Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Ludvig Andersen fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–12 vefn- aður, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 13–16 vefnaður, kl. 13.30 fé- lagsvist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa kl. 9–16.30, gönguhópur kl. 9.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Ullarþæfing kl. 13.30. Fræðsla í Garðabergi kl. 14: Her- dís Storgaard ræðir um slys í heimahúsum. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Skvettuball verður í fé- lagsheimilinu Gull- smára 13 laugardaginn 28. febrúar kl. 20– 23. Þorvaldur Halldórsson syngur og spilar. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, tréútskurður og brids kl. 13, billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Snúður og Snælda sýna „Rapp og rennilása“ í dag kl. 14. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, gönguhópur kl. 10 fellur niður, frá há- degi spilasalur opinn, kóræfing fellur niður vegna ferðalags sem lagt er af stað í kl. 13, sími 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlist, kl. 10 ganga, kl. 13 brids- kennsla. Kl. 14 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrýdans. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda, rjómapönnukökur með kaffinu, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9. 30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Framsóknarfélag Mosfellsbæjar. Félagsvist í kvöld í Framsóknarsalnum í Mosfellsbæ í Háholti 14, 2. hæð, kl. 20.30. Tekin verða saman fimm efstu kvöldin af átta (frá 13. feb. til 2. apríl) og fyrir þau veitt- ur ferðavinningur. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í s. 588 7555 og 588 7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofunni í Suðurgötu 10 , 2. hæð, s. 552 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 . Einnig er hægt að hringja í s. 861 6880 og 586 1088. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Í dag er föstudagur 27. febrúar, 58. dagur ársins 2004. Orð dagsins: En þeir sögðu: „Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ Og þeir fluttu honum orð Drottins og öllum á heimili hans. (Post. 16, 31.–33.)     Það kemur engum áóvart að Guðni Ágústsson skuli vilja að „fjölskyldur“ sjái um mat- vælaframleiðsluna í land- inu frekar en „aðkeypt vinnuafl“ og „vélmenni“,“ segir Guðmundur Svans- son á Deiglunni og telur landbúnaðarráðherra vera fastan í fortíðinni.     Guðmundur segir aðfastur kostnaður í landbúnaði hafi aukist mjög, þ.e.a.s. kostnaður við hús, jörð, vélar og tæki. „Í staðinn fyrir [...] gamlan hest og heima- smíðaðan tréklakk úr rekavið er kominn nýleg dráttarvél og sturtuvagn sem flytur heyrúllur. Ef til vill 3–7 milljóna króna farartæki. Í staðinn fyrir heysátuna og tvö hraust- menni sem lyfta henni á klakkinn er komin rúllu- vél sem rúllar heyinu upp og pökkunarvél vefur plasti utan um rúllurnar. Hlutfallið af föstum kostnaði er einfaldlega miklu hærra í dag en þeg- ar Guðni stundaði fjöl- skyldubúskapinn. Við er- um líka komin með töluvert markaðsfrelsi og frjáls markaður virkar einfaldlega þannig að framleiðendur eru hlut- fallslega færri þegar fast- ur kostnaður er hlutfalls- lega hærri. Frjáls markaður leitast við að lágmarka kostnaðinn og þegar fasti kostnaðurinn er mikill þarf meiri stærðarhagkvæmni í framleiðslunni til að borga upp fasta kostn- aðinn.     