall þeirra sé mun hærra hér en erlendis. Á síðasta ári luku 20 af þessum 30 erlendu föngum afplánun sinni. Langflestum, eða 17, var veitt reynslulausn og viðkomandi þá um- svifalaust vísað úr landi í flestum til- vikum. Árin 1996–2003 afplánuðu 115 útlendingar dóma hér á landi Sex af hverjum tíu sátu inni vegna fíkniefnabrota MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. Smáauglýsingar á UNGLINGAR sem stunda reglulegt tónlistarnám eru ólíklegri til að reykja og neyta áfengis eða annarra vímuefna. Þá er ólíklegra að þeim sem stunda reglulegt tónlistarnám leiðist skólanámið. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna sem Rannsóknir og greining ehf. vann að tilstuðlan Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar um gildi tónlistarnáms fyrir íslensk ungmenni. Gögn rannsóknarinnar byggjast á könnuninni Ungt fólk 2000 sem gerð var meðal nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla á landinu. Svör 6.346 nem- enda, eða 88% nemenda sem voru í 9. og 10.bekk vorið 2000, liggja til grundvallar. Rannsakendur, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, skiptu þýðinu í tvo hópa. Þá sem stunda reglulegt tónlistarnám, þ.e. einu sinni í viku eða oftar (1.032 nemendur) og þá sem ekki stunda tónlistarnám svo oft (4.986 nem- endur). Hóparnir tveir voru svo bornir saman m.t.t. neyslu vímuefna og reykinga annars vegar og námsárangurs og viðhorfs til skóla hins vegar. Stelpur sem ekki stunda reglulegt tónlistarnám eru þrefalt líklegri til að reykja daglega en hinar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar reykja 17% stúlkna sem ekki stunda reglulegt tónlist- arnám en einungis 5% hinna. Hins vegar segjast 12% stráka reykja daglega í þeim hópi sem ekki stundar reglulegt tónlistarnám en 7% hinna. Unglingar sem stunda reglulegt tónlistarnám virðast ólíklegri en þeir sem ekki stunda slíkt nám til að hafa orðið ölvaðir eða notað hass. Stelpur sem ekki stunda reglulegt tónlistarnám eru tvöfalt líklegri til að hafa orðið drukknar sl. 30 daga. Alls kváðust 30% þeirra hafa orðið drukknar sl. 30 daga. Hjá þeim hópi stelpna sem stundar reglu- legt tónlistarnám sögðust 16% hafa orðið drukkn- ar sl. 30 daga. Hlutfall þeirra sem hafa prófað hass er lægra meðal þeirra sem stunda reglulegt tónlistarnám en hinna. Alls hafa 3% stelpna sem stunda slíkt nám prófað hass en 8% hinna. Tölurnar fyrir strákana eru 5% og 11%. Höfundar skýrslunnar taka fram að mikilvægt sé að kanna hvort tengsl tónlistarnáms við fráviks- hegðun unglinga haldist marktæk þegar tekið hef- ur verið tillit til annarra þátta í félagslegu um- hverfi þeirra, svo sem menntunar foreldra, tengsl við foreldra og ástundun skipulags félagsstarfs. Könnun á unglingum sem stunda reglulegt tónlistarnám Ólíklegri til að neyta vímuefna TALSVERÐAR skemmdir urðu á þjóðvegi 85 á milli Akureyrar og Húsavíkur í miklum vatnavöxtum í Skjálfandafljóti sem hófust á fimmtudagskvöld. Hópur frá Vegagerðinni var þar að störfum í gær við að ryðja ís og krapa af veginum, meta skemmdir og reyna að gera veginn ökufæran. „Aðkoman er svolítið ljót, það er mikið af skörðum í veginum og klæðningin er illa farin og hálfónýt á kaflanum milli Skjálfandafljóts og Ófeigsstaða,“ segir Ingólfur Árna- son, verkstjóri hjá Vegagerðinni. Hann segir að vegurinn sé illa farinn á löngum kafla, og giskar á að það þurfi að lagfæra á bilinu 500 til 1.000 metra. „Þetta hefur aldrei skeð svona áð- ur, ekki hérna. Ég veit ekki hvað gerðist en fljótið virðist hafa farið út úr farveginum einhvers staðar fyrir ofan, og kemur svo bara hérna yfir engjar og tún,“ segir Ingólfur. Verulegt tjón Skörðin í veginum eru misdjúp, allt frá 10 upp í 30 sm. Ingólfur segir að byrjað verði á að ryðja veginn, og svo verði keyrð möl í hann til að gera hann færan á ný. „Ég er að vonast til að við getum gert þetta fært í dag [laugardag] en þetta verður ekki jafn gott og áður fyrr en á vordögum. Enda engin klæðning sett á þetta núna,“ segir Ingólfur. Ljóst er að tjónið er verulegt, en Ingólfur segist ekki geta metið hvert það sé í krónum talið. Einnig urðu skemmdir á hitaveitu sem liggur meðfram veginum. Ingólfur segir hana þó sennilega ekki í sundur, heldur sé hún illa farin. Talsverðar skemmdir á vegum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Mikið reyndi á vegina í nágrenni Skjálfandafljóts í vatnavöxtunum. MENNIRNIR þrír sem voru hand- teknir um hádegi á föstudag, grun- aðir um að tengjast líkfundinum í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar sl. voru leiddir fyrir dómara á há- degi í gær þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir þeim. Húsleitir voru gerðar á föstudag í tengslum við málið, en Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, vildi ekki tjá sig um málið um há- degi í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur enginn mann- anna játað aðild sína að málinu. Lögmaður eins mannanna stað- festi að húsleit hefði verið gerð hjá umbjóðanda sínum, og hefði m.a. verið notaður fíkniefnahundur. Engin fíkniefni munu hafa fundist, en lagt var hald á eitthvað af skjöl- um. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hinir grunuðu voru leiddir fyrir dómara í hádeginu gær í fylgd lögreglumanna. Óskað eftir gæslu- varðhaldi UM 300 hektara skógur, sem áður stóð við eyrar Þverár í Fljótshlíð, varð Kötluhlaupi að bráð á tímabilinu 680–890, ef marka má niðurstöður breskr- ar geislakolsgreiningar. Að mati eins rannsakenda svæðis- ins, sem nú er þakið birkilurk- um sem standa 20–60 sentí- metra upp úr sandinum, hefur skógurinn verið mjög mikill. Sýni úr skóginum eru nú í ald- ursgreiningu. Að henni lokinni verður hugsanlega hægt að tengja hlaupið við þekkt gos. Eyddist í Kötluhlaupi  Fornskógur/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.