Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 25
ÞESSI jól var ólétta reyndar mik-
ið í umræðunni hjá allri fjölskyld-
unni vegna þess að bróðir minn og
mágkona tilkynntu um sitt þriðja
barn á aðfangadag. Það var því
við hæfi að við stelpurnar í fjöl-
skyldunni drógum fram nál og
tvinna til að segja fyrir um barn-
eignir. Þetta er gömul hjátrú sem
snýst um það að nál hangandi í
tvinnaspotta geti bæði sagt til um
fjölda barna og kyn. Ef nálin snýst
í hringi þýðir það að stelpa muni
fæðast. Ef nálin snýst til hliðanna
þýðir það strákur. Þegar nálin
stoppar þýðir það að ekki muni
fleiri börn fæðast. Hjá mér snerist
nálin á eftirfarandi hátt: Fyrst í
hring (stelpa), síðan til hliðanna
(strákur) og svo stopp (tvö börn).
Upp úr kvöldmat á annan í jól-
um vorum við pabbi þinn eitthvað
á ferðinni þegar ég allt í einu bið
hann að koma við í apóteki þar
sem ég keypti þungunarprufu.
Keyptar voru tvær prufur en þar
sem við höfðum gert þetta nokkr-
um sinnum áður var ég ekkert
sérstaklega að bíða eftir jákvæðu
svari þegar ég framkvæmdi pruf-
una. Ég ætlaði því varla að trúa
mínum eigin augum þegar ég sá
tvær línur birtast á prikinu: Ég
var orðin þunguð! Svipurinn var
hálfaulalegur þegar ég stóð síðan
með prufuna fyrir framan pabba
þinn. Hann ætlaði varla að trúa
sínum eigin eyrum og heimtaði að
ég framkvæmdi aðra prufu. Þegar
ég var búin að útskýra fyrir hon-
um að ég gæti ekki pissað eftir
pöntun á 2–3 mínútna fresti las
hann allan bæklinginn um þung-
unarprófið og starði með reglu-
legu millibili á línurnar tvær á
prufunni. Eftir um 20 mínútur gat
ég síðan framkvæmt prufu númer
tvö og að sjálfsögðu fengum við
sömu niðurstöðu: Ég var orðin
ólétt!
DAGBÓK MÓÐUR
Tvö þungunarpróf
Meira á morgun.
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 25
Vísindamenn hafa nú búið tilpróf, sem gefur vísbend-ingar um hvort hjónabönd
eru líkleg til að endast eða ekki.
Þeir segja að prófið sé mjög ein-
falt í sniði, en búi yfir ótrúlegri
nákvæmni og sýni hvort pör eigi
saman eða ekki, jafnvel löngu áður
en fyrstu merki um sam-
bandserfiðleika fara að láta á sér
kræla.
Tæknin, sem kynnt var til sög-
unnar á vísindaráðstefnu í Seattle
á Valentínusardaginn, kryfur sam-
töl og hegðun para til mergjar svo
unnt sé að dæma um hversu vel
þau eigi saman. Pörin fá einkunn
með tilliti til samskiptahæfni við
hvort annað, en meðal þess sem
vísindamennirnir horfa til þegar
mat er lagt á það hvort samband
sé líklegt til að endast, er radd-
blærinn þegar talað er til makans,
ástríki, blíðlegt látbragð, snerting,
bros og brandarar. Pörin geta líka
skorað illa með því að sýna slæm
samskiptamerki á borð við gagn-
rýni, kaldlyndi, tillitsleysi, sýnd-
armennsku og fyrirlitlegar at-
hugasemdir.
