Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 39 ✝ Herborg Jónas-dóttir fæddist í Hátúni á Nesi í Norð- firði 7. júlí 1948. Hún lést á Borgarspítal- anum í Reykjavík þriðjudaginn 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinhildur Vil- hjálmsdóttir, f. 18. nóvember 1909, d. 8. september 1999, Stefánssonar, út- vegsbónda í Hátúni og konu hans Krist- ínar Árnadóttur og Jónas Valdórsson netagerðar- meistari, f. 1. febrúar 1908, d. 19. mars 1977, Bóassonar, útgerðar- manns frá Stuðlum í Reyðarfirði og konu hans Herborgar Jónas- dóttur úr Breiðdal. Bræður Her- borgar voru Eysteinn, f. 28. nóv- ember 1931, d. 10. júní 1959, og Vilhjálmur Helgi, f. 13. apríl 1938. dóttur, f. í Reykjavík 12. ágúst 1966, er Arnór Ármann, f. 25. apríl 1987. 2) Jón Ármann, f. á Norðfirði 6. apríl 1968. Kona hans er Edda Björk Sigurðardóttir, f. í Reykja- vík 9. janúar 1969, börn þeirra eru Guðjón Andri, f. 5. febrúar 1996, og Hildur Sigrún, f. 31. ágúst 1999. Herborg ólst upp á heimili for- eldra sinna, Hátúni, nú Hlíðargötu 33, Neskaupstað. Eftir skyldunám stundaði hún gagnfræðanám og lauk gagnfræðaprófi frá Alþýðu- skólanum á Eiðum. Síðar stundaði hún tímabundið nám við Verzlun- arskóla Íslands. Frá haustmánuð- um 1971 hafa Herborg og Guðjón búið í Breiðholti í Reykjavík. Framan af ævi stundaði Herborg ýmis störf, svo sem síldarsöltun, verslunar- og bankastörf, auk upp- eldis- og húsmóðurstarfa. Lengst vann hún sem skólaritari í Fella- skóla í Breiðholti, á mótunarárum skólans frá 1974 til 1981, en rak frá þeim tíma með manni sínum lögfræðiskrifstofu undir hans nafni til ársins 1991, en hvarf þá að mestu frá störfum vegna veikinda. Útför Herborgar fer fram frá Seljakirkju í Breiðholti í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hans dóttir er Svein- hildur, f. 1. mars 1960. Herborg giftist Guðjóni Ármanni Jónssyni lögfræðingi 24. desember 1971, en leiðir þeirra höfðu legið saman á Alþýðu- skólanum á Eiðum. Guðjón er fæddur á Skorrastað í Norðfirði 6. desember 1948. Foreldrar hans eru Valdís Ármann frá Skorrastað í Norð- firði, f. 11. júní 1926, og Jón Ólafsson frá Hamri í Hamarsfirði, f. 28. febrúar 1923, d. 5. nóvember 2002. Synir Herborgar og Guðjóns eru: 1) Jón- as Eysteinn, f. á Norðfirði 31. jan- úar 1967. Kona hans er er Leianne Clements, f. í Columbus í Georgíu í Bandaríkjunum 4. júní 1968. Son- ur Jónasar Eysteins og fyrrver- andi konu hans, Berglindar Gests- Hedda sá mig fyrst í fréttatíma Ríkissjónvarpsins sem sýndi myndir frá útihátíð um verslunarmannahelgi fyrir um það bil tuttugu árum, með tannbursta í annarri hendinni og eldri son hennar, Jónas, við hina höndina. Ég átti því ekki annað eftir en að segja nafn mitt, þegar kom að því að hitta fjölskylduna augliti til auglitis. Mér þótti spennandi að koma inn í fjölskyldu Jónasar. Þar var alltaf eitthvað um að vera, veisl- ur, ferðalög og mikið um gestagang. Hedda var mikill listakokkur og naut þess að hafa, ekki bara vini sína, heldur líka vini strákanna í kringum sig. Ógleymanlegar eru veislurnar sem hún hélt fyrir vini Jónasar, þar sem borð svignuðu undan krásum og húsið undirlagt af gleðskap sem end- aði oft í heitum potti við sólarupprás. Mér varð strax ljóst að Hedda lifði fyrir manninn sinn og syni, sem hún gerði allt fyrir, og síðar meir barna- börnin. Arnór Ármann, sem við Jónas eignuðumst 1987, var í tíu ár eina barnabarnið og þrátt fyrir að tilfinn- ingar væru ekki bornar á torg fór það ekki framhjá neinum hversu vænt þeim hjónum þótti um hann. Allt sem barnið gerði eða sagði þótti einstakt. Þau vildu hafa Arnór hjá sér eins mikið og hægt var og reyndist