Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐUR Eimskipafélagsins
nam 2.204 milljónum króna í fyrra
og dróst saman um 51% milli ára.
Hagnaður flutningastarfseminnar
nam 633 milljónum króna og hagn-
aður fjárfestingarstarfseminnar
nam 2.559 milljónum króna, en 684
milljóna króna tap var af sjávarút-
vegsstarfseminni. Hagnaðurinn er
nokkru minni en greiningardeildir
bankanna höfðu spáð í byrjun þessa
árs, en þær höfðu að meðaltali spáð
Eimskipafélaginu um 2.500 milljóna
króna hagnaði.
Á aðalfundi mun stjórn Eim-
skipafélagsins leggja til að greiddur
verði 15% arður til hluthafa, eða
sem nemur rúmum 600 milljónum
króna.
Mikill söluhagnaður hlutabréfa
Rekstrartekjur samstæðu Eim-
skipafélagsins jukust um fjórðung
milli ára og námu í fyrra rúmum 30
milljörðum króna. Rekstrargjöld án
afskrifta jukust um sama hlutfall og
hagnaður fyrir afskriftir sömuleiðis
og nam rúmum 3,2 milljörðum
króna, eða 10,8% af tekjum.
Eignir samstæðunnar minnkuðu
um 11% milli ára og námu 53 millj-
örðum króna í árslok, og eiginfjár-
hlutfallið lækkaði úr 43% í 36%.
Fjármunaliðir voru jákvæðir um
5 milljarða króna og bötnuðu um
70% milli ára. Ástæðan er aðallega
innleystur söluhagnaður vegna sölu
á hlutabréfum í eigu Burðaráss.
Hagnaður fjárfestingarstarfseminn-
ar, Burðaráss ehf., var sem fyrr
segir tæpir 2,6 milljarðar króna.
Miklar breytingar urðu á eignasafni
Burðaráss í fyrra. Burðarás keypti
hlutabréf fyrir samtals 14,6 millj-
arða króna og seldi hlutabréf fyrir
20,2 milljarða króna.
Bætt nýting í flutningunum
Flutningastarfsemin, Eimskip
ehf., skilaði eins og áður er getið
633 milljóna króna hagnaði og veltu-
fé frá rekstri Eimskips var 1.338
milljónir króna. Rekstrartekjur
námu 16.878 milljónum króna og
rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
nam 1.641 milljón króna, eða 9,7%
af veltu.
Í fréttatilkynningu félagsins segir
að vegna bættrar nýtingar gáma-
flota, meiri flutninga og aðhaldsað-
gerða, hafi hlutfall flutningagjalda
af flutningatekjum lækkað milli ára.
Rekstrartekjur Brims, sjávarút-
vegsstarfsemi Eimskipafélagsins,
voru 13.159 milljónir króna í fyrra
og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
1.799 milljónir króna, eða 13,7% af
veltu. Tap af rekstri Brims var sem
fyrr segir 684 milljónir króna, en
veltufé frá rekstri var 1.159 millj-
ónir króna.
Í fréttatilkynningu segir að af-
koma Brims sé ekki í samræmi við
þær væntingar sem gerðar hafi ver-
ið til fyrirtækisins í upphafi árs og
afkoman sé lakari á flestum sviðum.
Helstu ástæður séu styrking krón-
unnar, minni afli í grálúðu og loðnu
og lægra afurðaverð í erlendri mynt
á flestum tegundum. Frá áramótum
hefur verið gengið frá sölu allra
dótturfélaga Brims og skilaði salan
umtalsverðum söluhagnaði, 3.581
milljón króna eftir skatta, og færist
sá hagnaður til tekna á þessum
fjórðungi. Afkoman af fjárfestingu
Eimskipafélagsins í sjávarútvegs-
fyrirtækjunum þremur sem mynd-
uðu Brim, Útgerðarfélagi Akureyr-
inga, Skagstrendingi og Haraldi
Böðvarssyni, verði því að teljast góð
þegar upp er staðið.