Það er ekkert nýtt viðþað að stjórnvöld vilji með einhverjum hætti há- marka fjölda búa (eða „fjölskyldna“). Bæði vegna byggðasjónarmiða og í einhverjum tilfellum kann ástæðan að vera snertur af gamalli sveita- rómantík. Landbúnaður- inn hefur verið meira og minna fjármagnaður með niðurgreiddum lánum sem stjórnsýslan veitti og það þóttu bara eðlilegar vinnureglur að bóndinn fengi ekki að byggja stærra en hann þurfti. Síðan þegar framleiðslan varð of mikil var tekin upp framleiðslustýring, eða hámark. Hvert bú fékk ákveðinn fram- leiðslurétt eða kvóta. Með því var skorið af öllum bændum en reynt að halda í fjölda búa. Þessi kvóti er framseljanlegur og hefur orðið sífellt verðmætari. Reyndar svo mjög að hann er orðinn einn stærsti einstaki kostnaðarliðurinn við framleiðsluna.     Í stuttu máli: Þegarbændur fóru að fjár- festa niðurgreiddi ríkið lánið til að varðveita allar fjölskyldurnar. Það gekk ekki og á endanum var settur kvóti til að varð- veita allar fjölskyldurnar en kvótinn varð svo dýr að nú þarf að setja reglur til að varðveita allar fjöl- skyldurnar. Það mun að sjálfsögðu ekki ganga betur,“ segir Guðmundur. STAKSTEINAR Landbúnaðarráðherra fastur í fortíðinni Víkverji skrifar... London er þekkt fyrir leikhús sínog öflugt leiklistarlíf. Sá sem heimsækir borgina um þessar mundir rekur reyndar augun í það að leikhúslífið þar hefur oft verið með líflegra móti. Það væri of langt gengið að tala um líkhúslíf, en at- hygli vekur að fátt er um ný leikrit eða nýja höfunda. Reyndar er verið að sýna leikrit eftir nokkur helstu núlifandi leikritaskáld Breta á sviði í London og má þar nefna Tom Stoppard, David Hare og Harold Pinter. Umrædd leikrit þeirra standa vissulega fyrir sínu, en í öll- um tilfellum er um að ræða gömul verk. x x x Skömmu fyrir mánaðamótin varfrumsýnt í London nýtt leikrit eftir Edward Albee, sem líklega er þekktastur fyrir Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Leikritið nefnist Geitin, eða hver er Sylvía? og sló í gegn á Broadway. Jonathan Pryce leikur aðalhlutverk í leikritinu og í tímaritinu Theatregoer er stutt við- tal við hann þar sem hann er spurð- ur hvað hann hafi haft mest gaman af að sjá á sviði nýlega: „Íslenska uppfærslan á Rómeó og Júlíu í Young Vic veitti bæði innblástur og hreif mig,“ svaraði leikarinn, sem hvað eftir annað hefur sýnt ótvíræða hæfileika sína jafnt á sviði sem á hvíta tjaldinu. Reyndar er ekki úti- lokað að leiklistarunnendur muni eiga þess kost að sjá íslensku upp- færsluna á hinum klassíska ástarleik Shakespeares á sviði í London á ný. Víkverji hefur fengið athugasemdfrá Magga Jónssyni arkitekt vegna skrifa hans um skort á les- rými og lélegri hljóðeinangrun milli kaffistofu og bókasafns í nýja nátt- úrufræðahúsinu. Maggi skrifar: „Svalir við miðrými eru ekki hann- aðar sem hefðbundið bókasafn eða lesrými. Þær eru ætlaðar notendum fyrir stundir milli kennslu- og vinnulota, félagsleg samskipti nemenda, hóp- vinnu og þess háttar. Þar eru einnig ráðgerð nokkur borð með af- skermun fyrir skammtímavinnu nemenda með ferðatölvur. Stærð bókasafns og ráðstöfun les- rýma þar eru ekki á ákvörðunarsviði arkitekts. Hins vegar var við hönnun hússins miðað við þá forsendu að bókasafnið yrði til almennra nota allra í húsinu. Bókasafnið er lokað af með þykku samlímdu öryggisgleri í stálrömm- um og því mjög vel hljóðeinangrað frá kaffistofunni. Framkvæmd lokunarinnar er ekki í samræmi við hönnun, þar sem ennþá er opið milli kaffistofu og bókasafns við glerþakið, enda vantar ennþá mikið á að smíði hússins sé lokið.