Frá þessu var greint í Evening
Standard fyrir skömmu, en þar
segir að 700 pör hafi tekið þátt í
tíu ára rannsókn, sem gekk út á
það að fylgst var með samræðum
para í milli í 15 mínútur á tveggja
ára fresti. Rannsóknin sýndi 94%
nákvæmni. Pörin voru látin ræða
sín í milli um viðkvæm mál á borð
við kynlíf, barneignir, heimilisþrif
og fjármál og voru samræðurnar
teknar upp á myndband auk þess
sem púlsar voru teknir og mældir
meðan á samræðunum stóð. Ef
par fékk hlutfallið fimm jákvæða
punkta á móti einum neikvæðum,
var parið á réttri braut, en ef það
hlutfall náðist ekki, var sambandið
dæmt til að mistakast. Það er því
vel athugandi fyrir fólk í hjóna-
bandshugleiðingum að taka próf
áður en gengið er upp að altarinu,
en að sögn vísindamannanna geta
hjónabandsráðgjafar til að mynda
nýtt prófið sem tæki til að hjálpa
hjónum að yfirstíga vandamál,
sem annars gætu valdið skilnaði.
HJÓNABÖND|Próf sem spáir fyrir um
hvort pör eiga eftir að skilja eða ekki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Góð og slæm
samskipti mæld
Fyrsta verðlaunahátíð sinnar tegundar verður haldin í Lundúnum ílok maí en þá má vænta þess að saman verði kominn mikill fjöldihársnyrtistofueigenda, sem tilnefndir hafa verið til þátttöku. Veitt
verða verðlaun í nokkrum flokkum, en aðstandendur keppninnar hafa
vandað mjög til undirbúnings enda er umgjörð keppninnar ætlað að svipa
til Óskarsverðlaunahátíðar kvik-
myndagerðarmanna. Ellefu íslensk-
ar stofur voru tilnefndar til þátttöku,
en þrjár þeirra hafa ákveðið að
freista gæfunnar. Það eru HárSaga
á Hótel Sögu, Salon Veh í Húsi versl-
unarinnar og Hjá Dúdda í Listhúsinu
í Laugardal. Aðrar stofur, sem fengu
tilnefningu, eru: Salon Reykjavík,
Jói og félagar, Rauðhetta og úlf-
urinn, Toni and Guy, Mojo Monroe,
Krista, Kompaníið og Medulla á Ak-
ureyri.
Aðstandendur keppninnar ytra
fengu hárgreiðslumeistarann Guð-
björn Sævar, forseta Intercoiffure á
Íslandi, til þess að tilnefna fram-
bærilegar íslenskar stofur til þátt-
töku í þessari fyrstu alþjóðlegu
uppskeruhátíð stofueigenda, sem
ber yfirskriftina Global Salon Bus-
iness Awards.
Sjónum verður einkum beint að
stofunum sem slíkum, eigendum
þeirra, markaðsmálum og árangri á
viðskiptasviðinu auk þess sem litið
verður til sköpunarmáttar og hug-
myndaauðgi viðkomandi stofueig-
enda. Talið er að hársnyrtiiðnaður-
inn velti um 135 milljörðum dollara
á ári hverju, en í greininni starfa
um sex milljónir hársnyrtifræðinga,
sem að meðaltali sinna um það bil
tíu kúnnum á dag.
Ljóst hár og létt
Sigrún Ægisdóttir, hár-
greiðslumeistari á HárSögu, segir
að þátttaka í hátíðinni feli í sér
geysimikinn undirbúning og því
hafi ekki allir þeir stofueigendur,
sem tilnefndir voru, treyst sér í þá
miklu vinnu sem fylgdi þátttökunni.
„Ég ákvað að slá til, en þurfti að
senda frá mér ítarlegar upplýs-
ingar um sjálfa mig og reksturinn
auk myndamöppu með alls konar
myndum af stofunni, starfsfólkinu
og módelum.“ Sigrún segist hafa
verið svo heppin að hafa verið að
leggja lokahönd á eigin vor- og
sumarlínur þegar tilnefningin hafi
borist sér og hafi hún þar af leið-
andi getað nýtt sér það efni í möpp-
una sína.
