Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður GunnarEiríksson fæddist í Njarðvík 19. febr- úar 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ei- ríkur Þorsteinsson, f. 23.11. 1898, d. 7.9. 1986, og Árný Ólafs- dóttir, f. 14.8. 1900, d. 3.12. 1984. Systk- ini Sigurðar voru Gíslína Erla Eiríks- dóttir, f. 12.10. 1928, d. 25.9. 1990, maki Guðmundur S. Kristjánsson, f. 14.4. 1925, d. 24.7. 2003; Gyða Ei- ríksdóttir, f. 27.4. 1930, maki Mei- nert J. Nilssen, f. 23.8. 1922; Þor- steinn Eiríksson, f. 24.3. 1932, d. 25.12. 1990, maki Hanna R. Her- sveinsdóttir, f. 26.8. 1933. Sigurður kvæntist Brynju Árnadóttur, f. 8.1. 1942. Þau slitu samvistum. Börn þeirra: 1) Rúnar Sigurðsson, f. 11.10. 1960, kvænt- ist Sigurborgu Hafsteinsdóttur, f. 20.9 1962, d. 29.3. 2000. Börn þeirra: Bryndís Jóna, f. 2.7. 1980, sambýlismaður Ægir Örn Gunn- arsson, f. 14.6. 1976, Hafsteinn Ingvar, f. 15.10. 1983. Seinni kona Rúnars var Ásta Sigmundsdóttir, f. 4.6. 1971. Börn þeirra: Mikael Freyr, f. 4.8. 1997, og Alexander Örn, f. 22.11. 1998. Ásta átti fyrir Bryndísi Maríu Guðjónsdóttur, f. 14.9. 1995. 2) Eiríkur Árni Sigurðsson, f. 22.8. 1962, sambýlis- kona Ingibjörg Ag- nete Baldursdóttir, f. 8.2. 1958, þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Sigurður Snær, f. 27.3. 1987. Ingibjörg átti fyrir Söru Dögg Gylfa- dóttur, f. 15.12. 1976, maki Björn Símonarson, f. 18.5. 1974. 3) Gunnar Sig- urðsson, f. 24.8. 1963, kvæntur Mar- gréti Björk Agnarsdóttur, f. 27.2. 1966. Börn þeirra: Birta Gyða, f. 14.11. 1998, og Gunnhildur Sól, f. 28.12. 2000. Margrét átti fyrir Guðrúnu Ýri Ásgeirsdóttur, f. 17.10. 1984. Eftirlifandi sambýliskona Sig- urðar, er Ása Ásmundsdóttir, f. 7.2. 1950. Börn hennar eru Þór- hallur Garðarsson, f. 2.3. 1970, maki Guðrún S. Sigurðardóttir, f. 27.4. 1964. Börn þeirra eru María S. Illugadóttir, f. 8.2. 1990, Ási S. Þórhallsson, f. 19.5. 1995, og Sig- urður S. Þórhallsson, f. 23.1. 2001. Ragnheiður Garðarsdóttir, f. 30.8. 1973, maki Gísli A. Jónasson, f. 21.9. 1966, barn þeirra Garðar Franz Gíslason, f. 15.1. 2002. Útför Sigurðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 16. Ég var á leið til Keflavíkur sl. föstudag að undirbúa ferð mína til Vestmannaeyja þar sem ég ætlaði að kveðja einn minn besta vin hinstu kveðju er síminn hringdi og Árni frændi minn sagði mér að hann Siggi hennar Ásu frænku væri dáinn. Þessi fregn kom mér veru- lega úr jafnvægi. Á síðustu mán- uðum hefur hvert áfallið og dauðs- fallið rekið annað. Mér fannst löngu komið nóg af sorgartíðindum. Þó dauðinn sé hluti af lífinu kemur hann hann alltaf á óvart, og Siggi hafði verið stálsleginn til heilsunnar alla tíð. Siggi var sambýlismaður Ásu föðursystur minnar á Suður- götunni í Keflavík sl. 15 ár. Frá fyrstu kynnum var eins og við hefð- um þekkt hann Sigga alla tíð. Vin- gjarnlegur og góður kall eins og krakkarnir sögðu. Börnin okkar öll hafa átt vin í Sigga. Hann hefur reynst þeim öllum einstaklega vel, komið vel fram við þau og reynst þeim eins og besti frændi. Sama gildir um önnur börn í fjölskyldunni í Keflavík, þeim hefur öllum þótt vænt um Sigga, enda maðurinn ein- staklega barngóður. Þá fóru hans eigin barnabörn ekki varhluta af góðmennsku afa síns. Fallegast fannst mér að sjá hvað hann var góður börnum og barnabörnum Ásu frænku minnar og sambýliskonu. Frá því að Siggi kom fyrst á heimili Ásu lagði hann sig allan fram um að reynast börnunum, Þórhalli og Ragnheiði, vel. Það er ekki alltaf auðvelt að koma inn á heimili þar sem unglingar eru á viðkvæmum aldri en Sigga fórst það vel úr hendi. Nú eru komin fjögur barna- börn og þeim hefur Siggi verið sem afi, og verið elskaður og virtur sem slíkur af þeim alla tíð. Umhyggja hans fyrir börnum hefur vakið mér aðdáun alla tíð. Þegar við vorum gestkomandi hjá þeim Ásu og Sigga áður en við fluttumst til Keflavíkur sá maður svo vel að Siggi hugsaði fyrst og fremst um börnin. Ef þau langaði í heita pottinn hljóp hann strax til og reddaði öllu fyrir ung- viðið. Ekki alls fyrir löngu hringdi Siggi til mín eftir að við fluttumst í nágrennið, og bað mig um að keyra sig til að lotta. Það var auðsótt mál. Eftir að hafa lottað fór ég í bíltúr niður á höfn og eitthvað fleira. Þá ræddum við vinirnir töluvert saman. Siggi sagði: „Vonandi fæ ég vinning núna, mig langar svo svakalega að hjálpa krökkunum okkar fyrir jól- in.