Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 73

Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 73
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 73 Lífrænt ræktaðar vörur Kárastíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4082. SÍÐUSTU Múlatónleikar voru í Kaffileikhúsinu vorið 2002. Áður hafði Múlinn verið víða til húsa á Kaffi Reykjavík, Sóloni Íslandusi og Jómfrúnni þar sem hann hóf göngu sína undir forustu manna á borð við Jón Kaldal, Tómas R. Einarsson, Pétur Grétarsson og Ólaf Jónsson, vel studdur af Jakobi smurbrauðs- jómfrú og undir verndarvæng þess er hann dró nafn af: Jóns Múla Árnasonar. Sem betur fer hefur djasslífið ís- lenska ekki fallið í dróma þótt Múl- inn gerði það um stund. Djasshátíð Reykjavíkur hefur verið haldin ár- lega, Jazzvakning staðið fyrir stöku stórtónleikum, sumardjass verið á Jómfrúartorginu og í vetur hafa ýmsir staðir boðið uppá djass óreglulega og Kaffi List reglulega – meira að segja tvisvar í viku, á fimmtudag- og laugardags- kvöldum. Allt er þetta góðra gjalda vert en Múlinn hefur samt mik- ilvægu hlutverki að gegna. Því sama og Ronnie Scott klúbburinn í London og Copenhagen Jazz House í Höfn svo dæmi séu nefnd. Hlut- verk hans er að bjóða uppá alvöru tónleika þar sem fólk kemur til þess að hlusta og tónlistin er vel und- irbúin og metnaðarfull. Á veitinga- húsum er allteins gert ráð fyrir að menn rekist inn af tilviljun, fái sér í glas og tónlist í kaupbæti, sem einn- ig er góðra gjalda vert. Það er vel við hæfi að Múlinn haldi tónleika sína í Gyllta sal Hótel Borgar, en þar léku fyrstu íslensku djassleikararnir í bland við breska á árunum fyrir stríð. Þar er líka flygill Múlans sem hann fékk í arf eftir Heita pottinn í Duushúsi. Einn örfárra nothæfra flygla í reykvísku veitingahúsi. Töfrasólóar og fjölstíla gáski Fyrsta Múlakvöldið var haldið á sunnudaginn þar sem lék Tríó Jóels Pálssonar skipað þeim Jóel á tenór- saxófón, Davíð Þór Jónssyni píanó, Tómasi R. Einarssyni bassa og Helga Svavari Helgasyni tromm- um. Jóel og Tómas eru í hópi þeirr- ar kynslóðar er ber hita og þunga íslensks djasslífs og var við hæfi að þeir höfðu í liði sínu fulltrúa þeirra er erfa munu djasslandið: Davíð Þór og Helga Svavar. Þarna bland- aðist vel reynsla og þroski, æsku- fjör og ævintýraþrá. Efnisskráin var nær öll verk Jóels og Tómasar er oft hafa heyrst áður; allt til Ís- landsblúss þeirra TRE og Grunna- víkur-Jóns. Það skipti engu máli því tónlistin var ný sem aldrei fyrr og töfrasólóar Jóels og fjölstíla gáski Davíðs Þórs nutu sín vel við kraft- mikinn hryn Tómasar og óvenju yf- irvegaðan trommuleik Helga Svav- ars. Það var greinilegt að tónleikagestir nutu þessara tón- leika og jafnvel mátti heyra þá hlusta. Klassískur bandarískur djass Í kvöld, sunnudagskvöldið, býður Múlinn í samvinnu við bandaríska sendiráðið í Reykjavík uppá tón- leika blökkusöngkonunnar Ericku Ovette og gítarleikarans Paul Pieper sem leika og syngja klass- ískan djass, allt frá Bessie Smith til Söru Vaughan. Eru tónleikarnir liður í kynningu á menningu bandarískra blökku- manna er bandarísk sendiráð gang- ast fyrir í febrúarmánuði. Aðgang- ur er ókeypis. Meðal annars sem væntanlegt er á dagskrá Múlans er frumflutn- ingur á svítu eftir Árna Ísleifsson: Portrait of a Woman, Bíbopp hljóm- sveit Óskars Guðjónssonar í anda Paul Motian og ný tónlist eftir Hauk Gröndal og Ólaf Jónsson er þeir leika með Kjartani Valdimars- syni, Morten Lundsby og Eric Qvick. Bandaríska djasssöngkonan Ericka Ovette Bandaríska söngkonan Ericka Ovette syngur í Múlanum í kvöld. Múlinn rís úr djúpinu Djassklúbburinn Múlinn er vaknaður til lífsins eftir langan Þyrnirósarsvefn og er til húsa á Hótel Borg á sunnudagskvöld- um. Vernharður Linnet fylgdist með er kvartett Jóels Pálssonar reið á vaðið. syngur á Hótel Borg í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.