Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 43
stofnunin göngudeildarkomur og
komur á slysa- og bráðamóttöku
ekki til „afkasta“ starfsmanna.
Hve margar voru
meðferðirnar?
Ríkisendurskoðun tekur ekki með í
útreikningum sínum allar „með-
ferðir“ sem veittar voru á LSH árið
2002. Það ár voru legur 32.477, dag-
deildarkomur 97.717, göngudeild-
arkomur 197.380 og komur sjúk-
linga á bráða- og slysadeild 65.821
(3). Samtals eru þetta 393.395 með-
ferðir og heildarfjöldi stöðugilda
starfsmanna LSH á hverjar 1000
legur og komur verður því aðeins
9,6. Ríkisendurskoðun reiknar
„meðferðirnar“ hins vegar aðeins
56.832 og fær því út að 67 starfs-
menn þurfi fyrir hverjar 1000 með-
ferðir á LSH.
Reikningskúnstir
Auðvitað er það fráleitt hjá undirrit-
uðum að leggja saman í eina heild-
artölu „meðferðir“ (legur og komur)
sem ekki eru jafngildar og reikna
síðan út einhverja meðaltalsafkasta-
tölu allra starfsmanna LSH. Hitt er
þó enn verri aðferð hjá Ríkisend-
urskoðun að taka einungis með hluta
(88%) af skráðum legum, lítinn hluta
(25%) af dagdeildarkomum og alls
ekki þær komur sem tilheyra göngu-
deildum og slysa- og bráðamóttöku,
en nota engu að síður fullan fjölda
stöðugilda starfsmanna LSH við út-
reikninginn. Frá voru dregnar þær
meðferðir (legur og dagdeildakom-
ur) sem tilheyrðu geðsviði, öldr-
unarsviði og meðgöngu- og fæðing-
ardeildum, en sá fjöldi starfsmanna,
sem þessum verkum sinnti, var ekki
jafnframt dreginn frá.
Meðferðir á rúm
Á sama hátt og að ofan er lýst var
farið að þegar reiknaður var fjöldi
„meðferða“ á hvert rúm á LSH.
Þrátt fyrir fullyrðingu í skýrslunni
um að allar legur á LSH séu teknar
með í samanburðinum voru aðeins
88% þeirra notaðar. Dreginn var frá
sá fjöldi meðferða sem talinn var til-
heyra fyrrgreindum sviðum, en öll
rúm sömu sviða voru þó talin með,
þannig að auðvitað fækkaði með-
ferðum á hvert rúm tilsvarandi. Með
þessari reikningskúnst má reikna út
að „meðferðir“ á LSH hafi aðeins
verið 59,4 á hvert rúm, eða 34%
færri en á samanburðarsjúkrahús-
unum. Séu hins vegar allar legur og
dagdeildarkomur taldar, og öll rúm-
in (956), verða meðferðir 136 á hvert
rúm á LSH, eða 52% fleiri en á há-
skólasjúkrahúsunum utan London.
Skilvirkni sjúkrahúss
Skilvirkni sjúkrahúss má meðal ann-
ars greina í nýtingu legurýma og í
meðallegutíma. Samkvæmt tölum úr
ársskýrslu LSH (3) var rúmanýting
84,8% og samkvæmt tölum sem
finna má á heimasíðu breska heil-
brigðisráðuneytisins (2) var rúm-
anýting háskólasjúkrahúsanna utan
London á bilinu 82–91%. Þar getur
LSH vel við unað í samanburðinum.
Meðallegutími háskólasjúkrahús-
anna, samkvæmt sömu heimildum,
var á bilinu 4,9–14,1 dagur og með-
allegutími LSH í heild var 9,1 dagur,
en 5,2 dagar án geðdeilda, öldrunar
og endurhæfingar. Einnig í þeim
samanburði getur LSH vel við unað.
