Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 53 ✝ Ingibjörg Sölva-dóttir fæddist í Kálfárdal í Göngu- skörðum í Skagafirði 6. ágúst 1907. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðinesi 3 febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sölvi Guðmundsson frá Auðnum í Sæmund- arhlíð, f. 24. október 1868, d. í Reykjavík 15. maí 1953, og Sig- urlaug Gunnarsdótt- ir, f. 9. september 1865, d. 1922, ættuð frá Skíðastöð- um í Laxárdal í Skagafirði. Ingi- björg var yngst af sjö systkinum er upp komust, auk þess átti hún einn hálfbróður, Sigurð Þorsteins- son, sem fór með föð- ur sínum á öðru ári til Kanada og varð þar seinna stórauð- ugur hóteleigandi. Systkini Ingibjargar voru: Skúli, f. 1894, d. 1922, ókvæntur; Margrét, f. 1896, d. 1922, ógift; Stefán, f. 1898, d. 1976, ókvæntur; Elín, f. 1900, d. 1990, gift Hirti Guðmundssyni leigubílstjóra hjá Hreyfli; Guðmund- ur, f. 1901, d. 1976; Jón, f. 1903, d. 31. janúar 1996, barnlaus; Sæunn Guðmundsdótt- ir, uppeldissystir á Skíðastöðum. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey. Elsku nafna mín, það kom mér jafn mikið á óvart eins og það kom mér ekki á óvart að þú værir dáin. Þegar ég fékk fréttirnar að heiman helltust yfir mig minningar og það kom mér mjög á óvart að allt í einu var ég hætt að gráta og farin að hlæja. Ég man sérstaklega eftir deginum sem ég kvaddi þig til að fara út til Detroit og það sem stóð upp úr í þeirri heimsókn var það að ég vissi þá að þú varst mjög ham- ingjusöm. Það er kannski eina huggunin sem ég get haldið í vegna þess að ég gat ekki verið viðstödd jarðarförina og kvatt þig almenni- lega. Minningin um þig er svo björt vegna þess að þú varst alltaf svo bjartsýn og alltaf var stutt í hlát- urinn. Það er erfitt að vera sorg- mæddur þegar að maður veit að þú fékkst það sem þú þráðir allra mest og það var það að fá að hitta bróð- urinn sem þú gast ekki hitt fyrr. Ég er mjög fegin því að þú hafðir kom- ið í eina lokaheimsókn heim á Krók- inn og ég er fegin því að þú fékkst að hitta Sherrie frænku okkar. Ég veit að þetta var draumur sem rættist hjá ykkur báðum. Allar hugsanir mínar og bænir eru hjá þér og ég veit að þú ert hérna og vakir yfir mér og passar mig. Sherrie bað mig um að senda áfram saknaðar og stuðningskveðj- ur til fjölskyldunnar. Ástarkveðja. Þín frænka Margrét Huld Einarsdóttir. Elsku Inga frænka eða nafna, af því nafni þekkjum við þig best þó þú værir aðeins nafna hennar mömmu þá festist nafnið einhvern veginn við þig og við systurnar höf- um frá því við vorum litlar aðeins kallað þig nöfnu. Ég hugsa til þín og það sem kemur upp í hugann er þinn einstaki hlátur og léttleiki, þú hafðir yndislegt skopskyn og er ég viss um að það er stór hluti af því hversu langlíf þú varst. Þú hefðir orðið 97 ára á þessu ári en þú vildir fá að fara og eiginlega ákvaðst að þinn tími væri kominn. Hinn 3. febrúar lagðir þú svo af stað í stærsta ferðalag lífsins. Núna ertu farin frá okkur, elsku nafna, og við munum sakna þín mikið en þú hef- ur sameinast öllum þínum systk- inum og foreldrum á ný sem þú hef- ur ekki séð svo lengi, ég bið góðan guð um að vaka yfir ykkur öllum. Elsku nafna það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig aftur í þessu lífi. Ég minnist allra heimsóknanna í Eskihlíðina með mömmu og pabba því alltaf þegar leið lá suður til Reykjavíkur komum við í heimsókn til þín. Það var ekki amalegt að koma í heim- sókn til þín, alltaf með brauð á borðum og svo fínt heimilið þitt og svo