Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 37
✝ Helga Jóna Sig-urðardóttir
fæddist í Folafæti við
Ísafjarðardjúp 4. júní
1914. Hún lést á
hjúkrunardeild
Hrafnistu í Reykja-
vík 19. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Stein-
unn Hjaltína Jóns-
dóttir, f. 22.2. 1897,
d. 20.8. 1974, og Sig-
urður Salómonsson,
f. 19.9. 1884, d. 16.7.
1964. Systkini Jónu
voru: Fanney, f.
1903, d. 1989; Salmann, f. 1907, d.
1977; Elísabet, f. 1908, d. 1948;
Þórey, f. 1911, d. 1979; Sigrún, f.
1915, d. 1990; Steinunn, f. 1916, d.
1976; Kristján, f. 1919, d. 1997;
Bjarni, f. 1920, d. 1998.
Eiginmaður Jónu var Ebeneser
Erlendsson sjómaður, f. 27.4.
1907, d. 16.5. 1988. Jóna og
Ebeneser eignuðust fimm börn.
Þau eru: 1) Sigríður Steinunn, f.
31.12. 1931, maki Jón Þorbergs-
son, f. 12.9. 1931, d. 11.10. 1997.
Þeirra börn eru; a) Randver; b)
Valgeir Ómar; c) Ebeneser Að-
alsteinn; d) Guðmundur Páll; e)
Elísabet María. 2) Hulda Elísa, f.
31.3. 1935. 3) Valgerður Sigur-
borg, f. 25.6. 1941,
maki Grímur Gríms-
son, f. 5.4. 1940.
Þeirra börn eru: a)
Helga Jóna; b) Guð-
rún; c) Jóhann Æv-
ar. 4) Eygló Úlfhild-
ur, f. 7.10. 1945,
maki Eyjólfur Guð-
mundsson, f. 21.10.
1944. Þeirra börn
eru: a) Guðbjörg; b)
Erna Jóna; c) Guð-
mundur; d) Andri
Þór. 5) Magnús Al-
bert, f. 29.5. 1953,
maki Brynja Jó-
hannsdóttir, f. 1.12. 1956. Börn
þeirra eru: a) Rúnar Már; b) Irma
Ösp. Auk þess ólu Jóna og Eben-
eser upp elsta barnabarn sitt,
Randver, f. 25.9. 1952. Jóna á 24
langömmubörn og tvö langalang-
ömmubörn.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu
Jóna og Ebeneser í Folafæti, en
1935 flytja þau til Bolungarvíkur
þar sem þau bjuggu til ársins
1959 að þau flytja til Reykjavík-
ur.
Síðustu árin hefur Jóna dvalið
á hjúkrunardeild Hrafnistu.
Útför Jónu verður gerð frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Helga Jóna Sigurðardóttir var
fædd á Folafæti undir Hesti við
Ísafjarðardjúp. Folafótur er það
nes kallað sem liggur milli Hest-
fjarðar og Seyðisfjarðar, lækkar
nesið út frá Hestinum í ávalan háls
út í bæinn Fót. Folafótur dregur
nafn sitt af Hestinum, sem að
marga mati þykir höfuðprýði fjall-
garðsins við Ísafjarðardjúp. Frá
vissu sjónarhorni má líkja honum
við liggjandi hest, sem teygir frá
sér annan framfótinn út í Djúpið og
endar í Fótartá. Ysti hluti nessins
nefnist eins og áður sagði Folafótur
og var þar þegar hún amma mín var
að alast upp nokkur byggð þurra-
búðarfólks. Árið 1850 er íbúatala
þar 36 og rúmum 50 árum seinna
samkvæmt manntali 1901 eru íbú-
arnir 81, samkvæmt manntali 1910
eru íbúar 101, en fækkar svo upp úr
því og eru íbúar þar árið 1930 orðn-
ir 52. Þetta þurrabúðarfólk sem
þarna lifði byggði líf sitt á nálægð
við hin fengsælu mið sem kölluð
voru Gullkistan. Hnignum búskap-
ar á þessum stað liggur að mestu í
því að þessi mið brugðust og svo
kallaði vélbátaútgerðin við Djúpið
til sín mikinn mannskap.
