Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 1
Fólkið í dag
Himneskt og guðdómlegt Bolti á
hraða bíls Sígildur kokkteill frá
Singapore Óvenjuleg teikni-
myndahetja
Grænka frost-
rósirnar?
Kristinn Sigmundsson í Vetrarferð
í Salnum ásamt Jónasi | Miðopna
Ljóst hár og
léttleiki
Verðlaunahátíð hárgreiðslustofa í
London í maí | Daglegt líf 25
STOFNAÐ 1913 57. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
FRED Eckhard, talsmaður Kofi
Annans, framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, sagði í gær að
reyndist það rétt
að Bretar hefðu
njósnað um fram-
kvæmdastjórann
í aðdraganda
Íraksstríðsins,
væri það alvar-
legt brot á al-
þjóðalögum. „Það
myndi valda okk-
ur vonbrigðum ef
þetta reyndist
satt. Aðgerðir af þessu tagi grafa
undan heiðarleika og trúnaði í sam-
skiptum stjórnarerindreka,“ sagði
Eckhard.
Hann sagði að ráðstafanir til að
hindra hleranir og aðrar njósnir um
framkvæmdastjórann yrðu nú hert-
ar. Clare Short, fyrrverandi ráð-
herra í ríkisstjórn Tonys Blairs í
Bretlandi, sagði í gær að hún hefði á
sínum tíma séð leyniskýrslur þar
sem rakin hefðu verið samtöl Ann-
ans við ýmsa ráðamenn.
Hún vísaði í gærkvöldi á bug ásök-
unum Blairs um að hún stefndi ör-
yggi Bretlands í hættu með því að
ljóstra upp málum sem hún hefði
komist að vegna stöðu sinnar sem
ráðherra. Short sagðist í sjónvarps-
viðtali hafa velt því fyrir sér að segja
Annan strax frá því að samtöl hans
væru hleruð.
„Ég velti þessu mikið fyrir mér.
Mig langaði að segja honum frá því
og þetta olli mér vandræðum,“ sagði
Short sem sagðist loks hafa ákveðið
að leysa frá skjóðunni.
Ráðstafanir gegn
njósnum hjá SÞ
Sameinuðu þjóðunum. AFP.
Segir að/16
Kofi Annan
STJÓRNVÖLD í iðnríkjunum ættu
að hætta að leita að gagnslitlum
bráðabirgðalausnum í von um að fá
fleira aldrað fólk til að vera lengur á
vinnumarkaðnum, segir í nýrri
skýrslu sem gerð var fyrir Efna-
hags- og framfarastofnunina,
OECD. Þess í stað verður einfald-
lega að hækka eftirlaunaaldurinn.
Sagt er frá skýrslunni á vefsíðunni
The Age. Þar segir meðal annars að
yrði eftirlaunaaldurinn í Ástralíu
hækkaður úr 65 í 67 ár myndi hlutfall
þeirra sem eru í kringum sextugt og
enn í starfi hækka úr 48% í 62%.
Áhrifin yrðu mun meiri ef slíkri
þvingun yrði beitt en náð yrði fram
með því að freista fólks með und-
anþágu frá tekjuskatti, vinni það
lengur fram á ævina. En að sjálf-
sögðu myndu áhrifin verða mest ef
hvorutveggja yrði beitt.
Bandaríkjamenn hyggjast
hækka eftirlaunaaldur
Breytt aldurssamsetning í vest-
rænum ríkjum vegna færri barn-
eigna og hærri lífaldurs er talin
munu valda svo miklum velferðarút-
gjöldum innan nokkurra áratuga að
þau geti sligað kerfið, verði ekki
gripið í taumana. Víða er því verið að
íhuga aðgerðir í þá átt að hækka eft-
irlaunaaldur í Evrópu og í Banda-
ríkjunum er stefnt að því að hann
hækki í 67 ár árið 2022. Dönsk
stjórnvöld vilja bjóða öldruðum
skattalækkun gegn því að seinka eft-
irlaunatöku.
The Age bendir á að í Noregi og á
Íslandi sé eftirlaunaaldur nú 67 ár og
hvergi í hinum vestræna heimi sé
hlutfallslega jafn margt aldrað fólk á
vinnumarkaði og í löndunum tveim.
Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar
Eftirlaunaaldur
verði hækkaður
Skattalækkun nægir
ekki til að lokka aldr-
aða á vinnumarkaðinn
ALÞJÓÐABJÖRGUNARSVEIT Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar var að störfum í allan gærdag á
jarðskjálftasvæðinu í Marokkó en þar fórust að
minnsta kosti 570 manns í hörðum jarðskjálfta
sem varð aðfaranótt þriðjudags.
Um hádegisbilið í gær reið yfir snarpur eft-
irskjálfti sem mældist 5,3 stig á Richter en upp-
tök hans eru talin hafa verið um 15 kílómetra
suðvestur af hafnarborginni Al Hoceima en engan
úr íslensku sveitinni sakaði þó. Ekki liggja fyrir
upplýsingar um tjón af völdum eftirskjálftans.