gafstu okkur systrunum alltaf smá aur þegar við kvöddumst. Það fannst okkur ofboðslega gaman. Ein skemmtilegasta minningin um þig var þegar við náðum í þig heim til þín og buðum þér í bíltúr og fór- um öll saman í tívolíið í Hveragerði. Það var svo gott veðrið og þú skemmtir þér svo vel. Þegar við svo komum aftur til Reykjavíkur þá ákvaðst þú að bjóða okkur í kaffi á Hótel Sögu. Ég man að ég pantaði mér rjómaís og fékk svo risastóran ís með mjög miklum þeyttum rjóma ofan á svo ég gat ekki borðað ísinn, en það var nú bara gaman að vera á svona fínum stað með þér. En það er komið að kveðjustund, nafna mín, og ég sé þig alveg fyrir mér eins og þegar þú kvaddir okk- ur alltaf þegar við vorum að fara að keyra norður, þá signdir þú alltaf yfir bílinn og baðst guð um að blessa okkur. Elsku nafna mín, nú bið ég guð að blessa þig og varð- veita þig um alla eilífð. Ég á fullt af góðum minningum um þig sem ég mun aldrei gleyma. Elsku frænka, hvíl í friði. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Þýð. Steingr. Thorst.) Þínar frænkur, Lilja Guðrún Einarsdóttir og Harpa Lind Einarsdóttir. Ingibjörg föðursystir mín ólst upp í stórum systkinahópi í Kálf- árdal. 15 ára gömul flyst hún með for- eldrum sínum að Skíðastöðum í Laxárdal en það var óðal móður hennar. Tveimur árum síðar eða 17 ára missir hún móður sína og tvö elstu systkini sín. Hefur það verið mikið áfall fyrir föður hennar og systkini sem eftir voru. Um 1930 flytur Inga til Reykja- víkur en Elín systir hennar var far- in fyrir nokkru suður. Vann hún þar ýmis störf en 1940 stofnaði hún með tveimur stúlkum Þvottahúsið Grýtu við Laufásveg sem varð mjög virt þvottahús á sínum tíma. Þetta þvottahús rak hún í yfir 30 ár eða fram um 1970. Ingibjörg var ógift og barnlaus. Ég vil með nokkrum orðum kveðja og minnast föðursystur minnar og nöfnu eins og börnin mín kölluðu hana. Ég kynntist þeim Skíðastaðasystrum vorið 1953 þeg- ar Sölvi afi minn var jarðsunginn hér á Króknum. Eftir það lá leið mín suður til Keflavíkur í vinnu eins og fleiri á þeim árum. Buðu þær mér að vera er ég kæmi suður. Þar var gott að vera, í Mávahlíð 10 en þar átti Elín heima en Inga var mikið hjá henni enda mjög sam- rýndar. Ég gleymi ekki upprúlluðu pönnukökunum með púðursykri og ekta súkkulaðidrykknum með. Síðar byggði Inga sér fallegt heimili í Eskihlíð 22. Þar var gott að vera. Þegar við hjónin komum til Reykjavíkur þá átti hún það til að bjóða okkur út á Sögu í kvöldverð. Þar röbbuðum við saman um heima og geima. Oftast leitaði hugurinn norður, að fá fréttir úr Laxárdaln- um og Skagafirði. Það birti alltaf á Skíðastöðum þegar þú komst norð- ur á sumrin til að hjálpa bræðrum þínum við bústörfin, en þeir voru lengst af einir eftir að faðir ykkar féll frá. Stundum var pabbi þar líka nokkur ár en hann átti heima á Króknum síðari hluta ævinnar. Mér er minnisstætt sumarið þegar við Jói Múr, en ég var þá að læra múr- verk hjá honum, pússuðum íbúðar- húsið utan og innan. Inga var fyrir norðan, eldaði ofan í mannskapinn, þá var nú gustur á kellu. Þegar við vorum búnir var hún með veislu- kaffi. Þá kom hún inn með gin- flösku í hendinni, skellti henni á borðið og sagði: „Fáið þið ykkur nú almennilega út í kaffið, þið eigið það skilið.