Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórdís GuðrúnÞorbergsdóttir fæddist á Hvamms- tanga 24. júní 1938. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi miðviku- daginn 18. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Þorbergur Ingvar Jóhannesson bóndi á Neðra-Núpi í Mið- firði í V-Hún., f. 28. september 1914, d. 15. ágúst 1991, og Svava Stefánsdóttir, f. í Péturs- koti í Gull. 15. mars 1918, d. 28. apríl 1985. Þórdís var elst sjö systkina. Eftirlifandi eru Jó- hanna, f. 21.4. 1940; Hafþór, f. 27.10. 1941; Rannveig, f. 10.1. 1943; Ingibjörg, f. 26.5. 1944; Jó- hannes Guðmundur, f. 31.5. 1949; og Stefán, f. 28.5. 1951. Hinn 1. júlí 1967 giftist Þórdís eftirlifandi eiginmanni sínum Þóri Friðrikssyni, f. 13. apríl 1937 á Höfða á Höfða- strönd, Skagafirði. Dóttir Þórdísar og Jóns H. Wíum er Rósa Sólrún Jóns- dóttir, f. 21.6. 1960. Hún er gift Guðna Guðnasyni, synir þeirra eru Þórir Már, f. 1992, og Svavar Leó, f. 1994. Þórdís ólst upp á Neðra-Núpi til 16 ára aldurs. Hún flutt þá suður og starfaði fyrst á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og síð- ar um tíma í Iðnó í Reykjavík. Lengst af starfaði hún í matsal starfsmanna á Landspítalanum í Reykjavík og síðustu árin í mat- sal starfsmanna á Kleppsspítalan- um. Útför Þórdísar verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveð ég í hinsta sinn Dísu frænku mína sem hefur verið stór þátttakandi í mínu lífi. Hún var ekki bara móðursystir mín heldur mín önnur móðir. Hún og mamma voru ákaflega samrýndar systur og stóðu þétt saman eftir að þær fluttu frá Neðra-Núpi suður til Reykjavíkur, þá mjög ungar. Það hljóta að hafa verið mikil umskipti í lífi þeirra að flytjast að heiman svona ungar. Í dag er þetta svo fjarstæðukennt að börn eins og þær voru flytji svo ung að heiman og stofni sitt eigið heimili og framfleyti sér alfarið sjálf. Sem betur fer eru breyttir tímar í dag. Þegar ég hugsa til baka um ferða- lög og fleira skemmtilegt þegar ég var barn þá eru Dísa og Þórir jafn sterkt í minningunni eins og mínir eigin foreldrar. Það var sjaldan að þau voru ekki með í því sem skemmti- legt var gert því við höfum ávallt ver- ið eins og ein stór fjölskylda. Sveitin okkar er eitt af því dýrmætasta sem við eigum, hún hefur verið sá staður sem hefur tengt okkur saman allt til dagsins í dag. Þaðan eigum við öll heilt fjall af góðum minningum. Skól- anum var varla lokið þegar Rósa og Nilli voru komin norður til að taka þátt í sauðburði og njóta sumarsins á Neðra-Núpi og þegar ég varð eldri fékk ég líka að fara. Í sumarfríum var alltaf farið norður. Það skipti mig ekki máli hvort Dísa og Þórir, Hafþór eða foreldrar mínir voru væntanleg norður, eftirvæntingin var alltaf jafn mikil. Okkur krökkunum var alltaf færður einhver glaðningur fyrir utan það að þegar fjölmennt var á Neðra- Núpi þá var sungið og spilað á orgel eða harmoniku og þetta eru dýrmæt- ar stundir sem ég aldrei gleymi. Dísa var sú sem ávallt mundi alla texta sem sungnir voru. Eitt sinn þegar ferðinni var heitið norður fór ég með Dísu í Hagkaup í Lækjargötu. Þar keypti hún þrjú pör af gúmmískóm og þrjá rauða traktora sem voru í þá daga engin smáleikföng. Eins og ég sagði áður var Dísa ávallt eins og mín önnur móðir og ég minnist þess ekki að hún hafi hugsað minna um okkur Nilla en Rósu sína. Á veturna voru samverustundirnar ekki færri því aðeins einn trjárunni var á milli heimila Dísu og mömmu. Rósa stóra frænka var ótrúlega þol- inmóð að leika við