Stjórnstöð björgunarliðs Sameinuðu þjóðanna
er í Al Hoceima en íslenska sveitin aðstoðaði ein-
mitt við að setja hana upp fyrir hádegi í gær en
sveitin var á meðal fyrstu alþjóðlegu björg-
unarsveitanna sem komust á vettvang. Sveitinni
var síðan skipt í minni einingar sem fóru í könn-
unarferðir um hamfarasvæðið við Al Hoceima og
nágrenni.
Að sögn íslensku björgunarmannanna er
ástandið viðkvæmt á svæðunum, sérstaklega þar
sem verið er að dreifa hjálpargögnum en þeir
segjast þó ekki í neinni hættu enda fái þeir lög-
reglufylgd hvert sem þeir fari.
Reuters
Íslensku björgunarsveitarmennirnir í Marokkó segja loft spennuþrungið, einkum þegar verið er að dreifa
hjálpargögnum og matvælum. Ágangurinn getur þá orðið mikill eins og hér má sjá þar sem verið er að dreifa
brauði til heimilislausra í þorpinu Ajdir, nálægt hafnarborginni Al Hoceima við Miðjarðarhafið.
Snarpur eftirskjálfti reið yfir í Marokkó í gær
Íslenska björgunarsveitin
telur ástandið viðkvæmt
ÆSKILEGT er að fyrir hendi sé á
Íslandi einhver áþreifanlegur varn-
arviðbúnaður að mati Pieters C.
Feith, yfirmanns á öryggis- og varn-
armálaskrifstofu Evrópusambands-
ins í Brussel. Hann vonast eftir því
að íslensk stjórnvöld nái samkomu-
lagi við Bandaríkjamenn um fram-
hald á núverandi varnarviðbúnaði
þeirra í Keflavík. Ekki sé inni í
myndinni að ESB taki við hlutverki
Bandaríkjamanna.
Feith sagði á fundi hjá Samtökum
um vestræna samvinnu og Varð-
bergi í gær að lega landsins gerði
það að verkum að Ísland væri enn
mikilvægt með hliðsjón af öryggis-
og varnarmálum. Vísaði hann þar til
mikilvægis landsins að því er varðar
samgöngur í lofti og á hafi og einnig
umferðar ferðamanna í gegnum
landið, hvort tveggja kynni að gefa
hryðjuverkamönnum ástæðu til að
líta á það sem skotmark.
ESB býður ekki „þriðja aðila
upp á varnarskuldbindingar“
„Ég vil ekki vera of dramatískur í
tali en það er ljóst að ef hér er til
staðar alþjóðlegt herlið þá hefur það
fælingarmátt og það er mín skoðun
að slíkt myndi valda því að hryðju-
verkamenn hugsuðu sig tvisvar um
áður en þeir gerðu Ísland að skot-
marki sínu. Af þeim sökum sýnist
mér æskilegt að hér verði áfram al-
þjóðaher, þ.e. bandarískur her.
Getur Evrópusambandið komið í
staðinn? Mér þykir það leitt en ég tel
svo ekki vera, Ísland er ekki enn aðili
að Evrópusambandinu. [...] Miðað
við núverandi kerfi hjá ESB er ekki
mögulegt að bjóða þriðja aðila upp á
varnarskuldbindingar.“
Varnarvið-
búnaður
æskilegur
á Íslandi
Ekki í boði/31
JEAN-BERTRAND Aristide, forseti
Haítí, vísaði enn í gærkvöldi á bug hug-
myndum um að hann segði af sér. „Hér
hafa verið framin 32
valdarán og það er
nóg,“ sagði hann og vís-
aði þar til blóðugrar
sögu Haítímanna.
Háttsettir ráðamenn
á Vesturlöndum hafa
beint þeim tilmælum til
Aristide að hann segi af
sér. Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Banda-
ríkjanna, bað í gær-
kvöldi forsetann að „íhuga stöðu sína“.
Uppreisnarmennirnir hafa náð á sitt
vald nær öllum norðurhluta Haítí frá því
að uppreisnin hófst í byrjun febrúar og
hóta að taka höfuðborgina. Einn af leiðtog-
um þeirra, Guy Philippe, kvaðst vilja taka
Aristide höndum og rétta yfir honum fyrir
landráð, morð, þjófnaði og fleira. Höfuð-
borgin væri umkringd, menn sínir biðu
þess að fá skipun um að gera árás.
Höfuðborg
Haítí
„umkringd“
Cap Haitien, Port-au-Prince. AFP, AP.
Guy Philippe
Svarnir óvinir/16
KVIKMYND Mels Gibsons, Píslarsaga
Krists, fékk góða aðsókn er hún var
frumsýnd í Bandaríkjunum á miðviku-
dag. Tekjurnar fyrsta daginn voru að
sögn The Wall Street Journal um 23,6
milljónir dollara, um 1.600 millj. króna.
Myndin hlaut ítarlega umfjöllun í fjöl-
miðlum áður en hún var frumsýnd vegna
ásakana um að þar væru gyðingar sagðir
bera sök á dauða Krists. Aðeins fjórum
sinnum hefur mynd aflað meiri tekna
fyrsta daginn, síðast lokamynd Hringa-
dróttinssögu, Hilmir snýr heim.
Mikil aðsókn
að Píslarsögu
♦♦♦