Morgunblaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta var heillandi flug oggóð tilbreyting frá far-þegafluginu. Við vorumfrjálsari og þegar gottvar veður fórum við lágt
yfir landið. Svo var alltaf gaman
að koma austur,“ segir Snorri
Snorrason, fyrrverandi flugstjóri
hjá Flugfélagi Íslands og Flug-
leiðum, er hann rifjar upp fragt-
flug til Fagurhólsmýrar í Öræfum
eftir kjöti og öðrum sláturaf-
urðum. Slíkir flutningar áttu sér
stað um tuttugu og fimm ára
skeið, frá 1948–1973, og voru eins-
dæmi hér á landi. Nokkur haust á
þessu tímabili var einnig flogið
með líflömb úr Öræfum í önnur
héruð og Snorri tók þátt í því líka.
Allir stólar teknir út
Öræfin er „sveitin milli sanda“
sem á þessum tíma var án vega-
sambands í báðar áttir. Það voru
flugvélarnar sem rufu einangrun
hennar og ollu byltingu á að-
stæðum íbúanna. Ljóst dæmi um
það eru áðurnefndir flutningar í
sláturtíðinni. Áður höfðu bænd-
urnir orðið að salta kjötið, flytja
það út á fjörur og róa með það út
í skip sem kom eins nærri hinni
hafnlausu strönd austan Ingólfs-
höfða og hægt var. Oft dróst það í
nokkra mánuði að slíkt færi gæf-
ist.
Flugfélag Íslands tók að sér
fragtflugið og Snorri var meðal
hinna ósérhlífnu flugmanna sem
fóru tvær og stundum þrjár ferðir
á dag eftir kjöti og fluttu í leiðinni
fóðurbæti og aðrar vörur til Öræf-
inga.
„Þetta var árvisst að allir stólar
Um loftsins vegu
með kindur og kjöt
Lömbin borin um borð. Ari Sigurðsson og Oddur Jónsson hjálpa
farþegum upp í vélina.
Hólfað í sundur. Þeir Sigurður Björnsson og Oddur Jónsson útbúa
hér stíur í vélinni svo farmurinn dreifist sem jafnast.
Á leið í flug. Lagðprúðar gimbrar bíða þess að ferðast um langan
veg og lenda í nýjum heimkynnum.
Við flugvöllinn á Fagurhólsmýri í október 1957. Vélarnar komu hlaðnar vörum
til Öræfinga og fóru eins nærri verslunarhúsinu við Blesaklett og hægt var.
Líflegt á vellinum 9. október 1959. Bændurnir hjálpast að við að ferma og af-
ferma fjögurra hreyfla Skymaster-vélina Sólfaxa.
Öræfingar voru oft
einangraðir á árum áður
og kindur til að mynda
fluttar með fragtflugi til
slátrunar ef ekki átti að
salta kjötið. Gunnþóra
Gunnarsdóttir hlýddi á
sögur Snorra Snorrasonar
úr sláturfluginu.
Ljósmynd/Snorri Snorrason
Snorri og Skúli Steinþórsson brugðu á leik með einn lambhrútinn. Myndin birtist í bresku flugblaði og undir henni stóð að það vantaði flugmenn á Íslandi.