Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 45
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 45
THE ICELANDIC FOOD AND HOSPITALITY SHOW
FÍFAN SÝNINGARHÖLL, SMÁRANUM, KÓPAVOGI
FEBRÚAR, 2004
KAUPSTEFNA
DAGSKRÁ
FÖSTUDAGUR KL.10.00 - 20.00
FÖSTUDAGUR 27/2
KL. 11.00 - 20.00 ELDHÚS 1-5
-Forkeppni í keppninni um Matreiðslumann ársins 2004
KJÖTIÐNAÐUR
-Útstilling og dæming
Kl. 12.00 - 18.00
Þjóna- og kokkasvæði
-Æfing nema í framreiðslu vegna Norrænu
nemakeppninnar
KL. 13.00 ELDHÚS 6-10
-Skólakynning á vegum matartækna
KL. 16.00 ELDHÚS 6-10
-Skólakynning á vegum matartækna OPI‹
UM HELGINA
FYRIR ALMENNING
Bridsfélag Akraness
Fimmtudaginn 19. febrúar lauk
Akranesmótinu í sveitakeppni.
Þokkaleg þátttaka var í mótinu, eða
níu sveitir.
Í 3. sæti varð sveit Kristjáns
Snorrasonar með 308 stig, sveitin var
þannig skipuð: Kristján Snorrason,
Árni Bragason, Alda Guðnadóttir og
Alfreð Kristjánsson.
Í 2. sæti lenti sveit Guðmundar
Ólafssonar með 323 stig, með Guð-
mundi í sveit voru þeir: Hallgrímur
Rögnvaldsson, Sigurður Tómasson
og Hreinn Björnsson.
Í fyrsta sæti með 336 stig og þar
með Akranesmeistarar í sveitakeppni
2004 er sveit Tryggva Bjarnasonar,
sveitungar Tryggva eru: Þorgeir Jós-
efsson, Karl Alfreðsson og Bjarni
Guðmundsson, allt valinkunnir spilar-
ar og vel að titlinum komnir.
Bridsfélag Borgarfjarðar
Borgarnesmótinu í sveitakeppni
lauk 11. febrúar, sex sveitir tóku þátt í
því.
Í 3. sæti varð sveit Guðmundar
Arasonar með 138 stig, með Guð-
mundi í sveit voru: Unnsteinn Ara-
son, Einar Guðmundsson og Sigur-
geir Sveinsson.
Í 2. sæti varð sveit Stefáns Kal-
manssonar með 182 stig, sér til full-
tingis hafði Stefán þá: Sigurð Má Ein-
arsson, Flemming Jessen og
Guðmund Þorsteinsson.
Borgarnesmeistarar í sveitakeppni
2004 er sveit Sjafnar Halldórsdóttur.
Ásamt Sjöfn er sveitin þannig skip-
uð: Þóra S. Einarsdóttir, Kristján
Snorrason og Jón Ágúst Guðmunds-
son.
Sveit Sjafnar halaði inn 186 stig.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Það mættu 18 pör bæði þriðjudag-
inn 17. febrúar og föstudaginn 20. en
efstu pör fyrri daginn urðu eftirtalin í
N/S:
Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 252
Ólafur Ingvarss. - Sigtryggur Ellertss. 247
Jón Jóhannss. - Sturlaugur Eyjólfss. 236
Austur/Vestur:
Albert Þorsteinss.- Sæmundur Björnss. 261
Svava Ásgeirsd. - Þorvaldur Matthíass. 245
Guðm. Þórðarson - Magnús Þorsteinss. 234
Lokastaðan í N/S á föstudag:
Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 240
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 237
Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 234
Austur/Vestur:
Gróa Guðnad. - Guðrún Jörgensen 252
Júlíus Guðmundss. - Óskar Karlss. 234
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 232
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
VOLKSWAGEN kynnti í haust nýja
línu Volkswagen-vinnubifreiða.
Var Volkswagen Transporter með-
al annars kjörinn vinnubíll ársins
2004. Í hinni nýju línu er að finna
þrjár megingerðir bíla, Tran-
sporter, Shuttle og Multivan. Tran-
sporter er vinnuhesturinn í línunni
og hentar vel í verktakavinnu,
sendibílaakstur og þess háttar erf-
iðisnotkun. Multivan er lúxus-
útgáfan, bíll sem er vel búinn og
hentar stærri fjölskyldum og fyr-
irhafnarakstri. Shuttle er síðan bíll
sem leysir af hólmi Caravelle-
bifreiðarnar sem hentað hafa afar
vel til leigubílaaksturs.
Nú er Shuttle-bifreiðin komin til
landsins. Shuttle er fáanlegur ann-
ars vegar níu manna og hins vegar
11 manna. Shuttle er vel búinn,
hljóðeinangraður og fullklæddur í
hólf og gólf. Hann er fáanlegur
sjálfskiptur og beinskiptur og fjór-
hjóladrifinn í haust með beinskipt-
ingu. Í boði eru fjórar gerðir véla.
