Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 45 THE ICELANDIC FOOD AND HOSPITALITY SHOW FÍFAN SÝNINGARHÖLL, SMÁRANUM, KÓPAVOGI FEBRÚAR, 2004 KAUPSTEFNA DAGSKRÁ FÖSTUDAGUR KL.10.00 - 20.00 FÖSTUDAGUR 27/2 KL. 11.00 - 20.00 ELDHÚS 1-5 -Forkeppni í keppninni um Matreiðslumann ársins 2004 KJÖTIÐNAÐUR -Útstilling og dæming Kl. 12.00 - 18.00 Þjóna- og kokkasvæði -Æfing nema í framreiðslu vegna Norrænu nemakeppninnar KL. 13.00 ELDHÚS 6-10 -Skólakynning á vegum matartækna KL. 16.00 ELDHÚS 6-10 -Skólakynning á vegum matartækna OPI‹ UM HELGINA FYRIR ALMENNING Bridsfélag Akraness Fimmtudaginn 19. febrúar lauk Akranesmótinu í sveitakeppni. Þokkaleg þátttaka var í mótinu, eða níu sveitir. Í 3. sæti varð sveit Kristjáns Snorrasonar með 308 stig, sveitin var þannig skipuð: Kristján Snorrason, Árni Bragason, Alda Guðnadóttir og Alfreð Kristjánsson. Í 2. sæti lenti sveit Guðmundar Ólafssonar með 323 stig, með Guð- mundi í sveit voru þeir: Hallgrímur Rögnvaldsson, Sigurður Tómasson og Hreinn Björnsson. Í fyrsta sæti með 336 stig og þar með Akranesmeistarar í sveitakeppni 2004 er sveit Tryggva Bjarnasonar, sveitungar Tryggva eru: Þorgeir Jós- efsson, Karl Alfreðsson og Bjarni Guðmundsson, allt valinkunnir spilar- ar og vel að titlinum komnir. Bridsfélag Borgarfjarðar Borgarnesmótinu í sveitakeppni lauk 11. febrúar, sex sveitir tóku þátt í því. Í 3. sæti varð sveit Guðmundar Arasonar með 138 stig, með Guð- mundi í sveit voru: Unnsteinn Ara- son, Einar Guðmundsson og Sigur- geir Sveinsson. Í 2. sæti varð sveit Stefáns Kal- manssonar með 182 stig, sér til full- tingis hafði Stefán þá: Sigurð Má Ein- arsson, Flemming Jessen og Guðmund Þorsteinsson. Borgarnesmeistarar í sveitakeppni 2004 er sveit Sjafnar Halldórsdóttur. Ásamt Sjöfn er sveitin þannig skip- uð: Þóra S. Einarsdóttir, Kristján Snorrason og Jón Ágúst Guðmunds- son. Sveit Sjafnar halaði inn 186 stig. Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 18 pör bæði þriðjudag- inn 17. febrúar og föstudaginn 20. en efstu pör fyrri daginn urðu eftirtalin í N/S: Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 252 Ólafur Ingvarss. - Sigtryggur Ellertss. 247 Jón Jóhannss. - Sturlaugur Eyjólfss. 236 Austur/Vestur: Albert Þorsteinss.- Sæmundur Björnss. 261 Svava Ásgeirsd. - Þorvaldur Matthíass. 245 Guðm. Þórðarson - Magnús Þorsteinss. 234 Lokastaðan í N/S á föstudag: Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 240 Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 237 Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 234 Austur/Vestur: Gróa Guðnad. - Guðrún Jörgensen 252 Júlíus Guðmundss. - Óskar Karlss. 234 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 232 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson VOLKSWAGEN kynnti í haust nýja línu Volkswagen-vinnubifreiða. Var Volkswagen Transporter með- al annars kjörinn vinnubíll ársins 2004. Í hinni nýju línu er að finna þrjár megingerðir bíla, Tran- sporter, Shuttle og Multivan. Tran- sporter er vinnuhesturinn í línunni og hentar vel í verktakavinnu, sendibílaakstur og þess háttar erf- iðisnotkun. Multivan er lúxus- útgáfan, bíll sem er vel búinn og hentar stærri fjölskyldum og fyr- irhafnarakstri. Shuttle er síðan bíll sem leysir af hólmi Caravelle- bifreiðarnar sem hentað hafa afar vel til leigubílaaksturs. Nú er Shuttle-bifreiðin komin til landsins. Shuttle er fáanlegur ann- ars vegar níu manna og hins vegar 11 manna. Shuttle er vel búinn, hljóðeinangraður og fullklæddur í hólf og gólf. Hann er fáanlegur sjálfskiptur og beinskiptur og fjór- hjóladrifinn í haust með beinskipt- ingu. Í boði eru fjórar gerðir véla. Öflugar dísilvélar í 1,9 og 2,5 lTDI- útfærslum og 2,0 l bensínvél. Verð er á Shuttle verður kynnt um helgina hjá Heklu, umboðsaðila VW. Bíllinn verður kynntur hjá Heklu nk. laugardag. VW Shuttle kominnFyrirlestur Líffræðistofnunar.