Morgunblaðið - 22.02.2004, Side 42

Morgunblaðið - 22.02.2004, Side 42
SKOÐUN 42 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Framnesvegur 44 - nýjar 2ja herbergja íbúðir Opið hús í dag sími 530 6500 Bogi Pétursson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Vorum að fá í sölu tvær sérlega glæsilegar „nýjar“ 2ja herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru 74 fm og 61 fm að stærð. Allt er nýtt í íbúðunum t.d. vandað parket og innrétting- ar. Glæsilegt flísalagt baðherbergi o.fl. Íbúðirnar geta verið til afhendingar fljótlega. Opið hús í dag frá kl. 15-17. Nánari upplýsingar og myndir á www.Heimili.is Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Öll eignin við Álftamýri 1-3 er til leigu, samtals ca 1.600 fm. 706 fm á tveimur hæðum, innréttað sem aðgerða- og læknastofur. 264 fm á annarri hæð, innréttað fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur. 602 fm verslun og lager innréttað sem apótek. Mögulegt að leigja í smærri einingum ÁLFTAMÝRI/TIL LEIGU Mjög góð staðsetning. Mjög góð aðkoma. Næg bílastæði. Hagstæð leiga. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, sölustjóri atvinnuhúsnæðis. magnus@valholl.is sími 588 4477 gsm 822 8242 Vegna aukinnar eftirspurnar vantar okkur á söluskrá allar stærðir og gerðir atvinnuhúsnæðis Höfum einnig kaupendur að atvinnuhúsnæði með góðum langtímaleigusamningum á verðbilinu 30-300 milljónir og 500-1.000 milljónir. Um er að ræða trausta og örugga kaupendur. Er með mjög traustann kaupanda að atvinnuhúsnæði á verðbilinu 500-600 milljónir. Mjög öruggar greiðslur. Verður að vera langtímaleigusamningur. EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS Við hjá Valhöll leggjum áherslu á góða þjónustu, heiðarleika og vönduð vinnubrögð. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL SÖLU EÐA LEIGU Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Laugavegur - 148 fm skrifst. Nýtt á skrá til sölu/leigu skrifstofur á 4. hæð í lyftuh. Móttaka, 3 rúmg. skrifst. auk fundarh. Vandaðar og góðar innrétt. Mjög góð nýting. Aðgang- ur að eldh. og salerni í sameign. Hentar undir starfs. lögmanna, endurskoðenda. Verðtilboð. Grensásvegur - 340 fm skrifst. - nýtt á skrá Til sölu/leigu nýinnréttaðar glæsilegar skrif- st. á 3. hæð, 360 fm. Góð bílastæði. Hentar fyrir lögm., endursk., tannl., verkfr. o.fl. Lækkað verð 23,9 millj. Klettháls - nýbygging Stálgrindarhús, 1.650 fm, allt að 7,5 m lofthæð. Fullbúið að utan. Mögul. að skipta húsinu upp í smærri einingar ca 250-300 fm. Verður fullb. í maí-júní. Úti- pláss er mjög gott og verður allt malbik- að. Verðtilboð. Uppl. á skrifst. Magnús. Snyrti- og/eða nuddstofa Eiðistorgi Glæsilega nýinnréttuð snyrti- og/eða nuddstofa til leigu við Eið- istorg á Seltjarnarnesi. Fullbúin tækjum og húsgögnum. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar frá í nóvember 2003 (1) um samein- ingu sjúkrahúsanna í Reykjavík er því haldið fram að afköst á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) séu mun minni en á breskum sjúkrahúsum. Þetta hafa ýmsir stjórnmálamenn, og jafnvel starfsmenn í stjórnkerfi LSH, grip- ið á lofti og notað til réttlætingar á þeim samdráttaraðgerðum sem nú standa yfir. Ekki er þó allt sem sýnist í skýrslu Rík- isendurskoðunar. Al- varlegast er að stofn- unin vanreiknar stórlega fjölda „með- ferða“ sem starfsmenn sjúkrahússins veita og ofreiknar jafnframt fjölda starfsmanna sem tilgreindum meðferðum sinna. Þar að auki er áherslan næsta lítil á það sem betur er gert á LSH en á bresku sjúkrahúsunum. Í þessari grein verður gerð tilraun til að svara þessari þungu ásökun á hendur starfsmönnum LSH. Samanburðarsjúkrahúsin Niðurstöður Ríkisendurskoðunar byggjast á upplýsingum sem fengn- ar hafa verið frá bresku ríkisend- urskoðuninni (National Audit Of- fice) og frá ráðgjafarfyrirtæki (CHKS) sem selur ýmsum breskum sjúkrahúsum þjónustu sína. Margs konar upplýsingar um bresk sjúkra- hús og ýmsa afkastamælikvarða þeirra má einnig finna á ítarlegum vefsíðum breska heilbrigðisráðu- neytisins (2). Til samanburðar um afköst og gæði voru valin átta háskólasjúkra- hús utan London. Til samanburðar um skilvirkni og kostnað vegna starfsfólks voru til viðbótar valin níu háskólasjúkrahús í London og tólf bráðasjúkrahús utan London. Ekki kemur fram hvers vegna nauðsyn- legt þótti að hafa samanburðarhóp- inn um afköst og gæði annan en samanburðarhópinn um skilvirkni og kostnað. Rétt er hins vegar að benda strax á að afköst starfsmanna LSH og gæði meðferðar reynast síst verri en umræddra háskólasjúkra- húsa utan London, þegar grannt er