Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 45
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 45 HEIÐARGERÐI - UPPRUNALEGT Tvílyft 113 fm tengihús ásamt 32 fm bílskúr. Á neðri hæð er forstofa, þvh., eldhús, hol, snyrting og stofur. Á efri hæðinni eru 4 herb., hol og bað. Húsið er allt í upprunalegu ástandi og þarfnast standsetningar. V. 14,5 m. 3926 MELABRAUT- SELTJARNARNESI Mjög fallegt 136,5 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 32,8 fm bílskúr með hita, vatni og rafmagni. Húsið skiptist þannig: tvær stofur, eldhús, 4 herbergi, svefn- herbergisgangur, forstofa, hol, baðher- bergi, gestasalerni, þvottahús, geymsla. Parket á gólfum og endurnýjað bað- herbergi. V. 29,5 m. 3888 GEITASTEKKUR Fallegt og vel skipulagt 267,5 fm einbýli ásamt 28 fm bílskúr. Húsið er á einni hæð og hálfum kjallara. Hæðin 180 fm og 87 fm í kjallara sem er með sérinng. og hægt að útbúa séríbúðaraðstöðu. Stórar stofur, sérsvefnherbergisálma og fallegur garður. Eignin er staðsett innst í botnlangagötu. Vönduð og vel staðsett eign. V. 27,5 m. 3914 SKEIÐARVOGUR - 7 HERBERGJA Vorum að fá í sölu mjög fallegt 166 fm endaraðhús á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur og fimm herbergi. Möguleiki er að útbúa litla íbúð í kjallara. Gróinn garður með timburverönd. V. 19,9 m. 3936 NAUSTABRYGGJA - 174 6 herbergja glæsileg 174 fm íbúð á tveimur hæðum m. stæði í bílageymslu, tvennum svölum og mikilli lofthæð. Á neðri hæðinni er hol, borðstofa, stofa, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús. Á efri hæðinni er gott hol, tvö herbergi og baðherbergi. V. 21,9 m. 3943 FLÓKAGATA Vorum að fá í sölu mjög fallega 72 fm 3ja herb. íbúð í risi í fallegu húsi við Flókagötu. Góðir kvistir eru á íbúðinni. Íbúðin er laus strax. Verð 13,9 millj. Einng er til sölu 98 fm efri hæð í sama húsi. Henni tilheyrir 35 fm bílskúr. Hæðin er laus í des. 2004. V. 19,9 m. 3905 RÁNARGATA Sérlega falleg 3ja herbergja íbúð í fallegu 4-býlishúsi á eftirsóttum stað. Íbúðin skiptist þannig: stofa, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi og hol. Sérgeymsla með hillum fylgir í kjallara. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara. V. 12,9 m. 3933 GOÐHEIMAR - FALLEG ÍBÚÐ Á GÓÐUM STAÐ Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja 66,1 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi í þríbýlishúsi. Eignin skiptist í eldhús, stofu, tvö herbergi og baðherbergi. Sér- geymsla og sameiginlegt þvottahús er á sömu hæð. Húsið lítur mjög vel út og er nýlega málað að utan. Parket og flísar á gólfum. V. 11,3 m. 3931 LAUFRIMI - GLÆSILEG 3ja herb. 100 fm endaíb. m. tvennum svölum og glæsilegu útsýni. Íbúðin er öll mjög rúmgóð og skiptist í tvö stór herb., stóra stofu, rúmgott eldhús og bað. V. 14,7 m. 3803 FURUGRUND - LAUS FLJÓTLEGA Falleg og vel skipulögð ca 58 fm íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, rúmgott svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og góða stofu. Vestur- svalir. Nýlegt eikarparket er á öllum gólfum nema baðherbergi. Í kjallara er sérgeymsla, hjólageymsla og þurrkherbergi. V. 10,3 m. 3927 Höfðabakki Atvinnuhúsnæði Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Mögulegt er að skipta ofangreindum stærðum í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir höfuðstöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s. iðnað, heildsölu, skrifstofustarfsemi o.fl. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. 1. hæð 280 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 266 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 481 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 2. hæð 1.460 fm Skrifstofur/þjónusta Mjög hagstæð leiga LJÓSAVÍK 27 - OPIÐ HÚS Í DAG Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fasteignasali Í - I Í Hafnarfirði LJÓSAVÍK 27, 112 Grafarvogi. Falleg 107 fm 4ra herb. endaíbúð með sérinngangi ásamt 25,9 fm innb. bílskúr. Fallegt stórt eldhús með flísum á gólfi, falleg ljós eikarinnrétting, vönduð 4ra hellu gaseldavél með ofni, fallegur stór háfur yfir eldavél - mjög góður borðkrókur. Út frá eld- húsi er þvottahús. Tvö góð barnaherbergi og mjög stórt hjónaherbergi. Glæsilegt baðherbergi. Góð stofa með útgang á stórar suðursvalir. Verð 17,9 m.kr. Geir Þorsteinsson, sími 820 9500, sýnir eignina í dag, sunnudag, á milli kl. 14 og 16 Landsvirkjunarmenn fengu nokkra bændur neðan virkjunar á sitt band þegar þeir sögðu heima- mönnum að stífla í Laxárdal ætti að vernda og rækta ána og þar með væri stífluhækkun hugsanlega lög- leg, fyrir þeim vekti nefnilega að glæða laxveiði í Laxá í Aðaldal og bæta rekstrarskilyrði um leið. Eitt- hvað hafa nú þessi sjónarmið staðið í Umhverfisstofnun trúi ég. Nýlegar sandrannsóknir benda til þess að sandburður í Laxá sé ekki meiri nú en áður og sveiflur í lax- veiði neðan virkjunar verði ekki raktar til sandburðar nema að litlu leyti. Einfalt er í þessu sambandi að horfa til sveiflna í laxveiði í hlið- aránum tveimur sem falla til ósa með Laxá, Reykjadalsá og Mýr- arkvísl. Hitt liggur í augum uppi að samkvæmt tölum úr drögum að matsáætlun Landsvirkjunar fyllist fyrirhugað stíflulón í Laxárdal af sandi á 20–30 árum og þá verður ekki nokkur möguleiki að fjarlægja hann nema með mikilli umhverf- isröskun og tilkostnaði. Önnur rök Landsvirkjunar og ráðherra umhverfismála eru þau að Laxárvirkjun sé svo óhagkvæm nú að sennilega verði að loka henni ef ekki fæst að stífla. Stjórn Landeig- endafélagsins og ýmsir aðrir hafa bent á leiðir til að bæta rekstur virkjunarinnar án stífluhækkunar og kynnt þær. Þetta eru ábyrgar til- lögur sem ég geri ekki að umræðu- efni hér en hafa verið ræddar við Landsvirkjunarmenn. Óskað hefur verið eftir því að Landsvirkjun birti rekstrar- og af- komutölur Laxárvirkjunar svo hægt verði að meta þær, því það er jú það eina sem að baki þessari fram- kvæmdatillögu liggur, þ.e. rekstur og afkoma. Landsvirkjun hefur neitað að birta tölurnar en klifar sí- fellt á því að þetta sé óhagkvæm rekstrareining. Fyrst svo er ætti Landsvirkjun ef til vill að bjóða virkjunina til sölu, í ljósi nýs laga- umhverfis í orkumálum verður að teljast líklegt að áhugasamir kaup- endur finnist. Forráðamenn Landsvirkjunar hóta Aðaldælingum að leggja niður virkjunina fái þeir ekki að gera sandgeymslu í Laxárdal og þar með missi Aðaldælingar spón úr aski sínum, þannig stilla þeir hópi heimamanna upp