“ Þó hafði hún sjálf ekki vín um hönd, svona var Inga. Börnunum okkar Grétu voru þær systur hlýjar og góðar. Þær voru ófáar jólagjafirnar sem þær sendu norður. Var alltaf jafn gaman að opna pakkana frá þeim. Það fór aldrei á milli mála hvar maður hafði Ingu, hún var traust og hreinskilin. Eiginleikar sem prýða hvern mann. Ég kveð kæra frænku mína með söknuði og hlýju. Þakka þér fyrir vináttu við börnin okkar og barna- börn, þau senda þér kveðju. Blessuð sé minning þín. Ragnar og Gréta. Við systurnar viljum segja hér nokkur orð til minningar um elsku- lega frænku okkar eða „nöfnu“ eins og hún var alltaf kölluð. Það voru mikil forréttindi að fá að kynnast þér. Það var alltaf mikil tilhlökkun á hverju sumri þegar þú komst norður í Skagafjörð, en það gerðir þú á meðan heilsa þín leyfði. Var þá stefnan tekin á æskuslóðir til bræðra þinna á Skíðastöðum. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn í Eskihlíðina. Þú varst höfðingi heim að sækja og þótti okkur stundum nóg um allt sem þú ætlaðir okkur að borða. Svo bjóst þú um okkur, en dún- sængin er okkur minnisstæð, því þegar við vorum komnar í rúmið þá sáum við ekki fram að dyrum. Minningin er hlý. Það var ómet- anlegt að eiga þig að, elsku frænka og nafna. Hafðu þökk fyrir allt og allt Nú er horfin Nafnan mæta, þú náðir jafnan allt að bæta. Kærleiks þel að rækta, ræta nú rís hún fögur minning þín Svona varst þú „sólin mín“. (K. Á.) Inga og Linda Ragnarsdætur. Elsku nafna, eins og þú varst alltaf kölluð af okkur í fjölskyld- unni, nú hefur þú kvatt þennan jarðneska heim og flogið á vit æv- intýranna þar sem allt er svo gott. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur því allt mitt líf hefur þú verið til staðar. Ég man að þegar ég var lítil stelpa og fór Reykjavíkur komum við alltaf og vorum hjá þér í Eski- hlíðinni. Það var alveg fastur punkt- ur og alltaf jafn gaman. Eins langar mig til að þakka þér þegar við Óm- ar fluttum til Reykjavíkur og vant- aði húsnæði. Þá veittir þú okkur af- not af íbúðinni þinni í nokkra mánuði og var það ómetanlegur stuðningur. Þú varst alltaf svo góð, elsku nafna. Þú átt eftir að lifa sterkt í minningunni og ég mun geyma hana vel í hjarta mínu. Guð blessi þig og varðveiti. Á þig, Jesú Krist, ég kalla, kraft mér auka þig ég bið. Hjálpa þú mér ævi alla, að ég haldi tryggð þig við. (Þýð. Jón Esp.) Elín Lilja Ragnarsdóttir. INGIBJÖRG SÖLVADÓTTIR ✝ Erling Theodórs-son fæddist á Látrum í Aðalvík 17. júní 1934. Hann lést á heimili sínu í Mt. Vernon í Wash- ingtonríki í Banda- ríkjunum 1. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Mar- grét Friðriksdóttir Finnbogasonar á Látrum, f. 5. desem- ber 1910, d. 28. júlí 1968, og Theodór Jónsson Hjálmars- sonar á Látrum, f. 29. október 1913, fórst á línuveið- aranum Pétursey í fiskútflutningi til Englands í seinni heimsstyrj- öldinni 11. mars 1941. Systkini Erlings eru Kristbjörn Halldór, kvæntur Steinunni M. Guðmunds- dóttur í Reykjavík, Sjöfn, gift Bruce Brown í Mt. Vernon, Theo- dór Richard, kvæntur Hermaníu Halldórsdóttur á Ísafirði, Bára, gift Gunnari Jakobssyni í Kópa- vogi, Friðrik Þór, látinn, Þor- steinn Gunnar, kvæntur Soffíu Sigurðsson í Reykjavik, Unnur, gift Steindóri Ögmundssyni í Hafnarfirði, Óli Rafn, kvæntur Elísabeth Sigurðsson í Hanstolm í Danmörku. Á gamlársdag 1957 kvæntist Erling eftirlifandi eiginkonu sinni, Lollu Kristínu Hjálmtýsdót- ur, f. 22. júní 1933 í Keflavík. Dætur þeirra eru: 1) Sólrún Arna, f. 12. desember 1954 (kjör- barn). Börn hennar og fyrri manns hennar Dani- el Ray Henderson eru Jesse Ray, Krist- inn Ray (hans börn eru Payton og Ka- yanne), og tvíbura- systurnar Shavna og Shannon. Seinni maður Sólrúnar er Charles Redford. 