Morgunblaðið - 27.02.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.02.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 Nýr Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr. FÉLAG íslenskra bókaútgefenda stendur um þessar mundir fyrir árlegum bókamarkaði í Perlunni og í Hafnarstræti 91–93 á Akureyri. Þar má finna kynstrin öll af bókum og blöðum, allt frá teiknimyndasögum og barnabókum til háalvarlegra rita um heiminn, skáldsagna og ættfræðibóka á kostagóðu tilboðsverði almenn- ingi til handa. Þau Katrín Björgvinsdóttir, Björgvin Gylfason og Erla Hrönn Gylfadóttir voru stödd í Perlunni ásamt Rannveigu Sif Kjartansdóttur, vinkonu Erlu Hrannar, og leituðu að áhugaverðum barnabókum í safnið. Ekki var þeim erfitt um vik og var fangið fljótt að fyllast af gömlum barna- bókum úr ævintýraflokki Enid Blyton og drengjabókunum um Frank og Jóa. Uppáhalds- bækur Björgvins eru þó Harry Potter og Erla heldur upp á Strandanornirnar. Katrín segir alltaf gaman að koma á bókamarkaði og skoða bækurnar, nóg sé að sjá og gaman að skoða. „Það hefur samt gefist lítill tími til lesturs undanfarið, hann mætti vera meiri,“ segir Katrín, enda held- ur hún mjög upp á bækur. Aðspurð kváðust þau öll ánægð með úrvalið á bókamarkaðnum. Bókamarkaður bókaútgefenda í Perlunni og á Akureyri Með fangið fullt af bókum Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks lagði leið sína á bókamarkað Félags íslenskra bókaútgefenda á Akureyri enda margt að skoða. Markaðurinn þar í bæ er opinn daglega milli kl. 10 og 19 til 7. mars. Morgunblaðið/Svavar Katrín Björgvinsdóttir, Björgvin Gylfason, Erla Hrönn Gylfadóttir og Rannveig Sif Kjartansdóttir. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann í 18 mánaða fangelsi fyr- ir kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Stytti Hæstiréttur refsi- dóm Héraðsdóms Vestfjarða yfir manninum, sem hafði áður dæmt manninn til þriggja ára fangels- isvistar. Talið sannað að maðurinn áreitti stúlkuna Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru framin á tíma- bilinu frá 1997 til og með 2001 þegar stúlkan var á aldrinum 7 til 11 ára. Hæstiréttur segir í dómi sínum að þótt ekki væri í ákæru greint frá fjölda þeirra brota sem maðurinn átti að hafa framið gegn stúlkunni né nákvæmlega hvar brotin hafi verið framin hafi rétt- urinn ekki talið alveg næga ástæðu til að vísa ákæru frá héraðsdómi, sem sakfelldi manninn. Túlkaði Hæstiréttur ónákvæmni í ákæruskjali manninum í hag og segir að vörn hans hafi ekki verið áfátt af þeim sökum. Taldi rétt- urinn sannað að maðurinn hafi áreitt stúlkuna á tímabilinu frá árinu 1999 til og með 2001 með því að káfa og þukla á brjóstum og kynfærum hennar og nokkrum sinnum sett fingur inn í kynfæri hennar. Gegn eindreginni neitun mann- nsins hafi hins vegar ekki verið unnt að telja að ákæruvaldinu hafi tekist að færa fram nægar sann- anir um aðrar sakargiftir sem á hann voru bornar og hin dæmda refsing því stytt. Greiði hálfa milljón króna í miskabætur Voru stúlkunni dæmdar 500.000 krónur í miskabætur og var mann- inum gert að greiða tæplega 600 þúsund krónur í málsvarnarlaun verjanda síns á báðum dómsstig- um og þóknun réttargæslumanns stúlkunnar. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Pét- ur Kr. Hafstein. Refsing fyrir kynferðis- brot stytt um helming INNFLYTJENDUR og framleið- endur á grænmeti hér á landi, sem Morgunblaðið náði tali af og vildu tjá sig undir nafni, skýra verð- hækkun á nokkrum tegundum grænmetis frá febrúar, sem fram kemur í nýrri könnun Samkeppn- isstofnunar, aðallega með minna framboði og aukinni eftirspurn. Meðal annars hafi uppskera á grænmeti og ávöxtum verið rýr í Evrópu í hitabylgju síðasta sumars og haustið síðan verið rigningar- samt. Þetta hafi rýrt gæðin og