Hagnaður Eimskipa-
félagsins 2,2 milljarðar
Tekjur jukust um
fjórðung milli ára
REKSTUR Eimskipafélagsins mun
taka miklum breytingum frá því sem
verið hefur á árinu 2003, að því er
segir í fréttatilkynningu félagsins
um horfur í rekstri þess. Ákveðið
hefur verið að sameina móð-
urfélagið, Hf. Eimskipafélag Ís-
lands, Brim ehf. og Burðarás ehf.,
og verður sameinað félag rekið und-
ir nafninu Burðarás hf. og mun
starfa á sviði fjárfestingarstarfsemi,
líkt og Burðarás ehf. hefur gert.
Flutningastarfsemin verður rekin
innan Eimskips ehf. undir nafninu
Hf. Eimskipafélag Íslands. Félögin
Burðarás og Eimskip verða svo að-
skilin, annaðhvort með því að Eim-
skip verði selt að hluta eða öllu leyti,
eða félögunum verði skipt upp þann-
ig að hluthafar í Hf. Eimskipafélagi
Íslands við skiptingu eignist hlut í
báðum félögunum, að því er segir í
tilkynningu félagsins. Þar segir enn-
fremur að stefnt sé að því að bæði fé-
lögin verði skráð í Kauphöll Íslands.
Horfur í flutninga- og fjárfesting-
arstarfseminni eru almennt sagðar
góðar. Afkoma flutningastarfsem-
innar hafi batnað í fyrra og búist sé
við áframhaldandi bata. Afkoma
fjárfestingarstarfseminnar ráðist af
þróun á gengi hlutabréfa og hvernig
til takist með fjárfestingar á árinu.
Að öllu óbreyttu verði heildar-
afkoma félagsins á fyrsta ársfjórð-
ungi góð.
Framtíð Eim-
skipafélagsins
ÍSLENSK erfða-
greining hefur
kynnt nýjan sam-
starfssamning
um klínískar
lyfjaprófanir við
alþjóðlega lyfja-
fyrirtækið
Merck. Sam-
kvæmt samn-
ingnum mun Ís-
lensk erfða-
greining fá
hlutdeild í sölu
þeirra lyfja og
greiningarprófa
sem samstarfið
kann að leiða af
sér. Íslensk erfðagreining mun einnig
fá eingreiðslu fyrir framlagða tækni-
þekkingu og áfangagreiðslur þegar
lyf eða greiningarpróf koma á mark-
að, að því er segir í fréttatilkynningu,
en samkvæmt upplýsingum frá Ís-
lenskri erfðagreiningu verða fjár-
hæðir samningsins ekki gefnar upp.
Samningurinn er til sjö ára og sam-
kvæmt honum mun Íslensk erfða-
greining á hverjum tíma stunda klín-
ískar lyfjaprófanir á allt að fimm
lyfjaefnum frá Merck.
Spennandi tækifæri
Jafnframt þessum samningi hefur
Merck keypt almenna hluti í de-
CODE, móðurfélagi Íslenskrar erfða-
greiningar, fyrir 10 milljónir Banda-
ríkjadali, alls tæplega 700 milljónir
króna, á genginu 14,50 dali á hlut. Þá
hefur Merck verið veittur kaupréttur
á 50 milljónum dala til viðbótar á
genginu 29 dalir á hlut á næstu fimm
árum. Lokagengi deCODE á miðviku-
dag var 10,6 dalir á hlut en gengið
hækkaði strax við opnun markaða í
gær, eftir birtingu fréttatilkynning-
arinnar, og lokagengi í gær var 13,20
dalir á hlut og hækkaði það um 25%
frá fyrra degi. Mikil viðskipti voru með
bréf deCODE í gær.
Í fréttatilkynningu er haft eftir
Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskr-
ar erfðagreiningar, að samningurinn
feli í sér mjög spennandi tækifæri til
að nota lýðerfðafræðilega nálgun fyr-
irtækisins við þróun næstu kynslóðar
lyfja frá Merck. Merck muni ekki að-
eins geta spurt hvort að lyf virki gegn
ákveðnum sjúkdómi heldur einnig
hverjir svari lyfinu best og hvers
vegna. „Við teljum að slíkar rann-
sóknir séu mikilvægur liður í stjórn-
un á viðskiptalegri áhættu í lyfjaþró-
unarferlinu og þær muni auka
ávinning sjúklinga af nýjum lyfjum
og auka mögulega markaðshlutdeild
þeirra“, er haft eftir Kára Stef-
ánssyni.
