Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 19
voru teknir úr Douglas Dakota
flugvélinni Gunnfaxa, TF ISB.
Hún var eiginlega alltaf í þessum
flutningum sem hófust í byrjun
október og stóðu í upp undir tvær
vikur,“ segir Snorri og heldur
áfram. „Við fórum í myrkri úr
Reykjavík og þá var orðið bjart
þegar við komum austur. Náðum
stundum þremur ferðum ef með
þurfti og fórum þá rétt fyrir
myrkur frá Fagurhólsmýri.“
Embættismenn á ullarpokum
En haustveðrin gátu líka verið
válynd og leiðin orðið krókótt.
Þannig var það einn dag haustið
1957. Þá voru þeir með í för,
Haukur Snorrason, bróðir Snorra
og ritstjóri Tímans, og Kristján
Eldjárn, þjóðminjavörður og síðar
forseti. Snorri hafði tekið þá með
sér austur um morguninn því
Kristján sinnti rannsóknum í
Sandfelli. Nú voru þeir á bakaleið
með síðustu vél suður og Snorri
enn við stjórnvölinn. Ekki voru
nein sæti í vélinni og þaðan af síð-
ur flugfreyja með þýða rödd að
bjóða farþegum að spenna beltin
heldur gerðu embættismennirnir
sér að góðu að liggja ofan á
stórum ullarpokum sem voru með-
al flutnings. „Það fór ágætlega um
þá,“ segir Snorri og kímir. Svo
lýsir hann heimferðinni:
„Við vorum komnir vestur undir
Lómagnúp þegar við lentum þar í
úrkomu og hefðum þurft að kom-
ast upp fyrir ský til að halda
áfram til Reykjavíkur. Það var
hins vegar ekki hægt því blöðr-
urnar á vængjum vélarinnar voru
hálf ónýtar og því þoldi vélin ekki
ísingu. Svo ég sneri við og fór til
Hornafjarðar, ræsti Þorbjörn flug-
afgreiðslumann út, hann kom út á
Melatanga og bætti bensíni á vél-
ina. Síðan flaug ég norður fyrir
Vatnajökul sjónflug til Akureyrar.
Það var komið vont veður í
Reykjavík svo við gistum fyrir
norðan en vorum komnir suður kl.
7 næsta morgun.“
Þrátt fyrir að Douglasinn væri
ekki alveg heill heilsu í þessari
ferð fullyrðir Snorri að slíkt hafi
heyrt til algerra undantekninga.
„Þessar vélar voru völundarsmíð
og það var alltaf vel um þær hugs-
að enda stóðu þær sig frábærlega.
Eftir áratuga þjark á ósléttum
brautum og ókyrrð sá aldrei á
byggingu þeirra. Ein þeirra flýgur
enn í dag, það er vél Landgræðsl-
unnar, Páll Sveinsson, sem hét áð-
ur Gljáfaxi,“ bendir hann á og
upplýsir líka að Gunnfaxi standi á
hjólum í skýli á Reykjavík-
urflugvelli en á hann vanti væng-
ina. „Ég veit ekki hvort hann
verður gerður upp,“ segir hann.
Læknaði flughræðslu
Fleiri farþegum en félögunum
Hauki og Kristjáni laumaði Snorri
með sér í kjötflutningaferðirnar.
Einn þeirra var vinur hans, Óskar
Þorkelsson, sem var gjaldkeri hjá
Slippnum í Reykjavík. „Óskar var
einn af þessum ábyrgu, heiðarlegu
og góðu mönnum. En honum leist
ekkert á flugið yfirleitt. Var alltaf
hálf hissa að sjá mig því hann átti
alltaf von á að ég væri dauður.
Dóttir hans var vinkona konunnar
minnar og ég var stundum að
bjóða henni í flug en hún mátti
aldrei fara. Ég var líka að reyna
að fá Óskar í flugtúr með mér en
lengi vel gekk það ekki. Þó kom
að því að ég gat komið honum í
einn túr til Fagurhólsmýrar. Það
var glampandi fínt veður og við
flugum lágt austur, yfir friðlandið
að fjallabaki og allt þetta fallega
svæði. Lentum á Mýrinni en í
bakaleiðinni var orðið skýjað. Ég
lét samt Óskar alltaf vita hvar við
værum. Hann fylgdist með blind-
aðfluginu og hafði rosalega gaman
af þessu öllu. Var „í skýjunum“
þegar við lentum og læknaðist al-
veg af hræðslu við flugið. Fór
meira að segja til útlanda eftir
þetta. Annar ágætur vinur minn,
Sveinbjörn Markússon kennari,
fór með mér einn svona túr og
hefur oft haft orð á því síðan
hversu gaman það hafi verið að
fljúga lágt og skoða landið í fal-
legu veðri.“
Ein af fyrstu ferðum Snorra
sem aðstoðarflugmanns á Douglas
DC3 var til Fagurhólsmýrar
haustið 1958 að sækja lifandi lömb
og fljúga með þau að Stóra-Kroppi
í Borgarfirði. Í mörgum héruðum
landsins hafði mæðiveikin orðið til
þess að skera varð niður fé en þar
sem Öræfin höfðu sloppið við þá
óáran var sóst eftir fullhraustum
kindum þaðan. Þannig er það enn
í dag þegar um fjárskipti er að
ræða vegna riðuveiki.