Salahús var bær Seyðisfjarðar-
megin við Fótinn, var bærinn
nefndur eftir húsföðurnum, Salóm-
on Rósinkranssyni. Sali gamli eins
og hann var gjarnan nefndur var
þrígiftur. Með fyrstu konu sinni
Carlottu Jónsdóttur átti hann sex
börn, en með seinni konum sínum
Jónínu Guðmundsdóttur og Elísa-
betu Jónsdóttur eignaðist hann
ekki börn. Synir Sala gamla voru
kenndir við föður sinn og kallaðir
Gummi Sali, Helgi Sali og Siggi Sali
til aðgreiningar frá nöfnum sínum í
nágrenninu. Dætur Sala voru þrjár,
Hólmfríður, Elín og Salóme. Sali
var síðasti maður til að yfirgefa
Fótinn eða árið 1945 er hann flutti
yfir fjörðinn og settist að á Upp-
sölum í Seyðisfirði.
Austanmegin Fótarins, þ.e. Vig-
urmegin, var Tjaldtanginn og Sigga
Sala-hús. Í Sigga Sala-húsi var hús-
bóndinn Sigurður Salómonsson, bjó
hann þar ásamt konu sinni Stein-
unni Jónsdóttur. Áttu þau átta
börn, þau Salmann, Elísabetu,
Helgu Jónu þá er við erum að
kveðja í dag, Sigrúnu, Steinunni,
Kristján, Bjarna og Þóreyju. Þórey
var reyndar tekin í fóstur í Vigur á
ellefta árinu og dvaldi hún þar til
fullorðinsára. Steinunn átti fyrir
eina dóttur, Fanneyju Gunnlaugs-
dóttur.
Á uppvaxtarárum ömmu minnar
hefur nú ekki alltaf verið úr miklu
að spila, enda heimilið stórt, það
segir sig sjálft að heimili í þurrabúð
með fullt hús barna hefur staðið
höllum fæti hvað matföng snerti.
Það var náttúrlega fiskur og annað
sjófang sem treyst var á, langafi
var dágóð skytta og var byssan al-
laf höfð í bátnum þegar haldið var í
róðra. Vel spikaður selur og sjófugl
var ósvikin búbót og mikil tilbreyt-
ing frá hinu frábrotna fæði soðning-
unni. Þótt barnahópurinn Sigga
Sala og Steinunnar hafi verið stór
komst hann allur á legg og spjöruðu
þau sig öll vel í lífbaráttunni.
Börnin byrjuðu á unga aldri að
vinna við heimilisstörfin eins og al-
gengt var á þessum árum, allir sem
vettlingi gátu valdið hjálpuðu til
heima fyrir. Menntun var af skorn-
um skammti eins og svo víða, en
samt voru allir læsir og skrifandi,
svo og var reikningur kenndur.
Farkennari kenndi að jafnaði í þrjá
mánuði árlega, og ekki var alltaf
öruggt að kennarinn hefði kennara-
menntun. Ekki voru fjárráð til
framhaldsmenntunar.
Í Tjaldtanganum bjuggu síðast
Jóna amma og afi minn Ebeneser
Erlendsson maður hennar. Hann
var ættaður úr Grunnavík, fæddur
á Flæðareyri í Gunnuvík á Jökul-
fjörðum. Þau eignuðust fimm börn.
Tjaldtanginn brann til kaldra kola
árið 1935, og var þeim móðurfor-
eldrum mínum um megn að byggja
hann upp aftur, enda sýnt að um
deyjandi byggð var að ræða. Þau
eignuðust sín fyrstu börn í Tjaldt-
anganum, þær Sigríði og Huldu. Til
Bolungarvíkur flytja þau frá þess-
um merka stað Folafæti.
Í Bolungarvík bjuggu þau við
fjörukambinn, með útsýnið yfir
Djúpið, Jökulfirðina og Snæfjalla-
ströndina. Þarna fór afi að vinna við
sjósókn, þá á þeim bátum og tog-
urum sem pláss bauðst á, þó var
hann einnig með sinn eigin bát
lengst af. Þarna fæðast svo næstu
börn, þ.e. Valgerður, Eygló og
Magnús.
