Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dagskráin í dag 22. febrúar ze to r www.rvk.is/vetrarhatid 10:00 Fræðslumorgunn í Hallgrímskirkju. 11:00 – 17:00 Með kveðju frá Barcelona. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum. 12:00 – 18:00 Freestyle danskeppnin 2004 í Laugardalshöll. 13:30 – 16:00 Menningardagská á vegum félagsmiðstöðvar fatlaðra í Hinu húsinu. 14:00 – 17:00 Þekkir þú höggmyndir Sigurjóns? Skemmtilegur fjölskylduleikur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga. 14:00 – 17:00 Þjóðahátíð Alþjóðahússins heldur áfram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjölþjóðleg skemmtiatriði á sviði á klukkutíma fresti. 14:00 Leiðsögn um sýninguna Handritin, í Þjóðmenningarhúsinu. 14:00 – 18:00 Kynning á Skúffugalleríi íslenskrar Grafíkur, Hafnarhúsi Tryggvagötu. 15:00 – 16:00 Leiðsögn um sýninguna Flúxus í Þýskalandi, í Listasafni Íslands. 15:00 Leiðsögn um sýninguna Þjóðminjasafnið – svona var það, í Þjóðmenningarhúsinu. 17:00 Ljóðatónleikar í Söngskólanum í Reykjavík, Snorrabraut 54. 20:00 Upplýst kirkjukvöld. Söngur og upplestur í Dómkirkjunni. Árbær á Vetrarhátíð 11:00 – 13:00 Stífluhringur. Gengið um Elliðaárdalinn. Byrjað í Fylkisheimilinu. 11:45 – 13:00 Opið íþróttahús í Fylkisheimilinu. 12:00 – 14:00 Íslandsmet í Bananasplitti í Árseli. 13:00 - 17:00 Orkurík dagskrá hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Leiklist, tónlist og margt fleira. 13:00 – 19:00 Árbæjarlaug – ekki bara sund! Fjölbreytt dagskrá. 13:00 – 16:00 Finndu rætur Árbæjarhverfis. Ratleikur í Árbæjarsafni. 13:00 – 18:00 Sýningin Óðurinn til orkunnar í Elliðaárstöðinni í Elliðaárdal. 13:30 – 14:00 Keppni í bolluáti í Árbæjarkonditori, Hraunbæ 119. 15:00 – 18:00 Nýtt Borgarbókasafn Reykjavíkur opnað í Árbæ, Hraunbæ 119. 14:00 – 18:00 Sýningin Útivist og mannvirki, Hraunbæ 119. 14:00 – 18:00 Ljósmyndasýningin Fyrstu skrefin. Ásmynd, Hraunbæ 119. 15:00 Árbær: fortíð, nútíð, framtíð. Ganga. Lagt af stað frá Hraunbæ 119. 20:00 – 21:30 Lokahátíð í Elliðaárdal. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í hausthefti Skírnis 2003 (rit- stjórar Sveinn Yngvi Eg- ilsson og Svavar Hrafn Svavarsson) er skáld Skírn- is Friedrich Gottlieb Klop- stock sem lést fyrir tveimur öldum og er þar með erlent skáld kallað til sögu. Hannes Pétursson skrifar greinina Þakkaróður eftir Klopstock og þýðir eftir hann Til endurlausnarans. Klopstock olli „straumhvörfum í ljóðstíl og ljóðhugsun á þýzka tungu“, eins og Hannes skrifar og nefnir hann m. a. Goethe, Hölderl- in og Stefan George og líka Rilke. Klopstock orti oft órímað og undir frjálsri hrynjandi. Hannes getur þess að mönnum hafi þótt allsnúið að fylgja skáldinu eftir, eins og í Til endurlausnarans þar sem skáldið „fer hratt yfir, hvort heldur er frá einni hugsun til annarrar eða frá einum setningatengslum til annarra“. Þakkaróðinn orti Klopstock eftir að hann hafði lokið við Messías- arkviðu. Upphafið er svona: Til þín var sú von mín! og sungið hef ég, friðþægjari guðs, söng sáttmálans nýja! Ég fetaði til enda hina feiknlegu braut; og hrasanir mínar hefur þú fyrirgefið! Það er mun hljóðlátari skáld- skapur í vorhefti Skírnis 2003 en þá er Stefán Hörður Grímsson skáld Skírnis. Eysteinn Þorvaldsson fylgir ljóð- um Stefáns Harðar úr hlaði með greininni Ómur af horfinni tónlist. Birt eru sex ljóð eftir skáldið sem ekki eru í ljóðabókum þess. Eysteinn tekur fram að Stefán Hörður hafi ekki verið „hraðkvæður og hann birti ekki ljóð nema þau stæðust strangar kröfur hans sjálfs“. Ljóðabækur hans urðu sex og Ljóða- safn hans er rúmlega 200 síður. Meðal Skírnisljóða er Forn leiftur, fá orð sem búa yfir mörgu: Það frjóduft sem hvarf prýtt gjöfum varð hér áfram prýtt ljósgjöfum fæstum auðsæjum Báðir fyllast þeir lotningu, Klop- stock og Stefán Hörður, annar gagn- vart almættinu, hinn náttúrunni og manninum í náttúrunni. Annars eru það helst viðamiklar greinar og margar hverjar marg- orðar sem setja svip sinn á Skírni. Engar smámíðar eru til dæmis rit- gerðir Róberts H. Haraldssonar: Endurreisn mikillætis og stór- mennskan; Vilhjálms Árnasonar: Sið- fræði og rökgreining: Rökræður