Í fréttatilkynningunni er einnig
haft eftir dr. Stephen Friend, yf-
irmanni sameindagreiningarsviðs og
grunnrannsókna á krabbameini hjá
rannsóknastofum Merck, að fyr-
irtækið sé mjög spennt fyrir því að
eiga samstarf við Íslenska erfða-
greiningu um bættar klínískar próf-
anir á lyfjum sem beint sé að alvar-
legum sjúkdómum.
ÍE semur við lyfja-
fyrirtækið Merck
Merck kaupir hlutabréf fyrir 700
milljónir króna í deCODE
Morgunblaðið/Sverrir
!"
#
!
#"
$
%$"
%
#"#
% "
&
&
'
"#!
#
( '
)* ' &
!
""
!+
"+
"
# #
!
$
!!"
%"!
"!
#
%#
%
#
$
#
#+
+
!" #
$ Morgunblaðið/Golli
MILESTONE Import Export Ltd.,
sem er félag í eigu systkinanna Karls
Wernerssonar, Steingríms Werners-
sonar og Ingunnar Wernersdóttur,
hefur eignast u.þ.b. 8,4% eignarhlut í
Íslandsbanka. Fyrir átti félagið 5,36%
en bætti við sig 3% hlutafjár í bank-
anum í gær og fyrradag.
Karl Wernersson sagði í samtali
við Morgunblaðið um ástæðu kaup-
anna: „Við teljum okkur vera að gera
góð kaup.“ Hann sagði óákveðið hvort
systkinin mundu sækjast eftir manni í
bankaráð Íslandsbanka. Kaupverð
bréfanna fékkst ekki uppgefið en eftir
því sem næst verður komist voru þau
keypt á markaðsverði. Lokaverð
bréfa í Íslandsbanka var 7,70 krónur
á hlut í gær og hafði hækkað um 1,3%
innan dagsins.
Helgi stærsti hluthafinn
Ætla má að Helgi Magnússon sé
stærsti hluthafinn í Íslandsbanka eft-
ir að hafa eignast 8,8% hlut í bank-
anum á þriðjudag og á hann nú 8,86%.
Wernersbörn eiga nú um 8,4% og eru
því væntanlega annar stærsti hluthaf-
inn. Lífeyrissjóður verslunarmanna á
8,1% hlut og Straumur Fjárfestinga-
banki á 6,2% hlut, samkvæmt hlut-
hafalista frá Íslandsbanka í gær. Orri
Vigfússon, eða Urriði ehf., keypti í
fyrradag 5,2% hlut af Burðarási og er
því væntanlega fimmti stærsti hlut-
hafinn.
Hluthafalistinn lítt marktækur
Litlar breytingar hafa þó orðið á
hluthafalista bankans þar sem þeir
stóru hlutir sem skipt hafa um hendur
undanfarið hafa verið keyptir með
framvirkum samningnum. Á þetta við
um eignarhlut Helga Magnússonar,
sem Landsbankinn er skráður fyrir,
eignarhlut Orra Vigfússonar, sem
Burðarás er skráður fyrir, og eign-
arhlut Wernersbarna sem bæði
Landsbankinn og Íslandsbanki eru
skráðir fyrir að hluta. Reglan er sú að
eignarhlutur er skráður á seljanda
þar til framvirki samningurinn fellur
úr gildi. Líklegt má því telja að hlut-
hafalisti Íslandsbanka muni lítið
breytast fyrr en að nokkrum mánuð-
um liðnum og er hann því lítt mark-
tækur.