fjöl- skyldan okkur óskaplega vel þegar ég var í háskólanámi, og alla tíð síð- an. Um síðir skildi leiðir okkar Jón- asar. Það gerði ekkert nemastyrkja vináttuböndin við fjölskylduna og ég ávallt síðan verið kynnt sem eilífð- artengdadóttirin. Það var svo 1991 að ég kynntist núverandi eiginmanni mínum, sem tekið hefur verið sem einum úr fjölskyldunni frá fyrsta degi. Óneitanlega sérstakt, en segir mikið til um, hversu vandað fólk um er að ræða. Áralangri baráttu Heddu er lokið og við kveðjum hana í dag með þakk- læti fyrir allt sem hún gaf okkur. Minningin lifir og ég veit að amma Hedda vakir yfir Arnóri, Guðjóni Andra og Hildi Sigrúnu. Berglind. Tengdamóðir mín hún Hedda er látin. Hún var fimmtíu og fimm ára gömul, sem getur ekki talist hár ald- ur í árum talið. Ég minnist hennar fyrst þegar ég kom á heimili Heddu og Guðjóns í fyrsta skipti í Ljárskóg- unum rétt fyrir jólin árið 1985. Þar fór snaggaraleg og hressileg kona sem tók vel á móti sextán ára gamalli stelpu og bauð hana velkomna. Hedda var þá í miðjum jólaundirbún- ingi sem fólst í því meðal annars að búa til nokkra tugi ef ekki hundruð konfektmola og baka vel á annan tug smákökutegunda. Á þessum árum var Hedda úti- vinnandi. Hún sá um heimilið, stund- aði líkamsrækt og hafði yfirdrifið nóg á sinni könnu. Mér fannst Hedda gera það sem hún tók sér fyrir hendur með vinstri hendinni, virtist ekkert hafa fyrir hlutunum. Hélt veislur og matarboð. Hélt sínu fólki saman og sá til þess að allir hefðu nóg af öllu. Var lífleg, naut sín best innan um fjölskyldu og vini og var hrókur alls fagnaðar. Síðan ég kynntist Heddu eru liðin tæplega tuttugu ár. Síðustu tíu ár eða svo hafa skipst á skin og skúrir í hennar lífi, verið frekar þungskýjað síðustu ár og vart séð til sólar síðustu mánuði. Þegar fram líða stundir munum við segja börnunum okkar, barnabörn- unum hennar, frá ömmu sem vildi allt fyrir alla gera. Við munum segja þeim frá konu sem hugsaði vel um sitt fólk og bar hag þess fyrir brjósti. Þannig munum við minnast Heddu. Blessuð veri minning hennar. Edda Björk Sigurðardóttir. Mágkona okkar, Herborg Jónas- dóttir, er látin. Þrátt fyrir að okkur hafi um nokkurt skeið verið ljóst hvert stefndi þá er undarlegt til þess að hugsa að hún, sem hefur verið svo nátengd tilveru okkar í hartnær fjóra áratugi, skuli ekki vera lengur til staðar. Undir það síðasta hafði heilsu hennar hrakað mjög en eins og alltaf kemur dauðinn mönnum að óvörum, svo afgerandi og endanlegur. Það var vorið 1965 sem Guðjón eldri bróðir okkar mætti heim á Eskifjörð eftir skólavist á Eiðum og með honum í för þrjár glæsilegar skólasystur hans. Herborg, eða Hedda eins og hún var alltaf kölluð, var ein þeirra og voru þau þá farin að draga sig saman. Hedda varð strax órjúfanlegur hluti af fjölskyldunni og kátt á hjalla þegar synirnir tveir, Jónas og Jón, fæddust með rúmu árs millibili 1967 og 1968. Litlu frænd- urnir voru miklir gleðigjafar með sín- um endalausu uppátækjum og auð- vitað augasteinar afa og ömmu, bæði foreldra Heddu á Norðfirði, þeirra Sveinhildar og Jónasar, sem og for- eldra okkar, Jóns og Valdísar á Eski- firði. Þótt aldrei hafi tíðkast í okkar fjöl- skyldu að flíka mjög tilfinningum sín- um vitum við að bæði pabbi og mamma voru ánægð með tengda- dótturina og treystu fljótt á hana í mörgu. Tók hún m.a. annars að sér að sinna heimilinu á Eskifirði sumar- langt í veikindum móður okkar 1972. Hafði hún á orði síðar meir að það hefði verið mikið átak að koma því heim og saman, samhliða fullri vinnu og umsýslu með börnunum. En ungu foreldrarnir nutu líka í mörgu að- stoðar foreldra okkar, bjuggu m.a. veturinn 