Morgunblaðið - 22.02.2004, Side 54

Morgunblaðið - 22.02.2004, Side 54
MINNINGAR 54 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ✝ Sveinn Guð-mundsson Sveinsson fæddist í Hafnarfirði 4. júní 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðlaug Ágústa Guðmundsdóttir, f. 1883, d. 1954, og Sveinn Guðmunds- son, f. 1875, d.1929. Sveinn var yngstur 9 systkina. Látin eru: Guðfinna Jónína f. 1907, d. 1999, Guðmunda f. 1908, d. 1996, Þórunn f. 1910, d. 1997, Guðmundur f. 1911, d. 1966, Guð- bergur f. 1915, d. 1974, Guðlaug f. 1918, d. 2000. Eftir lifa Björg f. 1913 og Jens Ólafur Páll f. 1917. Þegar Sveinn var tveggja ára veiktist faðir hans af berklum og fór á Vífilsstaði. Þá fór Sveinn í band milli Sveins og telpunnar og reyndist hann síðar hennar börn- um góður afi. Önnur börn Jensu eru Elísabet, f. 1946, Antony, f. 1948, Lindy, f. 1949 og Finn, f. 1953, öll búsett í Færeyjum. Sveinn var sannkallaður þúsund þjala smiður, gat allt sem hann sneri sér að. Sem ungur maður tók hann vélstjórapróf á minni báta og stundaði alltaf af og til eigin trilluútgerð og fiskverkun allt til ársins 1970. Einn vetur á yngri árum fór hann í tónlistar- skóla og spilaði eftir það bæði á orgel og klarinett. Hann hafði yndi af góðri tónlist og naut þess að hlusta á góðan söng. Hann tók þátt í uppbyggingunni á Suður- nesjum eftir stríðið, vann í Breta- vinnunni og síðar hjá Varnarlið- inu á Miðnesheiði. Sveinn og Jensa hófu búskap á Hvalsnesi 1966 en 1969 giftu þau sig og fluttu í eigið hús í Sandgerði. Eftir það vann hann í fiskvinnslu og síðustu starfsárin hjá Aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 fluttu þau í húsnæði eldri borgara að Suðurgötu 17–21 í Sandgerði. Útför Sveins fór fram í kyrrþey frá Hvalsneskirkju 21. febrúar. fóstur til ömmusystur sinnar Guðlaugar Eyj- ólfsdóttur, f. 1859, d. 1926, og Páls Magnús- sonar útvegsbónda á Hvalsnesi, f. 1857, d. 1940, sem þar bjuggu með tveimur börnum sínum, Magnúsi, f. 1892 d. 1970, og Guð- rúnu Sigurrós, f. 1900, d. 1985. Ólst hann upp hjá systkin- unum við bústörf og önnur störf sem til féllu á útvegsbænda- heimili og síðar einnig með eiginmanni og dætrum Guð- rúnar, en þeim systrum reyndist hann ætíð sem besti bróðir. Árið 1965 kynntist Sveinn Jensu Petersen Pálsdóttur frá Færeyj- um, f. 20.7. 1924, og fylgdi henni yngsta dóttir hennar af fyrra hjónabandi, Mikkalína Magnusen, f. 1959. Myndaðist strax gott sam- Elsku besti Svenni minn, ég man eins og var það í gær er ég sá þig í fyrsta sinn. Ég og Finn bróðir vor- um að flytja til þín frá Færeyjum, ég var þá 6 ára og Finn var 12 ára, þú stóðst á bryggjunni og beiðst okkar, þessi stóri og mikli maður. Alveg frá fyrstu stundu tengdust bönd á milli okkar sem aldrei hafa slitnað, þú gekkst mér strax í föður stað og betri föður gat ég ekki hugsað mér. Þú elskaðir mig og lést mig alltaf finna að ég ætti pláss í hjarta þínu, ég elska þig eins og dóttur elskar föður. Aldrei í gegnum öll þessi ár reiddist þú mér eða skammaðir, allt- af rólegur og yfirvegaður, fullur af væntumþykju, enda hændust börn alltaf mikið að þér. Þú kenndir mér svo margt og allt gott. Og seinna meir er börnin mín fæddust