dregið úr framboðinu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hækkaði meðalverð á mörgum tegundum grænmetis um 14–51% frá febrúar árið 2003 til sama tíma í ár. Á sama tíma hækk- aði neysluvísitalan um 2,3% og matvöruliður vísitölunnar lækkaði um 0,2%. Mesta hækkun grænmet- is var á innfluttum agúrkum, eða 51%, íslenskar agúrkur hækkuðu um þriðjung og hið sama má segja um innfluttar paprikur. Tómatar, kínakál og ísbergssalat hækkuðu minna í verði, hvítkál stóð í stað og lítils háttar lækkun varð á gulrót- um, sveppum og íslenskum tómöt- um. Helgi Jóhannesson, garðyrkju- bóndi á Flúðum og stjórnarformað- ur Sambands garðyrkjubænda, segir að innlendir framleiðendur geti í raun ágætlega vel unað við niðurstöður Samkeppnisstofnunar. Innfluttar agúrkur hafi t.d. hækkað mun meira heldur en íslenskar. Helgi segir að meiri eftirspurn sé eftir íslenskum gúrkum en innflutt- um yfir vetrartímann, en í vetur hafi framboðið verið minna og ekki tekist að anna eftirspurninni. Einn- ig hafi margir bændur flutt sig yfir í framleiðslu á tómötum en það geti svo breyst aftur í vor. Verðhækkun megi að hluta til skýra með þessu. Annað árferði en 2002 Sigurður Árni Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Búrs, sem flytur m.a. inn grænmeti og ávexti fyrir versl- anir Kaupáss, segir að frá því í haust hafi innkaupsverð hækkað allnokkuð. Skýringin sé m.a. óvenju heitt sumar í Evrópu, sem hafi haft slæm áhrif á uppskeruna, og síðan hafi tekið við votviðrasamt haust í S-Evrópu. Þetta hafi verið allt ann- að árferði heldur en sumar og haust árið 2002, þegar framboð hafi verið mikið og verðið lægra. „Síðan er hefð fyrir því að ávextir og grænmeti hækki í verði þegar nær dregur jólum. Þetta gerðist einnig nú og kostnaðarverð okkar fór að meðaltali hækkandi eftir því sem leið á veturinn, sérstaklega í grænmetinu,“ segir Sigurður. Morgunblaðið leitaði til tals- manna fleiri innflytjenda grænmet- is en þeir vildu af ýmsum ástæðum ekki tjá sig um verðkönnun Sam- keppnisstofnunar. Innflytjendur og framleiðendur hafa skýringu á verðhækkun á grænmeti Hitar og haustrigning drógu úr framboðinu Í SUMAR flýgur þýska flug- félagið LTU þriðja árið í röð til Egilsstaða, með viðkomu í Keflavík. 2.200 sæti eru í boði og verða ríflega 300 þeirra tryggð fjár- hagslega af sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum á Austurlandi. Austur-Hérað og Byggða- stofnun tryggja 200 sæti og Fjarðabyggð, Hornafjörður, Norður-Hérað, Þróunarfélag Austurlands og Hitaveita Eg- ilsstaða og Fella tryggja nokk- ur sæti hver aðili. Um 150 sæti eru þegar seld hjá Ferðaskrifstofu Austur- lands, sem heldur utan um beina flugið austur. Fyrsta flug LTU þetta árið til Egilsstaða er 18. júní nk. og verður flogið á hverjum föstu- degi fram til 10. september. Í haust verður fyrirkomulag og áframhald flugsins endurskoð- að m.t.t. hvernig gengið hefur að selja í flugið hérlendis og er- lendis. LTU flýgur til Egils- staða SSS féllst í gær ekki á kröfu Nýherja um skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna útboðs á nýjum fjárhagskerfum fyrir ríkissjóð og stofnanir hans. Samið var við Skýrr um verk- ið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þótt nokkrir hnökrar hefðu verið á því mati, sem val ríkisins á samningsaðila byggðist á, hefði ekki verið sýnt fram á að ríkið hefði farið út fyrir það svigrúm sem verði að ætla því til heildarmats á gæðum tilboða. Hafi þar skipt verulegu máli að samkvæmt mati rík- isins var verð þeirrar lausnar sem Nýherji bauð 31,5% hærra en boð það sem tekið var. Hæstaréttardómararnir sem dæmdu voru Guðrún Er- lendsdóttir, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Pétur Kr. Hafstein. Hafnaði kröfu Nýherja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.