Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í slenski dansflokkurinn frumflytur í kvöld, föstu- dagskvöld, tvö ný verk, Æfingu í Paradís eftir belgíska dansahöfundinn Stijn Celis og Lúnu eftir Láru Stefánsdóttur. Fyrra verkið er samið fyrir átta dansara við tónlist eftir Chopin, myndrænt verk sem fjallar um fólk í leit að betra lífi. Það rís úr auðninni og finnur eitt- hvað annað, eða eins og höfund- urinn segir sjálfur: „Verkið fjallar á einhvern hátt um hæfni ein- staklingsins til þess að hefja sig upp úr aðstæðum sínum. Hann stendur andspænis hópnum, er á gráu svæði og verkið segir frá því hvernig hið ónormala verður normalt.“ Hvað er ónormalt? „Það er síbreytilegt. Við sjáum stöðugt nýjar myndir af því hver verður útundan og í rauninni er verkið helgað þeim sem hafa kjark til þess að vera einstaklingar.“ Eru þá normin alltaf að breyt- ast? „Nei, þau eru alltaf hin sömu en við erum öll stöðugt að reyna að bæta okkar smásmugulegu tilveru, þannig að innra líf okkar end- urspeglist út á við. Ummyndanir hafa verið þema í verkum mínum. Ég hef gaman af því að vinna með spurninguna um kyn; konur, karla, kynvitund. Niðurstaðan verður oft- ar en ekki kaldhæðnisleg afstaða til ýmissa þátta samfélagsins.“ Eru normin heftandi? „Normin viðhalda stöðugleika og hafa eitthvað að gera með það að eldast. Þau eru áhugaverð að því leyti að við notum þau til sjálf- skipulagningar og til þess að vísa okkur sjálfum veginn í samfélagi sem er í grundvallaratriðum neyslusamfélag og gengur oftar en ekki á þarfir einstaklingsins.“ Lítil leikverk Tónlistin í sýningunni er prel- údíur, næturljóð, valsar og mars- úrkar eftir Chopin í sérstæðum búningi. Árið 1961 útsetti Roy Douglas tónlistina fyrir hljómsveit og kallaði chopiniana. Hljómsveitin í Fíladelfíu í Bandaríkjunum tók hana upp í mars sama ár undir stjórn Eugenes Ormandys og það er sú upptaka sem heyrist í upp- færslu Íslenska dansflokksins. „Það má segja að með þessari útsetningu hafi tónlist Chopins verið gerð að balletttónlist,“ segir Celis um leið og hann bætir því við að hann semji þó ekki abstrakt dansa. „Allir mínir dansar eru saga, lítil leikverk, þar sem hreyf- ingarnar endurspegla tilfinningar sem eru greyptar í tilfinningalega steina.“ Æfing í Paradís er fyrsta verk Stijns sem Íslenski dansflokkurinn flytur. Hann hóf feril sinn sem dansari við konunglega ballettinn í Flanders í Belgíu. Einnig var hann dansari hjá Zürich-ballettinum, Le Ballet du Grand Théatre í Genf og svo síðast hjá einum þekktasta dansflokki á Norðurlöndum, Cull- berg í Svíþjóð. Hann starfaði sem dansari til ársins 1997. Stijn Celis samdi sitt fyrsta verk 1993. Síðan þá hefur hann samið fjölda verka fyrir þekkta dansflokka eins og Cullberg-ballettinn, Gulbenkian í Portúgal, Bern-ballettinn, Ballet Mainz, Ballet Wiesbaden og Ballet Nürnberg í Þýskalandi. Haustið 2004 tekur Stijn Celis við starfi listræns stjórnanda Bern- ballettsins. Dansarar í Æfingu í Paradís eru Guðmundur Helgason, Guðmundur Elías Knudsen, Katrín Ingvadótt- ir, Katrín Á. Johnson, Peter And- erson, Steve Lorenz, Unnur El- ísabet Gunnarsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir. Í tunglsins tæra skini Á sýningu Íslenska dansflokks- ins að þessu sinni verður frumflutt verk eftir Láru Stefánsdóttur. Verkið hefur hlotið heitið Lúna og sýnir konur og karla stíga lífsvals- inn í tunglsins tæra skini. Þetta eru myndir sem tengdar eru ást, þrá, von, baráttu og gleði við tón- list Hjálmars H. Ragnarssonar, Cyrano, sem hann hlaut Grímu- verðlaunin fyrir í júní 2003. Verkið segir Lára hafa orðið til á seinustu tveimur árum. „Vorið 2002 lést náinn vinur, Einar Krist- ján