Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þetta var heillandi flug oggóð tilbreyting frá far-þegafluginu. Við vorumfrjálsari og þegar gottvar veður fórum við lágt yfir landið. Svo var alltaf gaman að koma austur,“ segir Snorri Snorrason, fyrrverandi flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands og Flug- leiðum, er hann rifjar upp fragt- flug til Fagurhólsmýrar í Öræfum eftir kjöti og öðrum sláturaf- urðum. Slíkir flutningar áttu sér stað um tuttugu og fimm ára skeið, frá 1948–1973, og voru eins- dæmi hér á landi. Nokkur haust á þessu tímabili var einnig flogið með líflömb úr Öræfum í önnur héruð og Snorri tók þátt í því líka. Allir stólar teknir út Öræfin er „sveitin milli sanda“ sem á þessum tíma var án vega- sambands í báðar áttir. Það voru flugvélarnar sem rufu einangrun hennar og ollu byltingu á að- stæðum íbúanna. Ljóst dæmi um það eru áðurnefndir flutningar í sláturtíðinni. Áður höfðu bænd- urnir orðið að salta kjötið, flytja það út á fjörur og róa með það út í skip sem kom eins nærri hinni hafnlausu strönd austan Ingólfs- höfða og hægt var. Oft dróst það í nokkra mánuði að slíkt færi gæf- ist. Flugfélag Íslands tók að sér fragtflugið og Snorri var meðal hinna ósérhlífnu flugmanna sem fóru tvær og stundum þrjár ferðir á dag eftir kjöti og fluttu í leiðinni fóðurbæti og aðrar vörur til Öræf- inga. „Þetta var árvisst að allir stólar Um loftsins vegu með kindur og kjöt Lömbin borin um borð. Ari Sigurðsson og Oddur Jónsson hjálpa farþegum upp í vélina. Hólfað í sundur. Þeir Sigurður Björnsson og Oddur Jónsson útbúa hér stíur í vélinni svo farmurinn dreifist sem jafnast. Á leið í flug. Lagðprúðar gimbrar bíða þess að ferðast um langan veg og lenda í nýjum heimkynnum. Við flugvöllinn á Fagurhólsmýri í október 1957. Vélarnar komu hlaðnar vörum til Öræfinga og fóru eins nærri verslunarhúsinu við Blesaklett og hægt var. Líflegt á vellinum 9. október 1959. Bændurnir hjálpast að við að ferma og af- ferma fjögurra hreyfla Skymaster-vélina Sólfaxa. Öræfingar voru oft einangraðir á árum áður og kindur til að mynda fluttar með fragtflugi til slátrunar ef ekki átti að salta kjötið. Gunnþóra Gunnarsdóttir hlýddi á sögur Snorra Snorrasonar úr sláturfluginu. Ljósmynd/Snorri Snorrason Snorri og Skúli Steinþórsson brugðu á leik með einn lambhrútinn. Myndin birtist í bresku flugblaði og undir henni stóð að það vantaði flugmenn á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.