Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 43
stofnunin göngudeildarkomur og komur á slysa- og bráðamóttöku ekki til „afkasta“ starfsmanna. Hve margar voru meðferðirnar? Ríkisendurskoðun tekur ekki með í útreikningum sínum allar „með- ferðir“ sem veittar voru á LSH árið 2002. Það ár voru legur 32.477, dag- deildarkomur 97.717, göngudeild- arkomur 197.380 og komur sjúk- linga á bráða- og slysadeild 65.821 (3). Samtals eru þetta 393.395 með- ferðir og heildarfjöldi stöðugilda starfsmanna LSH á hverjar 1000 legur og komur verður því aðeins 9,6. Ríkisendurskoðun reiknar „meðferðirnar“ hins vegar aðeins 56.832 og fær því út að 67 starfs- menn þurfi fyrir hverjar 1000 með- ferðir á LSH. Reikningskúnstir Auðvitað er það fráleitt hjá undirrit- uðum að leggja saman í eina heild- artölu „meðferðir“ (legur og komur) sem ekki eru jafngildar og reikna síðan út einhverja meðaltalsafkasta- tölu allra starfsmanna LSH. Hitt er þó enn verri aðferð hjá Ríkisend- urskoðun að taka einungis með hluta (88%) af skráðum legum, lítinn hluta (25%) af dagdeildarkomum og alls ekki þær komur sem tilheyra göngu- deildum og slysa- og bráðamóttöku, en nota engu að síður fullan fjölda stöðugilda starfsmanna LSH við út- reikninginn. Frá voru dregnar þær meðferðir (legur og dagdeildakom- ur) sem tilheyrðu geðsviði, öldr- unarsviði og meðgöngu- og fæðing- ardeildum, en sá fjöldi starfsmanna, sem þessum verkum sinnti, var ekki jafnframt dreginn frá. Meðferðir á rúm Á sama hátt og að ofan er lýst var farið að þegar reiknaður var fjöldi „meðferða“ á hvert rúm á LSH. Þrátt fyrir fullyrðingu í skýrslunni um að allar legur á LSH séu teknar með í samanburðinum voru aðeins 88% þeirra notaðar. Dreginn var frá sá fjöldi meðferða sem talinn var til- heyra fyrrgreindum sviðum, en öll rúm sömu sviða voru þó talin með, þannig að auðvitað fækkaði með- ferðum á hvert rúm tilsvarandi. Með þessari reikningskúnst má reikna út að „meðferðir“ á LSH hafi aðeins verið 59,4 á hvert rúm, eða 34% færri en á samanburðarsjúkrahús- unum. Séu hins vegar allar legur og dagdeildarkomur taldar, og öll rúm- in (956), verða meðferðir 136 á hvert rúm á LSH, eða 52% fleiri en á há- skólasjúkrahúsunum utan London. Skilvirkni sjúkrahúss Skilvirkni sjúkrahúss má meðal ann- ars greina í nýtingu legurýma og í meðallegutíma. Samkvæmt tölum úr ársskýrslu LSH (3) var rúmanýting 84,8% og samkvæmt tölum sem finna má á heimasíðu breska heil- brigðisráðuneytisins (2) var rúm- anýting háskólasjúkrahúsanna utan London á bilinu 82–91%. Þar getur LSH vel við unað í samanburðinum. Meðallegutími háskólasjúkrahús- anna, samkvæmt sömu heimildum, var á bilinu 4,9–14,1 dagur og með- allegutími LSH í heild var 9,1 dagur, en 5,2 dagar án geðdeilda, öldrunar og endurhæfingar. Einnig í þeim samanburði getur LSH vel við unað. Meðallegutími samkvæmt sjúk- dómaflokkun (DRG) var einnig skoðaður af Ríkisendurskoðun og reyndist LSH hafa styttri legutíma í sjö af tíu algengustu flokkunum (70%) miðað við samanburð- arsjúkrahúsin. Svipað á við um flokkun samkvæmt sérgreinum. Þarna er komin enn ein vísbend- ingin um góða skilvirkni starfs- manna LSH. Gæði þjónustu Á einfaldan hátt má segja að afköst sjúkrahúss byggist á því að veita sem flestum sjúklingum þjónustu, því fleiri sjúklingar sem fá meðferð þeim mun meiri afköst. Afköst án gæða eru þó lítils virði. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar má einmitt finna samanburð á gæðum með nokkrum einföldum mælikvörðum. Reyndust gæði þjónustu meiri á LSH en á ensku sjúkrahúsunum í níu viðmiðunarhópum af þeim tíu sem skoðaðir voru (mælikvarðar: út- skriftartími, endurinnlagnir og dán- artíðni). Enn getur LSH því vel við unað í þessum samanburði. Lokaorð Niðurstaðan hlýtur að verða sú að afköst starfsmanna LSH séu í góðu lagi þegar þau eru borin saman við afköst starfsmanna á háskólasjúkra- húsum utan London. Einu gildir þá hvort notaðar eru tölur um fjölda starfsmanna á hverjar 1000 með- ferðir eða um fjölda meðferða á rúm. Rúmanýting LSH er alveg við- unandi, svo og legutími sjúklinga, sérstaklega þegar frá eru talin þau lækningasvið sem annast langleg- usjúklinga. Meðallegutími sam- kvæmt sjúkdómaflokkum og sér- greinum er svipaður og á bresku sjúkrahúsunum. Þá gefa tilgreindir gæðamælikvarðar ekki tilefni til um- kvörtunar, gæði þjónustu LSH voru meiri í 90% tilvika. Nauðsynlegt er að hafa allt þetta í huga þegar vitnað er í niðurstöðurnar í skýrslu Rík- isendurskoðunar í umræðum manna á meðal. Heimildir: 1. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík. Mat á árangri. Stjórnsýsluendurskoðun. Ríkisendurskoðun, nóvember 2003. 2. Hospital Activity Summary og Hospital Episode Summary. Vefsíður breska heil- brigðisráðuneytisins (www.doh.gov.uk). 3. Ársskýrslur Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og Stjórnunarupplýsingar. (www.landspitali.is.) Höfundur er læknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og fulltrúi í stjórn læknaráðs LSH. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 43 www.101skuggi.is Sími 588-9090Sími 530-1500 Glæsilegar fullbúnar íbúðir verð frá 14,6 - 24,6 milljónir kr. Við bjóðum m.a. vandaðar, nýtískulegar og vel hannaðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í 101 Skugga- hverfi. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna. Hverri íbúð fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu. Gerið samanburð á gæðum og verði við aðrar eignir á svæðinu. 2 og 3 herbergja íbúðir í miðborginni Íbúðir til afhendingar í september 2004 Verðdæmi: 69 m2 2 herb. 14,6 m kr. 73 m2 2 herb. 17,2 m kr. 95 m2 3 herb. 19,9 m kr. 102 m2 3 herb. 21,7 m kr. 117 m2 3 herb. 24,5 m kr. 123 m2 3 herb. 24,6 m kr. Bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir. Uppl. hjá ERON í síma 515 7440 og 894 8905 - eron@eron.is Möðrufell 13 3ja herbergja – Laus strax Til sölu og sýnis í dag frá kl. 14-16 mjög falleg 3ja herbergja íbúð á 3. hæð, u.þ.b. 78 fm. Parket á stofu, vestursvalir. Ágætar og snyrtilegar innréttingar. Íbúðin er laus við kaupsamning. Frá- bært útsýni yfir Elliðaárnar og til fjalla. Hús klætt að utan og í toppstandi. Verð aðeins 9,6 millj. Eiríkur og Ásta sýna í dag frá kl. 14-16. Símar 557 4973 og 868 9919 Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 12-14 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík jöreign ehf Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, SUMARBÚSTAÐIR HRAUNBORGIR - GRÍMSNESI Gullfallegur bústaður í þessu vinsæla landi. Tilbúinn heilsársbústaður. Þjónustumiðstöð rétt hjá, sundlaug og margir golfvellir innan seilingar. Verðtilboð óskast. Nr. 4074 LANDIÐ HVERAGERÐI - EINBÝLI Hús á einni hæð ásamt viðbyggðum bílskúr. Stend- ur á stórri hornlóð miðsvæðis í bænum. Stærð með bílskúr 152 fm. Ekkert áhvílandi. Laust strax. Mögul. skipti á minni íbúð í Reykjavík. Verð 10,9 millj. Nr. 4022 2JA HERB. SNORRABRAUT Góð íbúð á 2. hæð. Rúmgóð herb., fallegt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Sturta. Rúmgott eldhús. Verð 8,7 millj. Nr. 5201 3JA HERB. HJARÐARHAGI Falleg 3ja herb. íbúð, um 82,0 fm, á 4. hæð. Glæsilegt útsýni. Stórar suðursvalir. Parket á gólfi. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Nýl. gler. Verð 12,9 millj. EINBÝLI ÁSBÚÐ - GARÐABÆ Fallegt og vel staðsett einnar hæðar einbýlishús, um 196,0 fm með innbygðum tvöföldum 52 fm bílskúr. Flísar og parket á gólfum. Falleg gró- in lóð. Laust fljótlega. Verð 28,0 millj. Nr. 4076 KÓPAVOGSBRAUT - M. BÍLSKÚR Sérlega vel staðsett einnar hæðar ein- býlishús ásamt tvöf. bílskúr. Stærð alls 179,0 fm. Stór og fallega gróin lóð. Frábær stað- setning, hornlóð. LAUST STRAX. VERÐ 23,9 millj. Nr. 3806 BAUGHÚS Vandað einbýli á pöllum ásamt innb. bílskúr. Parket á gólfum, góð loft- hæð, útsýni fallegt. Húsið stendur ofan við götu. Gróin lóð. Stærð 195 fm. Verð 28,8 millj. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast., s. 588 4477 - valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Óskum eftir 4ra-5 herb. íbúð með bílskúr í Linda- eða Salahverfi fyrir fjár- sterkan kaupanda sem nú þegar hefur selt hús sitt í Lindahverfi. Mjög góðar greiðslur í boði. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign og rúmur af- hendingartími. Allar nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í síma 896 5221. 4ra-5 herb. + bílskúr óskast Sala- eða Lindahverfi Álfatún 17 - Kópavogi 3ja herb. íbúð með bílskúr Opið hús frá kl. 14-16 Góð 87 fm íbúð á 2. hæð, efstu hæð, ásamt 21 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað í Kópa- vogi. Íbúðin skiptist í flísal. forst., rúmgóða parketl. stofu með útg. á svalir, 2 svefnherb., bæði með skápum, eldhús með borðað- stöðu og flísalagt baðherbergi. Glæsilegt útsýni yfir Fossvogsdalinn. Laus fljótlega. Verð 16,5 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.