Einarsson, hljómsveitarstjóri Rússíbananna. Eitt það síðasta sem hann lét eftir sig með hljóm- sveitinni er hljóðrit af tónlist Hjálmars. Sumarið 2002 var mér boðið að taka þátt í alþjóðlegu dansverkefni í Avignon í Frakk- landi. Þar vann ég með ungum dönsurum frá Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Tékklandi og Íslandi og þar varð til upphafið að lokum Lúnu, „Í tunglsins tæra skini“. Haustið 2002 sett- um við hjá Pars Pro Toto upp sýninguna Elegia á nýja sviði Borgarleikhússins. Þar vann ég áfram með tónlist Hjálmars í flutningi Rússíbana og að hluta með dönsurunum sem voru með í Frakk- landi. Þarna urðu til fleiri myndir um leit- ina, ástina, þrána, baráttuna, vináttuna og lífið. Brot úr þess- um myndum eru í Lúnu.“ En þótt kveikjan að verkinu hafi verið lát náins vinar heldur ástin, þráin, baráttan og hringrás lífsins áfram. Núna, í upphafi þessarar viku, fæddi Lára son og má segja að meðan á meðgöngu hans hefur staðið hafi verkið tekið nýja stefnu og nýjar myndir orðið til við tón- listina. Auðveldara að sjá léttu hliðarnar „Upphaflega var um að ræða myndskreytingu við tónlistina – og þá við fáeina kafla hennar,“ segir Lára. „Núna er þetta orðið heild- stætt verk þar sem eru dans- myndir við hvern tónlistarkafla. Ég er með fleiri dansara og það er mun meiri gleði í verkinu. Þegar vinna við verkið hófst var eitt líf að hverfa, en í þetta sinn var nýtt líf að verða til. Það hafði óneit- anlega áhrif á mig og niðurstaðan er sú að verkið hefur öðlast miklu meira fjör og lífsgleði. Það var orðið auðveldara að sjá léttu hlið- arnar á tilverunni í sambandi við ástina, þrána, vináttuna og barátt- una. Þetta endurspeglast í búning- unum. Þegar Pars pro toto flutti kafla úr verkinu voru allir í rauðu – en núna eru búningarnir í vorlit- um sem eru táknrænir fyrir það að ný hringrás er að hefjast.“ Luna – tunglið. Vinnurðu mikið með táknræn þemu? „Já. Mér finnst tunglið fallegt „symbol“ fyrir ástina. Það er róm- antískt um leið og það boðar hringrás. Það tengist líka tónlist- inni, sem fer í hringi. Sama stefið endurtekur sig í mörgum lögunum – en í mismunandi útfærslum. Samt er aldrei hægt að fá leið á henni, því maður upplifir hana stöðugt á nýjan hátt. Ég hef unnið með hana í tvö ár og er enn ekki byrjuð að fá leið á henni.“ Gaman að vinna með svona stórum hópi Dansarar í Lúnu eru Aðalheiður Halldórsdóttir, Guðmundur Helga- son, Hannes Þór Egilsson, Guð- mundur Elías Knudsen, Hjördís Örnólfsdóttir, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á. Johnson, María Lovísa Ámundadóttir, Nadia Katrín Ban- ine, Peter Anderson, Saga Sigurð- ardóttir, Steve Lorenz, Tanja Mar- ín Friðjónsdóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Valgerður Rún- arsdóttir, það er að segja; allir dansarar dansflokksins, auk eins dansara sem er á nemendasamn- ingi, fjögurra sem eru á starfs- samningi og eins sem útskrifast frá Listdansskóla Íslands í vor. Lára segir langt síðan svo marg- ir dansarar hafi sést saman á sviði hjá Íslenska dansflokknum og óneitanlega hafi verið gaman að fá tækifæri til þess að vinna með svona stórum hópi – enda verkið það viðamesta sem hún hefur sam- ið til þessa – og virkileg veisla fyr- ir augu og eyru, sem mátti nú jafnvel búast við, þar sem Lára hefur unnið til þó nokkurra verð- launa fyrir verk sín. Árið 1998 hlaut hún fyrstu verðlaun í Dans- höfundasamkeppni Íslenska dans- flokksins fyrir verkið Minha maria Bonita, í júní 2001 hlaut verk hennar, Elsa, fyrstu verðlaun í al- þjóðlegri danshöfundakeppni í Helsinki í Finnlandi og í mars 2002 hlaut dansverkið Jói einnig fyrstu verðlaun í sólódansleik- húskeppni í Stuttgart í