Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 39 SINFÓNÍUR Gustavs Mahlers hlutu seint viðurkenningu og munu margar enn umdeildar. Eftir sem áður teljast þær meðal umfangs- mestu og kröfuhörðustu hljómsveit- arverka ekki aðeins þýzkrar róm- antíkur, heldur vestrænnar tónlistar almennt. Þær eru því ekki ómarkverð mælistika á burði og getu hljómlistarmenningar sérhvers lands. Sjöunda sinfónían frá 1905, er leikin var fyrst hér á landi af Sin- fóníuhljómsveit æskunnar fyrir all- mörgum árum, hljómaði í fyrsta skipti í meðförum SÍ í fyrradag; að vísu við aðeins rúmlega miðlungs- aðsókn. E.t.v. var ekki við öðru að búast af minnst kunnu og sjaldnast fluttu hljómkviðu austurríska sin- fónistans (þ.e.a.s. á eftir nr. 8, er hvað mannaflakröfur varðar gæti sett fjárhald úr skorðum við stærri aðstæður en hér), enda varla töm öðrum en grónustu Mahleraðdáend- um, og oftast aðeins úr hljóðriti. Fyrir óhagvanan hlustanda var alltjent nóg af sérkennilegum uppá- tækjum í fimmþættu verki Mahlers, er stóð í fullar 82 mínútur án hlés – 6 mínútum lengur en rómuð upp- taka Bernards Haitink með Concertgebouw frá 1971 (sem gæti þó hugsanlega verið eitthvað stytt). Kynlegastir voru útþættirnir, eink- um þó I, er opinberaði líklega slitr- óttasta tónkveðskap Mahlers sem maður hefur eyrum barið. Virtist allt formskyn á hverfandi hveli í skaprásulu og oft herskáu tónlist- inni, er ýtti stundum undir ósjálfráð viðbrögð í stíl við alræmd ummæli Webers um Sjöu Beethovens, þar sem höfundur „upphafningar dans- ins“ var fullum fetum sagður klepptækur. Skyldi Mahler hafa verið með öllum mjalla? Tilhugs- unin varð óneitanlega uppáþrengj- andi, enda kvað hann hafa fengið sálgreiningarmeðferð hjá engum öðrum en Sigmundi Freud. Fínallinn (V) var allt að því jafn truflandi, þrátt fyrir hefðbundnari framhlið. Hér fór n.k. glanslúðrótt meistarasöngvaraviðhöfn brambolt- oso pomposo, er skipti inn á milli yf- ir í annarlega englasælu með maní- skt yfirspenntum undirtóni. Samt ekki með öllu ólíkt kaldhæðinni tón- tekt Sjostakovitsjar á fullnaðarsigri sovétkerfisins, duglega falinni undir háglansandi yfirborði. Að vísu var auðvelt að láta blekkjast af málm- blásurum SÍ, er voru þá orðnir vel heitir og blésu eins og sannkallaðir Surtar að sunnan með sviga lævi. Þrátt fyrir kjarnklofna formið og vænisjúku geðsveiflurnar lá samt undarlega hugfengur galdrasveipur yfir öllu, þökk sé lagrænu hugviti og gegnsærri orkestrunarsnilld tón- skáldsins. Fyrri „Næturmúsík“- þáttur Mahlers (II) spannaði allt frá vinalegum bangsamarsi með viðkomu í „Almglocken“-sæluseli Alpanna yfir í úrkynjaðan óperet- tutangó. Sá seinni (IV) gældi smeðjulega við hlustir á nótum ást- sjúkrar aftanlokku við gítar- og mandólínplink. Í miðju verki trón- aði spaugdraugaleg barnafæla Scherzósins (III), er skartaði m.a. beinskellandi smellplokki í strengj- um, aldarþriðjungi fyrir tilkomu „Bartók-pizzicatósins“. Hér var margt bráðvel spilað, sérstaklega upp úr fyrri Nætur- músíkþættinum eftir frekar loppinn blástur í I, þó að Ländler-hryn- sveifla Scherzósins væri framan af í stirðara lagi. Líkt og með Fjarka Sjostakovitsjar fyrir aðeins þrem vikum var enn og aftur veglegu grettistaki lyft, þegar risavaxið tón- verk komst á flug á aðeins fjórum dögum – hjá hljómlistarfólki er flest leit nóturnar augum í fyrsta sinn skömmu áður. Því miður fengu hlustendur ekki að upplifa iðandi tónheim Mahlers við skárri aðstæður en hranalegan eldhúshljómburð Háskólabíós, og kom það að vanda harðast niður á strengjum. Trúlega átti óvenjuleg uppstilling Petris (með 2. fiðlur hægra megin á sviði og kontrabassa og selló fyrir aftan 1. fiðlurnar til vinstri) að vega á móti því, þótt ekki heyrðist manni það bæta úr skák svo neinu næmi. Hinn kjarn- klofni Mahler TÓNLIST Háskólabíó Mahler: Sinfónía nr. 7. Sinfóníu- hljómsveit Íslands u. stj. Petris Sakaris. Fimmtudaginn 19. febrúar kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.