Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 11 SMÁRALIND - KRINGLUNNI Rýmum fyrir vor 2004 30% afsláttur af öllum götuskóm og mokkasínum og Sérstaða Háskólans Feller telur mikilvægt að minni vísindasamfélög eins og á Íslandi taki aðstæður sínar með í reikninginn þegar matið á starfinu fer fram. Hann bendir einnig á að ólík mark- mið krefjist mismunandi mæli- kvarða. Sérstaða Háskóla Íslands er að vera bæði rannsóknarháskóli og þjóðarháskóli. Markmið hans eru nokkur: Að veita nemendum mennt- un á heimsmælikvarða. Að varðveita og endurskapa þekkingu á sviði sögu íslenskrar menningar og samfélags. Að leggja ríkinu til embættismenn. Að vera rannsóknarháskóli í fremstu röð í heiminum. „Samfélagið vill að háskólinn sinni þörfum stúdenta,“ segir Feller og að háskólinn þurfi því að bjóða upp á menntun fyrir alla. „Stofnunin vill jafnframt vera rannsóknarháskóli sem stenst alþjóðlegar kröfur.“ Feller segir það síðan vera póli- tískt mál hvort háskólinn eigi að leggja jafnríka áherslu á að vera rannsóknarháskóli á alþjóðavett- vangi og að sinna skyldum sínum sem þjóðarháskóli. „Þetta þarf ekki að fara saman, eða vera verkefni fyrir kvarðar í mati eiga að vera úr há- skólastarfinu sjálfu eða úr hinni aka- demísku menningu. Mælikvarðarnir þurfa jafnframt að vera í samræmi við þau markmið sem vísinda- samfélagið hefur sammælst um í gegnum tíðina.“ Mælikvarðar á árangur Hefðbundnar akademískar mæl- ingar við mat á rannsóknarstarfi eru t.a.m.: 1. Fjöldi birtra rannsóknarrita og greina kennara í virtum ritrýnd- um alþjóðlegum fræðiritum. 2. Fjöldi tilvitnana í rannsóknarritverk og vís- indagreinar kennara. Dr. Rúnar Vilhjálmsson prófessor nefndi á fundi Félags prófessora einnig nokkra aðra mælikvarða, sem notaðir hafa verið við virta rannsókn- arháskóla erlendis, t.d.: Fjölda kenn- ara með hæstu prófgráðu, hlutfall nemenda á kennara og alþjóðlegar viðurkenningar kennara. (Ólík must- eri menntunar. Mbl. 22.2. 04.) Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir fé- lagsfræðingur sagði á sama fundi að mat á vísindastarfi væri aldrei vanda- laust, ekki síst vegna þess hve erfitt er að skilgreina eða afmarka við- fangsefnið. Einnig væru skilin milli hagnýtra og grunnrannsókna að verða æ óljósari. Feller segir að ástæðan fyrir því að hefðbundið mat dugi ekki til að spanna stofnun eins og háskóla sé að hlutverk vísindamanna hefur breyst mikið á undanförum árum. Starfið og starfsemin eru svo fjölbreytt og flók- in að árangurinn mælist ekki nægi- lega vel með því að beita einum eða tveimur mælikvörðum. Dæmi um það er miðlun upplýsinga til fyrirtækja, stofnana og almennings, seta í stjórn- um fyrirtækja, öflun fjármagns, seta í vísindaráðum, skipulagning ráð- stefna og úthlutun úr sjóðum. Krafan um mat á árangri ívísindastarfi er ofarlega ábaugi í samfélaginu. Bæðivegna þess að þekkingin er höfuðatriði í velferð þjóða og hag- sæld og vegna þess að gögn um skil- virkni og gæði háskóla og fyrirtækja þurfa að liggja fyrir. Félag prófessora við Háskóla Ís- lands hefur haldið tvo fundi um stöðu og framtíð Háskóla Íslands og um hvatakerfi og mat á gæðum háskóla- starfs. Þar flutti m.a. Irwin Feller, gestaprófessor hjá American Asso- ciation for the Advancement of Science, fyrirlestur. Feller er