Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ daga og maður fær tíu mínútur til að kynna hugmynd sína. Ég seldi þessa hugmynd til Norðurlanda og fékk meðframleiðanda frá National Geo- graphic sem sýndi svo þessa mynd í bandarísku sjónvarpi.“ Var ekki þolinmæðisverk að mynda mýsnar, varðst þú ekki að breytast næstum í mús?“ segi ég. Þorfinnur hlær. „Ég man varla neitt lengur hvernig ég fór að þessu,“ segir hann. „Ég viðurkenni reyndar að ég sé svolítið eftir að hafa látið músina Óskar deyja í lok myndarinnar og skilja maka sinn Helgu eftir eina í lífsbaráttunni. Ekki síst kom þessi tilfinning yfir mig þegar ég heyrði lít- il börn á sýningu í Kanada gráta þeg- ar uglan át Óskar.“ Lifðum eins og hirðingjar á mörkinni Þorfinni er þó enn í minni hvernig hann fór að því að mynda hestana í nýjasta verki sínu Hestasögu. „Þá fórum við á vettvang og lágum við úti á heiðum í nálægð við stóðið, við lifðum eins og hirðingjar á mörk- inni,“ segir hann. „Við vorum þrír og stundum fjórir meðan við vorum að bíða eftir að merin Kolka, aðalsögu- hetjan, kastaði. Hestarnir urðu að venjast okkur en það gekk nokkuð fljótt fyrir sig. Ég valdi stóð til að mynda með aðstoð Félags hrossa- bænda. Ég leitaði ákveðinna lita og samsetningar í stóðinu og með því að setja saman stóð frá þremur bæjum fékk ég togstreitu og spennu í hóp- inn, upp kom valdabarátta sem var nauðsynleg og fengin fram af ráðn- um huga til þess að búa til atburða- rás, hliðarsögur og þess háttar. Þetta er saga um frelsi og þrá, dulmagn sumarsins, hörku vetrarins og um leið er þetta ferðalag í gegnum árs- tíðirnar, þar sem eru alls kyns far- artálmar. Kvikmyndatakan tók sex- tán mánuði. Það er rómantík í þessari mynd, í henni er kallast á við landið, það er dálítill „Þorgils gjall- andi“ í henni. Ég reyndi þó við gerð hennar að finna nýjan farveg, segja sögu og skálda, ég vil gera myndir sem áhorfendur hafa gaman af,“ seg- ir Þorfinnur og brosir. Fengu ZDF/Arte sem meðframleiðendur „Hugmyndina að þessari mynd átti Helgi Sverrisson og Guðmundur Lýðsson, sem rekur fyrirtækið GL- Einstefna, vildi framleiða hana. Af því að þetta var mynd um hesta sló ég til. Eins og þegar músamyndin var í bígerð þá fór ég til Amsterdam með stúf til að sýna þar á ráðstefn- unni fyrrnefndu og það leiddi til að við fengum ZDF/Arte, sameiginlega menningarstöð þýska og franska sjónvarpsins, sem meðframleiðanda. Dagskrárstjórinn sem sér um þema- kvöld á sunnudagskvöldum hjá þess- ari stöð, sem sendir út efni til Þýska- lands og Frakklands, ákvað að gerast meðframleiðandi að myndinni og verður hún sýnd í báðum þessum löndum sama kvöldið ásamt fleiri myndum um villihesta. Einnig var myndin seld fyrirfram til CBC, kanadíska ríkissjónvarpsins, og til allra Norðurlandanna. Þetta hjálpar til við að framleiða svona mynd, sem er mjög dýr. Hilmar Örn Hilmarsson sér um tónlistina í myndinni og er mikill fengur að hans framlagi. Helgi Sverrisson og Jón Proppé höfðu skrifað ramma um ferðalag hesta gegnum árstíðirnar en síðan þegar við komum á vettvang breytt- ist sagan í takt við það sem gerðist, sagan í myndinni er því töluverður spuni líka, sem byggist m.a. á hvernig myndin er klippt saman. Á vettvangi þarf maður í raun að klippa myndina í huganum, taka myndskeið til að tengja saman búta, þannig að úr verði sú atburðarás sem maður sér fyrir sér. Það þarf að „hafa loft- netið uppi“ allan tímann. Þessi mynd er fyrst og fremst per- sónusaga Kolku og dóttur hennar Birtu litlu. Það er gaman að segja frá því að Birta er skírð í höfuðið á litla barnabarninu mínu, sem er mikill sólargeisli í fjölskyldunni. Mamma hennar veit ekki af þessu en sér það væntanlega í kvöld.