1970–71 í kjallaranum heima, Guðjón þá við kennslu en Hedda við verslunar- og bankastörf. Samskiptin við mágkonu okkar urðu enn meiri haustið 1971 þegar við bræður fengum inni hjá þeim Guðjóni vegna skólagöngu í Reykja- vík en þann vetur voru synirnir í fóstri hjá afa og ömmu á Eskifirði. Við bræður vorum einnig í fæði hjá þeim – og það þýddi auðvitað í fæði hjá Heddu. Víst er of djúpt í árinni tekið að segja að hún hafi gengið okk- ur í móðurstað þau ár sem við vorum hjá þeim á menntaskólaárunum en það er þó ekki fjarri sanni. Það var ærið starf að reka heimili fyrir þenn- an hóp sem var alinn upp á 5 stjörnu mömmuhóteli og lítið fyrir að taka til hendinni við heimilisstörf. Hedda leysti það samt auðvitað með bravúr og tók verslunarskólapróf frá VÍ í leiðinni fyrsta árið. Eftir mennta- skólaárin voru samskiptin áfram mikil og einkenndust af jákvæðni Heddu og velvilja hennar og Guðjóns í okkar garð. Átti annar okkar í tryggt hús að venda hjá þeim nokkur sumur meðan hann var við nám er- lendis og á líf hins hafði hún afger- andi áhrif með því að stuðla að ráðn- ingu hans sem afleysingakennara þegar hún var orðin skólaritari í Fellaskóla. Þar er hann enn og þótti Heddu það ekki leiðinlegt þegar ýjað var að því í gamni fyrir nokkrum ár- um að þar hefði hún alvarlegan glæp á samviskunni. Í Fellaskóla naut Hedda sín vel í erilsömu starfi og var dugleg að sinna nemendum og segja kennurum til syndanna ef henni þótti ástæða til. Þar fékk atorkusemi hennar og stjórnsemi að njóta sín – hún vildi drífa hluti áfram – og margir þar báru hlýjan hug til hennar. Þegar Hedda hætti í Fellaskóla snemma á 9. áratugnum fór hún að vinna á lög- fræðistofu bónda síns, fyrst á Lauga- veginum og síðan á Suðurlandsbraut- inni. Þar var mikill uppgangur og erill og lagði Hedda sitt af mörkum, og vel það, á sama tíma og hún sinnti heimilinu og þeim bræðrum af kost- gæfni. Eins og svo margir unglingar voru synirnir á kafi í knattspyrnu með tilheyrandi ferðalögum. Þá var hún mágkona okkar jafnan ekki langt undan, keyrandi þá bræður og félaga þeirra út um allar trissur og hróp- andi á hliðarlínunni, hvetjandi sína menn til dáða. Ekki var heldur í kot vísað hjá þeim hjónum við sérstaka atburði innan fjölskyldunnar þar sem dugn- aður og myndarskapur húsmóður- innar setti mark sitt á allt. Jóla- og áramótaboð voru kóngum sæmandi og sjaldan brást að hún töfraði fram girnilegar heimabakaðar tertur ef kíkt var inn í kaffi. Þá má ekki gleyma „nestinu hennar Heddu“ sem var sannkölluð veisla í farangrinum í þeim ótalmörgu ferðum sem þau hjón fóru um landið vítt og breitt, ýmist tvö ein eða í góðra vina hópi, en útiveru, gönguferðir og líkamsrækt stundaði hún af sömu kappsemi framan af og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Hún mágkona okkar var glæsileg og greind kona með glöggt auga fyrir umhverfi sínu. Bjó hún sér og fjöl- skyldu sinni fyrst hlýlegt og notalegt heimili af litlum efnum í þriggja her- bergja íbúð í Jörfabakka, síðan tals- vert íburðarmeira en alltaf notalegt heimili í raðhúsi á Seljabraut og loks stórglæsilegt heimili í einbýlishúsi í Ljárskógum þar sem fegurðarskyn húsmóðurinnar og næm tilfinning fyrir samspili skrautmuna og nytja- hluta naut sín vel. Húsið endurbættu þau hjónin talsvert og breyttu eftir eigin höfði og umbyltu garðinum. Hafði Hedda mikið yndi af garðyrkj- unni og tók slaginn við skriðsóleyjar og annað illgresi af sama krafti og dugnaði og allt annað sem hún fékkst við. Hún var ættrækin og fróð um sitt fólk og mjög stolt af því. Hún sinnti sonum sínum tveimur af ástríki og metnaði og ekki var hún síður stolt af