Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ AÐALRITARI ráðstjórnar lýsti því yfir á Viðskiptaþingi, að: ,,Frelsið átti aldrei að vera fyrir fáa útvalda“, og: ,,Til- gangur baráttu okkar fyrir einstaklings- frelsinu var aldrei sá að frelsið yrði fyrir fáa útvalda“, og enn að þess sé gætt: ,,að jafnræði ríki á mark- aðinum og ekki gíni of fáir yfir of miklu“. Engum heilvita manni verður talin trú um annað en að ástand mála í íslenzku þjóðfélagi sé afleiðing af stjórnarháttum undanfarinna ára. Aðalritari, sem hefir haldið öllum aðal-þráðum í hendi sér sl. þrettán ár, hlýtur að leita í eigin ranni að orsökum þess, sem úrskeiðis hefir gengið. Enda er það svo, óhrekjanlega, að allar fyrrgreindar upphrópanir hans lenda á honum sjálfum og verkum hans. Átti skipan mála í aðalat- vinnuvegi landsmanna, sjávar- útveginum, að vera ,,Frelsi hinna mörgu, ekki hinna fáu“, eins og aðstoðarmaður aðalritara étur upp eftir honum í Morgunblaðinu dag- inn eftir að sagt var frá rama- kveini foringjans á Viðskiptaþingi? Sjávarútvegurinn er harðlæst atvinnugrein öllum, sem þar kynnu að vilja hasla sér nýjan völl. Sjálfir liggja sægreifarnir ekkert á þeirri skoðun sinni, að innan tíðar muni 5–7, fimm til sjö, fyrirtæki ,,gína“ yfir allri auðlind sjávar. Þeir, sem fylgzt hafa með stór- viðskiptum lénsherranna að und- anförnu, þurfa engum blöðum að fletta um framhaldið ef núver- andi ráðstjórn situr áfram við völd. Frelsið átti nefni- lega að vera fyrir fáa útvalda. Að halda öðru fram eru ósann- indi – bláber lygi – fram sett í blekking- arskyni til að reyna að slá ryki í augu al- mennings, sem ofbýð- ur. Ofbýður þegar stórfyrirtæki selur aflaheimildir og hramsar til sín gróða af þeim viðskiptum upp á þrjúþúsund milljónir króna. Það er í framhaldi af þeirri gripdeild, sem erfinginn frá Höfn í Hornafirði – verðandi aðalritari – tilkynnir: ,,Hin nýja íslenzka stefna er ,,ekki dýrkun gróðans“.“ Þó er það reyndar svo að gróða sægreifanna hefir formaður Fram- sóknarflokksins skattlagt ótæpi- lega til að kosta kosningabaráttu flokksins undanfarna áratugi, þótt um þverbak keyrði í alþingiskosn- ingunum í maí 2003. Sá skattpen- ingur er reyndar ómengað mútufé, þar sem hinir ,,fáu útvöldu“ kaupa sér áframhaldandi völd þeirra, sem vilja leyfa þeim að ,,gína“ áfram yfir sameign þjóðarinnar. Sá, sem hér heldur á penna, lét segja sér oftsinnis, án þess að trúa, þegar ráðstjórnin ákvað að svipta sjómenn skattafríðindum, sem þeir hafa haft í meira en hálfa öld á forsendum, sem eru í fullu gildi enn þann dag í dag. Og nú hefir steinbítskvótagreif- inn frá Flateyri fundið lausnina: Tökum auðlindarskattinn af ríkinu og borgum skattfríðindi sjómanna! Og sjávarútvegsráðherrann er tilbúinn í slaginn, enda hafi ,,sátt- in“ um auðlindagjaldið ekki orðið til sátta! Þá höfum við það, en undirrit- aður bíður eftir viðbrögðum Morg- unblaðsins, sem á sínum tíma taldi sig hafa unnið sinn mestan mál- efnasigur með ákvörðun um auð- lindagjald, þótt flestum öðrum virðist sá gerningur sýnd- armennskan einber. En í hrófatildri ráðstjórnar í fiskveiðimálum hriktir illilega, enda mál til komið að af létti þeirri ótíð, sem íslenzk þjóð hefir mátt búa við í þeim efnum. P.S. Var það t.d. ,,frelsi hinna mörgu“ sem sat í fyrirrúmi þegar ráðstjórnin hvarf frá dreifðri sölu á hlutafé ríkisbankanna? Hriktir í hrófatildri Sverrir Hermannsson skrifar um frelsi ’Frelsið átti nefnilegaað vera fyrir fáa út- valda. Að halda öðru fram eru ósannindi…‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fyrrv. formaður Frjáls- lynda flokksins. ÞEGAR ég var ungur maður og lífið var handbolti hlotnaðist mér stundum sá heiður að fá umfjöllun á síðum dagblaðanna vegna þátttöku í sigri eða ósigri liðs míns. Umfjöllunin hafði hvetjandi áhrif til að gera enn betur næst. Ég man það