Meðallegutími samkvæmt sjúk-
dómaflokkun (DRG) var einnig
skoðaður af Ríkisendurskoðun og
reyndist LSH hafa styttri legutíma í
sjö af tíu algengustu flokkunum
(70%) miðað við samanburð-
arsjúkrahúsin. Svipað á við um
flokkun samkvæmt sérgreinum.
Þarna er komin enn ein vísbend-
ingin um góða skilvirkni starfs-
manna LSH.
Gæði þjónustu
Á einfaldan hátt má segja að afköst
sjúkrahúss byggist á því að veita
sem flestum sjúklingum þjónustu,
því fleiri sjúklingar sem fá meðferð
þeim mun meiri afköst. Afköst án
gæða eru þó lítils virði. Í skýrslu
Ríkisendurskoðunar má einmitt
finna samanburð á gæðum með
nokkrum einföldum mælikvörðum.
Reyndust gæði þjónustu meiri á
LSH en á ensku sjúkrahúsunum í
níu viðmiðunarhópum af þeim tíu
sem skoðaðir voru (mælikvarðar: út-
skriftartími, endurinnlagnir og dán-
artíðni). Enn getur LSH því vel við
unað í þessum samanburði.
Lokaorð
Niðurstaðan hlýtur að verða sú að
afköst starfsmanna LSH séu í góðu
lagi þegar þau eru borin saman við
afköst starfsmanna á háskólasjúkra-
húsum utan London. Einu gildir þá
hvort notaðar eru tölur um fjölda
starfsmanna á hverjar 1000 með-
ferðir eða um fjölda meðferða á rúm.
Rúmanýting LSH er alveg við-
unandi, svo og legutími sjúklinga,
sérstaklega þegar frá eru talin þau
lækningasvið sem annast langleg-
usjúklinga. Meðallegutími sam-
kvæmt sjúkdómaflokkum og sér-
greinum er svipaður og á bresku
sjúkrahúsunum. Þá gefa tilgreindir
gæðamælikvarðar ekki tilefni til um-
kvörtunar, gæði þjónustu LSH voru
meiri í 90% tilvika. Nauðsynlegt er
að hafa allt þetta í huga þegar vitnað
er í niðurstöðurnar í skýrslu Rík-
isendurskoðunar í umræðum manna
á meðal.
Heimildir:
1. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík.
Mat á árangri. Stjórnsýsluendurskoðun.
Ríkisendurskoðun, nóvember 2003.
2. Hospital Activity Summary og Hospital
Episode Summary. Vefsíður breska heil-
brigðisráðuneytisins (www.doh.gov.uk).
3. Ársskýrslur Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss og Stjórnunarupplýsingar.
(www.landspitali.is.)
Höfundur er læknir á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi og fulltrúi í stjórn
læknaráðs LSH.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 43
www.101skuggi.is
Sími 588-9090Sími 530-1500
Glæsilegar fullbúnar íbúðir
verð frá 14,6 - 24,6 milljónir kr.
Við bjóðum m.a. vandaðar, nýtískulegar og vel
hannaðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í 101 Skugga-
hverfi. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna.
Hverri íbúð fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu.
Gerið samanburð á gæðum og verði
við aðrar eignir á svæðinu.
2 og 3 herbergja íbúðir í miðborginni
Íbúðir til afhendingar í september 2004
Verðdæmi:
69 m2 2 herb. 14,6 m kr.
73 m2 2 herb. 17,2 m kr.
95 m2 3 herb. 19,9 m kr.
102 m2 3 herb. 21,7 m kr.
117 m2 3 herb. 24,5 m kr.
123 m2 3 herb. 24,6 m kr.
Bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir.
Uppl. hjá ERON í síma 515 7440 og 894 8905 - eron@eron.is
Möðrufell 13
3ja herbergja – Laus strax
Til sölu og sýnis í dag frá kl. 14-16 mjög falleg 3ja herbergja
íbúð á 3. hæð, u.þ.b. 78 fm. Parket á stofu, vestursvalir. Ágætar
og snyrtilegar innréttingar. Íbúðin er laus við kaupsamning. Frá-
bært útsýni yfir Elliðaárnar og til fjalla. Hús klætt að utan og í
toppstandi. Verð aðeins 9,6 millj.