við vegg og segja, annaðhvort eruð þið með okkur eða móti. Þetta finnast mér ekki siðleg vinnubrögð, enda hljóta menn að sjá í gegnum þetta. Í drögum að tillögu að matsáætlun Landsvirkjunar er einnig látið að því liggja að afhend- ing á orku til grannbyggða Lax- árvirkjunar verði ótrygg ef ekki fá- ist að hækka stíflu. Það er mikil vanvirðing við sveitarstjórnarmenn að hóta með þessum hætti og ótækt að slíkum aðferðum sé beitt. Ráðherra/Landsvirkjun tala eins og verið sé með breytingarákvæð- inu að auka verndarstig, þ.e. tryggja heimamönnum neitunarvald og bæta þannig stöðu þeirra. Raun- in er sú að þessi gjörningur opnar fyrir stóraukið umhverfisrask í hjarta sjálfs verndarsvæðisins í tíu ár og gengur þar með gegn öllum anda laganna sjálfra. Bráðabirgða- ákvæðið tryggir að verndarlögin sjálf verndi ekki svæðið ef einhver vill fara í framkvæmdir. Umhverfisráðherra hefur und- anfarið orðið tíðrætt um að eðlilegt sé að meta fyrst umhverfisáhrif af framkvæmdinni áður en tekin er af- staða til hennar. Um þetta er það að segja að á síðustu árum hefur það orðið æ ljósara að mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda hefur alls ekkert verið notað til þess að afla upplýsinga til grundvallar ákvörðun um það hvort af framkvæmdum verður. Þetta verður best útskýrt með því að benda á hvernig úr- skurðir umhverfisráðherra hafa fall- ið frá upphafi. Í engu tilfelli hefur ráðherra talið framkvæmd hafa um- talsverð umhverfisáhrif og lagst gegn henni! Undirstofnun umhverf- isráðherra, Skipulagsstofnun, hefur að vísu viljað stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir vegna umhverfis- áhrifa tvisvar eða þrisvar (af u.þ.b. 160 málum!) en ráðherra hefur þá snúið því jafnharðan við. Um þetta þarf ekki fleiri orð. Um eitt eru menn sammála, ekki er um að ræða framkvæmd sem hefur aukna orkuöflun sem meg- inmarkmið. Þessu hafa forstjóri og stjórnarformaður Landsvirkjunar báðir lýst yfir opinberlega að und- anförnu. En hvað þýðir það? Það hangir þá engin samfélagsleg upp- bygging á spýtunni, eins og jafnan er í umdeildum náttúruvernd- armálum sem þessu! Enginn stór- iðnaður og engin uppbygging í hér- aðinu, eingöngu aukinn hagnaður af lítilli vatnsaflsvirkjun. Það vekur því furðu að umhverfisráðherra sjái ástæðu til þess að hætta pólitískum ferli sínum við þessar aðstæður. Að framansögðu tel ég líklegt að rafmagnið frá litlu Laxárvirkjun með 10 eða 12 metra stíflu gæti orð- ið dýrt rafmagn ef fórnarkostnaður vegna röskunar á einstöku lífríki og landslagi er reiknaður í raf- orkuverðið. Það kom mjög á óvart að um- hverfisráðherra Íslands stæði fyrir því að rjúfa sátt sem skynsamir stjórnmálamenn úr öllum flokkum stóðu að á sínum tíma. Ef ekki verður gripið í taumana á næstu vikum og ákvæðið um stíflu- hækkun fellt út úr lagatextanum munu fara af stað harðvítugar deil- ur sem búast má við að skaði jafnt stjórnmálamenn, Landsvirkjun og heimamenn. Ný Laxárdeila er í uppsiglingu. Umhverfisráðherra eða meirihluti alþingismanna verður að taka umdeildu stífluheimildina sem fyrst út úr lagatextanum, ann- að er óverjandi. Höfundur er skólastjóri og landeig- andi í Laxárdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.