Þýskalandi. Íslenski dansflokkurinn hefur sýnt Elsu víða á undanförnum árum, meðal annars í Danmörku, Þýska- landi, Líbanon, Austurríki og Frakklandi. Tónlist Hjálmars H. Ragnars við verkið er flutt af Rússíbönum – en ekki af geisladiski, heldur tekur hljómsveitin þátt í sýningunni og eru hljóðfæraleikarar þeir Guðni Franzson klarínetta, Jón Skuggi kontrabassi, Kristinn H. Árnason gítar, Matthías M.D. Hemstock slagverk og Tatu Kantomaa harm- ónika. Maður, kona – hringrás lífsins Íslenski dansflokk- urinn frumflytur nýtt verk, Lúnu, eftir Láru Stefánsdóttur og dansar í fyrsta sinn verk eftir belgíska dansahöfundinn Stijn Celis. Súsanna Svavarsdóttir leit inn á æfingu hjá dans- flokknum og spjallaði við dansahöfundana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Úr verki belgíska dansahöfundarins Stijns Celis, Æfing í Paradís, sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Lára StefánsdóttirStijn Celis BÓK Arnaldar Indriðasonar, Graf- arþögn, er komin í 7. sæti þýska kiljusölulistans. Engin íslensk skáldsaga hefur áður skotist jafn hratt upp er- lenda met- sölulista, að sögn Kristjáns B. Jón- assonar hjá Eddu útgáfu. Todes- hauch, eins og bókin heitir í þýskri þýðingu Colettu Bürling, stökk þegar í fyrstu söluviku í 15. sæti. „Athygli vakti að þýskir útgef- endur Arnaldar prentuðu 100.000 eintök í fyrstu atrennu sem sýndi vel hve mikla trú þeir höfðu á sölu- möguleikum hennar. Eftir aðeins nokkra daga á markaði var bókin svo endurprentuð vegna mikillar eftirspurnar, enda hafa viðtök- urnar farið fram úr björtustu von- um. Nú í annarri söluviku er Graf- arþögn komin í 7. sæti þessa lista sem mælir bóksölu á kiljum á öllu þýska málsvæðinu,“ segir Kristján. Grafarþögn í 7. sæti í Þýskalandi Arnaldur Indriðason ♦♦♦ ÞRIÐJU tónleikar í tónleikaröð þeirri sem Tónlistarskólinn í Reykjavík stendur fyrir á þessum vetri verða í Norræna húsinu kl. 14 á laugardag. Tónleikarnir eru helgaðir minningu Ragnars Jónsson- ar í Smára, en hann hefði orðið eitthundrað ára fyrr í þessum mánuði. Ragnar var eins og kunn- ugt er einn af stofnendum Tónlistarfélagsins í Reykjavík og einn helsti forvígismað- ur þess um langt árabil. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skólanefndar skólans, flytur ávarp og minnist Ragnars, en síðan flytja nemendur skólans tónlist eftir Beethoven. Ragnars í Smára minnst í Norræna húsinu Ragnar í Smára KÓR Glerárkirkju var stofnaður 12. febrúar árið 1944 og fagnar því 60 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af til- efninu kemur kórinn hingað til Reykjavíkur um helgina og heldur tvenna tónleika. Með í för eru ein- söngvarar og hljóðfæraleikarar en stjórnandi er Hjörtur Steinbergsson. Fyrri tónleikarnir verða í Lang- holtskirkju kl. 15 á morgun, en kl. 17 í Hallgrímskirkju á sunnudag. Í Lang- holtskirkju verður flutt suður-amer- ísk messa, Misa Criolla, eftir Ariel Ramirez. Einnig eru á efnisskrá ís- lensk þjóðlög og sönglög, madrigalar og afrísk-amerísk trúartónlist. Óskar Pétursson tenór og Haukur Stein- bergsson baritón syngja og Daníel Þorsteinsson leikur með á píanó. Hljómsveit skipuð tónlistarmönnum á Akureyri leikur með í Misa Criolla. Sálumessa eftir Fauré Í Hallgrímskirkju verður flutt Re- quiem op. 48 eftir Gabriel Fauré ásamt tónlist eftir César Franck, Charles Gounod og Camille Saint- Saëns. Einsöngvarar eru Alda Ingi- bergsdóttir sópran, Óskar Pétursson tenór og Loftur Erlingsson baritón. Douglas A. Brotchie leikur með á org- elið. Einnig kemur fram sérstakur af- mælishátíðarkór sem skipaður er kórnum og söngvinum þeirra. Tvennir tón- leikar Kórs Glerárkirkju ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.