Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 42
SKOÐUN 42 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Framnesvegur 44 - nýjar 2ja herbergja íbúðir Opið hús í dag sími 530 6500 Bogi Pétursson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Vorum að fá í sölu tvær sérlega glæsilegar „nýjar“ 2ja herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru 74 fm og 61 fm að stærð. Allt er nýtt í íbúðunum t.d. vandað parket og innrétting- ar. Glæsilegt flísalagt baðherbergi o.fl. Íbúðirnar geta verið til afhendingar fljótlega. Opið hús í dag frá kl. 15-17. Nánari upplýsingar og myndir á www.Heimili.is Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Öll eignin við Álftamýri 1-3 er til leigu, samtals ca 1.600 fm. 706 fm á tveimur hæðum, innréttað sem aðgerða- og læknastofur. 264 fm á annarri hæð, innréttað fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur. 602 fm verslun og lager innréttað sem apótek. Mögulegt að leigja í smærri einingum ÁLFTAMÝRI/TIL LEIGU Mjög góð staðsetning. Mjög góð aðkoma. Næg bílastæði. Hagstæð leiga. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, sölustjóri atvinnuhúsnæðis. magnus@valholl.is sími 588 4477 gsm 822 8242 Vegna aukinnar eftirspurnar vantar okkur á söluskrá allar stærðir og gerðir atvinnuhúsnæðis Höfum einnig kaupendur að atvinnuhúsnæði með góðum langtímaleigusamningum á verðbilinu 30-300 milljónir og 500-1.000 milljónir. Um er að ræða trausta og örugga kaupendur. Er með mjög traustann kaupanda að atvinnuhúsnæði á verðbilinu 500-600 milljónir. Mjög öruggar greiðslur. Verður að vera langtímaleigusamningur. EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS Við hjá Valhöll leggjum áherslu á góða þjónustu, heiðarleika og vönduð vinnubrögð. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL SÖLU EÐA LEIGU Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Laugavegur - 148 fm skrifst. Nýtt á skrá til sölu/leigu skrifstofur á 4. hæð í lyftuh. Móttaka, 3 rúmg. skrifst. auk fundarh. Vandaðar og góðar innrétt. Mjög góð nýting. Aðgang- ur að eldh. og salerni í sameign. Hentar undir starfs. lögmanna, endurskoðenda. Verðtilboð. Grensásvegur - 340 fm skrifst. - nýtt á skrá Til sölu/leigu nýinnréttaðar glæsilegar skrif- st. á 3. hæð, 360 fm. Góð bílastæði. Hentar fyrir lögm., endursk., tannl., verkfr. o.fl. Lækkað verð 23,9 millj. Klettháls - nýbygging Stálgrindarhús, 1.650 fm, allt að 7,5 m lofthæð. Fullbúið að utan. Mögul. að skipta húsinu upp í smærri einingar ca 250-300 fm. Verður fullb. í maí-júní. Úti- pláss er mjög gott og verður allt malbik- að. Verðtilboð. Uppl. á skrifst. Magnús. Snyrti- og/eða nuddstofa Eiðistorgi Glæsilega nýinnréttuð snyrti- og/eða nuddstofa til leigu við Eið- istorg á Seltjarnarnesi. Fullbúin tækjum og húsgögnum. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar frá í nóvember 2003 (1) um samein- ingu sjúkrahúsanna í Reykjavík er því haldið fram að afköst á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) séu mun minni en á breskum sjúkrahúsum. Þetta hafa ýmsir stjórnmálamenn, og jafnvel starfsmenn í stjórnkerfi LSH, grip- ið á lofti og notað til réttlætingar á þeim samdráttaraðgerðum sem nú standa yfir. Ekki er þó allt sem sýnist í skýrslu Rík- isendurskoðunar. Al- varlegast er að stofn- unin vanreiknar stórlega fjölda „með- ferða“ sem starfsmenn sjúkrahússins veita og ofreiknar jafnframt fjölda starfsmanna sem tilgreindum meðferðum sinna. Þar að auki er áherslan næsta lítil á það sem betur er gert á LSH en á bresku sjúkrahúsunum. Í þessari grein verður gerð tilraun til að svara þessari þungu ásökun á hendur starfsmönnum LSH. Samanburðarsjúkrahúsin Niðurstöður Ríkisendurskoðunar byggjast á upplýsingum sem fengn- ar hafa verið frá bresku ríkisend- urskoðuninni (National Audit Of- fice) og frá ráðgjafarfyrirtæki (CHKS) sem selur ýmsum breskum sjúkrahúsum þjónustu sína. Margs konar upplýsingar um bresk sjúkra- hús og ýmsa afkastamælikvarða þeirra má einnig finna á ítarlegum vefsíðum breska heilbrigðisráðu- neytisins (2). Til samanburðar um afköst og gæði voru valin átta háskólasjúkra- hús utan London. Til samanburðar um skilvirkni og kostnað vegna starfsfólks voru til viðbótar valin níu háskólasjúkrahús í London og tólf bráðasjúkrahús utan London. Ekki kemur fram hvers vegna nauðsyn- legt þótti að hafa samanburðarhóp- inn um afköst og gæði annan en samanburðarhópinn um skilvirkni og kostnað. Rétt er hins vegar að benda strax á að afköst starfsmanna LSH og gæði meðferðar reynast síst verri en umræddra háskólasjúkra- húsa utan London, þegar grannt er skoðað. Hvað