Síðar kveðst Snorri hafa flogið
margar ferðir með líflömb frá
Fagurhólsmýri að Hellu og Skúli
Steinþórsson verið aðstoð-
arflugmaður. Þeir hafi eitt sinn
þurft að bíða dálitla stund eftir
bílnum og þá gert sér til dundurs
að koma einum hrútnum fyrir í
flugstjórasætinu og mynda hann
þar. „Ekki man ég hvorum okkar
datt þetta í hug en framkvæmdin
var þannig að Skúli var inni í vél
að stimpast við hrútinn en ég fór
út á væng með myndavélina,“ rifj-
ar hann upp hlæjandi og bætir svo
við: „Skúli var eldklár og
skemmtilegur og hafði mikið gam-
an af þessu öllu og líka að fljúga
niður undir jörð eins og ég.“
Norðanbál af Breiðamerkurjökli
Snorra leiðist heldur ekki að
rifja upp þessa löngu liðnu daga
og eitt af því sem honum er minn-
isstætt eru kaffiveitingarnar hjá
Guðrúnu Sigurðardóttur á Fag-
urhólsmýri. „Það var föst regla að
fara í kaffi meðan vélin var losuð
og fermd og þar voru áreiðanlega
tuttugu sortir af kökum á borð-
um,“ segir hann.
Flugfélag Íslands hélt uppi föst-
um ferðum í Öræfin um árabil í
tengslum við áætlunarflugið til
Hornafjarðar sem var í uppáhaldi
hjá Snorra. „Að fljúga á Mela-
tanga og hitta Þorbjörn og strák-
ana var afskaplega skemmtilegt,“
segir hann og meinar það greini-
lega.
En þótt bjart sé yfir minning-
unum þá neitar Snorri því ekki að
stundum hafi „þristarnir“ eins og
Douglas vélarnar voru kallaðar,
tekið í og hrist óþyrmilega. „Það
gat til dæmis verið grábölvað í
norðanátt að fara frá Fagurhóls-
mýri og austur á Höfn,“ segir
hann. Stundum þurfti að sveigja
langt út á haf því það stóð norð-
anbál af Breiðamerkurjökli út á
sjó og oft var fjandi ókyrrt þar en
svo lægði austar,“ segir hann og
hefur orðið áfram:
„Ég var líka einu sinni á leið
austur á Mýri að sækja kjöt. Það
var norðan leiðindarok og ég var
kominn austur að Heklu, talsvert
hátt, himinninn var voðalega óró-
legur og eiginlega var ekki ver-
andi í loftinu. Ég kallaði í Helga
Arason, flugafgreiðslumann og vin
minn á Fagurhólsmýri, gegnum
radíóið og sagði honum að ég yrði
að snúa við. „Þá verðum við að
salta,“ sagði hann.“
Snorri kveðst hafa haft mætur á
Helga og rifjar í lokin upp ferð á
Mýrina á aðfangadag jóla 1962.
„Það var heiðríkja og frost, kyrrt
og óskaplega fallegt veður. Stirndi
á allt. Ég tók Helga afsíðis og
spurði hann hvort hann vissi um
nokkurn bæ í sveitinni sem gæti
tekið strákinn minn næsta sumar.
Hann sagðist mundu skrifa mér
sem hann og gerði og kom á sam-
bandi við Guðrúnu Karlsdóttur á
Hnappavöllum. Það var mikil gæfa
fyrir okkar fjölskyldu. Þetta var
síðasti túrinn sem ég flaug á Fag-
urhólsmýri en hann leiddi gott af
sér og mér þykir alltaf vænt um
Öræfin.“
Höfundur er blaðamaður.
Margar hendur
vinna létt verk!
- s a m s t a r f s a ð i l a r ó s k a s t -
Við leitum eftir samstarfi við félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir
sem ætla að vinna að verkefnum á sviði umhverfismála eða ferðamála í sumar.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
1
1
4
5
1
•
s
ia
.i
s
Stígager› í Esju Gró›ursetning í Kaldárhöf›a Ræktun vi› Úlfarsfell
Vi› bjó›um fram krafta vinnuhópa
ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára
sem starfa hjá okkur á sumrin. Auk
fless sem hóparnir sinna vi›haldi og
snyrtingu í nágrenni mannvirkja
okkar hafa fleir um árabil sinnt
umhverfismálum og sköpun a›stö›u
til útivistar og fer›amennsku ví›a
um land. Vi› viljum eiga samstarf
um verkefni sem lúta a› ræktun,
hreinsun og ö›rum umhverfisbótum
ásamt t.d. stígager› og stikun göngu-
lei›a.
Vi› bjó›um fram vinnuframlag
unglinganna og flokkstjórn yfir fleim.
Vi› óskum eftir a› samstarfsa›ilar
leggi fram vel skilgreind verkefni,
kostnaðaráætlun verkefnisins ásamt
lýsingu á vinnuskipulagi og stjórnun.
Þá þarf að tilgreina ábyrgðaraðila
verkefnisins (nafn, heimilisfang, síma
og netfang).
Nánari uppl‡singar veitir:
Ragnhei›ur Ólafsdóttir umhverfisstjóri
Sími 515 9000
ragnheidur@lv.is
Sjá einnig www.lv.is
Umsóknum skal skila bréflega
í sí›asta lagi 19. mars
til Landsvirkjunar,
Margar hendur vinna létt verk,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík.
RAFMAGN Á ÍSLANDI 1904–2004