Öflugar dísilvélar í 1,9 og 2,5 lTDI-
útfærslum og 2,0 l bensínvél. Verð
er á Shuttle verður kynnt um
helgina hjá Heklu, umboðsaðila
VW. Bíllinn verður kynntur hjá
Heklu nk. laugardag.
VW Shuttle
kominnFyrirlestur Líffræðistofnunar.Áhrif snefilefna á frumframleiðni í
íslenskum vötnum, verður í dag,
föstudaginn 27. febrúar, kl. 12.20, í
stofu 132, Náttúrufræðihúsi Háskól-
ans. Erindi heldur Sigurður Reynir
Gíslason, Raunvísindastofnun Há-
skólans. Í erindinu verða leiddar lík-
ur að því að styrkur uppleysta snef-
ilefnisins molýbdenums (Mo) hafi
áhrif á og jafnvel stjórni frum-
framleiðni í vötnum í íslensku rek-
beltunum.
Í DAG
Íslandsmeistarakeppnin í blóma-
skreytingum verður á morgun,
laugardaginn 28. febrúar, kl. 11–14.
Verðlaunaafhending verður kl.
17.15. Keppnin fer fram í tengslum
við sýninguna Matur 2004, í Íþrótta-
húsinu Smáranum í Kópavogi.
Dómarar verða þrír: Lene Christ-
iansen, Ásmundur Jónasson og Jón
Arna Sverrisson.
Stofnfundur 60+, félags 60 ára og
eldri. Stofnfundur samfylking-
arfólks 60 ára og eldra í Hafnarfirði
verður haldinn í Alþýðuhúsinu í
Hafnarfirði laugardag 28. febrúar
kl. 10.30.
Förðun, neglur, snyrtifræði. Opið
hús verður laugardaginn 28. febrúar
kl. 11–17 að Hjallabrekku 1, Kópa-
vogi þar sem þrír skólar eru undir
sama þaki þ.e. Förðunarskólinn No
Name, Naglaskóli Professionails og
Snyrtiskólinn, m.a. verður sýnd
förðun, naglaásetning og snyrti- og
förðunarfræðingur verður til að-
stoðar í versluninni Studio 1, Hjalla-
brekku 1. Einnig mun Kristrún
Kristófersdóttir opna myndlist-
arsýningu í húsnæði skólans.
Á MORGUN
Reykbindindisnámskeið Krabba-
meinsfélagi Reykjavíkur. Fimm
vikna námskeið á vegum Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur hefst
þriðjudaginn 2. mars.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um
reyklaus svæði, fráhvarfseinkenni,
langvarandi afleiðingar tóbaks-
neyslu, orsök tóbaksfíknar, streitu,
hreyfingu og mataræði. Leiðbein-
andi er Arndís Guðmundsdóttir,
mannfræðingur og fræðslufulltrúi
hjá Krabbameinsfélagi Reykjavík-
ur.
Hvað gerir meðferð að með-
ferð? FÍUM, Félag íslenskra upp-
eldis- og meðferðarstofnana fyrir
börn og unglinga heldur málþing
föstudaginn 5. mars kl. 10–17, á
Hótel Borgarnesi. Málþingið mun
fjalla um þessar spurningar: Hvað
gerir meðferð að meðferð? Getur
meðferð verið verri en engin með-
ferð? Hversu markviss er með-
ferðin? Hvernig er árangur met-
inn? Erum við alltaf á réttri leið?
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra flytur ávarp. Erindi halda:
Jón Björnsson sálfræðingur, Páll
Biering geðhjúkrunarfræðingur,
Hrefna Ólafsdóttir, yfirfélags-
ráðgjafi BUGL, Oddur Bragason
og Helen Breiðfjörð, Sigurður
Rafn A. Levy, sálfræðingur ung-
lingadeildar BUGL, Björn Vil-
hjálmsson, hálendishóp- og totalr-
áðgjöf Hins hússins, Drífa
Kristjánsdóttir, forstöðumaður
Torfastöðum, og Ingi Bæringsson,
áfengisráðgjafi Hvítárbakka.
Þátttökugjald er 5.000 kr. fyrir ut-
anfélagsmenn. Hádegisverður inni-
falinn. Skráning fer fram með
tölvupósti á netfangið: fium@ci.is
eða thorunno@fel.rvk.is.
OA – Kynningarfundur. Næst-
komandi sunnudag, hinn 29. febr-
úar, verður haldinn opinn kynning-
arfundur á vegum
OA-samtakanna. Fundurinn verð-
ur haldinn klukkan 14–16 í Héðins-
húsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík.
Fundurinn er ætlaður öllum þeim
sem vilja kynna sér samtökin.
