Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 57 áhugamaður um tónlist og var vel að sér á því sviði og á tímabili a.m.k. fiktaði hann við að glamra á hljóð- færi. Sigurður var talsvert sérlunda í fæði og mér er það minnisstætt þegar við vorum krakkar hversu fljótt hann fór að drekka kaffi, blandað með mikilli mjólk og enn meiri sykri. Það verður vart sagt að hollustufæði hafi verið ofarlega á vinsældalista hans. Honum líkaði betur það sem margir kalla sjoppu- fæði og lengi vel var það hans uppá- hald og einnig aðal fæða að fá sér pylsu og kók, helst hjá Magga á Kletti. Þótt jarðeldarnir á Heimaey yllu því að æskuslóðir okkar hyrfu sjón- um og lengra yrði á milli heimilanna þá hélst áfram vinskapur milli for- eldra okkar og ákveðinn kærleikur hefur alltaf ríkt á milli fjölskyldn- anna. Leiðir okkar Sigurðar lágu síðar saman við undirbúning og þátttöku í þrettándagleðinni í Eyjum. Þar var Sigurður framarlega í flokki meðan honum entist heilsa til. Hann var þá oftast miðpunktur hláturs og gáska enda ýmsar hugmyndir sem hann fékk og framkvæmdi þess efn- is að þær gleymast aldrei þeim sem vitni urðu að og verða án efa rifj- aðar upp við þrettándaundirbúning um ókomna tíð. Það var löngum helsta áhyggju- efni og pæling Sigga fyrir þrett- ándann á hvaða hátt hann gæti slökkt þorsta sinn þá góðlega þrjá tíma sem hann var í gervi sínu. Hann hugsaði þetta í þaula og fann síðan lausn með brúsa sem hann hengdi í ól um hálsinn og lagði síðan slöngu frá honum til munns, svo hann gæti vætt kverkarnar þegar honum hentaði. Hann komst þó að því, eftir að hafa prófað tæknina einu sinni, að þessi nýja tækni kallaði á annað vandamál, að koma úrgangsvatninu sem myndaðist af þessu frá sér á ný. Þá var það stúderingin fyrir næsta ár að finna lausn á því sem hann fann með frárennslislögn í formi plastslöngu sem fest var með einangrunarbandi við affallsstút hans og lögð niður með fótleggnum niðurundir hæl. Fullkomin fráveita, og þó, því bæði reyndist slangan þrengja of mikið að og hefta rennsl- ið þegar þrýstingur kom frá dæl- unni og eins var það ekki nein sæla þegar einangrunarbandið var tekið af að aflokinni skemmtuninni. Þannig var bara Sigurður. Hann fékk hugdettu til lausnar vandamáli og hikaði ekki við að koma henni í framkvæmd og prófa hana sjálfur. Hugur Sigga var afar frjór og hann flaug oft um víðan geim með hugmyndum sínum. Hann hafði oft einfaldar lausnir á flóknum vanda- málum og fannst nær allir asnar að koma ekki auga á þessar lausnir. Síðari ár hrakaði heilsu Sigga smám saman. Heyrnin hafði dapr- ast mjög og sykursýki á háu stigi hafði sett mörk sín á hann. Hann gerði þó eins og hann gat til að láta lífið ganga sinn gang og bjó einn í íbúð í Áshamrinum. Það hafa ekki allir dagar verið sæludagar hjá Sig- urði svo ekki var að undra að á stundum væri hann vansæll og arg- ur á lífsleiðinni. Sigurður hefur nú tekið hinsta flugið og getur ferðast um þær óra- víddir alheimsins sem manni fannst hugur hans stundum flögra um þeg- ar hann lýsti hugmyndum sínum. Hann hefur verið leystur frá þeim þrautum og vanlíðan sem hann fékk að lifa með í þessum heimi og getur nú hallað sér á bakið með höfuðið undir grammifóni almættisins og róað sér áhyggjulaus við tóna frá englasöng alheimsins. Þar hefur hann án efa fundið sína ró og frið. Fjölskyldan frá Grænuhlíð 5 þakkar