Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 51
MAGNÚS Aron Hallgrímsson,
fremsti kringlukastari Íslands um
þessar mundir, hefur slitið sam-
starfi við Véstein Hafsteinsson,
þjálfara sinn og Íslandsmethafa í
kringlukasti. Magnús hafði þá æft
undir stjórn Vésteins í tæp sjö ár.
„Ég ákvað að nú væri rétti tíminn
til að breyta til í þjálfuninni,“ sagði
Magnús Aron. „Mér fannst ég þurfa
að kynnast einhverju nýju eftir
tæplega sjö ára samstarf við Vé-
stein. Samstarfsslit okkar voru
gerð í fullri sátt,“ sagði Magnús
sem býr í Gautaborg og býr sig af
kappi undir átök sumarsins en hann
stefnir að þátttöku á Ólympíu-
leikunum í sumar.
Magnús hefur tekið upp samstarf
við Svíann Anders Asklid en hann
er félagsþjálfari í Svíþjóð og hefur
víðtæka reynslu af þjálfun frjáls-
íþróttamanna, var m.a. þjálfari hjá
háskólaliði í Arizona í Bandaríkj-
unum fyrir nokkrum árum. „Mér
líst vel á Anders, hann býr yfir mik-
illi reynslu sem ég vona að nýtist
mér vel á næstu mánuðum,“ sagði
Magnús Aron sem keppir undir
merkjum Breiðabliks í Kópavogi.
Magnús byrjar að keppa í maí og
hefur stefnan verið sett á að ná lág-
marki fyrir Ólympíuleikana sem
fyrst, en til þess þarf hann að kasta
a.m.k. 62,55 metra. Hann tók þátt í
síðustu leikum sem fram fóru í
Sydney og kastaði þá 60,95 sem er
lengsta kast íslensks kringlukast-
ara á Ólympíuleikum. Það nægði
honum þó ekki til að komast í úrslit.
Magnús Aron slítur
samstarfi við Véstein
BERGLIND Ósk Pétursdóttir
verður meðal dómara í fim-
leikum á Ólympíuleikunum í
Aþenu í sumar, fyrst íslenskra
kvenna. Boð um þetta barst
henni í gær. „Mér líst vel á
þetta,“ sagði Berglind í gær.
Hún sagði regluna þá að þau
lönd sem eiga keppendur eigi
líka rétt á að senda dómara.
Engar íslenskar stúlkur keppa
á ÓL en henni er samt boðið að
dæma í kvennakeppninni.
Hún fær góða æfingu í vor
þegar hún dæmir á EM, þar
sem hún verður meðal annars
yfirdómari í gólfæfingum.
„Það er það versta við að búa
hér að það kostar mikið að
fara á mót erlendis og dæma,“
segir Berglind Ósk.
Berglind
Ósk á ÓL
Nógu byrjuðu Keflvíkingar vel íVesturbænum þegar Nick
Bradford og Derrick fóru á kostum
með ábót frá Hirti
Harðarsyni, sem
skoraði fjórar
þriggja stiga körfur í
fyrsta leikhluta. Með
15 stiga forskot í upphafi annars leik-
hluta fóru Derrick og Nick út af og
ljóst að Keflvíkingar ætluðu sér ekki
að hafa mikið fyrir stigunum. Það sáu
leikmenn KR líka og voru ekki sáttir,
brettu upp ermarnar og í leikhlé var
staðan 54:48 fyrir gestina. Í upphafi
þriðja leikhluta ætluðu Keflvíkingar
sér aftur að slíta KR af sér og náðu 17
stiga forystu en sem fyrr gerðust
þeir alltof værukærir svo að KR
minnkaði muninn í 76:73. Heldur fór
um Keflvíkinga og Nick og Bradford
voru sendir í björgunarleiðangur,
sem gekk upp á lokasprettinum. „Ég
var ánægður með hvað menn lögðu
mikið á sig og við vorum í raun klauf-
ar að ná ekki yfirhöndinni,“ sagði
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR.
„Það vantaði okkar helsta stigaskor-
ara en fimm leikmenn skoruðu meira
en tíu stig og við áttum meira inni.“
Þegar KR-ingar tóku við sér voru
margir leikmenn virkir og sýndu
hvað í þeim býr. Þriggja stiga hittni
KR var ekki beysin þegar 2 af 17 fóru
ofan í.
