Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 OG 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 9.15. B.i. 16. Sýnd kl. 6 og 10.20.Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 6. Stórbrotin ogmargverðlaunað stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zellweger og Jude Law. FRUMSÝNING Sýnd kl. 8.10 Kynnir SV MBL ÓHT Rás2  VG DV  Kvikmyndir.com HJ. MBL  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Sprenhlægilegt meistarastykki sem hefur farið sigurför um heiminn og enginn má missa af! Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. „Yndislegt kraftaverk; sönn, djúp og fyndin kvikmynd!“ Roger EbertKvikmyndir.com SV MBL Heimur farfuglanna DV KLIKKAÐRI helmingur dúettsins rómaða OutKast Andre 3000 hef- ur samþykkt að leika Jimi Hend- rix í mynd sem stendur til að gera um ævi þessa mikla gítar- goðs. Um þessar mundir er Andre við tökur á Be Cool, framhaldi Get Shorty, þar sem hann fer með lítið hlutverk íburðarmikillar rokkstjörnu. Nýverið lýstu OutKast líka yfir að þeir hygðust gera sína eigin kvikmynd og að næsta plata verði tónlistin sem hljóma mun í henni. Big Boi, hinn helmingur Out- Kast, hefur sagt myndina eiga að gerast í fortíðinni en ekki vera einhver mynd um OutKast. Andre 3000 úr OutKast Leikur Hendrix Reuters „Foxy Lady“: Andre 3000 er hreint ekki svo galinn Hendrix. ÍSLENDINGARNIR Róbert Viðar Bjarnason og Þorsteinn Högni Gunn- arsson voru í hópi sem fékk svonefnd BAFTA-verðlaun fyrir besta farsíma- tölvuleikinn á fyrstu bresku tölvu- leikjaverðlaunahátíðinni, í London í fyrrakvöld. Róbert Viðar er framleiðslustjóri verkefnisins hjá breska tölvuleikja- fyrirtækinu Ideaworks3D og Þor- steinn Högni markaðsstjóri þess. „Þetta er gríðarleg viðurkenning fyr- ir okkur og fyrirtækið,“ sagði Róbert Viðar í samtali við fréttavef Morgun- blaðsins í gær. Róbert Viðar sagði að unnið hafi verið að þessum leik í hálft ár hjá Ideaworks3D. Tíu manna hópur kom að verkefninu sem var undir hans stjórn. Þetta er leikurinn Tony Hawk’s Pro Skater, sem hefur verið fáanlegur í PC og PlayStation. „Verkefni okkar var að koma þess- um leik, sem er í þrívídd, yfir á það form að hægt er að nota hann í Nokia GSM-síma. Það er okkur mikil við- urkenning að vera tilnefndir til BAFTA-verðlaunanna og hvað þá að hljóta verðlaunin. Við höfum varla gert annað en taka á móti hamingju- óskum í dag,“ sagði Róbert Viðar sem er staddur á farsímasýningu sem er haldin í Cannes í Frakklandi ásamt Þorsteini Högna, en þar eru þeir ein- mitt að kynna þennan leik. „Þessi verðlaun gera okkur aðveld- ara að selja leikinn og fá ný verkefni í framhaldinu. BAFTA-verðlaunin eru þekktustu verðlaun í Evrópu og þau hafa því mikla þýðingu fyrir okkur. Fyrirtækið er tiltölulega lítið og þetta er viðurkenning á því að við erum að gera góða hluti,“ sagði Róbert Viðar, sem hefur unnið hjá Ideaworks3D í Bretlandi í tvö ár. BAFTA-verðlaunin eru veitt af bresku kvikmynda- og sjónvarps- myndastofnuninni. Stofnunin veitir árleg kvikmyndaverðlaun en þetta er í fyrsta skipti sem sérstök verðlaun eru veitt fyrir tölvuleiki. Tölvuleikur- inn umdeildi, Grand Theft Auto: Vice City, fékk fimm verðlaun á hátíðinni, þar á meðal sem besti PlayStation 2 leikurinn og besti PC-leikurinn. Leik- urinn Call of Duty, sem fjallar um síð- ari heimsstyrjöldina, var samt valinn tölvuleikur ársins 2003. Íslendingar fá bresku tölvuleikjaverðlaunin Besti farsíma- tölvuleikurinn Róbert Viðar Bjarnason og Þorsteinn Högni Gunnarsson eru staddir á farsímaráðstefnu í Cannes við kynningu á verðlaunaleik sínum. Skjámynd af farsímaútgáfu Róberts Viðars og félaga af Tony Hawk’s Pro Skater.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.