2) Margrét, f. 9. nóv- ember 1961, gift Dennis Hurley, f. 1. september 1964, d. 14. september 1999. Synir þeirra eru De- rek Erling og Kyle Richard. Seinni maður Margrétar er John Haynes. Erling flutti frá Látrum með móður sinni eftir að faðir hans fórst. Var á ýmsum stöðum með henni og yngri bræðrum þar til hún kynntist seinni manni sínum Sigurði Þorsteinssyni frá Litlu- Hlíð á Barðaströnd, f. 10. apríl 1913, d. 16. mars 1984. Þau sett- ust að á Patreksfirði 1947 og þar sameinaðist fjölskyldan á ný. Er- ling fór kornungur að heiman til Keflavíkur. Hann vann hjá Varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli á þungavinnuvélum þar til hann flutti með fjölskyldu sína vestur um haf til Mt. Vernon 1969. Þar bjó fyrir Sjöfn systir hans. Hann hélt áfram störfum á þunga- vinnuvélum oft langt frá heimili sínu víðsvegar um Bandaríkin, m.a. við olíuleiðslur í Alaska. Út- för Erlings fór fram í Mt. Vernon 9. janúar. Erling mágur minn er látinn eftir mikla vanheilsu síðustu árin. Það var sárt að missa þau hjónin úr landi, enda náin fjölskylduböndin, en við vorum dugleg að heimsækja þau og voru þau ferðalög oft ævitýri líkust. Þau fóru með okkur vítt og breitt í óþekktri heimsálfu og gerðu okkur allt til ánægju. Heimili þeirra stóð ættingjum og vinum ávallt op- ið. Erling kom einnig nokkrar ferðir til Íslands með fjölskyldu sína og það urðu fagnaðarfundir, alltaf var farið vestur og þá til Aðalvíkur, þar sem ræturnar lágu. Hann kom heim síðast fyrir sjö árum, þá farinn að heilsu. Hann var gleðimaður, mikill harmonikuunnandi og lék sjálfur á hljóðfærið sér og öðrum til ánægju. Hann átti ekki langt að sækja það, því faðir hans lék á harmoniku fyrir dansi í Aðalvík, og fleiri eru tón- elskir í ættinni. Hann safnaði hljóm- plötum og diskum með harmoniku- leik, en hann vildi bara harmonikuna, engan söng með, hann var sér á parti. Íslensk tónlist var leikin við útför hans, þar á með- al harmonikuleikur Hrólfs Vagns- sonar og félaga og var það vel til fundið og í hans anda. Erling fylgdist vel með öllum nýj- ungum, fékk sér fljótlega tölvu og leitaði fanga frá ýmsum slóðum sér til fróðleiks og skemmtunar. Fylgd- ist vel með fréttum frá Íslandi og lét sig miklu varða hvernig mál þró- uðust hér heima. Hann fór víða í nýrri heimsálfu og gerði samanburð á lífsháttum manna þar á ýmsum stöðum og hér heima. Hann hafði ánægju af veiðiferðum, fór oft með kunningjum sínum á krabbaveiðar og eins í kúfisk-tínslu með fjölskyld- unni og naut þess að matreiða og bjóða gestum að smakka þessa gómsætu rétti. Erling var mikill heimilisfaðir og studdi dætur sínar með ráðum og dáð. Barnabörnin voru honum kær og ekki síst langafabörnin Payton og Kayanne. Þau sakna hans sárt. Hann veiktist alvarlega s.l. vor og var á sjúkrastofnunum utan síðustu mánuðina að hann komst heim með hjálp Margrétar dóttur sinnar og Johns manns hennar, að ógleymdri eiginkonunni, sem stóð sem klettur við hlið hans alla tíð. Þá var ómet- anlegt að hafa Sjöfn systur hans og Bruce svona nálægt. Hann lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar 1. janúar 2004 og var jarðsunginn í Mt. Vernon 9. janúar s.l. Ættingjar hans hér heima áttu ekki heiman- gengt við útför hans, en tveir bræð- ur hans og bróðursonur fylgdu hon- um þó síðasta spölinn. Við þökkum Erling góðar og glaðar stundir fyrr og síðar. Inni- legar samúðarkveðjur til eiginkonu og allrar fjölskyldunnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Steinunn M. Guðmundsdóttir. ERLING THEODÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.