sér- fræðingur í mati á kennslu og rann- sóknum í háskólastarfi. Hann er eft- irsóttur fyrirlesari á því sviði í háskólum víða um heim. Feller hefur m.a. greint þá þróun hjá alþjóðlegum rannsókn- arháskólum, að múrar milli deilda séu að hruni komnir, og að vís- indamenn sem tilheyra ólíkum deild- um nái nýjum og óvæntum árangri með samstarfi. „Framþróunin felst m.a. í því að háskóladeildir rugli sam- an reytum sínum,“ segir Feller, „þær þurfa að leggja saman lausnir sínar til að sjá heildarmyndina.“ En áður en breytingar eru gerðar er mikilvægt að gera grein fyrir réttu spurningunum og Feller er fær í þeirri list að móta þær og fínpússa. Blaðamaður átti samtal við hann um mat á háskólastarfi. Markmið úttekta og mats á há- skólastarfi er einfaldlega að gera há- skólana skilvirkari og bæta árang- urinn. „Gallinn er aftur á móti að það hentar ekki vel að yfirfæra aðferðir úr viðskiptalífinu til að meta árangur í háskólum,“ segir Feller og að ekki dugi heldur að nota viðmið úr stjórn- sýslunni. Því hvaða „afurðum“ eiga vísindastofnanir að skila? „Mæli- einn háskóla, en þetta er málefni sem háskólar víða í Vestur-Evrópu takast á við nú um stundir,“ segir hann. Feller segist ekki hafa skoðað Há- skóla Íslands í smáatriðum, hann hafi ekki verið kallaður til þess, hann hafi fyrst og fremst komið hingað í stutta heimsókn til að miðla þekkingu sinni. Hann segir að háskóli eins og HÍ þurfi væntanlega að setja fram áætl- un um hvernig hann vilji þróast. „Ég ætla ekki að segja HÍ til um hvert hann eigi að stefna, heldur að miðla aðferðum um hvernig breytingar eru framkvæmdar. Þó þykir mér ekki ólíklegt að deildaskiptingin muni riðl- ast,“ segir hann. Hið flókna hlutverk Feller ræddi um tilgang mats á fundinum og aðferðafræðina. „Til- gangur mats er m.a. að vera leið- arvísir í starfinu og tæki til að bæta kerfið,“ segir hann og að markmiðið sé ekki að finna svör við því hvort til- tekinn kennari eigi að fá stuðning við tiltekið verkefni eða ekki. Meginspurningarnar eru: „Hverju býst samfélagið við af háskólanum, við hverju búast stúdentar og fjöl- skyldur þeirra? Hvert er hlutverk HÍ í samfélaginu?“ Matið liggur síðan í því að kanna hvort stofnunin standi undir væntingum. Svarið sem fæst kallast þá aftur á við hið flókna hlut- verk háskólans. Kröfur um innihald háskólamennt- unar og vísindastarfs hafa breyst á síðustu áratugum. Umhverfi hefð- bundinna háskóla eins og HÍ hefur einnig breyst því hann glímir við samkeppni um stúdenta bæði innan- lands og utan. „Það er því mikilvægt fyrir háskóla að móta sér nýja stefnu, og matið á starfinu verður að vera í samræmi við þá stefnu og markmið hennar að bæta starfið,“ segir Feller. Hann efast ekki um að háskólar eins og HÍ geti gegnt þessum ólíku hlutverkum og hann verði í raun að gera það. „Hann verður að standast bæði kröfur nemenda og alþjóða vís- indasamfélagins,“ segir hann, „og starfsmenn við HÍ efast ekki um að hann eigi að gera það. Um það er ekki deilt innan deilda háskólans.“ Hugmyndin um skólagjöld Hann segir að mörgum spurn- ingum sé ósvarað og mikilvægt að gera sér grein fyrir því að takmörk séu fyrir því hversu mörgum hlut- verkum HÍ geti sinnt. Nauðsynlegt sé því að velja úr eða forgangsraða. Ennfremur verði að leita sátta um hvað starfið megi kosta. „Hvað kost- ar það að vera framúrskarandi rann- sóknarháskóli og þjóðarháskóli, og hver á að bera kostnaðinn?