Eiríkur og Ásta sýna í dag frá kl. 14-16.
Símar 557 4973 og 868 9919
Netfang: kjoreign@kjoreign.is
Heimasíða: www.kjoreign.is
Sími 533 4040 • Fax 533 4041
Opið í dag frá kl. 12-14
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
Ármúla 21 • Reykjavík
jöreign ehf
Dan V.S. Wiium hdl.,
lögg. fasteignasali
Erlendur Davíðsson,
lögg. fasteignasali
Hákon R. Jónsson,
sölumaður
Ólafur Guðmundsson
sölustjóri,
SUMARBÚSTAÐIR
HRAUNBORGIR - GRÍMSNESI Gullfallegur bústaður í þessu vinsæla landi.
Tilbúinn heilsársbústaður. Þjónustumiðstöð rétt hjá, sundlaug og margir golfvellir innan
seilingar. Verðtilboð óskast. Nr. 4074
LANDIÐ
HVERAGERÐI - EINBÝLI Hús á einni hæð ásamt viðbyggðum bílskúr. Stend-
ur á stórri hornlóð miðsvæðis í bænum. Stærð með bílskúr 152 fm. Ekkert áhvílandi.
Laust strax. Mögul. skipti á minni íbúð í Reykjavík. Verð 10,9 millj. Nr. 4022
2JA HERB.
SNORRABRAUT Góð íbúð á 2. hæð. Rúmgóð herb., fallegt baðherbergi flísalagt í
hólf og gólf. Sturta. Rúmgott eldhús. Verð 8,7 millj. Nr. 5201
3JA HERB.
HJARÐARHAGI Falleg 3ja herb. íbúð, um 82,0 fm, á 4. hæð. Glæsilegt útsýni.
Stórar suðursvalir. Parket á gólfi. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Nýl. gler. Verð
12,9 millj.
EINBÝLI
ÁSBÚÐ - GARÐABÆ Fallegt og vel staðsett einnar hæðar einbýlishús, um
196,0 fm með innbygðum tvöföldum 52 fm bílskúr. Flísar og parket á gólfum. Falleg gró-
in lóð. Laust fljótlega. Verð 28,0 millj. Nr. 4076
KÓPAVOGSBRAUT - M. BÍLSKÚR Sérlega vel staðsett einnar hæðar ein-
býlishús ásamt tvöf. bílskúr. Stærð alls 179,0 fm. Stór og fallega gróin lóð. Frábær stað-
setning, hornlóð. LAUST STRAX. VERÐ 23,9 millj. Nr. 3806
BAUGHÚS Vandað einbýli á pöllum ásamt innb. bílskúr. Parket á gólfum, góð loft-
hæð, útsýni fallegt. Húsið stendur ofan við götu. Gróin lóð. Stærð 195 fm. Verð 28,8
millj.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg.
fast., s. 588 4477 - valholl.is -
Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Óskum eftir 4ra-5 herb. íbúð með bílskúr í Linda- eða Salahverfi fyrir fjár-
sterkan kaupanda sem nú þegar hefur selt hús sitt í Lindahverfi. Mjög
góðar greiðslur í boði. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign og rúmur af-
hendingartími.
Allar nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í síma 896 5221.
4ra-5 herb. + bílskúr óskast
Sala- eða Lindahverfi
Álfatún 17 - Kópavogi
3ja herb. íbúð með bílskúr
Opið hús frá kl. 14-16
Góð 87 fm íbúð á 2. hæð, efstu
hæð, ásamt 21 fm bílskúr á
þessum eftirsótta stað í Kópa-
vogi. Íbúðin skiptist í flísal. forst.,
rúmgóða parketl. stofu með útg.
á svalir, 2 svefnherb., bæði með
skápum, eldhús með borðað-
stöðu og flísalagt baðherbergi.
Glæsilegt útsýni yfir Fossvogsdalinn. Laus fljótlega. Verð 16,5 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.