barnabörnunum, Arnóri Ármann, Guðjóni Andra og Hildi Sigrúnu. Hún var minnug með afbrigðum og hafði á síðari árum gaman af að rifja upp hluti sem horfnir voru í þoku- móðu minninganna hjá flestum öðr- um. Síðasti áratugurinn eða svo reynd- ist mágkonu okkar hins vegar sífellt erfiðari. Hún fór að kenna sjúkleika sem ágerðist og dró smátt og smátt úr henni kraftinn og dugnaðinn. Veikindin settu á hana sitt mark sem hún tók mjög nærri sér og reyndi hún að lina sárindi sín og vonbrigði með meðulum sem gerðu illt verra. Var þungbært að horfa upp á þau ör- lög sem þessari glæsilegu konu voru sköpuð og þann vítahring sem tókst ekki að rjúfa þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Nú er vegferð Herborgar mág- konu okkar lokið og skulum við minn- ast hennar, ekki bara eins og hún var á sig komin undir það síðasta, heldur miklu frekar sem glæsilegu, ósér- hlífnu og aðsópsmiklu konunnar sem við þekktum og þótti svo vænt um. Við þökkum Herborgu alla velvildina í okkar garð og fjölskyldna okkar og minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Fjölskyldu og ættingjum sendum við innilegustu samúðar- kveðjur frá okkur bræðrum og fjöl- skyldum okkar. Blessuð sé minning Herborgar Jónasdóttur. Árni Þórður og Ólafur Jónssynir. Andlátsfregn frá Íslandi. Þó svo að ég hafi vitað að hverju stefndi um hríð var alltaf vonin sú að Herborg mundi stíga upp úr veikindum sínum og komast í gamla góða gírinn. Hvort sem um var að ræða ferðalög um há- lendi Íslands eða sumarbústaðaferðir var hún jafnan hrókur alls fagnaðar og var henni annt um að engum leiddist. Oft fannst henni vegaslóð- arnir sem farnir voru í þessum ferð- um ansi glæfralegir og gerði hún sér þá lítið fyrir og stökk út úr bílnum og taldi ráðlegra að ganga. Það fór ekki framhjá neinum þegar hliðarhalli var framundan, hvort sem hún var á snjósleða eða jeppa. Þá lá hún ekki á skoðunum sínum og vildi helst snúa við. Herborg hafði jafnan ákveðnar skoðanir og það var einmitt það sem gerði hana sérstaka og áttum við margar góðar stundir saman. Ég minnist ferðar sem við fórum 1994 til Sitges á Spáni. Í fyrstu hafði hún lítinn áhuga á að fara til Spánar. En þegar við komum þangað kom í ljós að hún naut þess verulega og minntist síðar oft á atvik úr þeirri ferð. Hún kunni að meta Barcelona með öllum sínum stórfengleik og allraheilagramessu í Sitges með dýrðlingum, skrúðgöngum og öðru „skrölti“ eins og hún kallaði það. Aðr- ar ferðir koma einnig upp í hugann, gönguskíðaferð á Mýrdalsjökul, „allsnægtahorn“ í Jöklaseli eftir vél- sleðaferð, eða bara útilega á friðsæl- um stað. Hún átti til að draga upp úr pússi sínu alls kyns framandi rétti sem hún hafði útbúið af kostgæfni. Ekki mátti hæla henni fyrir dugnað- inn og frábað hún sér allan heiður, hún hafði bara séð þetta í blaði og það passaði svo vel í útilegu. Herborg er nú farin í sína síðustu ferð. Eftir langvarandi heilsubrest vissi hún að hverju stefndi og þrek hennar fór þverrandi. Síðustu árin voru henni erfið og það hallaði stöð- ugt undan fæti. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vinkonu mina Herborgu og harma ég að geta ekki fylgt henni síð- asta spölinn. – Guðjóni, Bóa, Eddu, Jónasi og fjölskyldum og svo Villa „bróður“ sendi ég samúðarkveðjur. Guðrún. HERBORG JÓNASDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Herborgu Jónasdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. sem hann beindi kröftum sínum að voru ólíkir, en sýndu að maðurinn var ekki einhamur. Stefán var eðlilega í fremstu röð í félagsmálum bænda og athafnasamur formaður stærsta bún- aðarsambandsins í landinu, Búnaðar- sambands