eitt af öðru reyndist þú þeim yndislegur og traustvekjandi afi sem þau áttu allt- af öruggt skjól hjá og breiðan faðm að halla sér að. Ég kveð þig Svenni minn með djúpum söknuði og með þá fullvissu að þú hvílir nú öruggur í faðmi Drottins, þar sem engin veikindi, tár eða sorgir finnast. Hvíl í friði og takk fyrir allt sem þú varst fyrir mömmu, mig og börnin mín. Þín fósturdóttir Mikkalína. Elsku Svenni, takk fyrir allt sem þú varst fyrir okkur og mömmu, við erum svo þakklátar að hafa kynnst þér og átt samverustundir með þér, alltaf tókstu vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn til ykkar og þú lést okkur alltaf finna að við og makar okkar og börn værum alltaf velkomin. Það var alltaf gaman að fá ykkur til Færeyja til okkar, og eig- um við margar góðar minningar um þær heimsóknir. Farðu í friði elsku Svenni, hafðu ekki áhyggjur af mömmu, hún verð- ur í góðum höndum. Saknaðarkveðj- ur. Elísabeth, Anthony, Lindy og fjölskyldur. Til afa. Hæ elsku afi minn, mér finnst svo leiðinlegt að þú sért farinn frá mér, við höfðum það svo gott saman og mér leið alltaf svo vel hjá þér. Það var svo gaman að gera við hjólið mitt með þér og þú kenndir mér svo margt gott, eins og þegar við fórum í sund saman. Ég veit ekki hvernig það verður án þín afi, ég mun sakna þín svo mikið. Ég vildi að þú gætir verið í fermingunni minni, en ég veit að þú ert hjá Jesú og hefur það gott, þú verður alltaf í hjarta mínu. Ég vil bara segja bless afi minn og við sjáumst í Himnaríki. Þinn afastrákur Aron. Jæja, elsku afi minn, nú eru farinn frá okkur, ég sakna þín svo mikið. Ég man þegar við fórum í sund sam- an þegar ég var lítill, svo fórum við heim til ömmu eftir á og hún grillaði samloku og þú keyptir litla iscola handa mér. Svo þegar þú kenndir mér að tefla og að lesa, við fórum að veiða saman, fórum í eggjaleit, tók- um upp kartöflur, svo kenndir þú mér að keyra úti á Hvalsnesi. Þetta voru svo skemmtilegir tímar. Þú hefur alltaf verið mér sem pabbi, því ég hef aldrei átt neinn pabba, og það skemmtilegasta við þetta allt saman er að þú reiddist mér aldrei. Þú hefur hjálpað mér svo mikið, ég hef alltaf getað hallað mér að ykkur ömmu. Það er gott að vita að þú ert laus við allar kvalir og alla sjúkdóma. Núna líður þér loks- ins vel. Mér finnst svo skrítið að koma heim til ömmu núna og þú ert ekki þar. Ég skal passa ömmu vel, þang- að hún kemur til Himna til þín. Ég elska þig afi minn og sakna þín. Takk fyrir allt. Þinn afastrákur Sveinn (Svenni litli). Kæri afi, þá er komið að stundinni sem ég kveið svo fyrir, en ég veit að þú verður alltaf hjá okkur í hjörtum okkar. Ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman, það er hægt að telja þær endalaust upp. Þú kenndir mér að lesa, synda og hjóla, við máluðum bílskúrshurð- ina saman og smíðuðum niðri í kjall- ara saman. Við fórum í marga bíl- túra saman, sóttum ömmu upp á völl í vinnuna hennar þegar ég var lítil og svo margt annað. Annía mín elsk- ar þig svo heitt og þó að hún sé bara tveggja ára þá vissi hún vel að þú varst veikur og hún var alltaf að strjúka á þér handlegginn og pass- aði þig. Ég mun alltaf tala við hana um langafa og hafa mynd af