Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 Nýr Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr. FÉLAG íslenskra bókaútgefenda stendur um þessar mundir fyrir árlegum bókamarkaði í Perlunni og í Hafnarstræti 91–93 á Akureyri. Þar má finna kynstrin öll af bókum og blöðum, allt frá teiknimyndasögum og barnabókum til háalvarlegra rita um heiminn, skáldsagna og ættfræðibóka á kostagóðu tilboðsverði almenn- ingi til handa. Þau Katrín Björgvinsdóttir, Björgvin Gylfason og Erla Hrönn Gylfadóttir voru stödd í Perlunni ásamt Rannveigu Sif Kjartansdóttur, vinkonu Erlu Hrannar, og leituðu að áhugaverðum barnabókum í safnið. Ekki var þeim erfitt um vik og var fangið fljótt að fyllast af gömlum barna- bókum úr ævintýraflokki Enid Blyton og drengjabókunum um Frank og Jóa. Uppáhalds- bækur Björgvins eru þó Harry Potter og Erla heldur upp á Strandanornirnar. Katrín segir alltaf gaman að koma á bókamarkaði og skoða bækurnar, nóg sé að sjá og gaman að skoða. „Það hefur samt gefist lítill tími til lesturs undanfarið, hann mætti vera meiri,“ segir Katrín, enda held- ur hún mjög upp á bækur. Aðspurð kváðust þau öll ánægð með úrvalið á bókamarkaðnum. Bókamarkaður bókaútgefenda í Perlunni og á Akureyri Með fangið fullt af bókum Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks lagði leið sína á bókamarkað Félags íslenskra bókaútgefenda á Akureyri enda margt að skoða. Markaðurinn þar í bæ er opinn daglega milli kl. 10 og 19 til 7. mars. Morgunblaðið/Svavar Katrín Björgvinsdóttir, Björgvin Gylfason, Erla Hrönn Gylfadóttir og Rannveig Sif Kjartansdóttir. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann í 18 mánaða fangelsi fyr- ir kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Stytti Hæstiréttur refsi- dóm Héraðsdóms Vestfjarða yfir manninum, sem hafði áður dæmt manninn til þriggja ára fangels- isvistar. Talið sannað að maðurinn áreitti stúlkuna Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru framin á tíma- bilinu frá 1997 til og með 2001 þegar stúlkan var á aldrinum 7 til 11 ára. Hæstiréttur segir í dómi sínum að þótt ekki væri í ákæru greint frá fjölda þeirra brota sem maðurinn átti að hafa framið gegn stúlkunni né nákvæmlega hvar brotin hafi verið framin hafi rétt- urinn ekki talið alveg næga ástæðu til að vísa ákæru frá héraðsdómi, sem sakfelldi manninn. Túlkaði Hæstiréttur ónákvæmni í ákæruskjali manninum í hag og segir að vörn hans hafi ekki verið áfátt af þeim sökum. Taldi rétt- urinn sannað að maðurinn hafi áreitt stúlkuna á tímabilinu frá árinu 1999 til og með 2001 með því að káfa og þukla á brjóstum og kynfærum hennar og nokkrum sinnum sett fingur inn í kynfæri hennar. Gegn eindreginni neitun mann- nsins hafi hins vegar ekki verið unnt að telja að ákæruvaldinu hafi tekist að færa fram nægar sann- anir um aðrar sakargiftir sem á hann voru bornar og hin dæmda refsing því stytt. Greiði hálfa milljón króna í miskabætur Voru stúlkunni dæmdar 500.000 krónur í miskabætur og var mann- inum gert að greiða tæplega 600 þúsund krónur í málsvarnarlaun verjanda síns á báðum dómsstig- um og þóknun réttargæslumanns stúlkunnar. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Pét- ur Kr. Hafstein. Refsing fyrir kynferðis- brot stytt um helming INNFLYTJENDUR og framleið- endur á grænmeti hér á landi, sem Morgunblaðið náði tali af og vildu tjá sig undir nafni, skýra verð- hækkun á nokkrum tegundum grænmetis frá febrúar, sem fram kemur í nýrri könnun Samkeppn- isstofnunar, aðallega með minna framboði og aukinni eftirspurn. Meðal annars hafi uppskera á grænmeti og ávöxtum verið rýr í Evrópu í hitabylgju síðasta sumars og haustið síðan verið rigningar- samt. Þetta hafi rýrt gæðin og dregið úr