er Landspítalinn? Landspítali – háskólasjúkrahús er allt í senn: bráðasjúkrahús fyrir Reykjavík (fyrsta móttökustöð), svæðissjúkrahús fyrir Suður- og Vesturland (tilvísunarstöð erfiðari tilfella) og hátæknisjúkrahús fyrir landið allt (endastöð flóknustu til- fella), auk þess að vera kennslu- og vísindastofnun (háskólasjúkrahús) heilbrigðisgreinanna í Háskóla Ís- lands og Tækniháskóla Íslands. Loks sinnir LSH umtalsverðri geð- heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Það er því ekki auðvelt að finna al- veg sambærilegar stofnanir í öðrum lönd- um. Hugsanlegt er þó að háskólasjúkrahúsin utan London hafi hlut- verk sem komast nærri hinum ýmsu hlut- verkum LSH. Fram kemur þó í skýrslu Ríkisendurskoðunar að þessi sjúkrahús sinni ekki geðheilbrigðis-, öldrunar- og end- urhæfingarþjónustu „í eins ríkum mæli og LSH“. Á LSH er ein- mitt um helmingur legurúma (51%) notaður fyrir þessa þjónustu (3), en sú staðreynd gerir sanngjarnan samanburð við ensku sjúkrahúsin afar erfiðan. Stóru há- skólasjúkrahúsin í London eru án efa enn sérhæfðari en LSH og bráðasjúkrahúsin utan London ann- ars eðlis en LSH. Afköst sjúkrahúss Ríkisendurskoðun gerir tilraun til að nota svonefndar „meðferðir“ sem mælikvarða á afköst LSH. Til þess- ara meðferða telur stofnunin þó ein- ungis legur og dagdeildarkomur. Slíkt er mikil einföldun því að þjón- ustu sjúkrahúss við sjúklinga til- heyrir fjöldi verka sem með réttu má telja „meðferðir“, og eru unnin í tengslum við komur sjúklinga á göngudeildir og á slysa- og bráða- móttökudeildir. Ef vandlega á að skoða þarf að halda til haga, með góðu skráningarkerfi, öllum þeim fjölmörgu verkum sem starfsmenn sjúkrahúsanna framkvæma í þjón- ustunni við sjúklinga, hvort sem þau heita meðferð, umönnun, aðgerð, rannsókn, viðtal, vitjun, þjálfun eða ráðgjöf. Mælikvarðar afkasta Grófustu mælikvarðarnir á afköst sjúkrahúsa eru gjarnan birtir í árs- skýrslum þeirra (3). Þá er talinn heildarfjöldi legutímabila sjúklinga á legudeildum (svonefndar legur), heildarfjöldi daga á dagdeildum (dagdeildarkomur) og fjöldi heim- sókna (komur) á göngudeildir og slysa- og bráðadeildir. Margar deildir nota að auki sértæka mæli- kvarða á eigin afköst: fjölda og teg- undir skurðaðgerða, fjölda greining- araðgerða, fjölda blóðrannsókna, röntgenrannsókna, þjálfunarmeð- ferða og sérfræðiráðgjafa, bráðleika veikinda og hjúkrunarþyngd, svo nokkur dæmi séu nefnd. Samanburður sem felst einungis í upptalningu á grófustu mælikvörð- unum getur átt rétt á sér þegar stofnanir eru algerlega sambæri- legar eða þegar samanburðurinn þarf ekki að vera mjög nákvæmur. Hann tekur hins vegar ekki tillit til mismunandi eðlis starfseminnar á ólíkum deildum og stofnunum. Sjúk- lingar með ólíka sjúkdóma og mis- alvarleg veikindi fá að sjálfsögðu meðferð með mjög ólíku umfangi. Meðallengd legu á brjósthols- og hjartaskurðlækningadeild LSH er til dæmis tíu dagar, en meðallega á háls-, nef- og eyrnadeild er 2,2 dagar (3). Það væri mjög einhliða fram- setning að telja afköst starfsmanna á síðarnefndu deildinni fjórföld á við afköstin á þeirri fyrri. Hvað er meðferð? Nauðsynlegt er að ítreka að ofan- greindar „meðferðir“ eru ekki jafn- gildar. Ein lega, sem getur falist í margra sólarhringa umönnun sjúk- lings á legudeild sjúkrahúss með hjúkrun, lyfjameðferð, rannsóknum, sjúkraþjálfun og skurðaðgerðum, er ekki jafngild dagdeildarkomu, sem getur falist í dvöl sjúklings og með- ferð á deild daglangt eða hluta úr degi, og alls ekki jafngild svonefndri göngudeildarkomu, sem felst í stuttri heimsókn einstaklings til eft- irlits eða skammtímameðferðar á göngudeild. Vægi meðferða Til að gera slíkar „meðferðir“ jafn- gildar þarf að gefa þeim vægi, til dæmis þannig að hver sjúkra- húslega fái vægi sem byggist á dagafjölda meðallegu, hver dag- deildarkoma fái vægi sem byggist á klukkustundafjölda meðaldvalar á þeirri deild og hver göngudeild- arkoma á þeim meðalmínútufjölda sem heimsókn og meðferð taka þar. Þegar legur og komur hafa verið margfaldaðar með réttu vægi er loks réttmætt að leggja þessar ólíku „meðferðir“ saman í einfalda heild- artölu. Ríkisendurskoðun leggur saman legur og dagdeildarkomur, án þess að gefa þeim mismunandi vægi, eins og um jafngildar „með- ferðir“ sé að ræða. Þar að auki telur Afköst starfsmanna LSH eru í góðu lagi! Eftir Jóhann Heiðar Jóhannsson ’Niðurstaðan hlýtur aðverða sú að afköst starfsmanna LSH séu í góðu lagi þegar þau eru borin saman við afköst starfsmanna á háskóla- sjúkrahúsum utan London.‘ Jóhann Heiðar Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.