mig og okkar helgi- stundir voru á laugardögum þegar Þórir kom heim í hádeginu og eldaði handa okkur veislumat, beikon og egg annan hvern laugardag og pylsur hinn. Eftir hádegi fór hann svo aftur í vinnu en skildi eftir aura sem dugðu fyrir poppmaís og tveimur maltflösk- um. Þórir er líklega upphafsmaður- inn að nammidögunum sem öll börn þekkja í dag. Það að fá að alast upp við hlið svo vel gerðrar manneskju sem Dísa var fær mig til að hugsa um litlu ömmu- strákana hennar, það er sárt til þess að hugsa að þeir fái ekki að njóta samvista við hana meir. Það er þó huggun harmi gegn að þeir eiga eng- an smáafa að. Afa sem er einn sá hjartahlýjasti maður sem ég hef kynnst og megi þeir eiga sem allra flestar ánægjustundir saman í fram- tíðinni. Elsku Dísa, hafðu þökk fyrir alla þá umhyggju sem þú sýndir mér og síðar Sveini eftir að hann kom inn í mitt líf. Elsku Þórir, Rósa og fjölskylda, missir ykkar er mikill en lífið heldur áfram og við skulum á erfiðri kveðju- stund ylja okkur við allar góðu minn- ingarnar sem við eigum um hana. Kveðja Svava Þorbjörg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Okkur langar til að minnast vin- konu okkar Þórdísar Guðrúnar Þor- bergsdóttir með örfáum orðum. Þór- dís, eða Dísa eins og hún var alltaf kölluð, andaðist hinn 18. febr. sl. eftir löng og ströng veikindi. Það eru orðin ansi mörg ár síðan Dísa kom fyrst með Þóri frænda okk- ar í heimsókn til Skagafjarðar. Síðan urðu heimsóknirnar fleiri og sam- skiptin jukust með árunum. Hún átti sterkar rætur í Miðfirð- inum og fóru þau hjón þangað oft í heimsókn. Síðan var haldið áfram í Skagafjörðinn og ættingjarnir þar heimsóttir. Dísa var alltaf kát og hress og hafði gaman af að koma á mannamót. Hún unni hljómlist og var það hennar besta skemtun að hlusta á góðan söng. Hún var mjög gestrisin og var gott að koma til þeirra hjóna. Þau höfðu einhvern veginn lag á að láta fólki líða eins og það væri heima hjá sér og allt- af virtist vera húspláss á Réttarbakk- anum ef ferðafólk bar að garði. Einn þáttur í fari Dísu var tryggð- in við þá sem hún batt vináttu við en hún var mjög frændrækin, heilsteypt og heiðarleg. Með söknuði kveðjum við þig, Dísa mín, og þökkum allar góðar stundir, vináttu og tryggð á liðnum árum. Fjölskyldu þinni, Þóri, Rósu, Guðna og barnabörnunum, Þóri Má og Svavari Leó, vottum við innilega samúð okkar nú að leiðarlokum. Minningin um góða konu lifir lengi meðal okkar. Margrét og Þóra frá Óslandi. Enn einu sinni er komið að kveðju- stund. Nú kveðjum við góða vinkonu langt um aldur fram en hún hefur sl. þrjú ár barist við illvígan sjúkdóm af einstökum dugnaði og æðruleysi þannig að eftir hefur verið tekið. Hún Dísa hefur verið konan hans Þóris frænda frá því ég man fyrst eft- ir. Þau komu oft saman í Skagafjörð- inn á sumrin eins og svo margir gerðu í þá daga og gera enn. Þá var nú oft glatt á hjalla og slegið á létta strengi. Dísu fannst gaman að koma á Höfða og þar kunni hún alltaf vel við sig. Þá var líka oft tekið lagið og þar var nú Dísa aldeilis í essinu sínu. Hún hafði einstaklega gaman af söng og kunni ótrúlega mikið af lögum og textum og þurfti því oft að leiðbeina öðrum í söngnum og það gerði hún á sinn hógværa og einlæga hátt. Á árunum milli 1980 og 1990 var ég tíður gestur á heimili þeirra Dísu og Þóris á Réttarbakkanum vegna skólagöngu minnar og atvinnu. Þá tókust með okkur Dísu mjög góð kynni og ræddum við oft saman í góðu tómi við eldhúsborðið um hina ýmsu menn og málefni. Ekki