Áhrif snefilefna á frumframleiðni í íslenskum vötnum, verður í dag, föstudaginn 27. febrúar, kl. 12.20, í stofu 132, Náttúrufræðihúsi Háskól- ans. Erindi heldur Sigurður Reynir Gíslason, Raunvísindastofnun Há- skólans. Í erindinu verða leiddar lík- ur að því að styrkur uppleysta snef- ilefnisins molýbdenums (Mo) hafi áhrif á og jafnvel stjórni frum- framleiðni í vötnum í íslensku rek- beltunum. Í DAG Íslandsmeistarakeppnin í blóma- skreytingum verður á morgun, laugardaginn 28. febrúar, kl. 11–14. Verðlaunaafhending verður kl. 17.15. Keppnin fer fram í tengslum við sýninguna Matur 2004, í Íþrótta- húsinu Smáranum í Kópavogi. Dómarar verða þrír: Lene Christ- iansen, Ásmundur Jónasson og Jón Arna Sverrisson. Stofnfundur 60+, félags 60 ára og eldri. Stofnfundur samfylking- arfólks 60 ára og eldra í Hafnarfirði verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardag 28. febrúar kl. 10.30. Förðun, neglur, snyrtifræði. Opið hús verður laugardaginn 28. febrúar kl. 11–17 að Hjallabrekku 1, Kópa- vogi þar sem þrír skólar eru undir sama þaki þ.e. Förðunarskólinn No Name, Naglaskóli Professionails og Snyrtiskólinn, m.a. verður sýnd förðun, naglaásetning og snyrti- og förðunarfræðingur verður til að- stoðar í versluninni Studio 1, Hjalla- brekku 1. Einnig mun Kristrún Kristófersdóttir opna myndlist- arsýningu í húsnæði skólans. Á MORGUN Reykbindindisnámskeið Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur. Fimm vikna námskeið á vegum Krabba- meinsfélags Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 2. mars. Á námskeiðinu er m.a. fjallað um reyklaus svæði, fráhvarfseinkenni, langvarandi afleiðingar tóbaks- neyslu, orsök tóbaksfíknar, streitu, hreyfingu og mataræði. Leiðbein- andi er Arndís Guðmundsdóttir, mannfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavík- ur. Hvað gerir meðferð að með- ferð? FÍUM, Félag íslenskra upp- eldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga heldur málþing föstudaginn 5. mars kl. 10–17, á Hótel Borgarnesi. Málþingið mun fjalla um þessar spurningar: Hvað gerir meðferð að meðferð? Getur meðferð verið verri en engin með- ferð? Hversu markviss er með- ferðin? Hvernig er árangur met- inn? Erum við alltaf á réttri leið? Árni Magnússon félagsmálaráð- herra flytur ávarp. Erindi halda: Jón Björnsson sálfræðingur, Páll Biering geðhjúkrunarfræðingur, Hrefna Ólafsdóttir, yfirfélags- ráðgjafi BUGL, Oddur Bragason og Helen Breiðfjörð, Sigurður Rafn A. Levy, sálfræðingur ung- lingadeildar BUGL, Björn Vil- hjálmsson, hálendishóp- og totalr- áðgjöf Hins hússins, Drífa Kristjánsdóttir, forstöðumaður Torfastöðum, og Ingi Bæringsson, áfengisráðgjafi Hvítárbakka. Þátttökugjald er 5.000 kr. fyrir ut- anfélagsmenn. Hádegisverður inni- falinn. Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið: fium@ci.is eða thorunno@fel.rvk.is. OA – Kynningarfundur. Næst- komandi sunnudag, hinn 29. febr- úar, verður haldinn opinn kynning- arfundur á vegum OA-samtakanna. Fundurinn verð- ur haldinn klukkan 14–16 í Héðins- húsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Fundurinn er ætlaður öllum þeim sem vilja kynna sér samtökin. Á Reykjavíkursvæðinu eru 9 fund- ir á viku og einnig eru nokkrar deildir starfandi úti á landi. Nánari upplýsingar er að finna á heima- síðu samtakanna: www.oa.is. Á NÆSTUNNI STOFNAÐUR hefur verið styrktarsjóður sem ætlað er að styrkja íslenska háskólastúd- enta til náms við University of California Santa Barbara (UCSB). Sjóðurinn mun eink- um styrkja íslenska háskóla- stúdenta sem hyggjast taka hluta af námi sínu við Univers- ity of California Santa Barbara og er ætlað að greiða takmörk- uð skólagjöld sem nemendur við Háskóla Íslands þurfa að greiða við UCSB. Umsóknir frá stúdentum utan Háskóla Ís- lands koma einnig til greina ef þeir hyggja á nám við UCSB. Styrkþegar eru tilnefndir af nefnd skipaðri af rektor Há- skóla Íslands en endanlegt val styrkþega fer fram í Santa Barbara. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður næsta haust fyrir skóla- árið 2004–2005. Sjóðurinn er opinn fyrir framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum sem hefðu áhuga á að leggja honum lið, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar fást á Al- þjóðaskrifstofu háskólastigs- ins, Neshaga 16. Styrktar- sjóður fyrir háskólanema Ónákvæm höfundarkynning Ónákvæmni gætti í höfundar- kynningu sem birtist með aðsendri grein eftir Ásgeir Ingvarsson í blaðinu síðastliðinn mánudag. Rétt kynning er: Höfundur er við nám við Tungumálastofnun Sankti-Péturs- borgarháskóla að Smolny. LEIÐRÉTT SÝNING er hafin á fyrstu hæð Smáralindar í Kópavogi á tillögum arkitekta á útliti og hönnun álvers Al- coa í Reyðarfirði. Sýningin er opin til 5. mars. Þar má sjá tillögur fjögurra hópa sem valdir voru í til að taka þátt í hönnunarsamkeppni. Vinningstillag- an er unnin af hópi þriggja íslenskra arkitektastofa er kallar sig TBL og samanstendur af Teiknistofunni, Batteríinu og Landslagi. Álverið sýnt í Smáralind BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í vikunni áskorun til Alþingis um að koma í veg fyrir „stórfelldar hækkanir“ á raforku. Tekur bæjarstjórnin und- ir ályktun stjórnar Hitaveitu Suð- urnesja og annarra orkufyrirtækja og sveitarstjórna á höfuðborgar- svæðinu og „varar alvarlega“ við öllum tillögum sem leitt geti til hækkunar raforkuverðs í Hafnar- firði og annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu. „Bæjarstjórn telur óásættanlegt með öllu að nýskipan orkumála leiði til stórfelldrar hækkunar raf- orkuverðs og skorar á Alþingi að koma í veg fyrir að slíkar tillögur verði samþykktar,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Hafnfirðingar vara við tillög- um um hækkun raforkuverðs MENNTASKÓLINN á Ísafirði og Kunningi ehf., sem er nýstofnað einkahlutfélag í eigu Flugleiðahót- ela/Hótels Eddu og Hótels Ísafjarð- ar, hafa gert með sér langtímasamn- ing um starfrækslu sumarhótels í heimavist Menntaskólans á Ísafirði. Samningurinn er til sjö ára og gildir til 20. ágúst 2010. Í húsakynnum heimavistarinnar eru 42 gistiherbergi með gestamót- töku og veitingaaðstöðu, tjaldstæði á lóð skólans auk aðstöðu til svefn- pokagistingar í skólabyggingunni. Fyrirhugaðar eru verulegar endur- bætur á húsnæðinu sem miðast að því að koma upp snyrtingum og baði inni á 6–9 herbergjum á neðri hæð suðvesturálmu. Nýlega undirrituðu Ólína Þor- varðardóttir, skólameistari Mennta- skólans á Ísafirði, og Kári Kárason, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela, samninginn að viðstöddum Tryggva Guðmundssyni, forstöðumanni Edduhótela, Birnu Lárusdóttur, for- manni skólanefndar Menntaskólans, og hótelstjórunum Áslaugu Alfreðs- dóttur og Ólafi Erni Ólafssyni. Samið um sumarhótel á Ísafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.