Um 1959 flytja þau svo til
Reykjavíkur, fyrst á Baldursgöt-
una, síðan á Lindargötu þar sem
þau bjuggu lengst af og svo á Grett-
isgötu uns þau fara á elliheimilið
Hrafnistu í Reykjavík.
Það er á Baldursgötunni sem ég
fer fyrst að muna eftir heimsókn-
unum til hennar ömmu minnar. Á
Lindargötuna var alltaf gott að
koma þegar maður hafði verið á
skautum niðri á Tjörn, dregist
þangað á kassabíl frá Kleppsholt-
inu, farið í bófahasar við strákana,
til að spila fótbolta við Lindargötu-
skólann eða bara til að fá kaffi og
meðlæti, enda amma alltaf með nýtt
bakkelsi. Alltaf tekið á móti manni
sem prins. Á jólunum var alltaf far-
ið í súkkulaði til ömmu, heimsins
besta súkkulaði. Á þessum árum
sem maður var að alast upp á var
ætíð gott veður, enda vil ég trúa að
svo hafi verið. Við krakkarnir vor-
um því oftast úti við leiki og ekki
vorum við alltaf hrein og fín þegar
við komum inn til hennar ömmu, en
við fórum þaðan aftur hrein og fín.
Þau sátu aldrei auðum höndum
gömlu hjónin, enda af þessari kyn-
slóð sem vissi ekki hvað það var.
Það var verið að prjóna eða sauma
allan daginn sem ekki var verið að
sinna heimilisstörfum, það voru
ekki svo fáar lopapeysurnar sem
hún amma prjónaði og seldi í versl-
anir í Reykjavík. Yfir sjónvarpinu
eftir að það kom til sögunnar var
prjónað og gamli maðurinn sat og
hnýtti á öngla, alltaf að skapa eitt-
hvað. Þetta er sú kynslóð sem kom
Íslendingum endanlega á þann stall
sem þeir eru í dag, með elju sinni
og nýtni.
Amma mín, ég get náttúrulega
aldrei fullþakkað þér fyrir þá ást og
umhyggju sem þú hefur sýnt mér í
gegnum árin, minninguna um þig
geymi ég ávallt í hjarta mínu, bless-
uð sé minning þín. Ég kveð þig með
tveimur erindum, úr vísunum frá
Fæti, svokölluðum Folabrag. Um
höfund er ekki vitað:
Ég fæddist upp til fjalla
í fornfálegum bæ.
Á vetrum sást hann varla,
þá var hann hulinn snæ.
Þá gróf hann pabbi göng
í skaflinn, þegar hrundi
á þakið hríðin ströng.
Við bæinn þar und barði
er bundin minning trygg.
Þar fyrst í föðurgarði
mér fiskur óx um hrygg.
Þar fékk ég þrek og þrótt,
við barning harðan hef ég
þar happadrætti sótt.
Ómar.
Í dag er ég kveð ömmu Jónu er
mér þakklæti í huga fyrir góðar
minningar.
Minningar frá þeim tíma er hún
var frísk og lét að sér kveða.
Fyrir mig var það ómetanlegt að
eiga svona ömmu sem hafði enda-
lausan tíma fyrir mig og endalausa
væntumþykju. Hún sýndi áhuga á
því sem ég var að gera, fylgdist
með mér og samfagnaði öllum nýj-
um áföngum í mínu lífi.
Það var eitthvað svo gott að
koma til ömmu og afa á Lindargötu.
Maður var svo innilega velkominn,
breitt faðmlag og hlýja. Það var líka
eitthvað sérstakt andrúmsloft, eng-
inn asi, samt var setið við vinnu.
amma að prjóna og afi að hnýta.
Það var nostrað og stjanað við
mann, gefinn tími til að spjalla.
Þessir hversdagslegu hlutir verða
ógleymanlegir í minningunni, enda
var gefið af öllu hjarta og alúð lögð í
hlutina.
Kærleikur, umhyggja og gjaf-
mildi eru orð sem upp koma í hug-
ann er ég hugsa til ömmu. Hún var
alltaf gefandi, bæði af sjálfum sér
og því sem hún átti.