þér hjá henni. Þú verður alltaf í hjörtum okkar, minning þín lifir með okkur hvar sem við verðum elsku besti afi minn. Við Annía Celinda elskum þig báðar. Þitt afabarn Jórunn Díana. Hæ, elsku afi minn, nú ertu farin frá okkur, sem ég á svo erfitt með að sætta mig við. En þegar ég hugsa um það, þá veit ég að við eigum eftir að hittast aftur á betri stað og þang- að til mun Jesús passa þig, afi minn. Ég á svo góðar minningar um okkur saman. Manstu þegar ég vildi alltaf koma með þér í kjallarann að smíða og þegar þú kenndir mér að smíða bíl sem ég málaði grænan, ég var svo glöð að eiga svona góðan afa. Ég man þér þótti svo gaman að synda og varst fastur gestur í lauginni og oft fórum við systkinin með þér. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa okk- ur og leiðbeina, alltaf þolinmóður og góður, betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Það er eins og það var í gær þegar þú kenndir mér nokkur lög á orgelið í stofunni ykkar og ég reyndi að syngja með þegar þú spil- aðir. Takk fyrir hvað þú elskaðir mig mikið og ég elska þig líka elsku afi minn. Ég sakna þín svo mikið. Manstu hvað þú hlóst mikið þegar ég sagði að eitthvað væri svo ógeðs- lega gott. Allar þessar minningar og aðrar geymi ég í hjarta mínu, þær eru mér svo dýrmætar. Ekki hafa áhyggjur af ömmu, ég skal passa hana fyrir þig afi minn. Við hittumst aftur og tökum nokkur spil. Ég elska þig og þú munt alltaf eiga pláss í hjarta mínu, þú ert besti afi í heiminum. Saknaðarkveðjur, þín afastelpa Tinna. Elsku afi minn, ég elska þig og ég veit að þú elskar mig. Ég man þegar við fórum að synda saman, það var svo gaman að vera með þér, þú hjálpaðir mér að læra heima, alltaf svo þolinmóður og góður, ég man eins og það var í gær. Þú hefur alltaf hjálpað okkur í vandræðum og erf- iðleikum. Mér fannst svo gaman að koma í heimsókn til þín og ömmu, við spiluðum og fengum okkur síðan nýbakaða jólaköku sem þú hafðir bakað, það er uppáhaldsjólakakan mín. Ég sakna þín elsku afi minn, ég veit að þú vakir yfir okkur og passar okkur á hverjum degi. Það er svo tómlegt hérna án þín, ég vildi að þú gætir haldið utan um mig einu sinni enn. Hafðu það gott í Paradís og ég skal passa ömmu fyrir þig. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, elsku afi minn. Við söknum þín öll, við hitt- umst aftur síðar. Takk fyrir að hafa alltaf verið hjá okkur. Saknaðarkveðjur, þín afastelpa Elísabet. Elsku Svenni minn, núna ertu far- inn þangað sem þú ert örugglega búinn að bíða eftir lengi. Ég veit að þú hefur það gott núna. Minning- arnar sem eru hér eftir eru allar góðar. Ég man þegar þú varst að skutla okkur Svenna eitt skiptið, þú ætlaðir að gá hvort það væri hált og snarhemlaðir, ég man hvað mér brá og þú hlóst bara, síðan byrjuðum við öll að hlæja. Mér fannst þú alltaf svo fyndinn og hlógum við mikið saman. Aldrei varstu reiður, þú varst algjör perla. Mér fannst alltaf svo gaman að elda fyrir ykkur bæði, ég man að síðast þegar ég eldaði fyrir þig sagð- ist þú ekki hafa fengið svona góðan mat lengi. Þessi fjögur ár sem ég hef þekkt þig hafa verið frábær kynni SVEINN G. SVEINSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.