í engilsaxneskri heimspeki á síðustu öld; Sólveigar Önnu Bóasdóttur: Kristin siðfræði hjónabandsins og of- beldi gegn konum; Jóns Ma. Ásgeirs- sonar: Lúkas og leitin að sögulegum arfi og Árna Bergmanns: Bók- menntir í lífsháska: Deilur um hlut- verk og möguleika rússneskra bók- mennta. Sama má vissulega segja um Skírnismál þeirra Lofts Guttorms- sonar og Einars Más Jónssonar og greinar um bækur eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Dagnýju Krist- jánsdóttur og Sigurjón Árna Eyjólfs- son. Álfrún lætur sér þó nægja tíu síður til að andmæla doktorsritgerð Birnu Bjarnadóttur um Guðberg Bergsson. Meðal þess sem Álfrún tekur til umræðu er að Birna bendi á að fag- urfræðileg viðhorf Guðbergs hafi oft verið talin mannfjandsamleg en gleymi að þeir séu til sem setji við- horf og verk Guðbergs á stall þótt engin hætta sé á að hann vilji hafa þau þar. Einnig sýnist mér Álfrún hitta naglann á höfuðið þegar hún minnir á að samræða Guðbergs við menningu okkar og samfélag hefur stöku sinn- um snúist upp í einræðu. Fagurfræðileg viðhorf annarra ís- lenskra höfunda eru líka lítt eða ekki könnuð en eru ekki síður fyrir hendi en hjá Guðbergi. Hinsegin radddir. Um sannar og lognar lesbíur í bókmenntum og list- um er forvitnilegur titill læsilegrar greinar eftir Dagnýju Kristjáns- dóttur. Dagnýju tekst að koma víða við þótt hún beini ekki síst sjónum að Vigdísi Grímsdóttur og Kristínu Óm- arsdóttur því að þær hafa „skrifað lesbískt næmi og ástríður inn í texta sína“ og ásamt Guðbergi Bergssyni „skrifað samkynhneigðina inn í ís- lenskar bókmenntir“. Annað mál er svo það hvort þær hafi „breytt bæði íslenskri bókmenntasögu og heims- mynd okkar þar með“. Þetta síðast- nefnda getur verið spurning um orða- lag, skáldlega upphafningu eða flatt raunsæi. Hinsegin raddir er sam- kvæmt mínum skilningi í anda hins fyrrnefnda og það má alls ekki vanta í bókmenntaskrifum. Við vitum sáralítið um sovéskar bókmenntir svo að ég tali nú ekki um hið nýjasta í rússneskum bók- menntum. Úr þessu reynir Árni Bergmann að bæta. Fróðlegt er að lesa um hinar myrku og svörtu bókmenntir eða grimmdarprósa en einnig um við- leitni til að brúa bil milli skemmti- sagna og bókmennta. Þar er glæpa- sagnahöfundurinn B. Akúnin í forystu. Bókmenntirnar skipta hann máli, í landi sem að hans mati er fundið upp í bókmenntunum, byggt á þeim og getur ekki verið án þeirra. Eftir sósíalrealismann og upp- reisnina gegn honum virðist Rúss- land ætla að taka upp bókmenntalega markaðshyggju með kostum hennar og göllum. Ég hætti mér ekki að þessu sinni til að ræða heimspekilegar og trúar- legar ritgerðir Skírnis svo að ég tali nú ekki um einsöguna sem ætlar að verða langlíf, að minnsta kosti í Skírni. En það hefur hvarflað að mér að gaman væri að fá eitthvað um ein- ljóð. Til eru ljóð á íslensku, meira að segja heilar bækur, sem vel mætti skilgreina með svipuðum hætti og einsöguna. Gæti slíkt efni ekki vakið athygli fræðimanna? Öðru hverju er minnt á Frakkann Ernest Renan og frægan fyrirlestur hans fyrir rúmri öld, en ekki virðist það gleðja Einar Má Jónsson. Í Skírnismálum sínum Ernest Renan og þjóðernið, gagnrýnir hann Renan og ekki síst ummæli Guðmundar Hálfdanarsonar og Arnars Guð- mundssonar um hann. Einari Má tekst að rugla lesandann rækilega og virðist gera sér grein fyrir því. Hann segir að þeir sem vitni í Renan leiðist út í ógöngur. Gaman hafði ég af þeim dæmum Einars Más um það þegar Frakkar voru sigraðir á vígvellinum en urðu í staðinn andlegt stórveldi. Í hausthefti Skírnis skrifar Auður Ólafsdóttir um Ólöfu Nordal og kall- ar greinina Nútímaafsteypur tákn- mynda. Í vorheftinu er greinin Eitt- hvað annað: Um myndlist Óskar Vilhjálmsdóttur eftir Rögnu Sigurð- ardóttur. Myndlistarmenn Skírnis eða rétt- ara sagt umfjöllunin um þá skjóta þessu gamla magasíni inn í samtím- ann. Fleira er sem betur fer sama marki brennt eins og rakið hefur verið. Klopstock og Stefán Hörður „Einnig sýnist mér Álfrún hitta naglann á höfuðið þegar hún minnir á að samræða Guðbergs við menningu okkar og samfélag hefur stöku sinnum snúist upp í einræðu.“ AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.