“ Þess ber að geta að kona Þorfinns er Bryndís Gunnarsdóttir, skrif- stofustjóri hjá Garðheimum, og móð- ir Birtu litlu barnabarns heitir Thelma. Myndir af þeim mæðgum eru víða í vinnustofu Þorfinns, meðal annars undir myndum af Jóni Sigurðssyni og Byron lávarði. „Hvort ertu hrifnari af Jóni eða Byron?“ segi ég. „Byron, hann var pönkari síns tíma,“ svarar Þorfinnur að bragði. Í myndinni er fullt af kynlífi og ofbeldi Talið berst þessu næst að hestum og einkennum þeirra. „Hestar eru eins og fólk, þeir mynda vináttusambönd og sumir þeirra ráða, aðrir ekki,“ segir Þor- finnur. „Í þessari mynd er fullt af ofbeldi og kynlífi eins og í öllum góðum myndum. Þetta er „strákur-hittir- stelpu“-mynd – Hollywood-formúla, við persónugerum hestana og með því að búa til karaktera getur áhorf- andinn samsamað sig þeim. Ég leyni því ekki að ég hélt með Kolku, hún er afskaplega falleg meri en dálítið til baka, hún er hógvær og fékk aldrei að ráða almennilega og gegndi hlut- verki sáttasemjara að nokkru leyti í stóðinu.“ Ég spyr hvort karlmaðurinn í Þor- finni hafi kannski átt þarna hlut að máli, hvort eðlislæg aðdáun karl- kynsins á hógværð kvenkynsins hafi vakið aðdáun hans á Kolku? „Ég held ekki,“ segir Þorfinnur og hlær en verður þó var um sig. Á dög- um kvenréttinda er ekki ráðlegt að viðurkenna að hógværð kvenna skipti miklu máli. „Hvað heldur þú að konur vilji sjá í karlmönnum?“ spyr hann og lætur krók koma á móti bragði. „Ég held að þær vilji að ákveðnu marki sjá vald – ef kona er hrifin af manni gerist hún hógvær, leyfir hon- um í það minnsta að njóta sín út á við þótt hún sé kannski dálítið frek heima,“ segi ég. „Já. Gerist „lítil, ljúf og kát“, kannski er það ein tjáning á ást og er eins hjá hrossum. Ég tók eftir því að stóðhesturinn, sem fór með tvær merar á fjall, var skotnari í Kolku en forystumerinni, taktu eftir þessu í kvöld þegar þú sérð myndina,“ segir Þorfinnur hugsi. Við erum sammála um að Hestasaga hefði orðið öðruvísi ef kona hefði tekið hana. „Hún hefði sennilega gert mynd um stóðhestinn,“ segir Þorfinnur og hlær. Einhyrningurinn er tákn hins hreina Hestar og vinsældir þeirra í mynd- list eru næsta umræðuefni. „Hestar eru guðum líkir,“ segir Þorfinnur. „Einhyrningurinn er tákn hins hreina, það markast af því að hestar eru afskaplega falleg dýr. Kannski er sakleysi hestanna, stóðhugsun þeirra og undanlátssemi og að þeir ráðast aldrei á fólk forsenda þess að þeir hafa orðið táknmynd forms og feg- urðar í huga manna.“ Þorfinnur er ekki aðeins kunnugur hestum frá sveitaveru sinni sem drengur, hann fékkst við að temja hesta í Skagafirði á árum áður. „Ég var fyrst við tamningar í Ás- geirsbrekku og síðan á annarri Vatnsleysu. Þrátt fyrir að ég héldi í upphafi að ég vissi allt um hesta þá lærði ég dálítið í viðbót um atferli þeirra við gerð Hestasögu. Ég hefði hins vegar aldrei getað gert þessa mynd hefði ég ekki verið gamall hestamaður,“ segir hann. En eru hestar greindir? „Nei, ekki í þeim skilningi, en þeir hugsa eins í mörgum tilvikum; þótt þeir séu vissulega einstaklingar eru þeir líka ein heild, hjarðdýr sem er eiginlegt að halda hópinn. Þess vegna er auðvelt að temja hesta, þeir yfirfæra vald stóðhestsins yfir á tamningamanninn. Þetta gera hundar líka.