Suðurlands, um langt ára- bil. Ungmennafélögin, íþróttirnar og æskulýðsstarf áttu hug hans allt lífið. Stefán var brautryðjandi í að hvetja menn til að þjálfa líkama sinn og stunda göngur og skokk sér til heilsu- bótar og frægt er, þegar áttræður unglingur skokkaði hringinn í kring- um Ísland eða skoraði Jónas ritstjóra til einvígis í langhlaupi. Allt var þetta gert til að minna fólk á að viðhalda þjálfun og öðlast þrek, en um leið að hollur matur frá íslenskum bændum skapar hraustan mann. Aukagreinarnar í félagsmálum voru svo af allt öðrum toga, barátta fyrir öruggum akstri og að gerast um- svifamikill fréttaritari útvarps og blaðamaður við héraðsblöðin voru honum eins og hvíld og ástríða í önn- um dagsins. Engum manni var hann líkur þegar kalla þurfti her manna til að vinna að sjálfboðastarfi, halda hér- aðs- eða landsmót. Bæði á landsmóti ungmennafélaganna á Laugarvatni 1965 og á landbúnaðarsýningunni á Selfossi 1978 var hann formaður mótsstjórnar og voru þessi mót fjöl- sóttari en gerst hefur. Kunnátta hans og kynni af fjölmiðlum gaf honum góða innsýn í að setja upp og auglýsa atriði sem vöktu gleði og höfðu að- dráttarafl, ekki síst fyrir börn og ung- linga. Stefáni var gefið óvenjulegt starfsþrek og starfsgleði í vöggugjöf og þetta innsæi að ná til þjóðarsál- arinnar og hafa hana með sér þegar mikið lá við. Oft fann ég að Íþrótta- skóli Sigurðar Greipssonar í Hauka- dal, þar sem Stefán hleypti heimdrag- anum, mótaði hann. Sigurður Greipsson mótaði marga sterkustu félagsmálamenn síðustu aldar, blés þeim kjark og karlmennsku í brjóst og þeir fengu brot af þeim eldmóði sem Sigurður bjó yfir. Það er auðvitað þeim sem þetta rit- ar ráðgáta, hvernig Stefán komst yfir að sinna öllu því sem hann tók þátt í og reka jafnframt öflugt bú sem var í fremstu röð. Stefán var hlaupari og ferðamaður skjótur í ferðum og snögg- ur heim aftur í búskapinn. Hitt ber að þakka sérstaklega að Guðfinna, eigin- kona hans, stóð vel við bakið á bónda sínum og sterk fjölskylda lagði honum lið í þessu öllu saman. Stefán í Vorsabæ var óvenjulegur samferðamaður, átti auðvelt með að vinna með fólki og aldrei skorti um- ræðuefni og það færðist líf og fjör í leikinn þegar hann var annars vegar. Glaðværð hans var þjóðþekkt en hitt vissum við vel sem þekktum þennan glaðbeitta mann, að undir niðri var hann alvörumaður og skapríkur sem stóð alls ekki á sama, fyrir sjálfan sig átti hann metnað þótt hagsmunir heildarinnar og þeirra verkefna sem unnið var að væru höfð að leiðarljósi í hverju máli. Það er stundum sagt að íslenski bóndinn sameini það svo vel, að vera hvortveggja í senn þjóðern- issinni og ættjarðarvinur en ekki síð- ur heimsborgari. Stefán var einn þessara manna, hann knúði dyra hjá valdamönnum og forsvarsmönnum fyrirtækja og rak erindi sín af eld- móði og stundum barnslegri gleði. Þannig eignaðist hann nýja vini og stuðningsmenn, sem oft fengu nýja sýn á landbúnaðinn og hlutverk bónd- ans. Það er gott að minnast Stefáns og Guðfinnu í Vorsabæ. Það var reisn og myndarskapur yfir lífi þeirra hjóna. Þau kunnu að lifa og njóta og láta gott af sér leiða í leik og starfi. Bændur landsins þakka Stefáni leið- sögn og forystustörf og hversu vel hann hélt fram hinu fjölþætta hlut- verki bóndans og landbúnaðarins. Við framsóknarmenn þökkum Stefáni langt og farsælt samstarf og ekki síst fyrir blaðamennskuna við Þjóðólf og allan þann fróðleik sem sú vinna hans skilaði samtíðinni. Það er bjart yfir minningunni um Stefán í Vorsabæ. Blessuð sé minning hans. Guðni Ágústsson.  Fleiri minningargreinar um Stefán Jasonarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.