Sigga samfylgdina og vin- skapinn gegnum árin um leið og hún sendir Sirrý, Tryggva, systk- inum Sigurðar og öðrum ástvinum innilegustu samúðarkveðjur. Góðu minningarnar um Sigurð munu verða það ljós sem lýsa mun ykkur ástvinum hans á dögum sorgar og saknaðar. Guð blessi minningu Sigurðar Tryggvasonar. Grímur Gíslason. Árni var góður maður og langar mig að minn- ast hans með örfáum orðum. Fyrir um 30 ár- um síðan leitaði ung 24 ára gömul kona til Árna, sem þá var virtur hæstarréttarlög- maður. Hún var þá með hvítblæði á lokastigi og vissi að hún ætti stutt eft- ir á þessari jörð. Hennar helsta áhyggjuefni var framtíð 5 ára gam- allar dóttur hennar, en hún bjó ein með dóttur sinni og hafði ekki getað unnið lengi vegna veikindanna. Þessi kona var móðir mín og þessi litla stúlka var ég. Árni lofaði móður minni að gæta minna hagsmuna og tók að sér að vera fjárhaldsmaður minn. Móðir mín dó stuttu seinna og Árni hélt loforð sitt. Þrátt fyrir að hafa alltaf vitað um tilvist þessa vel- gjörðarmanns míns var það fyrst við 18 ára aldur að ég kynntist Árna og er sú minning ljúf. Árni var hlýr maður sem lét sér annt um mig og það sem ég tók mér fyrir hendur. Alltaf hafði hann tíma til að spjalla og hlusta þegar ég var að velta vöngum yfir ýmsum málum. Um tíma ræddi ég töluvert við hann um menntunarmöguleika mína og hann gerði meira en að hlusta, hann studdi mig og hvatti til dáða. Þrátt fyrir að hafa verið fjárhaldsmaður minn í mörg ár, þá þáði Árni aldrei laun fyrir vinnu sína. Ein af þeim minningum sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa til baka er þegar ég sit inni á skrifstofu hjá honum og spjalla. Frá Árna geisl- aði hlýjan og virðuleikinn og finnst mér það lýsa þessum stundum best með því að segja að segja að nærvera hans fyllti herbergið, virðuleikinn og hlýjan sveif í loftinu. Þrátt fyrir það að hafa uppfyllt loforð sitt við móður mína fylgdi Árni mér eftir langt inn í fullorðinsárin og er mér minnistætt þegar hann og Edda kona hans komu í brúðkaup mitt. Þau voru glæsileg hjón og þótti mér sérstaklega vænt um að þau skyldu bæði koma til þess að taka þátt í þessum mikilvæga degi í mínu lífi. Það var einnig hátíðlega stund fyrir mig og aðra gesti, þegar Árni las upp úr Spámanninum fyrir okkur hjónin. Ég er þakklát fyrir það að hafa kynnst Árna og fyrir það sem hann ÁRNI GUÐJÓNSSON ✝ Árni Guðjónssonfæddist í Vest- mannaeyjum 27. maí 1926. Hann andaðist á Landspítala í Foss- vogi 15. febrúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 20. febr- úar. hefur gert fyrir mig, en hann kenndi mér einn- ig mikið um lífið og til- veruna. Ég sendi Eddu og fjölskyldu Árna samúðarkveðjur. Miss- ir ykkar er mikill en eftir lifir minningin um mikinn mann. Ég vona að það lini sársauka ykkar að hugsa til þess að móðir mín á Árna skuld að þakka og mun hún örugglega taka vel á móti honum þar sem þau eru samankomin núna. Megi guð geyma ykkur. Gyða Hjartardóttir. Það mun hafa verið á árunum 1953 eða 1954 sem við Árni kynntumst fyrst. Hann var nýútskrifaður lög- fræðingur en ég starfsmaður í dóms- málaráðuneytinu, sem þá var til húsa í Túngötu. Árni átti erindi við mig, eða líklega öllu heldur við Baldur Möller, sem deildi skrifstofuherbergi með mér. Litlu síðar kom hið sama fyrir og var ekkert sögulegt við það, Árni fékk afgreiðslu mála sinna, kvaddi