“ Við fætur Þorfinns liggur átta ára íslenski hundurinn Kolgrímur, sem hann fékk sem hvolp. Þessi hundur er metfé að mati blaðamanns, blíður og beinlínis umhyggjusamur að sjá, greinilega mjög vel upp alinn. „Þessi hundur lítur á mig sem ofurhund,“ segir Þorfinnur stoltur og klappar hundinum sínum. Þorfinnur kveðst vera á móti því að berja hunda eða hesta til hlýðni. „En það þarf að vera staðfesta í öllu sem maður gerir þegar verið er að venja hunda og temja hesta. Það þarf að endurtaka og endurtaka þar til hesturinn gefst upp. Ég þekki ekki hestahvíslunaraðferðina amerísku, ég þekki bara íslensku aðferðina. Maður tekur t.d. trippi og setur á það múl með bandi. Síðan opnar maður réttina og lætur stóðið hlaupa út en þá tekur múllinn í og smám saman áttar hest- urinn sig á að hann verður að hlýða bandinu. Síðan er hnakkurinn settur á hann og hann látinn venjast honum. Í sumum tilvikum beitir maður hörku, ef hestar ausa mikið undan hnakkn- um eru bundnir sandpokar við fæt- urna á þeim þannig að þeir verða að láta undan. Tamning felst í að brjóta hestinn niður. Enska orðið yfir tamn- ingu er enda „Brake horse“.“ Skemmir maður eiginleika hests með því að temja hann? segi ég. „Þetta er heimspekileg spurning,“ svarar Þorfinnur. „Þetta fer eftir því hvers virði hesturinn er okkur, er hann augnayndi, er hann ætlaður til undaneldis eða á að nota hann til brúks? Við vitum að hestar sem fæð- ast og alast upp á litlum búgörðum í Þýskalandi missa viljann, þeir verða ekki fjörhestar. Það sem er yndislegt við íslenska hestinn er þessi vilji, fjör og snerpa sem er í þeim mörgum. Þessir eiginleikar eru t.d. nauðsyn- legir til að fá góða töltara. Íslenski hesturinn er frumstæður villihestur sem hefur þurft að þreyja þorrann og góuna úti í náttúrunni. Það tíðkaðist ekki fram eftir öldum að gefa hestum á veturna. Það er at- hyglisvert að sjá að þegar hestar híma í vetrarhörkum skiptast þeir á um að standa áveðurs. Þeir skynja að þeir verða að vera hluti af hópnum.“ Að lokum spyr ég Þorfinn hvað hann langi til að taka sér fyrir hendur næst í kvikmyndagerðinni. „Mér finnst að nú þegar ég er bú- inn að gera óhefðbundna heimilda- mynd, þ.e. myndina um Lalla Johns, og líka hefðbundna slíka mynd um Húsey, sem og tvær heimildamyndir til viðbótar um mýs og hesta, þá sé ég fullur áhuga á að gera leikna kvik- mynd eða sjónvarpsmynd eða jafnvel stuttmynd. Mig langar ekki að fest- ast í að vera heimildamyndagerðar- maður sem gerir myndir um dýr. Mig langar að leita nýrra leiða. Ég hef innra með mér hugmynd en ef ég segi frá henni fýkur hún út í loftið. En ég myndi nota atvinnuleikara í slíka mynd, ég hef séð of marga menn eyðileggja góðar myndir með því að hafa viðvaninga í burðar- hlutverkum.“ Mynd sem lætur engan ósnortinn Það er með eftirvæntingu í hjarta sem ég sest í sal nr. 1 í Háskólabíói að kvöldi viðtalsdagsins til að sjá frum- sýningu Hestasögu. Vegna viðtalsins hafði ég einstaklega gaman af uppá- komu þeirri þegar hestarnir í aðal- hlutverkunum voru látnir tölta yfir rauðan dregil á sviði bíósalarins, en þegar ég sá þá í myndinni í sínu til- komumikla fjalla- og sveitaumhverfi varð mér enn ljósara en í salnum hve nútíminn og tæknin eru á skjön við ímynd hestsins í íslenskum huga. Með þeim mun meiri gleði fylgdist ég með þessum glæsilegu dýrum á valdi ólíkra hvata sinna og hinnar íslensku náttúru í sínum margvíslegustu myndum. Og með óljósum trega kvaddi ég Kolku og folaldið hennar nýja, litla bróður Birtu sem í lok myndarinnar er orðin uppkomin og sjálfstæð. Ísland og sagan, náttúran og hestarnir – allt vefst þetta saman í volduga heild, sem í látleysi sínu læt- ur engan ósnortinn sem horfir á myndina Hestasögu. Þau flýja til fjalla, stóðhesturinn Ljómi, Kolka og Birta litla. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Allar stjörnur þurfa sinn rauða dregil. gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.