Framangreindir aðilar hafa, þrátt
fyrir að vera ekki skráðir eigendur,
öðlast atkvæðarétt í samræmi við
eignarhluti sína en aðalfundur Ís-
landsbanka verður haldinn 8. mars
nk. Vænta má nokkurra breytinga á
bankaráði á þeim fundi en framboð
verða að liggja fyrir nk. þriðjudag, 2.
mars, kl. 14.
Bankaráð Íslandsbanka skipa í dag
Kristján Ragnarsson, Einar Sveins-
son, Guðmundur B. Ólafsson, Guðrún
Helga Lárusdóttir, Helgi Magnús-
son, Jón Snorrason og Víglundur Þor-
steinsson.
Wernersbörn
bæta við sig 3%
í Íslandsbanka
HAGNAÐUR breska bankans Sing-
er & Friedlander var 99 milljónir
punda í fyrra, 13 milljarðar króna, en
var árið áður 31 milljón punda. Skýr-
ingin á þessari miklu aukningu hagn-
aðar liggur í sölu bankans á hlut sín-
um í sænska fjármálafyrirtækinu
Carnegie, en hagnaður af sölu á
26,2% hlut í fyrirtækinu nam 67
milljónum punda, tæpum níu millj-
örðum króna, fyrir skatta. Hagnaður
Singer & Friedlander fyrir skatta
var 93 milljónir punda, en var 41
milljón punda árið 2002.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
fyrir skatta nam 26 milljónum punda
og dróst saman um 35%. Hreinar
rekstrartekjur af reglulegri starf-
semi drógust lítillega saman og
námu 105 milljónum punda, tæpum
14 milljörðum króna.
Yfirlýsing um sjálfstæði
KB banki keypti fyrr í vikunni
10% hlut í bankanum og á nú 19,5%
hlut. Samkvæmt yfirlýsingu KB
banka mun hann ekki reyna yfirtöku
á Singer & Friedlander á næstu sex
mánuðum, en ekkert liggur fyrir um
áform KB banka eftir það. Í gær
birti stjórn Singer & Friedlander yf-
irlýsingu í kauphöllinni í London þar
sem fram kemur að stjórnin telji
Singer & Friedlander eiga mikla
framtíð fyrir sér sem sjálfstætt fyr-
irtæki og að stefnan sé áfram að
vaxa, bæði með innri vexti og völdum
yfirtökum. Stjórnin sé sannfærð um
að þessi stefna muni auka hag allra
hluthafa bankans, viðskiptavina
hans og starfsmanna, líkt og hún hafi
gert hingað til.
Í afkomutilkynningu til kauphall-
arinnar segir að eftir söluna á Carn-
egie-hlutnum og útgáfu víkjandi lána
undir lok síðasta árs, standi Singer
& Friedlander sterkt fjárhagslega
og sé í stöðu til að vaxa og leiti nú
tækifæra til að ná því markmiði.
Í tilkynningunni segir ennfremur
að erfiðar aðstæður á breskum
hlutabréfamarkaði á fyrri hluta árs-
ins hafi, þrátt fyrir uppsveiflu á
seinni hluta þess, haft neikvæð áhrif
á afkomu bankans. Afkoman í fyrra
hafi verið ásættanleg með hliðsjón af
markaðsaðstæðum, rekstrarum-
hverfið hafi batnað frá því í fyrra og
nú ríki bjartsýni um framhaldið.
Arðgreiðsla til KB banka
1,9 milljarðar króna
Vegna hins mikla söluhagnaðar af
Carnegie-hlutnum aukast arð-
greiðslur til hluthafa úr 19 milljónum
punda í 75 milljónir punda, tæpa 10
milljarða króna, milli ára. Miðað við
eignarhlut KB banka verður hlut-
deild hans í þeirri arðgreiðslu tæpir
1,9 milljarðar króna.
Gengi Singer & Friedlander lækk-
aði um 2% í viðskiptum gærdagsins
og var 239 pens í lok dags. Markaðs-
verð bankans er 460 milljónir punda,
tæpir 60 milljarðar króna.
Ársuppgjör Singer & Friedlander
Mikill söluhagnaður
Stjórnin leggur
áherslu á sjálf-
stæði bankans