líka frá þessum árum hvað mér fannst umfjöllun um aðrar íþróttagrein- ar koma mér lítið við, skildi ekki hvers vegna, þá sjaldan það var gert, væri verið að skrifa um t.d. fimleika sem væru fyrst og fremst fyrir stelpur. Minn heimur þá var handbolti og ég sjálfur. Mik- ið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Vonandi hefur undirritaður þrosk- ast eitthvað í þá átt að sjá íþrótta- iðkun í víðara samhengi. Jafnvægi Ég átti þess kost að búa í Noregi í þrjú ár og fylgdist þar vel með um- fjöllun um íþróttir. Jafnræði og hvernig fjallað var um íþróttaiðkun kvenna og karla, „stórra“ og „ lít- illa“ íþróttagreina, innlenda og er- lenda íþróttaviðburði, afreksíþróttir versus ekki afreksíþróttir og íþróttaviðburði hjá börnum og ung- mennum vakti athygli mína. Jafn- framt fannst mér áberandi hversu vakandi íþróttafréttamennirnir voru gagnvart því sem ekki gat tal- ist til framþróunar íþróttahreyfing- unni s.s. lyfja- og vímuefnanotkun íþróttamanna, óeðlilegum starfs- háttum innan íþróttahreyfing- arinnar, agaleysi, álagi á börn og unglinga og framkomu foreldra á kappleikjum svo dæmi séu tekin. Ég ræddi þessi mál eitt sinn við forystumann í norska íþrótta- sambandinu. Hann sagðist ekki hafa tekið neitt sérstaklega eftir þessu, hann teldi þetta eiga að vera svona, þessi nálgun væri skyn- samleg að sér fyndist og hefði ákveðinn samfélagslegan tilgang. Tilgangurinn væri að auka áhuga á íþróttum og hreyfingu almennt, efla „innlendar“ íþróttir, auka jafnrétti og ýta undir fjölbreytni á íþrótta- sviðinu með það að leiðarljósi að reyna að koma til móts við sem flesta. Hann taldi íþróttafréttamenn vera mjög meðvitaða um áhrif sín og skyldur í þessum efnum. Áhrifavaldar Íþróttafréttamenn á Íslandi, margir hverjir bráðskemmtilegir og oft faglegir, hafa mikil áhrif á það með hvaða hætti íþróttaáhugi og íþróttamenning þróast hér á landi. Því skal ekki neita að á stund- um finnst mér full mikið fjallað um karla á kostnað kvenna, er- lent efni á kostnað innlends, afreks- íþróttir á kostnað almennings- íþrótta og of lítið sagt frá íþróttaviðburðum þar sem hundruð barna og ungmenna eru að sýna listir sínar. Rétt er að geta þess að á bak við skoðun mína um fram- angreint ójafnvægi er ekki vís- indaleg könnun, né heldur þekki ég nægjanlega vel til þess starfsum- hverfis sem íþróttafréttamenn starfa við. Sjálfsagt er það ekki ein- falt mál að fjalla svo um íþróttir að öllum líki. Hins vegar má benda á kannanir sem gerðar hafa verið á umfjöllun um íþróttaiðkun kvenna og karla, en þar hallar verulega á kvenfólkið. Þess ber þó að geta að umfjöllun í fjölmiðlum um íþrótta- iðkun og afrek kvenna á því sviði hefur aukist verulega frá því sem áður var. Vel má vera að ójafnvægi sé óumflýjanlegt, markaðurinn vilji hafa þetta með þessum hætti. Í því sambandi vaknar spurningin; hvort kemur á undan hænan eða eggið. Ég minnist þess t.d. þegar sýnt var í sjónvarpinu frá fimleikakeppninni á Ólympíuleikunum dag eftir dag og Jónas Tryggvason, hinn skýr- mælti sjónvarpsmaður útskýrði fyr- ir landslýð hin ýmsu stökk. Þá vissi hvert mannsbarn á Íslandi hverjar Daniela Silevas og Elena Shusinova voru og áhugi á fimleikum tók stökkbreytingu. Lesendur fer sennilega þegar hér er komið sögu að renna grun í að höfundur tengist fimleikum með einhverjum hætti. Auðvitað vil ég fá meiri umfjöllun um fimleika sem formaður FSÍ, nema hvað. Umfjöll- un um þá 2000 þúsund iðkendur (af þeim 5000 sem stunda íþróttina) sem sýna listir sína á þeim 14 inn- lendu mótum fimleikasambandsins sem haldin eru ár hvert auk þátt- töku unga fólksins á erlendum mót- um. Það væri líka gaman að fá meiri umfjöllun um starf íþrótta- deildanna og framlag hundraða stjórnarmanna, já allt sem við- kemur þessu umfangsmikla starfi sem hefur þýðingu fyrir okkur öll, ætla ég rétt að