Á Reykjavíkursvæðinu eru 9 fund-
ir á viku og einnig eru nokkrar
deildir starfandi úti á landi. Nánari
upplýsingar er að finna á heima-
síðu samtakanna: www.oa.is.
Á NÆSTUNNI
STOFNAÐUR hefur verið
styrktarsjóður sem ætlað er að
styrkja íslenska háskólastúd-
enta til náms við University of
California Santa Barbara
(UCSB). Sjóðurinn mun eink-
um styrkja íslenska háskóla-
stúdenta sem hyggjast taka
hluta af námi sínu við Univers-
ity of California Santa Barbara
og er ætlað að greiða takmörk-
uð skólagjöld sem nemendur
við Háskóla Íslands þurfa að
greiða við UCSB. Umsóknir frá
stúdentum utan Háskóla Ís-
lands koma einnig til greina ef
þeir hyggja á nám við UCSB.
Styrkþegar eru tilnefndir af
nefnd skipaðri af rektor Há-
skóla Íslands en endanlegt val
styrkþega fer fram í Santa
Barbara.
Fyrsta úthlutun úr sjóðnum
verður næsta haust fyrir skóla-
árið 2004–2005.
Sjóðurinn er opinn fyrir
framlögum frá einstaklingum
og fyrirtækjum sem hefðu
áhuga á að leggja honum lið,
segir í fréttatilkynningu.
Nánari upplýsingar fást á Al-
þjóðaskrifstofu háskólastigs-
ins, Neshaga 16.
Styrktar-
sjóður fyrir
háskólanema
Ónákvæm höfundarkynning
Ónákvæmni gætti í höfundar-
kynningu sem birtist með aðsendri
grein eftir Ásgeir Ingvarsson í
blaðinu síðastliðinn mánudag. Rétt
kynning er: Höfundur er við nám við
Tungumálastofnun Sankti-Péturs-
borgarháskóla að Smolny.
LEIÐRÉTT
SÝNING er hafin á fyrstu hæð
Smáralindar í Kópavogi á tillögum
arkitekta á útliti og hönnun álvers Al-
coa í Reyðarfirði. Sýningin er opin til
5. mars. Þar má sjá tillögur fjögurra
hópa sem valdir voru í til að taka þátt í
hönnunarsamkeppni. Vinningstillag-
an er unnin af hópi þriggja íslenskra
arkitektastofa er kallar sig TBL og
samanstendur af Teiknistofunni,
Batteríinu og Landslagi.
Álverið sýnt í
Smáralind
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar
samþykkti á fundi sínum í vikunni
áskorun til Alþingis um að koma í
veg fyrir „stórfelldar hækkanir“ á
raforku. Tekur bæjarstjórnin und-
ir ályktun stjórnar Hitaveitu Suð-
urnesja og annarra orkufyrirtækja
og sveitarstjórna á höfuðborgar-
svæðinu og „varar alvarlega“ við
öllum tillögum sem leitt geti til
hækkunar raforkuverðs í Hafnar-
firði og annars staðar á höfuðborg-
arsvæðinu.
„Bæjarstjórn telur óásættanlegt
með öllu að nýskipan orkumála
leiði til stórfelldrar hækkunar raf-
orkuverðs og skorar á Alþingi að
koma í veg fyrir að slíkar tillögur
verði samþykktar,“ segir í ályktun
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
Hafnfirðingar vara við tillög-
um um hækkun raforkuverðs
MENNTASKÓLINN á Ísafirði og
Kunningi ehf., sem er nýstofnað
einkahlutfélag í eigu Flugleiðahót-
ela/Hótels Eddu og Hótels Ísafjarð-
ar, hafa gert með sér langtímasamn-
ing um starfrækslu sumarhótels í
heimavist Menntaskólans á Ísafirði.
Samningurinn er til sjö ára og gildir
til 20. ágúst 2010.
Í húsakynnum heimavistarinnar
eru 42 gistiherbergi með gestamót-
töku og veitingaaðstöðu, tjaldstæði á
lóð skólans auk aðstöðu til svefn-
pokagistingar í skólabyggingunni.
Fyrirhugaðar eru verulegar endur-
bætur á húsnæðinu sem miðast að
því að koma upp snyrtingum og baði
inni á 6–9 herbergjum á neðri hæð
suðvesturálmu.
Nýlega undirrituðu Ólína Þor-
varðardóttir, skólameistari Mennta-
skólans á Ísafirði, og Kári Kárason,
framkvæmdastjóri Flugleiðahótela,
samninginn að viðstöddum Tryggva
Guðmundssyni, forstöðumanni
Edduhótela, Birnu Lárusdóttur, for-
manni skólanefndar Menntaskólans,
og hótelstjórunum Áslaugu Alfreðs-
dóttur og Ólafi Erni Ólafssyni.
Samið um sumarhótel á Ísafirði