skoðað. Hvað er Landspítalinn? Landspítali – háskólasjúkrahús er allt í senn: bráðasjúkrahús fyrir Reykjavík (fyrsta móttökustöð), svæðissjúkrahús fyrir Suður- og Vesturland (tilvísunarstöð erfiðari tilfella) og hátæknisjúkrahús fyrir landið allt (endastöð flóknustu til- fella), auk þess að vera kennslu- og vísindastofnun (háskólasjúkrahús) heilbrigðisgreinanna í Háskóla Ís- lands og Tækniháskóla Íslands. Loks sinnir LSH umtalsverðri geð- heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Það er því ekki auðvelt að finna al- veg sambærilegar stofnanir í öðrum lönd- um. Hugsanlegt er þó að háskólasjúkrahúsin utan London hafi hlut- verk sem komast nærri hinum ýmsu hlut- verkum LSH. Fram kemur þó í skýrslu Ríkisendurskoðunar að þessi sjúkrahús sinni ekki geðheilbrigðis-, öldrunar- og end- urhæfingarþjónustu „í eins ríkum mæli og LSH“. Á LSH er ein- mitt um helmingur legurúma (51%) notaður fyrir þessa þjónustu (3), en sú staðreynd gerir sanngjarnan samanburð við ensku sjúkrahúsin afar erfiðan. Stóru há- skólasjúkrahúsin í London eru án efa enn sérhæfðari en LSH og bráðasjúkrahúsin utan London ann- ars eðlis en LSH. Afköst sjúkrahúss Ríkisendurskoðun gerir tilraun til að nota svonefndar „meðferðir“ sem mælikvarða á afköst LSH. Til þess- ara meðferða telur stofnunin þó ein- ungis legur og dagdeildarkomur. Slíkt er mikil einföldun því að þjón- ustu sjúkrahúss við sjúklinga til- heyrir fjöldi verka sem með réttu má telja „meðferðir“, og eru unnin í tengslum við komur sjúklinga á göngudeildir og á slysa- og bráða- móttökudeildir. Ef vandlega á að skoða þarf að halda til haga, með góðu skráningarkerfi, öllum þeim fjölmörgu verkum sem starfsmenn sjúkrahúsanna framkvæma í þjón- ustunni við sjúklinga, hvort sem þau heita meðferð, umönnun, aðgerð, rannsókn, viðtal, vitjun, þjálfun eða ráðgjöf. Mælikvarðar afkasta Grófustu mælikvarðarnir á afköst sjúkrahúsa eru gjarnan birtir í árs- skýrslum þeirra (3). Þá er talinn heildarfjöldi legutímabila sjúklinga á legudeildum (svonefndar legur), heildarfjöldi daga á dagdeildum (dagdeildarkomur) og fjöldi heim- sókna (komur) á göngudeildir og slysa- og bráðadeildir. Margar deildir nota að auki sértæka mæli- kvarða á eigin afköst: fjölda og teg- undir skurðaðgerða, fjölda greining- araðgerða, fjölda blóðrannsókna, röntgenrannsókna, þjálfunarmeð- ferða og sérfræðiráðgjafa, bráðleika veikinda og hjúkrunarþyngd, svo nokkur dæmi séu nefnd. Samanburður sem felst einungis í upptalningu á grófustu mælikvörð- unum getur átt rétt á sér þegar stofnanir eru algerlega sambæri- legar eða þegar samanburðurinn þarf ekki að vera mjög nákvæmur. Hann tekur hins vegar ekki tillit til mismunandi eðlis starfseminnar á ólíkum deildum og stofnunum. Sjúk- lingar með ólíka sjúkdóma og mis- alvarleg veikindi fá að sjálfsögðu meðferð með mjög ólíku umfangi. Meðallengd legu á brjósthols- og hjartaskurðlækningadeild LSH er til dæmis tíu dagar, en meðallega á háls-, nef- og eyrnadeild er 2,2 dagar (3). Það væri mjög einhliða fram- setning að telja afköst starfsmanna á síðarnefndu deildinni fjórföld á við afköstin á þeirri fyrri. Hvað er meðferð? Nauðsynlegt er að ítreka að ofan- greindar „meðferðir“ eru ekki jafn- gildar. Ein lega, sem getur falist í margra sólarhringa umönnun sjúk- lings á legudeild sjúkrahúss með hjúkrun, lyfjameðferð, rannsóknum, sjúkraþjálfun og skurðaðgerðum, er ekki jafngild dagdeildarkomu, sem getur falist í dvöl sjúklings og með- ferð á deild daglangt eða hluta úr degi, og alls ekki jafngild svonefndri göngudeildarkomu, sem felst í stuttri heimsókn einstaklings til eft- irlits eða skammtímameðferðar á göngudeild. Vægi meðferða Til að gera slíkar „meðferðir“ jafn- gildar þarf að gefa þeim vægi, til dæmis þannig að hver sjúkra- húslega fái vægi sem byggist á dagafjölda meðallegu, hver dag- deildarkoma fái vægi sem byggist á klukkustundafjölda meðaldvalar á þeirri deild og hver göngudeild- arkoma á þeim meðalmínútufjölda sem heimsókn og meðferð taka þar. Þegar legur og komur hafa verið margfaldaðar með réttu vægi er loks réttmætt að leggja þessar ólíku „meðferðir“ saman í einfalda heild- artölu. Ríkisendurskoðun leggur saman legur og dagdeildarkomur, án þess að gefa þeim mismunandi vægi, eins og um jafngildar „með- ferðir“ sé að ræða. Þar að auki telur Afköst starfsmanna LSH eru í góðu lagi! Eftir Jóhann Heiðar Jóhannsson ’Niðurstaðan hlýtur aðverða sú að afköst starfsmanna LSH séu í góðu lagi þegar þau eru borin saman við afköst starfsmanna á háskóla- sjúkrahúsum utan London.‘ Jóhann Heiðar Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.