Derrick og Nick drógu vagninn
fyrir Keflavík með flest stig og frá-
köst. Hjörtur var drjúgur með 7 af 10
þriggja stiga skotum ofan í en alls
skoraði Keflavík úr 13 af 25 þriggja
stiga skotum. „Við sigruðum en vor-
um værukærir og klaufar að vinna
ekki stærra,“ sagði Hjörtur eftir leik-
inn. „Við tókum góðar rispur en
hættum þá að berjast og gáfum eftir
svo að KR-ingar fengu að gera það
sem þeir vildu svo að við vorum næst-
um búnir að klúðra þessum leik.“
Naumur sigur Hauka
Haukar sigruðu Þór, Þorlákshöfn,naumlega, 80:76, á Ásvöllum.
Heimamenn höfðu frumkvæðið nán-
ast allan leikinn en
gestirnir voru aldrei
langt undan og tókst
að hleypa spennu í
leikinn á lokamínút-
unum. Haukar höfðu sjö stiga forystu
í leikhléi eftir góðan kafla undir lok
fyrri háfleiks og sá munur hélst
nokkurn veginn fram á lokakafla
leiksins. Þá tókst gestunum að
minnka muninn í tvö stig, 78:76, og
hefðu hæglega getað hirt bæði stigin
enda vel studdir af stuðningsmönn-
um sínum. En það átti ekki fyrir þeim
að liggja að þessu sinni og Haukar
höfðu sigur án þess að frammistaða
þeirra hefði verið neitt til þess að
hrópa húrra fyrir. Michael Manciel
skoraði grimmt fyrir heimamenn í
fyrri hálfleik en hvarf nánast í þeim
síðari þar til í lokin er hann innsiglaði
sigurinn með tveimur vítaskotum.
Sævar Haraldsson lék einnig vel, sér-
staklega í síðari hálfleik. Hjá gest-
unum var hinn eldfljóti Nati Brown
bestur í sókninni og Róbert Hodgson
var drjúgur í vörninni.
Dramatískur leikur í Jakanum
Ísfirðingar höfðu betur gegnBreiðabliki í sannkölluðum
fallbaráttuslag því bæði lið voru með
8 stig fyrir leikinn en
Ísfirðinar með 10 eft-
ir 95:88 sigur í fram-
lengdum leik. Ísfirð-
ingar þurftu að sigra
með 7 stigum eða meira til þess að
standa betur í innbyrðisviðreignum
liðanna sem skiptir máli verði liðin
jöfn að stigum.
Fyrsti leikhluti var mjög jafn og
var það Bethuel Fletcher sem var
maður fyrsta leikhluta en hann stýrði
Ísfirðingum af mikilli ákveðni í leikn-
um. Blikar áttu frábæran annan leik-
hluta en þar var Mirko Virijevic
fremstur í flokki. Í þriðja leikhluta
rönkuðu Ísfirðingar heldur betur við
sér og skoruðu 14 stig á móti 4 stig-
um gestanna á fjórum mínútum og
náðu forystunni sem þeir héldu út
leikhlutann.
Blikar náðu svo fljótt undirtökun-
um í leiknum á meðan heimamenn
náðu ekki saman sem lið, léku sem
einstaklingar.
Loka sekúndurnar voru afar
dramatískar en þegar 18 sekúndur
voru eftir af leiknum var staðan 76:77
og Blikar voru í sókn, þeir fengu
dæmda á sig sóknarvillu og Ísfirð-
ingar fengu knöttinn. Þeir töpuðu
boltanum en náðu honum aftur og
Pétur Már Sigurðsson fiskaði villu á
eigin vallarhelmingi og fékk tvö víta-
skot. Hann klikkaði úr fyrra skotinu
en hitti úr því síðara og var því gripið
til framlengingar.
Ísfirðingar byrjuðu framleng-
inguna vel og náðu fljótt sex stiga
forystu með tveimur góðum 3ja stiga
körfum frá Baldri Inga Jónassyni og
Bethuel Fletcher.