vona. Ef til vill er ég aftur orðinn sjálflægur eins og forð- um daga þegar lífið var handbolti. Mynd í Moggann Ég hitti litla frænku mína á fim- leikamóti um daginn. Hún spurði „getur þú ekki komið mynd af okk- ur í Moggann svo allir sjái hvað við erum duglegar, það eru bara mynd- ir af fullorðna íþróttafólkinu“. Ég lofaði henni að gera mitt besta. Ég er á þeirri skoðun að hollt sé fyrir íþróttahreyfinguna og fjöl- miðla á þessum tíma gæsalappa, jafnvægis, lýðræðis, markaðs- væðingar, lagasetningar um fjöl- miðla og frelsis að staldra við og ræða „íþróttafréttamennsku“. Í framhaldi af ofansögðu hvet ég for- ystu íþróttahreyfingarinnar að efna til málþings í samvinnu við ritstjóra og samtök íþróttafréttamanna um íþróttaumfjöllun og hvernig íþrótta- hreyfingin getur komið til móts við fréttamenn um upplýsingar, íþrótt- um, þjóðinni og fjölmiðlum til heilla. Hallar á kvenfólkið? Gunnar Einarsson skrifar um íþróttir ’Íþróttafréttamenn áÍslandi hafa mikil áhrif á það með hvaða hætti íþróttaáhugi og íþrótta- menning þróast hér á landi. ‘ Gunnar Einarsson Höfundur er formaður Fimleika- sambands Íslands og með mast- erspróf í stjórnun. NOKKUR umræða hefur orðið um meiðandi tjáningu sem hefur færst í vöxt með nýrri tækni í fjar- skiptum og rafrænum samskiptum. Spurt hefur verið hverjir beri ábyrgð á æru- meiðandi efni sem birtist á Netinu og hvort þörf sé breyt- inga á núverandi lög- gjöf. Samkvæmt almenn- um hegningarlögum nr. 19/1940 liggur refsing við ærumeið- andi ummælum og unnt er að dæma þau ómerk. Skaðabótalög nr. 50/1993 veita heimild til greiðslu miskabóta í slíkum til- vikum. Ákvæðin eiga við óháð birting- arformi ærumeiðandi ummæla. Tilkoma raf- rænna miðla gjör- breytir hins vegar möguleikum almenn- ings til að tjá skoðanir sínar, sem er í senn heillandi og ógnvekjandi staðreynd. Rafrænir miðlar hafa leitt til breyttrar hlutverkaskipunar. Í hinu rafræna samfélagi eru ekki að sama marki og áður var útgefendur sem taka beinan þátt í því að koma efni á framfæri heldur hafa orðið til miðlar sem hafa fremur það hlut- verk að veita aðstöðu fyrir aðra til að tjá sig á Netinu, meðal annars á spjallrásum og í umræðuhópum. Þeir sem taka þátt í umræðu með þessu móti geta tjáð sig nafnlaust og ekki er alltaf unnt að rekja framlag til þess einstaklings sem í hlut á. Með þessu móti eykst hætta á því að einstaklingar sendi frá sér meiðandi efni, jafnvel nafnlaust eða í nafni annars einstaklings. Í lögum nr. 57/1956 um prentrétt eru ákvæði um ábyrgð á efni útgef- inna rita. Sé vitað hver er höfundur efnis í blaði eða tímariti ber hann sjálfur ábyrgð á því, ef ekki er vitað hver er höfundur bera útgefandi eða ritstjóri ábyrgðina, þar næst söluaðili og loks prentunaraðili ef öðrum er ekki til að dreifa. Útgef- endur geta þannig orðið ábyrgir fyrir því prentaða efni er þeir stuðla að birtingu á. Samkvæmt út- varpslögum nr. 53/2000 ber sá er flytur efni í útvarpi eða sjónvarpi í eigin nafni eða tekur þátt í samtali í eigin nafni ábyrgð á því, flytjandi ber ábyrgð á efni sem annar hefur samið en útvarpsstjóri ber ábyrgð á öðru efni. Í Evrópusambandinu var á árinu 2000 sett tilskipun um rafræn við- skipti sem var ætlað að tryggja inn- an sambandsins frjálst flæði þjón- ustu sem veitt er með rafrænum hætti. Ákvæði hennar voru innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 30/ 2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Í lögunum eru reglur sem taka með vissum hætti á ábyrgð svokallaðra milligönguaðila, það er þeirra er veita þjónustu sem felst í því að hýsa efni og miðla því með rafrænum hætti um Netið. Reglurnar kveða á um hvernig hin- ir svokölluðu milligönguaðilar, þar með taldir hýsingaraðilar, geta firrt sig ábyrgð á ólögmætu efni er birt- ist vegna þjónustu þeirra. Samkvæmt ákvæðum laganna um rafræn