“ Fyrir mér var þetta akkúrat Siggi. Hugsaði fyrst og síðast um velferð barnanna. Siggi var vinalegur í allri um- gengni, hress þegar það átti við en lét fara lítð fyrir sér þess á milli. Siggi var eins og sunnanblærinn, hægur og ljúfur maður með góða nærveru. Okkur finnst vont að hafa misst svo góðan vin. Þegar við fluttum til Keflavíkur í nóvember sl. var Siggi sífellt að at- huga hvort okkur vantaði ekki eitt- hvað og var alltaf boðinn og búinn til aðstoðar. Siggi var sífellt að leggja öðrum lið. Nú er komið að kveðjustund og við þökkum Sigga góða vináttu og tryggð alla tíð. Ásu frænku, börnum Sigga og barnabörnum öllum send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Ásmundur Friðriksson og Sigríður Magnúsdóttir. Elsku Siggi minn, ef þú bara viss- ir hversu mér sárnaði þegar ég heyrði að þú værir farinn frá okkur því þú varst svo góður við hann Gæja minn og vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Því langar mig að minn- ast allra góðu stundanna sem við áttum með ykkur, þér og Ásu. Það var fyrir þremur árum þegar ég kynntist Ragnheiði að fljótlega upp frá því fórum við að venja kom- ur okkar til ykkar Ásu þar sem mér var vel tekið og fann strax að ég var ávallt velkominn til ykkar. Þið vor- uð svo gjafmild og góð heim að sækja og ef mig langaði í eitthvað fór ég bara í ísskápinn og fékk mér og aldrei settir þú út á það jafnvel þó ég kláraði kókið eða mjólkina. Á aðfangadag þegar ég bað Ragnheið- ar heima í stofu hjá ykkur Ásu held ég að þú, Siggi minn, hafir klökknað mest. Fyrsta sumarið okkar Ragn- heiðar saman lánuðuð þið okkur tjaldvagninn í hálfsmánaðar ferða- lag og ég man hversu glaður þú varst að geta gert okkur greiða því þú varst búinn að dunda við vagn- inn, laga öll ljós, yfirfara bremsurn- ar, pumpa í dekkinn, fylla á gaskút- inn o.fl. Svo þegar þú, Siggi minn, fréttir að ég þyrfti að fá kerruna lánaða varstu fljótur til og keyptir nýja ljósasamstæðu aftan á hana. Svo fæðist hann Garðar okkar Ragnheiðar í jan. 2002 og langar mig að þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góður við hann. Alltaf tókstu vel á móti honum, alveg sama hvernig stóð á hjá þér, alltaf mátti Gæi príla á þér og tuskast á við þig. Svo varstu svo duglegur að fara í dótabúðina og reyna að finna eitthvað sniðugt handa honum, t.d. Hummer-bílinn, ljósahundinn, lest- ina og svo mætti lengi telja. Og þeg- ar Gæi datt hjá ykkur þá held ég að þér hafi liðið verst af okkur því þér þótti svo vænt um hann. Margar góðar stundir áttum við saman, Siggi minn, og ég vildi að þær hefðu verið fleiri, þú komst með mér einn túr á Moby Dick og hafðir gaman af. Þegar við fórum öll saman í Húsdýragarðinn heimtaðir þú að borga aðgöngumiðana og grillpylsurnar. Elsku Siggi minn, það var alltaf svo stutt í brosið hjá þér og glensið, t.d. í fyrrasumar þegar við vorum uppi í sumarbústað hjá Bigga og Hörpu að þegar við vorum komnir í gírinn ákváðum við og Ási að stríða stelpunum og sögð- umst vera að fara á sveitaball. Það varð allt vitlaust, við færum sko ekki að fara á sveitaball um miðja nótt. Svo skellihlógum við og höfð- um ægilega gaman af þessu, þó að- allega af sjálfum okkur. Yndislegt þótti mér hvað þú varst duglegur að borða, t.d. morguninn eftir að við ætluðum á sveitaball skrappstu í Borgarnes að taka bensín þar sem við fórum saman og fengum okkur að snæða þó svo við vissum að konurnar ætluðu að græja eitthvað í matinn. Ég fékk mér pylsu og þú kjötsneiðar, mús, hrásalat og súpu og svo þegar við komum upp í bústað, nei nei, Ása mín, ég fékk mér ekkert að borða, og svo var ég á milli steins og sleggju þegar Ása spurði mig hvort Siggi hefði fengið