„Hreyfing og léttleiki er að færa
sig inn í hártísku sumarsins auk
þess sem stutta hárið er aðeins far-
ið að gægjast inn. Ljósi liturinn
ásamt rauða koparlitnum er að
sama skapi að koma sterkt inn núna,“ segir Sigrún spurð um sumarhárt-
ískuna. Hún segist nýlega vera farin að hanna sínar eigin tískulínur, líkt
og frægar stofur úti í heimi geri gjarnan. Hugmyndirnar fái hún með því
að sækja sýningar úti í heimi og fylgjast með fagtímaritum.
HÁR|Óskarsverðlaun eigenda hársnyrti-
stofa veitt í fyrsta sinn í vor í London
Vor og sumar: Sigrún segist nýlega
vera farin að hanna tískulínur fyrir
HárSögu. Hugmyndir fær hún á
sýningum og í fagtímaritum.
Íslendingar
taka þátt
Þátttakandi: Sigrún Ægisdóttir hjá
HárSögu er einn af þremur íslensk-
um þátttakendum í keppninni.
join@mbl.is
Víst er að mörgum þykjaánægjuleg tíðindin sem bár-ust af ráðstefnu á vegum
National Academy of Sciences í
Bandaríkjunum. Samkvæmt bráða-
birgðaniðurstöðum vísindamanna
virðist nefnilega sem súkkulaði sé
ekki aðeins gott heldur jafnframt
hollt.
Vísbendingar eru um að ákveðnar
tegundir af súkkulaði geti verið góð-
ar fyrir hjartað og æðakerfið. Hrátt
kakó inniheldur flavóníð, efna-
samband með andoxunarefnum líkt
og finnast í grænu tei, og rannsóknir
benda til þess að andoxunarefnin
geti hugsanlega lækkað blóðþrýst-
ing og bætt blóðrásina.
Á ráðstefnunni komu saman vís-
indamenn frá háskólum, í Bandaríkj-
unum og víðar, sem rannsakað hafa
hugsanleg bætandi áhrif súkkulaðis.
Þeir lögðu áherslu á að niðurstöð-
urnar væru ekki óyggjandi og nauð-
synlegt væri að gera frekari rann-
sóknir. Jafnframt væri varhugavert
að stórauka neyslu á venjulegu verk-
smiðjuframleiddu súkkulaði í von
um bætta heilsu, því það innihéldi
lítið af umræddum flavóníðum, auk
þess sem það væri iðulega fituríkt.
En súkkulaðiunnendur geta í það
minnsta glaðst yfir því að Mars-
súkkulaðiframleiðandinn hefur hafið
tilraunir með vinnsluaðferðir sem
miðast að því að varðveita hollustu-
samlega eiginleika kakósins. „Mest
af því súkkulaði sem nú er á boð-
stólum er ljúffengt en ekki endilega
hollt,“ sagði dr. Harold H. Schmitz,
yfirmaður rannsóknasviðs Mars.
„En við vonumst til að það breytist
innan fárra ára.“
Allra meina bót
Súkkulaði hefur fangað hjörtu
manna í árhundruð. Mayar í Suður-
Ameríku kölluðu súkkulaði „guða-
fæðu“, en þeir löguðu súkku-
laðidrykki sem bragðbættir voru
með sterkum pipar og taldir voru
allra meina bót. Dr. Norman K. Hol-
lenberg, prófessor við læknaskóla
Harvard, hefur rannsakað Kuna-
indíána í Panama, sem neyta mjög
saltrar fæðu en hafa samt sem áður
lágan blóðþrýsting. Þeir borða iðu-
lega hreint kakó, sem ræktað er í
héraðinu. Blóðþrýstingurinn hefur
hins vegar hækkað í þeim sem flutt
hafa á brott og farið að neyta venju-
legra, unninna kakóafurða.
Morgunblaðið/Ásdís
Súkkulaði: Kann að vera gott fyrir
hjarta og æðakerfi.
HEILSA
Ekki bara
gott heldur
hollt?
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Dominique dragtir,
stakir jakkar og buxur
Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900
poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is
Kerruljós