viðskipti ber hýsingaraðili ekki ábyrgð á gögnum ef hann fjar- lægir þau eða hindrar aðgang að þeim án tafar eftir að hann fær vitneskju um gögn er innihalda barnaklám, eftir að hann fær til- kynningu um meint brot gegn ákvæðum höfundalaga eða ef hann fær vitneskju um að lagt hafi verið lögbann við hýsingu tiltekinna gagna eða að dómur hafi fallið um brottfellingu þeirra eða hindrun að- gangs að þeim. Til viðbótar þessum ákvæðum geyma lögin reglur um að fjarskiptafyrirtæki sem miðla gögn- um eða veita aðgang að fjar- skiptaneti og aðilar sem skyndivista gögn (e: caching) séu undanþegnir ábyrgð á gögnum að uppfylltum skilyrðum er lúta að því að þessir aðilar eigi enga hlut- deild eða frumkvæði að miðlun þeirra. Vænt- anlega yrði þeim sjón- armiðum, sem hér búa að baki, einnig beitt í þeim tilfellum þegar hýsingaraðili fær til- kynningu um að gögn er hann hýsir feli í sér ærumeiðandi ummæli og raunar gerir tilskip- unin ráð fyrir því að reglurnar taki ekki ein- göngu til efnis sem verndað er að höfund- arrétti eða inniheldur barnaklám. Lögin um rafræn viðskipti geyma ekki reglur um hverjir beri ábyrgð á efni er birtist á Netinu heldur und- anþiggja þau milligönguaðilana ábyrgð í tilteknum tilfellum. Þar sem þessum reglum sleppir verður því að beita almennum reglum um bóta- og refsiábyrgð. Feli efni í sér ærumeiðingar ber höfundur refsi- og skaðabótaábyrgð á því. Sé ekki unnt að rekja efni til tiltekins höf- undar kann málið að vandast. Til- skipunin byggir á því að milli- gönguaðilar beri ekki ábyrgð svo framarlega sem þeim er ekki kunn- ugt um innihald þess efnis er þeir hýsa eða flytja. Með hýsingarað- ilum er átt við þá er eingöngu veita aðgang að Netinu og einnig þá er starfrækja fréttahópa og spjall- rásir. Algengt er að aðilar sem starfrækja slíka þjónustu áskilji sér rétt til að fjarlægja efni er brýtur gegn réttindum annarra. Með því að fjarlægja efni þegar þjón- ustuveitanda verður þetta ljóst get- ur hann firrt sig ábyrgð á birtingu þess. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að starfsemi þeirra er starf- rækja vettvang til skoðanaskipta á Netinu getur verið með ýmsu móti. Sá er lýsir því yfir að hann birti ekki efni nema að hafa samþykkt innihald þess kemur fram með nokkuð öðrum hætti en sá sem ein- göngu veitir aðstöðu fyrir aðra til að tjá sig. Ef á reynir kynni að verða litið svo á að fyrrnefndi að- ilinn firri sig ekki ábyrgð með því að fjarlægja efni eftir á. Hann kynni því að bera ábyrgð á birtingu efnis samkvæmt ákvæðum refsi- og skaðabótalaga. Að baki ákvæðum tilskipunar Evrópusambandsins búa sjónarmið um snurðulausa starfsemi innri markaðarins og einnig rök um Net- ið sem vettvang þar sem tjáning- arfrelsi ríkir. Tilskipunin bannar að milligönguaðilar séu skyldaðir til að hafa eftirlit með upplýsingum er þeir flytja eða geyma eða að skylda þá til að leita uppi með virkum hætti staðreyndir eða aðstæður sem benda til ólöglegrar starfsemi. Af þessu sést að hér á landi gilda reglur sem taka til ábyrgðar á birt- ingu efnis á Netinu. Reglurnar um ábyrgðarleysi milligönguaðila geta vissulega leitt til þess að ekki sé unnt að draga neinn til ábyrgðar á birtingu efnis sem brýtur gegn réttindum annarra og þær koma þessum aðilum að nokkru leyti til hagsbóta miðað við eldri reglur. Vafalaust á eftir að reyna á beit- ingu þessara reglna. Vandséð er hins vegar að skynsamlegt væri að setja reglur um að í öllum tilfellum væri einhver dreginn til ábyrgðar á efni eftir óþekkta einstaklinga á Netinu. Ærumeiðingar og netþjónustuaðilar Erla S. Árnadóttir skrifar um ærumeiðandi ummæli Erla S. Árnadóttir ’Feli efni í sérærumeiðingar ber höfundur refsi- og skaða- bótaábyrgð á því.‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Lex, lögmannsstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.