og fór. Ég hef auðvitað fyrir löngu gleymt málavöxtum enda væri mér óheimilt að tíunda þá ef ég myndi þá, en það sem ég hnaut um var hverjir umbjóðendur Árna voru, en það voru stórveldi úr innstu röð- um íhaldsins sem svo var kallað. Hinn ungi lögfræðingur var nefnilega tal- inn gallharður bolsi. Ég fékk tiltal frá mér reyndari manni þess efnis að skynsamir viðskiptajöfrar veldu sér ekki endilega hjálparmenn eftir póli- tík. Þetta atvik varð mér lexía, bæði almennt og svo hvað þessi ungi lög- fræðingur hafði þá þegar áunnið sér mikið traust. Kynni okkar Árna fóru vaxandi þegar ég varð bæjarfógeti 1955 en Árni þá fljótlega lögmaður Kópa- vogskaupstaðar. Það tel ég hafa verið mér mikil gæfa, að Árna skyldi falið þetta starf, því ég mátti treysta því að hann legði gott til mála og ætti góðan hlut í að leysa ágreiningsmál, sem auðvitað hlutu að koma upp milli bæj- arfélagsins og einstakra borgara, erfðaleiguhafa og umboðsmanns rík- isvaldsins, sem var ég. Ég reyndi Árna að sanngirni og drengskap í öllum viðskiptum, ró- lyndi og festu, sem ég tel að hafi orðið umbjóðendum hans betra vegarnesti heldur en harka og ósveigjanleiki, sem sumir vilja láta beita fyrir sinn vagn. Það samstarf og samvinna sem jókst með okkur Árna er árin liðu yf- irfærðist á konur okkar og heimili, leiddi til vináttu okkar Hrafnhildar og þeirra hjóna Árna og hans ágætu konu, Eddu Ragnarsdóttur. Áttum við ánægjulega samfundi með þeim innanlands og utan, en hæst bar píla- grímsför okkar til Chartwell, land- seturs Winstons Churchill og mátti þá ekki á milli sjá hvor var meiri aðdáandi Winstons ég eða gamli bols- inn. Við Hrafnhildur sendum Eddu og allri fjölskyldunni hugheilar samúð- arkveðjur. Sigurgeir Jónsson. Árni vinur okkar er farinn yfir móðuna miklu, og á örugglega góðar móttökur í vændum. Hann skilur eftir sig stórt skarð í hugum allra sem honum kynntust. Árni var traustur, og ljúfur í fram- komu og hafði þann hæfileika að leiða mál til lykta svo allir mættu við una. Fyrir okkur undirritaða er nú skarð fyrir skildi í vinahópnum og vantar Árna ætíð, þegar minnst er á atburði frá okkar yngri dögum, eink- um hið feiknamikla örugga minni sem Árni hafði. Við minnumst margra funda vegna vinnu, en einnig á seinni árum sam- funda þar sem setið var yfir kaffibolla og mál rædd, bæði til að kryfja mál til mergjar og til þess að rifja upp og fá skýrari mynd af liðnum atburðum. Þekking Árna reyndist ætíð mikil og glöggskyggni hans á menn og mál- efni næstum óbrigðul. Sem lögmaður var Árni mjög far- sæll, enda hinn mesti mannasættir. Kæri Árni, hafðu þökk fyrir alla samverustundir okkar. Við vottum eiginkonu Árna, frú Eddu Ragnarsdóttur, börnum þeirra hjóna og barnabörnum svo og öðrum ættingjum innilegustu samúð vegna þess mikla missis sem þau hafa nú orðið fyrir. Guð varðveiti þig ætíð í eilífðinni. Ólöf og Egill Skúli Ingibergsson, Sigríður og Björn Önundarson. Í dag kveðjum við Árna Guðjóns- son, hæstaréttarlögmann sem var einn helsti forgöngumaður og vel- unnari Félags íslenskra bifreiðaeig- enda. Árni gekk ungur til liðs við FÍB og var lögmaður félagsins í áratugi. Hin óeigingjörnu störf sín vann Árni lengst af í sjálfboðavinnu enda lét hann sig málefni félagsins miklu varða og bar ætíð hag bifreiðaeig- enda fyrir brjósti. Nú fer því miður ört fækkandi þeim mönnum sem höfðu hugsjónir