er ég frá því að Dísa hafi oft vitað meira um mína hagi en margur annar en það veit ég fyrir víst að þau leyndarmál voru vel geymd. Eins og oft vill verða um unga menn var maður nú ekki alltaf að skila sér heim á kristilegum tíma. Dísu fannst nú ekki neitt at- hugavert við það en sagði að það væri alveg ómögulegt að ég væri alltaf að koma að lokuðum dyrum, skipaði Þóri að láta útbúa lykil að húsinu þannig að ég gæti komið og farið að vild án þess að vera að valda öðrum ónæði. Þegar ég síðan flutti suður og stofnaði heimili sjálfur ætlaði ég að skila lyklinum. Þá hló Dísa og sagði sposk á svip að hún vildi endilega að ég hefði lykilinn áfram ef sambýlis- konan gæfist upp á mér, ég gæti þá alltaf skriðið aftur í herbergið á Rétt- arbakkanum. Lykilinn á ég ennþá og læt hann sennilega ekki af hendi úr þessu. Dísa var mjög hrein og bein og sagði hiklaust sína meiningu þegar henni þótti tilefni til. Einu sinni hafði ég að áeggjan vinar míns farið að safna skeggi og var búinn að safna í nokkrar vikur þegar ég átti erindi til Reykjavíkur. Ég hélt rakleitt í Rétt- arbakkann og tók strax eftir að Dísa var ekki eins og hún átti að sér að vera. Í morgunkaffinu daginn eftir sagði Dísa og var frekar ákveðin á svip: „Grétar minn, í guðanna bæn- um, þú mátt ekki móðgast við mig en mér finnst þú alveg hræðilegur með þetta skegg, viltu nú ekki fara og raka þetta af þér?“ Ég sagðist vera alveg sammála henni en ég þyrfti að sýna vini mínum þetta fyrst en síðan mundi ég raka þetta af mér strax um kvöldið. Það gerði ég síðan og lofaði Dísu að gera þetta aldrei aftur og við það hef ég staðið. Þegar við Jóhanna skírðum börnin okkar var ákveðið að gera það heima hjá okkur. Þá vandaðist nú málið þeg- ar kom að söngnum. Ég hafði auðvit- að samband við Dísu og sagði að hún yrði að taka að sér að leiða sönginn í athöfninni. Hún tók vel í það en spurði mig hvort við þyrftum ekki að hittast og æfa okkur eitthvað. Ég tók eitthvað lítið undir það en þá sagði hún mjög ákveðin að það gengi ekki að vera að gera þetta nema gera það vel. Við héldum söngæfingu og vel tókst til með sönginn. En þarna var Dísu rétt lýst, hún tók ekkert að sér nema gera það eins vel og samvisku- samlega og hægt var. Eins og áður sagði hafði Dísa mikið yndi af söng. Í okkar árlega fjöl- skylduþorrablóti þar sem við hitt- umst einu sinni á ári og skemmtum okkur saman hafa Dísa og Þórir verið fastagestir. Þar hefur alltaf verið sungið mikið og Dísa þar fremst í flokki. Fyrir nokkrum árum fóru Dísa og Þórir að troða upp við mikinn fögnuð okkar hinna. Saman hafa þau sungið lagið Caprí með miklum til- þrifum og hefur það ávallt verið há- punktur kvöldsins. Nú síðustu ár hef- ur Dísa líka verið að syngja fyrir okkur Hallarfrúna eftir Davíð Stef- ánsson. Það er ekki auðvelt í flutningi og það hefur hún að öllu leyti þurft að gera ein því okkur hinum hefur ekki tekist að ná viðunandi tökum á þessu fallega lagi og ljóði sem var henni mjög kært. En nú hefur Hallarfrúin í Réttar- bakkanum sungið sinn síðasta söng fyrir okkur í bili, hvað sem síðar verð- ur. Eftir sitjum við hin og syrgjum góða og gegna vinkonu sem við vitum að verður tekið vel á móti í nýjum heimkynnum. Ég vil að lokum þakka þér fyrir all- ar góðu og skemmtilegu samveru- stundirnar sem ég hef átt með ykkur Þóri, þær hefðu svo gjarnan mátt verða miklu, miklu fleiri. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð… (Davíð Stef.) Elsku Þórir, Rósa og fjölskylda. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sorgarstund. Minningin um góða konu lifir með okkur öllum. Grétar Friðriksson frá Höfða. ÞÓRDÍS GUÐRÚN ÞORBERGSDÓTTIR ✝ Bjarni Gunnars-son vélstjóri fæddist á Kolfreyju í Fáskrúðsfjarðar- hreppi 12. mars 1926. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi mánudaginn 23. febr- úar síðastliðinn. Bjarni var sonur hjónanna Stefaníu Mörtu Bjarnadóttur, f. 1901, d. 1970, og Gunnars Sam- úelssonar, f. 1899, d. 1929, en þau giftust 28. mars 1925. Al- bróðir Bjarna var Jón Þórir, f. 1928, d. 1981. Marta giftist 20. júlí 1931 Vilmundi Sigurðssyni, f. 1889, d. 1978. Börn þeirra og hálf- systkini Bjarna eru; Gunnar, f. 1931, d. 1996, Sigurlaug, f. 1935 og Tryggvi, f. 1938. Bjarni kvæntist 23. maí 1953 Ingu Karlsdóttir, f. í Torgau í Þýskalandi 24. mars 1930, d. 27. nóvem- ber 1996. Fósturdæt- ur þeirra eru tvíbur- arnir Oddný Aldís og Guðný Marta Ósk- arsdætur, f. 30. maí 1954, en þær komu til þeirra í marsmán- uði 1956. Barna- börnin eru tíu, þar af níu á lífi og langafa- börnin eru tvö. Bjarni var vél- stjóri frá Vélskóla Íslands 1952 og frá rafmagnsdeild sama skóla ári síðar, 1953. Hann starf- aði sem vélstjóri upp frá því, á fiskiskipum, fraktskipum og í ára- tugi sem vélstjóri á Landspítalan- um. Bjarni og Inga bjuggu lengst af á Framnesvegi í Reykjavík. Útför Bjarna verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ég vil fyrir hönd okkar bræðr- anna og fjölskyldna minnast Bjarna frænda okkar með nokkrum orðum. Bjarni var einstakur maður, barn- góður, þolinmóður og ákaflega greiðvikinn. Við munum vel spenninginn þegar von var á Bjarna austur er við vor- um yngri, en þá kom hann gjarnan einn þegar Inga fór með dæturnar til að heimsækja sitt fólk í Þýska- landi. Það voru góðir tímar, því þá höfð- um við Bjarna útaf fyrir okkur og hann var ólatur að fara með okkur það sem hugur stóð til hverju sinni, hjálpa okkur að gera við hjólin eða hvað eina sem við báðum hann um. Þá var ekki síðra fyrir okkur sem unglinga að eiga víst skjól á Fram- nesveginum hjá þeim Bjarna og Ingu, þegar farið var í höfuðborgina. Margar voru þær stundirnar sem setið var að spjalli fram á nótt, og þó maður skildi það ekki þá, var það ómetanlegt fyrir okkur unglingana að finna að við okkur var talað sem jafningja og hjá okkur var kveiktur áhugi fyrir mörgum ólíkum málefn- um sem við búum enn að, hvort sem það varðaði kjör fólks í Austur-Evr- ópu eða áhugi fyrir eigin ætt og upp- runa. Við minnumst þeirra hjóna með vinsemd og virðingu og vottum dætrum þeirra og fjölskyldum okk- ar dýpstu samúð. Jóhann, Vilmundur og Bjarni Tryggvasynir. BJARNI GUNNARSSON Eiginmaður minn, BJARNI SÆMUNDSSON, dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík, lést laugardaginn 21. febrúar sl. Útför hans verður gerð frá Víkurkirkju laugar- daginn 28. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikning dvalarheimilisins Hjallatúns í Búnaðarbankanum í Vík (kennitala 490589-1559, reikningur nr. 317-13-300407). Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hulda Vilhjálmsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJARNI M. SIGMUNDSSON, Þastarima 7, Selfossi, sem lést miðvikudaginn 18. febrúar, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Guðný M. Bergsteinsdóttir, Bergrún Bjarnadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Magnea Bjarnadóttir, Sigurbjörn T. Gunnarsson, María E. Bjarnadóttir, Guðmundur Magnússon, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.