“ spyr Feller og að samfélagið verði að finna svarið. Hann segir að háskólar víða um heim séu nú um stundir í leit að slíkum svörum. Háskólinn og samfélagið takist nú á við hugmyndina um skólagjöld og sé mat á háskólastarfi þ.a.l. knýjandi nauðsyn, því að þeir sem borga geri kröfu um mælanlegan árangur. Hvað viljum við gera? Hver ákveður hvað hvað viljum? Er það ríkisvaldið, háskólaráð, háskóladeild- ir eða utanaðkomandi sérfræðingar og ráðgjafar? „Hver sem það er sem tekur ákvörðun þá þarf ævinlega að láta hagsmuni stúdenta ganga fyrir,“ segir Feller. „Mæta þarf þörfum þeirra og veita þá menntun sem hef- ur gildi í samfélaginu. Aldrei má gleyma því heldur að stúdentar geta valið og hafnað háskólum eða farið á milli þeirra. Ef menntunin er ekki fullnægjandi hér fyrir ákveðna hópa, þá fara þeir til útlanda, og þá er hætta á því að þeir komi ekki aftur heim.“ Árangur menntakerfis Meginspurningin sem þarf að svara óháð skólagjöldum og öðrum hlutverkum háskólans er eftirfarandi að mati Fellers: „Framreiðir menntakerfið hæfileikaríka ein- staklinga fyrir samfélagið og nema þeir þar staðar eða hverfa þeir á braut?“ Aðrar spurningar koma síðan í kjölfarið eins og: „Hvernig vill HÍ þróast? Hvaða hlutverkum á HÍ að gegna? Hver á að borga til að hann geti rækt hlutverk sín? Eiga stúd- entar að borga?“ Ef ríkið vill ekki borga til að há- skólinn geti sinnt hlutverkum sínum þarf að taka ákvarðanir innan háskól- ans um hver eigi að gera það og hvaða hlutverk hann eigi að leggja rækt við og hverju skuli hætta,“ segir Feller. „Hvað kostar það að vera framúrskarandi rannsóknarháskóli og þjóðarháskóli og hver á að bera kostnaðinn?“ spyr dr. Irwin Feller í samtali við Gunnar Hersvein og segir að samfélagið verði að takast á við spurninguna um skólagjöld. „Framreiðir menntakerfið hæfi- leikaríka einstaklinga fyrir sam- félagið?“ er meginspurning að mati Irwin Fellers sérfræðings í mati á starfi háskóla. guhe@mbl.is Forgangsröð hlutverka Háskólans Morgunblaðið/Eggert Nefnd um eignarhald á fjölmiðlum Nær ekki að ljúka störfum á réttum tíma NEFND um eignarhald á fjölmiðl- um sem menntamálaráðherra skip- aði í desember síðastliðnum nær ekki að ljúka störfum og skila grein- argerð fyrir 1. mars eins og henni var ætlað. Að sögn formanns nefnd- arinnar, Davíðs Þórs Björgvinsson- ar, prófessors við lagadeild Háskól- ans í Reykjavík, hefur gagnaöflun einfaldlega tekið meiri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi. Davíð Þór segist ekki geta sagt nákvæmlega hvenær nefndarstörfum verður lok- ið, en segir stefnt að því fyrir mars- lok. Aðrir í nefndinni eru Karl Ax- elsson hæstaréttarlögmaður, Guð- mundur Frímannsson, deildarfor- seti kennaradeildar Háskólans á Akureyri, og Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri Framsóknarflokks- ins. Metur hvort setja ætti lög Nefndinni er falið að meta hvort tilefni er til að setja sérstaka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum hér- lendis. Telji hún þörf á slíkri löggjöf verður henni enn fremur falið að semja frumvarp til laga um eign- arhald á fjölmiðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.