að leiðarljósi og létu sér annt um hag heildarinnar. Störf Árna fyrir FÍB voru af marg- víslegum toga. Það féll í hans hlut að semja og endurskoða lög félagsins. Hann hafði viðveru á skrifstofu FÍB vissa daga í viku og leysti þá úr margskonar ágreiningsmálum sem félagsmenn áttu aðild að. Þessi vandamál leysti Árni þannig að þeir sem hlut áttu að máli undu glaðir við sitt og fóru sáttir af hans fundi. Fjöldamargt annað sem of langt yrði upp að telja tók Árni að sér fyrir FÍB. Félag íslenskra bifreiðaeigenda stendur í mikilli þakkarskuld við Árna Guðjónsson fyrir öll hans störf að bættum hag bifreiðaeigenda og ævilanga trúmennsku og tryggð við félagið. FÍB vottar minningu Árna virð- ingu og aðstandendum hans og ást- vinum samúð. F.h. stjórnar og starfsfólks FÍB, Runólfur Ólafsson, framkv.stj. Elskulegur frændi minn, Árni, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 12. febrúar. Árni var ákaflega heiðarlegur og traustur. Hann var dulur og flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum. Hann hafði jafnaðar- geð og var drengur góður. Árni missti móður sína aðeins 9 ára gamall og var það honum mikið áfall. Alla tíð hugsaði hann vel um Önnu og Eyvind og kom daglega til þeirra eft- ir að þau fluttu á Elliheimilið Grund. Fyrstu átta ár ævi okkar vorum við alin upp saman á Grímsstöðum við Grímsstaðaholt. Þar bjuggu foreldr- ar Árna og foreldrar okkar ásamt ömmu og afa. Í þá daga stóðu nokkrir bæir niðri við sjóinn og tún allt um kring. Þarna voru Bjarnastaðir, Bjarg, Jónshús, Björnshús og Gríms- staðaholtið. Þetta var okkar Paradís. Margt var hægt að gera þar sér til gamans og oft fórum við í fjöruna til að veiða eða taka á móti afa og Ey- vindi og hinum köllunum þegar þeir komu af sjó með rauðmagann á vorin. Við Árni vorum alltaf spennt að vita hvort eitthvað hefði komið úr netun- um okkar því afi gaf okkur aflann úr sitt hvoru netinu. Það var einkenni- leg tilviljun að við fengum alltaf jafn mikinn afla. Eyvindur og Árni eignuðust síðar stærri bát sem brann úti á sjó og björguðust þeir naumlega áður en báturinn sökk. Árni stundaði sjóinn í nokkur ár og réð sig síðan til Raf- magnsveitu ríkisins og starfaði þar til dauðadags. Grímsstaðir hafa alltaf verið ákveðinn miðpunktur í lífi okkar, eins konar fjölskylduhús enda alltaf mikill gestagangur þar. Grímsstaðir voru okkur alltaf opn- ir og gengum við inn án þess að banka. Eftir að fjölskylda mín flutti héldum við áfram að fara vestureftir öll áramót til að horfa á flugelda og brennur og hitta heimilisfólkið á Grímsstöðum. Hrygg í huga kveð ég elskulegan frænda minn og þakka honum fyrir allar samverustundir og skemmtileg- ar endurminningar. Ég sendi Hönnu og börnunum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Nanna. Hann átti svo marga kosti, margt sem maður gat lært af. Alltaf kapp- kostaði hann að vera glaður og hann vildi leggja orð í belg hvort sem mönnum líkaði eða ekki. Ein- hverra hluta vegna var hann kallaður þroskaheftur, en um margt var hann betur að sér en almennt gerist. Óli Pétur Sveinsson er látinn langt fyrir aldur fram eins og hendi væri veifað. Þessi sérstæði stóri drengur sem sigldi alltaf á skjön við jafnaldra sína og naut ekki sömu tækifæra vegna takmarkana sem hann gerði sér fullvel grein fyrir sjálfur og það ÓLAFUR PÉTUR SVEINSSON ✝ Ólafur PéturSveinsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 30. maí 1958 og lést þar 12. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 20. febrúar. var kannski sárast af öllu af því að hann vildi svo vel og vildi hafa sinn rétt. Í útliti var hann eins og hver annar, stór og myndarlegur maður, en hugsun hans var sér- stæð og sjálfsköpuð við takmarkaðar aðstæður Óli Pétur var góður ljós- myndari og hann var glúrinn með peninga. Hann var líka sniðugur að finna ástæður til þess að reyna að tengja sig öðru fólki en gat verið svolítið ýtinn í þeim efnum og það hentaði ekki alltaf hinu skipulagða fólki nútímans. Þá reyndi stundum á skap stráksins sem var mikið og þá fuku stundum snaggaraleg orð en aldrei ill eða meiðandi, í mesta lagi sár. Óli Pétur var sannarlega vinur vina sinna, tillitssamur og umhyggjusam- ur og hafði stórt hjarta. Síðustu árin fylgdi hann pabba sínum nánast hvert fótmál í hversdagsatinu, rollustússinu og öðrum áhugaefnum þeirra feðga, en að öðru leyti var hann í rauninni einfari sem samfélagið hafði ekki nóg- an tíma fyrir, ekki nægan kærleik til þess að gefa það sem raunverulega þurfti til sérstæðs bróður. Þó var eng- inn bilbugur á honum, engin öfund eða illgirni. Hann hafði sinn húmor og það gaf honum hamingju. Í Óla Pétri var ekki til það sem kallað er öfund. Gott dæmi um útsjónarsemi hans og klókindi var þegar hann seldi eitt sinn happdrættismiða fyrir þroska- hefta. Allir sem seldu máttu taka 30 miða en Óli Pétur vildi fá 300 miða. Ekki leist mönum vel á það en með ýtninni fékk hann 300 miða þótt allir teldu að hann myndi aðeins selja hluta miðanna. Eftir 3 daga var hann búinn að selja alla miðana og notaði magnaða aðferð. Hann vildi alltaf tala við báða foreldrana þegar hann bauð miðana. Þá stillti hann sér upp fyrir framan þá, setti upp aumkunarver- ðasta svipinn sinn og sagði með sinni miklu einlægni: „Ég er að selja happ- drættismiða fyrir þroskahefta, vilduð þið eiga barn eins og mig?“ Allir keyptu miða. Einu sinni sem oftar var Davíð Oddsson forsætisráðherra með fund í Eyjum og Óli Pétur vildi ná sambandi við hann. Það var ekki erfitt, í fund- arhléi þá axlaði Óli Pétur sig að Davíð og sagðist vera búinn að komast að því að þeir væru náskyldir. Því til sönnunar dró hann úr pússi sínu mynd af sér og mynd af Davíð sem hann taldi að væru svo líkar að ekki færi neitt á milli mála um skyldleika þeirra. Að vísu var enginn svipur með þeim en það skipti ekki máli. Óli Pét- ur spurði Davíð hvort honum þættu myndirnar ekki ótrúlega líkar. Davíð tók undir þetta og sagði að myndirnar væru svo líkar að það væri erfitt að sjá hvor væri hvað. „Já finnst þér það ekki,“ sagði Óli Pétur þá, „hvor held- ur þú að sé hvað.“ Maður mætir ekki lengur Óla Pétri með einlægu spurn- ingarnar sínar og vangavelturnar úr veröld sem var að mestu sunnan und- ir Heimakletti. Samfélagið er fátæk- ara, því það er einum hlýja og einlæga persónuleikanum færra í áhöfninni. Margir munu sakna Óla Péturs en nú er hann kominn á ról með pabba sín- um sem kvaddi fyrir nokkrum vikum og það skyldi þó aldrei vera að hann hafi sótt strákinn sinn sem treysti svo á hann. Góður Guð verndi Óla Pétur, varð- veiti minninguna um hann hjá þeim sem þótti svo vænt um hann vegna hans mörgu góðu kosta sem allir gátu lært af. Árni Johnsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.