Hún bar hag barna og barna-
barna mjög fyrir brjósti sér og vildi
að öllum liði vel og vegnaði vel, og
sýndi það í orðum og athöfnum.
Amma var mikil hannyrðakona
og var alltaf að meðan heilsa henn-
ar leyfði. Til eru margir fallegir
hlutir og flíkur eftir hana sem
margir hafa fengið að njóta
Eftir löng og erfið veikindi er
gott að fá hvíldina. Þannig var kom-
ið fyrir ömmu. Minningarnar lifa þó
áfram í hjörtum okkar.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma.–
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Ein.)
Helga Jóna.
Elsku amma mín, nú er komið að
kveðjustund og ég veit að þú ert
hvíldinni fegin, orðin þreytt og lúin
eftir langa legu.
Amma á Lindargötu, eins og við
krakkarnir kölluðum hana alltaf,
hafði mikil áhrif á okkur krakkana
og sérstaklega mig. Alltaf átti ég
athvarf hjá þeim ömmu og afa og
allt það besta tínt fram þegar ég
kom. Sérstaklega eru minnisstæðar
heimsóknirnar þegar ég fékk að
gista.
Þá fórum við afi í labbitúr niður á
bryggju að skoða skipin og á meðan
útbjó amma eitthvað gott að borða
eða bakaði eitthvað og afi var send-
ur út í Lallabúð að kaupa mix að
drekka með.
Amma var mikil húsmóðir og allt-
af nýbakað hjá henni með kaffinu
þannig að borðið svignaði og henni
féll aldrei verk úr hendi, annað-
hvort að prjóna, hekla eða sauma
út.
Þó að ég gerði mér ekki grein
fyrir því í uppvextinum þá skil ég
það núna hversu mikils virði það er
að eiga ömmu og afa sem alltaf er
hægt að leita til.
Elsku amma mín, takk fyrir allt
og allt. Ég veit að vel verður tekið á
móti þér og nú líður þér vel.
Ég enda þessa kveðju á vísunni
sem alltaf var sungin þegar ég gekk
upp tröppurnar á Lindargötunni og
þú komst með útbreiddan faðminn
á móti mér.
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn,
ég horfi langt á eftir þér.
Og bjart er alltaf um bezta vininn
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó líði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um daladætur,
þá dreymir alla um sól og vor.
(Davíð Stef.)
Þín
Guðbjörg.
HELGA JÓNA
SIGURÐARDÓTTIR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGVELDUR SIGURÐARDÓTTIR,
Sogavegi 182,
Reykjavík,
sem andaðist á líknardeild Landspítala Landa-
koti fimmtudaginn 19. febrúar, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn
27. febrúar, kl. 13.30.
Áslaug Jóhannesdóttir, Þorfinnur Þórarinsson,
Thelma Jóhannesdóttir, Ólafur Guðnason,
Ásrún Jóhannesdóttir, Böðvar Þorsteinsson,
Ingveldur Björk Jóhannesdóttir, Ingi Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar og sambýlismaður,
SIGURJÓN AUÐUNSSON,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
föstudaginn 20. febrúar, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. mars
kl. 13.30.
Jóhanna Einarsdóttir,
Gylfi Sigurjónsson,
Aðalsteinn Sigurjónsson,
Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ BERGSVEINSDÓTTIR,
Hornbrekku,
Ólafsfirði,
lést miðvikudaginn 25. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Björk Arngrímsdóttir,
Guðbjörn Arngrímsson, Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Reynir Arngrímsson, Þorbjörg Hólmgeirsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GESTUR SÆMUNDSSON,
Ægisgötu 31,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mið-
vikudaginn 25. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Eyþór Gestsson,
Anna Lilja Gestsdóttir, Ólafur R. Jóhannsson,
Snjólaug Gestsdóttir, Guðmundur Árnason,
Þórunn J. Pálmadóttir, Þorvaldur H. Jónsson,
Jón S. R. Pálmason, Magnea G. Gunnarsdóttir,
Garðar Pálmason,
barnabörn og langafabörn.