Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 69
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 69 TALIÐ er að um 320 manns hafi farist í miklu slysi í Íran á miðvikudag. Þá sprungu í loft upp lestarvagnar við bæ sem heitir Neyshabur. Í vögnunum var bensín, áburður og brennisteinn. Vagnarnir voru lausir á járnbrautarteinunum. Þeir runnu af stað. Ekki er vitað hvers vegna. Ef til vill hefur jarðskjálfti komið þeim á hreyfingu. Vagnarnir runnu af stað og fóru út af sporinu á næstu stöð. Þar kviknaði í þeim. Þegar slökkvilið kom á staðinn og reyndi að slökkva eldinn sprungu þeir í loft upp. Um 320 manns týndu lífi. Þrjú þorp í nágrenninu urðu illa úti. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist í 75 kílómetra fjarlægð. Sagt er að um 400 manns hafi slasast. 320 farast í Íran Reuters Lestarvagnar brenna nærri Neyshapur í Íran. MAÐURINN sem fannst dáinn í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar hét Vaidas Jucevicius og var frá Litháen. Hann var fæddur árið 1974 og var 29 ára gamall. Lögreglan segir að í líkama hans hafi fundist um 60 hylki með samtals um 400 grömmum af eiturlyfjum. Vaidas flaug til Íslands frá Kaupmannahöfn 2. febrúar síðastliðinn. Þrír menn voru handteknir á föstudag í tengslum við rannsókn málsins, tveir Íslendingar og einn Lithái, en þeir voru áður búnir að gefa lögreglunni skýrslu þar sem þeir voru snemma taldir tengjast málinu. Þrír hand- teknir KNATTSPYRNUMENN KR færðu félagi sínu afmælisgjöf á dögunum þegar þeir sigruðu Fylki, 4:3, í bráðskemmtilegum úrslitaleik á Reykjavíkurmótinu í Egilshöllinni. KR fagnar 105 ára afmæli sínu um þessar mundir. Þetta er fyrsti sigur KR-inga í mótinu frá 1999 en þá lögðu þeir einmitt Fylki í úrslitaleik, 1:0, með marki Andra Sigþórssonar. Sigur KR er ekki síst athyglisverður sökum þess að liðið er án margra sterkra leikmanna, en alls eru 13 leikmenn úr æfingahópi liðsins meiddir eða frá keppni af öðrum orsökum um þessar mundir. KR-ingar komust í 2:0 á fyrsta stundarfjórðungnum með mörkum frá Sölva Davíðssyni og Veigari Páli Gunnarssyni. Eyjólfur Héðinsson minnkaði fljótlega muninn fyrir Árbæinga með glæsilegu skoti í þverslána og inn af 25 metra færi og staðan var 2:1 í hálfleik. Eyjólfur var aftur á ferð fljótlega eftir hlé og jafnaði metin, 2:2, með laglegri hjólhestaspyrnu af markteig eftir þunga pressu að marki KR. Arnar Gunnlaugsson, sem kom inn á sem varamaður fyrir Bjarka, tvíburabróður sinn, færði KR forystuna á ný, 3:2, en Helgi Valur Daníelsson jafnaði fyrir Fylki að vörmu spori með skoti frá vítateig, 3:3. Þegar framlenging blasti við kom Arnar aftur til skjalanna, skoraði af stuttu færi eftir að skot Veigars Páls var varið, og þar með tryggði hann KR-ingum sigurinn, 4:3. Fylkir mátti því þola tap í úrslitaleik mótsins annað árið í röð en í fyrra biðu Árbæingar lægri hlut fyrir Fram. Morgunblaðið/Jim Smart ÞAÐ stefnir allt í að árið 2004 verði metár þegar kemur að tónleikahaldi erlendra hljómsveita og tónlistarmanna á Íslandi. Búið var að staðfesta að bandaríska rokksveitin Korn muni leika í Laugardalshöll 31. maí, breska stúlknapopptríóið Sugababes leikur í Höllinni 8. apríl, írski söngvarinn Damien Rice leikur á Nasa 19. mars og þýsku brautryðjendurnir í Kraftwerk halda tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði 5. maí. Nú í lok vikunnar var svo tilkynnt að breska rokksveitin Placebo muni leika í Laugardalshöllinni í júlí á þessu ári. Þá hefur Morgunblaðið öruggar heimildir fyrir því að rokksveitin Incubus sé á leiðinni til landsins á árinu. En það eru ekki bara tónlistarmenn á leiðinni því frægasti flamenkó-dansari í heimi, Joaquín Cortés, mun leiða stórsýningu í Laugardalshöll 24. apríl . Kraftwerk er aðeins ein af mörgum athyglisverðum sveitum sem eru á leiðinni. Margir erlendir listamenn á leiðinni Á FIMMTUDAG byrjaði vetrarhátíð í Reykjavík og var hún alla helgina. Ýmislegt skemmtilegt var á dagskránni, til dæmis skrúðganga, listasýningar, tónleikar, danssýningar og fjölmargt fleira. Á dagskránni var einnig þjóðahátíð þar sem menning margra landa var kynnt. Þjóðahátíðin var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem 14 þjóðir kynntu menningu sína, matargerð og fleira með ýmsum uppákomum. Leikskólabörn í Reykjavík völdu sér þjóðfána og hittust á nokkrum stöðum í Reykjavík. Þannig vildu þau segja að allt fólk ætti að vera vinir, eins og þau. Morgunblaðið/Árni Sæberg Listamaður skar drottningu vetrarhátíðar út í ís. Vetrarhátíð í Reykjavík KR-ingar Reykjavíkurmeistarar Kristján Finnbogason, fyrirliði KR-inga, lyftir bikurum. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.