framboðinu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hækkaði meðalverð á mörgum tegundum grænmetis um 14–51% frá febrúar árið 2003 til sama tíma í ár. Á sama tíma hækk- aði neysluvísitalan um 2,3% og matvöruliður vísitölunnar lækkaði um 0,2%. Mesta hækkun grænmet- is var á innfluttum agúrkum, eða 51%, íslenskar agúrkur hækkuðu um þriðjung og hið sama má segja um innfluttar paprikur. Tómatar, kínakál og ísbergssalat hækkuðu minna í verði, hvítkál stóð í stað og lítils háttar lækkun varð á gulrót- um, sveppum og íslenskum tómöt- um. Helgi Jóhannesson, garðyrkju- bóndi á Flúðum og stjórnarformað- ur Sambands garðyrkjubænda, segir að innlendir framleiðendur geti í raun ágætlega vel unað við niðurstöður Samkeppnisstofnunar. Innfluttar agúrkur hafi t.d. hækkað mun meira heldur en íslenskar. Helgi segir að meiri eftirspurn sé eftir íslenskum gúrkum en innflutt- um yfir vetrartímann, en í vetur hafi framboðið verið minna og ekki tekist að anna eftirspurninni. Einn- ig hafi margir bændur flutt sig yfir í framleiðslu á tómötum en það geti svo breyst aftur í vor. Verðhækkun megi að hluta til skýra með þessu. Annað árferði en 2002 Sigurður Árni Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Búrs, sem flytur m.a. inn grænmeti og ávexti fyrir versl- anir Kaupáss, segir að frá því í haust hafi innkaupsverð hækkað allnokkuð. Skýringin sé m.a. óvenju heitt sumar í Evrópu, sem hafi haft slæm áhrif á uppskeruna, og síðan hafi tekið við votviðrasamt haust í S-Evrópu. Þetta hafi verið allt ann- að árferði heldur en sumar og haust árið 2002, þegar framboð hafi verið mikið og verðið lægra. „Síðan er hefð fyrir því að ávextir og grænmeti hækki í verði þegar nær dregur jólum. Þetta gerðist einnig nú og kostnaðarverð okkar fór að meðaltali hækkandi eftir því sem leið á veturinn, sérstaklega í grænmetinu,“ segir Sigurður. Morgunblaðið leitaði til tals- manna fleiri innflytjenda grænmet- is en þeir vildu af ýmsum ástæðum ekki tjá sig um verðkönnun Sam- keppnisstofnunar. Innflytjendur og framleiðendur hafa skýringu á verðhækkun á grænmeti Hitar og haustrigning drógu úr framboðinu Í SUMAR flýgur þýska flug- félagið LTU þriðja árið í röð til Egilsstaða, með viðkomu í Keflavík. 2.200 sæti eru í boði og verða ríflega 300 þeirra tryggð fjár- hagslega af sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum á Austurlandi. Austur-Hérað og Byggða- stofnun tryggja 200 sæti og Fjarðabyggð, Hornafjörður, Norður-Hérað, Þróunarfélag Austurlands og Hitaveita Eg- ilsstaða og Fella tryggja nokk- ur sæti hver aðili. Um 150 sæti eru þegar seld hjá Ferðaskrifstofu Austur- lands, sem heldur utan um beina flugið austur. Fyrsta flug LTU þetta árið til Egilsstaða er 18. júní nk. og verður flogið á hverjum föstu- degi fram til 10. september. Í haust verður fyrirkomulag og áframhald flugsins endurskoð- að m.t.t. hvernig gengið hefur að selja í flugið hérlendis og er- lendis. LTU flýgur til Egils- staða SSS féllst í gær ekki á kröfu Nýherja um skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna útboðs á nýjum fjárhagskerfum fyrir ríkissjóð og stofnanir hans. Samið var við Skýrr um verk- ið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þótt nokkrir hnökrar hefðu verið á því mati, sem val ríkisins á samningsaðila byggðist á, hefði ekki verið sýnt fram á að ríkið hefði farið út fyrir það svigrúm sem verði að ætla því til heildarmats á gæðum tilboða. Hafi þar skipt verulegu máli að samkvæmt mati rík- isins var verð þeirrar lausnar sem Nýherji bauð 31,5% hærra en boð það sem tekið var. Hæstaréttardómararnir sem dæmdu voru Guðrún Er- lendsdóttir, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Pétur Kr. Hafstein. Hafnaði kröfu Nýherja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.