“ Morgunblaðið/Golli Pryce hreifst af Rómeó og Júlíu. Hvar er Sveinn á tólffótunum? Kvæðamannafélagið Iðunn vinnur nú að útgáfu á kvæðalögum sem tekin voru upp á silfurplötur árið 1935. Á meðal kvæðamanna sem þar koma við sögu er Sveinn Jóhannesson á tólf- fótunum eða tólffótungur. Líkur eru á að hann sé fæddur árið 1856, hafi alist upp á bænum Núpsöxl á Laxárdal fremri í A-Húna- vatnssýslu og verið á Kirkjubæ í Norðurárdal í sömu sýslu eftir fermingu. Við manntal árið 1880 er hann talinn til heimilis í Reykjavík en staddur á Brimnesi í Ólafsfirði við sjóróðra. Þeir sem gætu sagt nán- ari deili á þessum kvæða- manni, hvar hann starfaði og hvar og hvenær hann dó, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Steindór Andersen í síma 565 2652 eða senda honum tölvupóst á netfangið sand- ersen@islandia.is. Að gefnu tilefni ÁHUGAVERT var að lesa suð Flugunnar í Tímariti Morgunblaðsins frá 22. febrúar (bls. 4) um hvað skuli kalla þá sem eiga heima á Reykjanesi. Skrýtið þó að Flugan skyldi ekki tylla sér á það augljósasta: kalla þá ein- faldlega Reyknesinga. Þetta er alveg sami vandræðagangurinn og með okkur sem heima eig- um í Mosfellsbæ. Það er verið að hnoðast með óyrð- ið „Mosfellsbæinga“. Með- an við erum bara Mosfell- ingar. Sennilega er þetta til komið vegna Garðbæinga. Þeir áttu enga nafnhefð um sjálfa sig nema Garðhrepp- inga. Það gekk ekki upp þegar hreppurinn varð bær. Svo hvað ætti að kalla þá annað en -bæinga? Görðunga, kannski? Hvað ætli þeir séu kall- aðir sem á Álftanesi búa? Eða Snæfellsnesi? Kveðja, Sigurður Hreiðar, Mosfellsbæ. Tapað/fundið Úlpa með loðkraga týndist SVÖRT karlmannsúlpa með loðkraga týndist í mið- bænum aðfaranótt sl. laug- ardags. Í vasanum var Sony-Ericsson gsm-sími. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 695 1570. Armband týndist ARMBAND með perlum í silfurumgjörð týndist í eða við Hlégarð í Mosfellsbæ 21. febrúar sl. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 568 1715. Dýrahald Vantar nýtt heimili EINS árs gamall gulbrönd- óttur fress, sérstaklega vinalegur, þarf að eignast nýtt heimili af óviðráðan- legum ástæðum. Ýmsir hlutir fylgja, þ.e.a.s. búr, kattarlúga, karfa o.fl. Er geltur, merktur og bólu- settur. Upplýsingar í síma 551 4627 eftir kl. 17. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 atyrtir, 8 fimur, 9 blíðu- hót, 10 ílát, 11 sníkja, 13 sárum, 15 blýkúlu, 18 slagi, 21 glöð, 22 hanga, 23 svarar, 24 tónverkið. LÓÐRÉTT 2 rykkja, 3 mæta, 4 hryggja, 5 reiðum, 6 ókjör, 7 ergileg, 12 skaut, 14 dveljast, 15 ógna, 16 ljóður, 17 þrjót, 18 fram- endi, 19 næða, 20 sjá eft- ir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skáld, 4 fávís, 7 gömul, 8 látið, 9 les, 11 sund, 13 erta, 14 ólgan, 15 þarm, 17 nekt, 20 krá, 22 kuldi, 23 sælar, 24 innan, 25 renni. Lóðrétt: 1 seggs, 2 álman, 3 dall, 4 fals, 5 vitur, 6 síðla, 10 elgur, 12 dóm, 13 enn, 15 þokki, 16 rolan, 18 eklan, 19 tarfi, 20 kinn, 21 ásar. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.