Pétur Már Sigurðsson fiskaði svo
frábærlega þrjú vítaskot og skoraði
úr þeim öllum og tryggði Ísfirðingum
góðan og jafnframt mjög mikilvægan
sigur á Breiðabliki
„Ég spurði strákana í hálfleik
hvort þeir hefðu áhuga á að halda sér
í deildinni. Við bara þurftum að
vinna,“ sagði Hrafn Kristjánsson,
þjálfari KFÍ. ,,Það einfaldlega klikk-
aði allt hjá okkur, við höfum tapað
mörgum leikjum naumt í vetur en
þetta var sá allra dapursti sem ég hef
orðið vitni að,“ sagði Jón Arnar Ingv-
arsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali
við Morgunblaðið. Spurður hvað hon-
um fyndist um dómara leiksins sagði
hann ,,Þeir voru mjög slakir, eigin-
lega hálfdapurlegt að sjá þá í kvöld.“
Morgunblaðið/Sverrir
Keflvíkingurinn Arnar Freyr Jónsson reynir að komast frá KR-ingnum Magnúsi Helgasyni.
Þriggja stiga skotin
björguðu Keflavík
KEFLVÍKINGAR héldu sínu striki í úrvalsdeildinni í körfuknattleik,
lögðu KR-inga í Vesturbænum 80:76 í gærkvöldi þar sem þriggja
stiga skotin riðu baggamuninn. Í botnbaráttunni hafði KFÍ betur
gegn Breiðabliki í framlengdum leik og eru Ísfirðingar með tveimur
stigum meira en Blikar og Þór þar sem Þorlákshafnarbúar töpuðu
80:76 fyrir Haukum sem færðust upp að hlið Njarðvíkinga.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Kristján
Jónsson
skrifar
Gunnar Atli
Gunnarsson
skrifar
UNGLINGALANDSLIÐ Íslands
í knattspyrnu, skipað leikmönnum
undir 19 ára aldri, leikur tvo vin-
áttulandsleiki við Norður-Írland á
útivelli 26. og 28. apríl. Íslenska
liðið, undir stjórn Guðna Kjart-
anssonar, býr sig undir undan-
keppni EM sem fram fer í október
en úrslitakeppnin verður einmitt á
Norður-Írlandi sumarið 2005.
STOKE City hefur endurheimt
norður-írska knattspyrnumanninn
Gerry Taggart, sem mun leika
með félaginu í ensku 1. deildinni
út þetta tímabil. Taggart lék með
Stoke sem lánsmaður frá Leicest-
er í desember og janúar og þétti
vörn liðsins með þeim árangri að
það tapaði ekki í þeim tíu leikjum
sem hann spilaði. Nú hefur Tagg-
art verið leystur undan samningi
sínum við Leicester og Stoke hef-
ur samið við hann til vorsins.
JOHN Rudge, yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá Stoke, sagði að
það væri afar ánægjulegt að fá
Taggart aftur. „Það sáu allir hve
mikil áhrif hann hafði á liðið með-
an hann var hér fyrr í vetur.
Hann var okkur gríðarlegur liðs-
styrkur, bæði innan vallar og ut-
an. Nú þurfum við ekki að hafa
áhyggjur af því að missa hann aft-
ur frá okkur,“ sagði Rudge.
JAMES Hayter setti met í
ensku knattspyrnunni á þriðju-
dagskvöldið þegar hann skoraði
þrennu á aðeins 140 sekúndum
fyrir Bournemouth gegn Wrex-
ham. Foreldrar hans voru á leikn-
um en misstu af mörkunum því
þau yfirgáfu leikvanginn 10 mín-
útum fyrir leikslok til að ná næstu
ferju frá Bournemouth til eyjar-
innar Isle of Wight þar sem þau
búa.
HAYTER kom inn á sem vara-
maður fjórum mínútum eftir að
foreldrar hans héldu á brott og á
leið sinni í ferjuna hlustuðu þau
steini lostin á afrek hans í beinni
útvarpslýsingu frá leiknum. „Ég
vissi ekki hvort ég ætti að hlæja
eða gráta þegar útvarpsþulurinn
öskraði nafnið hans aftur og aft-
ur,“ sagði Michael Hayter en son-
ur hans snerti boltann fjórum
sinnum í leiknum og nýtti því
tækifærið vel.
Í JÚNÍ næstkomandi munu um
þrjátíu kylfingar frá mismunandi
þjóðlöndum leggja lið líknarmál-
efni, sem nefnist Wooden Spoon,
með því að leika golf í 24 tíma
samfleytt. Einn af þessum kylf-
ingum er Englendingur að nafni
Paul Whittle. Hann mun spila 90
holur á 24 tímum og á fimm mis-
munandi völlum á Íslandi. Whittle
segir Ísland henta vel til þessa,
vegna mikillar birtu allan sólar-
hringinn um miðjan júní.
FÓLK