sér eitthvað. Góð minning líka þegar við vorum í Smáratorgi og þú máttir ekkert vera að því að bíða eftir Fridays. Nú var Siggi svangur og hér skyldi fenginn hamborgari og svo gastu lítið borðað á Fridays. Gaman þótti mér hvað Ása hló vel og lengi, eftir að ég vann í Messanum síðasta sumar og sagði henni að hamborg- ararnir þar væru 200 g. Bara buffið, því Siggi hafði svo oft fengið sér „bara einn lítinn hamborgara“. Elsku Siggi minn, hvíldu í friði. Þinn Gísli. Elsku afi. Þú varst mér svo góður og vildir allt fyrir mig gera. Ég veit að ég var sólargeislinn þinn og þú spurðir ömmu svo oft: „Getum við ekki fengið Gæja lánaðan?“ Alltaf þegar ég kom á Suðurgötuna til ykkar tókstu mér fagnandi og gafst mér góðan tíma svo að mér leið vel. Mér er minnisstætt síðasta kvöldið okkar saman sem var afmælisdag- urinn þinn, afi minn. Við mamma komum í spaghettí og gáfum þér sundbuxur fyrir pott- inn í sumar. Ég hlakkaði svo til að vera með þér. Elsku afi, ég kveð þig með sökn- uði og bið góðan Guð að vernda þig. Leiddu mína litlu hendi, blíði Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Þinn Garðar Franz. Nú bið ég Guð að leggja þér lið og lána þér aðstoð sína. Því sálin þín var sem læknandi lyf, börn leituðu í arma þína. Þú áttir blíða og barnslega sál sem bræddi og þerraði tárin. Þú kunnir þeirra þýða mál, það leysti öll vandamálin. Hann fylgi ykkur á lífsins leið og leiðir frá voða og vanda. Hann biður Guð að gatan sé greið því sálin þín var alltaf saklaus og hrein. Hann vill ekkert láta ykkur granda. (Magndís Gestsdóttir.) Þórhallur Garðarsson, Guðrún S. Sigurðardóttir og börn. Til þín elsku tengdapabbi á kveðjustundu. Þakka þér fyrir hlýjan og traust- an faðm sem gott var að hjúfra sig í. Þakka þér allt sem þú gafst mér og Gunnari þegar við áttum um sárt að binda. Þakka þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Margrét. Í dag kveðjum við góðan vin og vinnufélaga, Sigurð Eiríksson. Siggi byrjaði hér á verkamannadeildinni í mars 2001. Hann féll strax vel inn í hópinn þó svo að aldursmunurinn væri 40 ár á honum og yngsta manninum hér. Hann var ávallt létt- ur í lund og lét sig ekki vanta í grill- veislurnar eða starfsmannagleðina. Þar var hann hrókur alls fagnaðar. Hann mætti til vinnu á föstudags- morgni hress og kátur eins og vana- lega en um níuleytið kom hann inn og kvartaði undan verkjum í brjósti og vildi fara á heilsugæsluna til nán- ari athugunar. Okkur datt ekki til hugar þegar hann fór að það væri síðasta kveðja. Það var erfitt að mæta til vinnu á mánudeginum, og við vitum að skarð hans verður vandfyllt. Við sendum Ásu sam- býliskonu Sigga, sonum hans og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd vinnufélaga Hjörtur Fjeldsted. SIGURÐUR GUNNAR EIRÍKSSON Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, HULDU JÓNSDÓTTUR frá Freyshólum, Selási 5, Egilsstöðum. Stefán Jónsson, Baldur Jónsson, Bragi Jónsson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, HARALDAR SIGURÐSSONAR, Hvítingavegi 2, Vestmannaeyjum. Kristín Helgadóttir. Lokað Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar HERBORGAR JÓNASDÓTTUR. Lögborg ehf., Suðurlandsbraut 30, Rvík. Okkar innilegustu þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför dóttur okkar, móður, tengdamóður, ömmu og systur, HERDÍSAR BJÖRNS HALLDÓRSDÓTTUR, Flatahrauni 16b, Hafnarfirði. Elísabet S. Jónsdóttir, Halldór M. Ólafsson, Þórir E. Jónsson, Marianne B. Jónsson, Sarah, Glenn, Renate, Guðrún Halldórsdóttir, Ólafur Á. Halldórsson. Innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður og afa, ARNÞÓRS FLOSA ÞÓRÐARSONAR, Selbraut 42, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deildar Landspítalans við Hringbraut, líknar- deildarinnar í Kópavogi og Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir einstaka umönnun. Inger E. Andersdóttir, Hafrún Arnþórsdóttir, Elías Þ. Kristjánsson, Atli Arnþórsson, Berglind Sigurðardóttir, Hjördís Inga Atladóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.